Máttur bænarinnar

  Ég sá áðan út undan mér heimildarmynd í sjónvarpinu um flótta nokkurra fanga úr fangelsi í Texas.  Þetta voru harðsvíraðir glæpamenn sem sátu inni fyrir morð og alls konar hrottaskap,  eins og gerist og gengur þarna um slóðir.  Þeir skipulögðu og undirbjuggu flóttann af mikilli útsjónasemi.  Það sem mestu máli skipti var að kvöldið áður en þeir létu til skarar skríða þá komu þeir saman,  spenntu greipar og báðu heitt og innilega til Drottins um að flóttinn úr fangelsinu myndi takast.  

  Það var eins og við manninn mælt:  Þeim tókst léttilega að yfirbuga,  lemja,  afklæða og binda nokkra fangaverði.  Flóttamennirnir fóru í föt fangavarðanna,  komust yfir byssur og bíl.  Því næst náðu þeir að plata aðra fangaverði til að opna hliðið á fangelsisgirðingunni og hleypa sér út í frelsið.

  Það var eitthvað sætt og krúttlegt við þetta.   

krikja_1107187.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo fyrirgefur guð allt. Ég vona að þeir hafi náð að sletta vel úr klaufunum áður en að þeir þurftu fyrirgefningu - þá er allt gott sem endar vel

Gunnar (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 07:17

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Væri ekki ráð fyrir Jóhönnu og Steingrím að fá afrit af þessar kröftugu bæn?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.8.2011 kl. 11:42

3 identicon

Þeir hafa augljóslega trúað 100% á Sússa, þá fá menn allar bænir uppfylltar, samkvæmt galdrabókinni.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 12:42

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 30.8.2011 kl. 20:46

5 Smámynd: Jens Guð

Gunnar, þessi bænheiti hópur einhenti sér í rán og morð. "With God on their Side" eins og gyðingurinn Bob Dylan söng um.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 23:03

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I B,  jú,  svo sannarlega.  Ég hlustaði í dag sem oftar á símtíma á Útvarpi Sögu í morgun þar sem innhringjendur töluðu hver á fætur öðrum um Jóhönnu sem homma.  Þáttastjórnandinn,  Pétur Gunnlaugsson,  baðst ítekað undan því að kynhneigð stjórnmálamanna væri blandað inn í umræðuna.  Sem var gott hjá honum.  Engu að síður héldu innhringjendur áfram að tala um Jóhönnu sem homma. 

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 23:12

7 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það hlýtur að vera gott að hafa Gutta með í liði.  Líka fyrir morðingja og aðra glæpamenn.  Betri hjálparhella er vandfundin.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 23:14

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 23:15

9 identicon

Ég er miðaldra sannkristinn hvítur hægri maður og á bæði byssur og biblíur. Og mér þykir þetta falleg saga um mátt drottins.

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 23:31

10 Smámynd: Jens Guð

  Þórleifur minn,  þú deilir þessu með Breivik.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 23:46

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er nú líka miðaldra kristinn hægri maður, en ég hef aldrei skotið af byssu og býst eki við að til þess komi úr þessu, æ ég á enga Biblíu heldur, bara Nýja Testamentið.

En mér finnst þessi saga mjög góð, svona "krúttleg" eins og þú segir svo skemmtilega.

Kannski fer Doctor E. að trúa á Guð eftir að hafa lesið þetta og verður þá öflugasti eldklerkur sem ísland hefur alið til þessa.

Ég hlakka til að sjá hann í stólnum iðrast trúleysisins og berjast við, að snúa Vantrúarmönnum til kristni.

Já, það getur nú allt gerst í þessum heimi eins og sagan hefur sýnt.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2011 kl. 00:16

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu, þetta er líka flott hjá innhringjendunum á Útvarpi Sögu, að segja að Jóhanna sé hommi.

Ég horfði á einhverja þætti um L-World fyrir nokkrum árum, það var þáttur um lesbíur og þar var einhver karl, sem sagðist vera lesbía og vildi elskast með lesbíum sem kona.

Kannski er eitthvað að breytast hjá Jóhönnu í þessum efnum.

Það er nefnilega gamalt máltæki sem segir; "sjaldan lýgur almannarómur", svo segir Loftur Altice alltaf "hr. Jóhanna", ja hver veit, kannski er hún bara hommi eftir allt saman blessunin hún Jóhanna.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2011 kl. 00:21

13 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  ég ólst upp við hægri kristni í útjarðri Hóla í Hjaltadal.  Við áttum kindabyssu og riffil.  Mér þótti kindabyssan flottari.  Pabbi var formaður Sjálfstæðisflokksins þarna.  Ég hef aldrei nennt að horfa á L-World,  Samt er ég lesbía.   

Jens Guð, 31.8.2011 kl. 00:55

14 Smámynd: Jens Guð

  Ég á bæði Gamla og Nýja Testamentið.  Þjóðsögurnar í NT eru betri.  Enda nær raunveruleikanum,  nútímanum og vitrænni hugsun.  Þar fyrir utan er slatti af góðum kenningum í NT,  vel orðuðum og snjöllum um margt. 

Jens Guð, 31.8.2011 kl. 00:58

15 identicon

Ég gæti alveg fengið heilaskaða/elliglöp og orðið trúaður á endanum, komið fram með hinum ruglukollunum á Omega: Styðjið Ísrael or else  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 10:13

16 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það yrði hrikalegt!

Jens Guð, 31.8.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband