Fallegur minningaróður

  Systurdóttir mín,  Íris Kjærnested,  vinnur við tónsmíðar í Svíþjóð og víðar.  Hún hefur meðal annars samið tónlist fyrir íslenska auglýsendur.  Þekktastur er sennilega Kjarnafæðisslagarinn ("Veldu gæði,  veldu Kjarnafæði!"),  sem er sunginn í öllum tjaldútilegum og í rútuferðum um landið. 

  Þetta gullfallega lag hér á myndbandinu fyrir ofan samdi Íris til minningar um kæran vin.  Hér er íslensk þýðing á textanum:

SONG FOR DOTÉR (þegar að þú fórst/lést)
.
Heimurinn hefur frosið,
en enginn virðist vita það.
Á miðju sumri
falla minningar sem snjór.
Undir sólhlífum
er óvitund sæla,
en ég myndi ekki skipti henni
í staðinn fyrir allt sem ég hefði misst af (saknað) ...
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Hvernig geta þau ekki vitað
að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést.
Sólargeisli
sem stjörnurnar tóku.
Nú urðu allir litir
svartir.
Orðin bregaðst mér,
helguð, til einskis
Ég heyri enn í þér:
"Taktu næstu lest!"
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Hvernig geta þeir ekki vitað
að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést
... að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést.
.

Lag, söngur og texti: Íris Kjærnested
Tónlist: Mike Shiver

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ofboðslega fallegt bæði ljóðið, lagið og söngurinn, og drengurinn flottur blessuð sé minning hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég tek undir þetta.

Jens Guð, 3.8.2011 kl. 23:39

3 identicon

<3

i (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband