Er Hussein Anti-Kristur?

  Ég hlustaði á spjall Egils Helgasonar við Noam Chomsky í Silfri Egils í sjónvarpinu í dag.  Það var áhugavert.  Þeir komu lítillega inn á þá merku staðreynd að fjórðungur bandarískra lýðveldissinna (republicana) telur fullvíst að forseti Bandaríkja Norður-Ameríku,  Barack Hussein Obama II, sé Anti-Kristur.  Með öðrum orðum að hann sé fulltrúi djöfulsins,  þess illgjarna og vonda skratta sem frá greinir skilmerkilega í mörg þúsund ára gömlum þjóðsögum gyðinga í Mið-Austurlöndum.  Anti-Kristur hefur eitthvað meiriháttar hlutverk í því að ferli að uppvakningurinn Jesú Kristur mæti enn einu sinni til jarðar og nú á okkar dögum heilögum. 

  Lýðveldissinnar eru um það bil helmingur Bandaríkjamanna.  Þannig að 25% þeirra er fjölmennur hópur.  Kannski hátt í 40 milljónir.  Getur verið að allur þessi fjöldi hafi rangt fyrir sér?  Það væri saga til næsta bæjar.  Þetta skiptir okkur jarðarbúa máli.  Bandaríkin eru í forystu í heiminum um þessar mundir. 

  Til gamans má geta að systir kallsins með húfuna,  Petes Seegers,  var kona Ewans McColls.  Dóttir hans sló í gegn á sínum tíma með lagi eftir Billy Bragg,  A New England:    

  Svo var henni drekkt - líkast til óviljandi - af auðmanni á spíttbáti úti fyrir Mexikó.  Áður sló breska leikkonan Tracy Ulaman í geng með lagi hennar  They Don´t Know.


mbl.is Turnarnir féllu „þægilega“ niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens, þú hefur væntanlega komið til BNA  ?

Hvernig er hinn raunverulegi amerikani ?

Eða er hann til ?

JR (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Jens Guð

  JR,  ég var giftur hálf-bandarískri konu í næstum aldarfjórðung.  Átti bandarískan tengdaföður og 4 bandarískar mágkonur ásamt fleri bandarískum ættingjum konunnar.  Ég hef farið sex sinnum til Bandaríkjanna og oftast verið þar í 6 vikur í senn.  Meðal annars dvalið í Texas,  hjólhýsahverfi í Florida,  verið í New York og Boston og ferðast til ýmissa staða.  Þar fyrir utan var systir tengdamóður minnar gift Bandaríkjamanni og bjó lengst af með sinni fjölskyldu í Bandaríkjunum og þau bjuggu einnig lengi á Íslandi.  Einn af mínum bestu vinum,  íslenskur,  hefur búið í Bandaríkjunum í aldarfjórðung og við spjöllum saman í síma nánast vikulega,  klukkustundum saman.  Þegar ég var krakki bjó bandarísk fjölskylda iðulega heima hjá mér í sveitinni í útjaðri Hóla í Hjaltadal vikum saman á sumrin.

  Þá eru ótaldir ýmsir aðrir bandarískir vinir sem ég hef átt mikil samskipti við.  Einkum þegar ég var að stússa í hljómleikahaldi á pönkárunum.  Einnig hef ég í þrjá áratugi eða svo flutt inn bandarískar vörur.  Rek heildsölu sem heitir Aloe Vera umboðið og hef í gegnum þau samskipti eignast marga góða vini í Bandaríkjunum.

  Svarið við spurningunni:  "Hvernig er hinn raunverulegi Ameríkani?" er:  Hann er ekki til sem steríótýpa.  Bandaríkin eru fjölmenningarsamfélag umfram önnur þjóðfélög.  Blökkumaður í Harlem er allt annar Kani en hvítur Texas-búi.  Eftir því sem maður heimsækir Bandaríkin oftar og ber niður víðar verður manni ljósar að Bandaríkin eru mörg ríki og ólík.  Það er nánast eins og að ferðast til ólíkra heimsálfa að kynnast ólíkum menningarheimum í Bandaríkjunum. 

  Í Boston og New York eru nánast allir demókratar og evrópskir í hugsun.  Í Suðurríkjunum eru republikanar ráðandi.  Ég á eftir að fara á Vesturströndina.  

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 23:05

3 Smámynd: Björn Emilsson

Jens, láttu endilega heyra frá þér þegar þú heimsækir vesturströndina. Það er auðvelt núna, síðan Flugleiðir flúgja beint a SeaTac Seattle.

Björn Emilsson, 11.9.2011 kl. 23:14

4 Smámynd: Jens Guð

  Þessu til viðbótar er ég með músíkdellu á háu stigi og les reglulega fjölda bandarískra músíkblaða.  Viðtöl í þeim við bandaríska poppara gefa oft áhugaverða innsýn í hugsunarhátt Bandaríkjamanna.  Það er stundum gaman að fylgjast með þessum poppurum frá því að þeir eru að slíta heimahögum og hvernig heimsmynd þeirra breytist við að ferðast til annarra landa. 

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 23:18

5 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  það er einmitt á dagskrá hjá mér að kíkja á Seattle.  Um tíma bjó ég á gistiheimili þar sem einnig bjó bandarískur blaðamaður frá Seattle.  Hann tók viðtal við Nirvana áður en sú hljómsveit varð fræg.  Hann upplýsti mig um margt sem jók skilning minn á Seattle grugginu (grunge).  Meðal annars hvað þetta svæði var afskipt og afskekkt í möguleika á að fylgjast með nýjum músíkstraumum.  Þar um slóðir var ómugulegt að nálgast breskar pönkplötur fyrir 1990.  Ótrúlegt.  Íbúar Seattle lásu bara um breska pönkið í Rolling Stone tímaritinu.  En plöturnar fengust ekki í Seattle.  Fyrsta breska pönkplatan sem fékkst í Seattle var "Sandinista" með The Clash.  Þá voru The Clash löngu hættir að spila pönk. 

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 23:30

6 Smámynd: Jens Guð

  Til gamans má geta að sönglagið sem þarna er flutt er skráð á Woody Guthrie sem dó 1960-og-eitthvað og stal lögum út og suður.  Meðal annars frá Bubba Morthens. 

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 23:48

7 Smámynd: Jens Guð

  Kallinn með húfuna heitir Pete Seeger.  Hann er 120 eða 130 ára.  Hann samdi lagið "Hvert er farið blómið blátt?" sem Ellý og Raggi Bjarna sungu.  Sama lag gaf Savanna Tríó út undir nafninu "Veistu um blóm sem voru hér?" eða eitthvað álíka. 

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 23:52

8 identicon

Þú ert svo mikil steik.

Hvað ætli margir álíta að Bush sé anti kristur hjá mörgum netverjum, og öðrum rugludöllum....

...þú ert svo mikið grey ;-)

Hagbarður (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 23:58

9 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður,  ég bara veit það ekki.  Ég trúi ekki á þessar þjóðsögur gyðinga um fyrirbærið Anti-Krist.  En ég get ekki afskrifað dæmið.  Það eru svo margir sem trúa á það.

Jens Guð, 12.9.2011 kl. 00:08

10 Smámynd: Jens Guð

  Er allt þetta fólk,  40 milljónir,  í bulli?

Jens Guð, 12.9.2011 kl. 00:09

11 Smámynd: Jens Guð

  Þar af margir sem keppa til framboðs til forseta BNA?

Jens Guð, 12.9.2011 kl. 00:12

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

...að 40 milljónir ameríkanar bulli? Engin vafi. Miklu fleiri ef eitthvað er...ef það væri staðfesting á "sannleika" að nógu margir væru sammála, væri jörðin enn flöt eins og pönnukaka.

Hvort antikristur sé til? Hann er til í öllum kristnum kirkjum og var fundin upp af prestum í gamla daga til að hræða fólk til að borga kirkjugjald. Svo gátu þeir ekki með góðu móti útskýrt hvað Guð er, og þá fundu þeir upp á þessu fyrir fólk á öllum aldri. Antikristur er þannig sniðug hugmynd og mætti kalla hann jólasvein fullorðinna....og aðalinkoma söluvara kirkjunar.

Óskar Arnórsson, 12.9.2011 kl. 01:43

13 identicon

Andkristur hefur um langt skeið verið besti vinur kristinna manna. Án hans væri lítið varið í þau trúarbrögð, og í raun væru þau alveg tilgangslaus.

Svo eru búnir að vera margir andkristar; Neró, Hitler, Obama... ég tel þó Dr. Phil líklegastan

Gunnar (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 06:05

14 identicon

Samkvæmt biblíu þá eru allir anti-kræst sem trúa ekki á þennan hlægilega galdrastrák; Obama virðist lítið annað gera en að reyna að sannfæra ruglukolla um það að hann sé alveg jafn ruglaður og þeir, að hann trúi vitleysu.
Menn þurfa jú að vera algerlega gaga til að trúa biblíu :)

Þannig að það eru milljaraðar af anti-kræstum á vappi um alla jörð, ótal manneskjur sem galdrastrákurinn Sússi ætlar að láta pynta til eilífðar fyrir að vera ekki í áðdáandaklúbbnum.
Svo ætlar Sússi ekki að pynta neinn sem hefur aldrei heyrt um hann, því eru allir prestar og trúboðar, allir sem segja þér frá Sússa, þeir eru að koma þér i stórhættu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 07:33

15 identicon

Pete Seeger er um nírætt og gaf út í fyrra plötuna "At 89"! Geri aðrir betur!

M@i (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 09:35

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú þetta er athyglisvert.

http://www.livescience.com/8160-quarter-republicans-obama-anti-christ.html

Og 6% demókrata og 13% óháðra telja að slíkt sé möguleiki.

57% Lýðveldissina telja að hann sé muslim og so videre.

Aðferðafræðin við könnunna hefur verið gagnrýnd. Td. að hún er netkönnun þar sem fólk getur, að mér skilst, skráð sig í könnunarhóp gegn mögulegum verðlaunum o.s.frv. En það fyrirkomulag er komið hingað líka, held ég barasta. Og þar að auki er þessi Harris Poll nokkuð virt könnunarfyrirtæki og hefur verið stafandi dáldið lengi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2011 kl. 10:15

17 identicon

Að fók skuli trúa á og tilbiðja afturgöngu er ruglað.  Fólk sem kjamsar með vandlætingarsvip á syndarhugtakinu en nautnarlegu glotti í hjarta er ruglað. 

Trúarbrögð sem byggjast á mannfórn, afturgöngu dauðra og staðhæfingu á að allri séu syndugir líka nýfædd börn, eru ekki mér að skapi og er í mínum augum villutrú/djöflatrú.

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 13:10

18 identicon

Það er stutt í að íslendingar verði jafn geðveikir og þeir þarna ofurkrissar í usa
http://www.youtube.com/watch?v=8P0zXZijjHc

Geðveikir fyrir galdrastrákinn hann Sússa :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:46

19 identicon

Jens,

Þetta snýst ekki um anti-krist eða ekki. Svona tölur eins og þeir minnast á, eru í besti falli bull.

...hins vegar eru margir sem raunverulega trúa því að Georg Bush hafi verið hálfgerður anti-kristur, og ekki síst hérna á landi. Þetta er bara svona. Málið er að menn eins og Chomsky reyna að gera lítið úr andstæðingum sínum, vegna þess að hann veit hversu hjákátlegir margir fylgismanna hans eru...jú og hann sjálfur.

Samt merkilegt að Egill skuli tala við þennan mann, og gera lítið úr andstæðingum Obama. Maður bar einu sinni einhverja virðingu fyrir Agli(já ótrúlegt), en hann er svo gjörsamlega búinn að skíta fyrir löngu upp á bak, og hreinlega orðinn einstaklega sorglegur fjölmiðlamaður.

Ein pælng, er doctor e skyldur Helga Hósearsonar. Allavega virðast margir geðveikir í hans heimi, þ.e. heimi doktors e. Það vita nú flestir sögu Helga, óþarfi að rifja það upp sérstaklega, en spurning hvaðan hatrið kemur hjá doktornum...

Hagbarður (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 16:13

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

...doktorinn er ekkert geðveikur Hagbarður. Hvað eiga menn að gera sem hefur verið misþyrmt með trúabrögðum árum saman? Bara þeigja og láta sem ekkert sé? Spila leikritið sem er kennt í kirkjunni?

Sagan um Antikrist er hrein geðveiki og uppfinning kristinar kirkju. Kristni og reyndar mörg önnur trúarbrögð er búin að koma illu orði á Guð sem er ekkert innblandaður í trúarbrögð yfirleitt.

Að doktorinn sé meira reiður út í trúabrögð enn gengur og gerist er bara gott á trúarbragðadýrkendur. Það má samt alveg trúa á Guð fyrir það. Og doktorinn hefði gott af því að stúdera Guð í alvörunni, lífin sín fyrir og eftir þetta líf og leyfa sér að hugsa aðeins út fyror "boxið" sem meðal annars trúarbrögð eru búin að setja fólk í.

Hálfur heimurinn er á bólakafi í ranghugmyndum um Guð, go mesta geðveikin kemur frá þeim sem vitna í Biblíu, Kóran og þvílíkar bækur, fólki til ama og armæðu. Og Guði til háborinnar skammar....

Óskar Arnórsson, 12.9.2011 kl. 17:54

21 identicon

Ég sagði nú ekki að hann væri geðveikur, enda er ég ekki í stöðu til að greina hann.

Ég held að málið með menn eins og hann er að þeir tönglast endalaust á trúarbrögðum, til að finna einhverja veilu, en oftast er veilan í hausnum á þeim sjálfum. Eina sem ég sagði. Hvort það sé geðveiki eða ekki, ætla ég ekki að dæma um. Það gera starfsmenn heilbrigðiskerfisins.

Málið er bara að hatrið, og þá með fáfræði er oft helsta eldsneyti þessa fólk. Það er þó ekki aðal-málið, því í þessum verstu dæmum, er hugmyndin að taka fókusinn af því sjálfu, því þegar getur einfaldlega ekki horft í eigin barm.

Hagbarður (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:05

22 identicon

Þú mátt segja mig geðveikann þegar ég verð kominn með galdrakastala AKA kirkju, með galdraklúbb og fæ svo súperofurörorkubætur frá ríkinu vegna hjátrúar minnar.

Annars Hagbarður, þá talar þú nákvæmlega eins og aðrir trúhausar, um hatur og fáfræði þeirra sem benda á ruglið í trúarbrögðum; Ég og aðrir sem benda á ruglið í trúarbrögðum, hvort sem það er í kristni,íslam eða öðru, við þekkjum þetta heilkenni mjög vel; Þetta er költ heilkenni fólks sem getur ekki hugsað sjálfstætt.. og þú ert með það

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:33

23 identicon

Jens,

Ég sá að þú hefur komið mikið til Bandaríkjanna. Það er reyndar hálfgerð mýta að Repúblikanar hafi eitthvað "stronghold" í suðurríkjunum. Demókratar áttu þessi fylki lengst af á 20. öldinni, og þá jafnvel þegar rebúblikanar unnu öll önnur fylki, þá voru demókratar nokkuð öruggir þarna. Það er bara á allra síðustu árum sem repúblikanar hafa verið að sækja í sig veðrið þar. Líka eitt athyglisvert, sem kemur umræðunni í sjálfu sér ekki við. Í bandaríkjunum eru 37 þingmenn af gyðingaættum, af þeim eru 36 demókratar. Hálf illa við svona "staðreynda-upptalningu", en finnst þetta samt athyglisverð tölfræði.

Hagbarður (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:43

24 identicon

doktor,

Ég held að þú sért ekki neinni stöðu til að tala um einhver költ-einkenni....

...annars er það kannski ljótt af mér að vera benda á það sem er svo augljóst hjá þér, og þú sannar það aftur og aftur sjálfur.....

Hagbarður (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:47

25 identicon

Ég er jú anti-kræst samkvæmt galdrabókinni...

Annars er bara fyndið að sjá þig vera eitthvað að hneykslast á mér þegar ég segi hjátrúarfulla hopp og skoppara liggja eins og ofurgeðsjúklinga í gólfinu, hlægjandi eins og ofurruglukolla, vera geðveika; Svo kemur þú og segir það sama um mig, sem var þó bara að benda á hið augljósa; Svo bætir þú um betur og ræðst að látnum manni.
Þú ert bara ræfill góurinn, ekkert annað.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 19:19

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það sem er alvarlegast í trúarmálum er þegar persónulegur sannfæringarkraftur einstaklingsins byrjar að framleiða sektarkennd í fólki með hjálp trúarbragða lærdóms. Og þá fer það til læknis og fær kvíðastillandi og róandi lyf við sektarkendinni. Sem það reyndar kallar öllum öðrum nöfnum enn sektarkend sem það hef lært innan trúflokka. Ég kalla þetta "sagan endalausa" og hún er ein af þeim ljótari í fíknarbransanum. Og hún verður mest ljót vegna þess að spilað er á það fínasta sem til er í fólki, oft af grimmu og extremt stjórnsömu fólki. Fólki sem hefur köllun að drottna yfir öðrum og ráðskast með annara manna líf.

Þegar skýrslur eru lesnar um áhrifin af sumum trúariðkunum, þegar maður sér aðstandendur ungra manneskja sem stytti sér aldur beint af þessum sökum, þá hættir maður að hafa þolinmæði með ábyrgðarlausum trúarflokkum, sama hvað þeir heita eða hvaða "sannleika" þeir hafa fram að færa.

Enn það er innbyggð þörf í fólki að læra og skilja sjálfa sig sem rekur það inn í þetta, kanski persónulegur "heilagur" inri kraftur sem fólk leitar síðan svara í gegnum trúarbragðaiðkun. Því miður þá hefur lærdómurinn öfuga verkun, í staðin fyrir inri frið varð til sektarkend, sektarkendin breyttist í inra helvíti sem engin lækning varð til. Þetta er ekkert nýtt af nálinni en alveg hörmulegt að vita að meiri peningum er eytt í að eyðileggja fólk á þennan hátt en hægt er að fá til að hjálpa því úr helgreipum trúarbragðafíknar.

Það eru til samtök sem heita FA Fundamentlist Anonymous og er til að hjálpa fólki sem hefur eyðilagt líf sitt og orðið þessari fikn að bráð. Ég bendi þeim á það sem hafa orðið trúarbragða "illusionen" að bráð...

Ég les alltaf DoctorE af einni ástæðu. Hann hefur alveg hrikalega rétt fyrir sér. Og það er miður fyrir þá sem vilja verja trúarbrögð sem dýrkunaraðferð og útstúderaða æfingu í algjöru persónulegu ábyrgðarleysi sem flest trúarbrögð eru. Síðan þaðrf hann ekkert að vera sammála mér í öllu eða ég sammála honum. Hann segir t.d. að Guð sé ekki til og ég veit að hann er til. Og það skiptir nákvæmlega engu máli. Hann er samt einn af þeim sem væri gaman að setjast með yfir kaffibolla og ræða lífið og tilveruna...

Óskar Arnórsson, 12.9.2011 kl. 20:37

27 identicon

Það má vera að það sé eitthvað til.. þarna úti; En það er alveg örugglega ekki guð Abrahams, né neinir guðir sem er verið að reyna að bora í okkur, það er alveg ljóst.

Biblían er td alveg hlægileg bók; Algerlega 100% manngerð, hvað er skrattinn td að reyna að múta Jesú; Jesú er fokking almáttugur, getur allt; Kemur svo einhver vondi kall og bíður honum pís of shit ef hann legst undir hann. Rétt eins og skipulögð trúarbrögð bjóða ykkur eilíft líf í lúxus ef þið leggist undir þau.

Eins og ég segi, ég get alveg virt fólk sem vill trúa á eitthvað, bara ekki láta mata ykkur, ekki láta véla ykkur inn í skipulögð trúarbrögð,  elta tilbúna manngerða galdrakarla; Þau eru óvinur okkar allra, það er alveg kristal tært.
Hver sá sem segist vita eitthvað um einhverja guði er einfaldlega geggjaður og/eða svikari/sauður; Ég veit ekki fokking neitt um neina guði, ég veit bara það að öll trúarbrögð eru fölsk

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 20:56

28 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Margir and-kristar eru nú þegar í heiminum segir Heilög Ritning og koma þeir úr vorum hópi, þ.e.úr hópi " trúaðra " ekki hópi mogga bloggara þótt svo sumir stæri sig af slíku. En einn er and-kristurinn (með greini ) sem Jesús sagði að væri sonur glötunarinnar. Aðeins ein persóna ber þann titil í Heilagri Ritningu þ.e. Júdas Ískaríot, ekki Obama. Illa lesnir í Ritnigunni fara því með fleypur.

Óskar Sigurðsson, 12.9.2011 kl. 21:13

29 identicon

Biblían er bara bók, léleg bók sem dregur auðtrúa á asnaeyrunum með glópabulli.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 21:33

30 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 21:56

31 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvernig lög geta setið í manni og pompað um aftur og aftur eins og slæmt sýru flashback.. (Ekki það að ég haqfi prófa sýru, bara gras fyrir hálfum mannsaldri og tók ekki oní mig frekar en frægur maður hmm )

Allavega Af einhverjum ástæðum situr eitt þeirra laga sem þú ert með hér að ofan algerlega fast í mér og dúkkar upp í höfðinu með jöfnu millibili, lagið: New England. Ágætt lag en þó kannski ekkert spes þannig lagað.

Væri ekki verðugt verkefni fyrir dulsálfræðinga að skoða þetta fyrirbæri hvernig stendur á því að sum lög umfram önnur festast í manni ?

hilmar jónsson, 12.9.2011 kl. 22:21

32 Smámynd: hilmar  jónsson

Reyndar heyri ég alltaf fyrir mér lagið með með Billy Bragg :http://www.youtube.com/watch?v=aCfRcgoPxTw

hilmar jónsson, 12.9.2011 kl. 22:29

33 Smámynd: Óskar Sigurðsson

sammála Hilmari væri gaman að vita..

Óskar Sigurðsson, 13.9.2011 kl. 11:37

34 identicon

Það er ekki trúin á æðri mátt sem angrar mig. Það eru stofnaninar í kringum trúina sem angra mig. Það eru þær sem stangast stöðugt á við það sem boðskapur söguhetjanna leggur upp með. Biblían og önnur trúarrit hafa brenglast og breyst í gegnum tíðina af hagsmunaraástæðum, og þar með boðskapurinn.

Dæmi : Upprunalegi texti biblíunnar um orð Jesú var þegar hann gaf til kynna að hann, ásamt öllum öðrum væru synir guðs, að guð væri hið góða. Í gegnum tíðina hafa þessi spakmæli hans breyst og stendur nú "Ég er sonur guðs, trúiði því sem ég segi". Þetta er dæmi um þá brenglun sem kirkjan leggur upp með, að búa til kúgunarástand ; hlýddu í einu og öllu og þú munt fá það verðlaunað með vist í himnaríki. Óhlýðnastu og þú brennur í helvíti.

Ég hef lengi verið efasemdarmaður um trúiarbrögð og stofnaninar á bakvið trúarbrögðin, prestana og drottnarana sem leggja hendur og lók á lítil börn og "frelsa" einstaklinginn í ánauð. Að kalla fólk geðveikt vegna þess að það aðhyllist ekki þessari kúgunarstefnu er að mínu mati verulega firrt hegðun.

Ég trúi því ekki á guð samkvæmt þeirri barnalegu útskýringu að hann hafi skapað jörðina á sjö dögum og allt sem þeirri sögu fylgir. Það væri eins og að trúa einlægt á jólasveininn. Þessar sögur eru ekkert nema dæmisögur og myndlíkingar, og það þarf að fara varlega að þeim.

Ég þarf ekki spillta kirkju eða spilla presta til að segja mér sannleikann um guð, eða til að hjálpa mér að finna hann. Að manneskja gefi vald sitt svo auðveldlega til þessara stofnanna til þess eins að treysta á einhvern annan til þess að leiða þann hinn sama í gegnum lífið er að mínu mati það sem hindrar alvöru uppgötvun af því hvað þessi "guð" eiginlega er. Þessi æðri vera sem hefur fylgt sögu okkar langt aftur í elstu menningarheima. En að trúa á einn guð og ekki annan er líka fyrring. Það að trúa einungis á kristinn guð og fordæma aðferðir annara trúarbragða er ekki vilji hins "sanna guðs". Þessi hegðun á stærri mælikvarða eins og við þekkjum í dag leiðir ekkert gott af sér. Hún leiðir af sér kúgun, andstæðu, hatur, misskilning, fordóma gagnvart "hinu liðinu" stríð, lygar og sjálfsblekkingu svo eitthvað sé nefnt.

Ég trúi því að "guð" eða hvað sem þú villt kalla þennan mátt búi innra með okkur öllum, og að það sé ekki verkefni presta að predíka yfir mér vilja guðs. Guð er hið góða, guð er skynsemi þín, þitt æðra sjálf, ákveðin tíðni sem hægt er að nálgast með hugleiðslu, sálin, meðvitund, núið, ljósið, sköpunarhæfileiki og skilyrðislaus ást. Guð er sameiginleg meðvitund allra lifandi vera, guð er orkan sem yfirvinnur hatur, öfgar og langanir og veitir skilning. Það er ein og sama orkan sem bjó allt til, ekki leyfa kirkjunni að segja ykkur annað. Við komum öll frá því sama, af hverju ættum við að byrja styrjaldir í nafni guðs eins og ráðamenn Bandaríkjamanna gera títt þegar þeir ákveða að sprengja upp saklausar sálir annarstaðar í heiminum. Svo virðist sem að kristin lönd séu að heppnast það að útrýma Islam. Gera allt klárt fyrir nýa heimstefnu, ein trú, eitt vald og endurkoma krists. Þetta hafa þeir sagt sjálfir. Það má búast við heljarinnra ljósashowi á næstu misserum.

Þetta er partur af minni uppgötvun um hvað þessi "guð" sé eiginlega. Ég tek það fram að ég tengi þennan guð ekki við neina stofnun eða fyrirbæri búið til að mönnum. Hugtakið "guð" hefur brenglast svo mikið í gegnum söguna að fólk segist trúa á guð því það er kristið án þess að hafa einhverntímann lesið biblíuna. Svo mikil áhrif hefur valdbeiting og heilaþvottur kirkjunnar haft að fólk fæðist inn í hana án þess að hafa neitt að segja um það.

Því miður hefur mín eigin reynsla af strangtrúuðu fólki, bókstafstrúarmönnum, og öðrum þeim sem tilbúnir eru að gefa sál sína og líkama til spilltrar áróðursstofnunar ekki að bera góðu söguna. Að eiga samræður við slíka einstaklinga hefur oft reynst erfitt vegna ófúsleika þeirra til að virða skoðanir annara og taka enga gagnrýni sem fellur á trúariðkun þeirra. Það er orðið verndari kirkjunnar, alveg eins og kirkjan lagði upp með í útrás sinni í gegnum heiminn. Þetta heitir að mínu mati einu nafni "heilaþvottur".

Ég veit að þessi póstur er kanski ekki alveg í takt við upprunalegan pistil, en þetta er mín skilgreining á því samtali sem átti sér stað í umræðunni sem fylgdi.

Er músliminn og hryðjuverkamaðurinn Barrack Hussein Obama Anti-kristur? Tjahh, ekki hafa aðgerðir hans eða fyrrvera hans og annara ráðamanna verið mikið í takt við boðskap Jesú krists? Samt framkvæma þeir þessar aðgerðir í nafni guðs? Það eru til heimildir á netinu sem gefa þessari kenningu gau. Ég mæli þá með að fólk kynni sér það og geri síðan upp sinn eigin hug í stað þess að blammera hvort annað vegna mismunandi trúarskoðanar. 

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 12:04

35 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#12),  jólasveinn fullorðinna!  Þessi var góður.  Og töluverður sannleikur í því.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 12:08

36 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar (#13),  Dr. Phil? Já,  hann er að minnsta kosti ekki sá merkilegi sálfræðingur sem hann þykist vera.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 12:09

37 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#14),  þetta er svakalegt! 

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 12:11

38 Smámynd: Jens Guð

  M@i,  takk fyrir þennan fróðleiksmola. 

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 12:15

39 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  takk fyrir þetta.  Það eru margir sem nota þessa sömu aðferð :  Að þátttakandinn skrái sig fyrirfram í úrtakshópinn.  Capacent Gallup notar þessa aðferð.  Einnig útvarpsstöðvar til að setja saman vinsældalista.  Bara svo dæmi séu nefnd. 

  Mér skilst að niðurstaða úr könnun á þennan hátt skili svipaðri niðurstöðu og könnun þar sem hringt er út í slembiúrtak.  Eini munurinn sé að hlutfall óákveðinna er víst hærri í úthringingaraðferðinni.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 12:23

40 Smámynd: Óskar Arnórsson

...algjörlega sammála hverju einasta orði sem Davíð Alexander segir! ....

Óskar Arnórsson, 13.9.2011 kl. 18:57

41 identicon

Davíð,

Miðað við síðuna þína, þá veit maður varla hvað maður á að halda um þig. Ég vona bara að þú hættir að hata, hvernig s.s. þú ferð að því......

...þú eiginilega uppfyllir nákvæmlega allt það slæma sem þú sérð í fari annarra. Voðalega hlýtur þér að líða illa.

Hagbarður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 20:33

42 Smámynd: Jens Guð

  Jóhannes,  þegar þú orðar þetta svona þá hljómar það dáldið skuggalegt.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 21:59

43 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#18),  takk fyrir þetta bráðskemmtilega myndband.  Sprenghægilegt.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 22:00

44 identicon

Jens,

Voðalega þarftu að klappa og strjúka grúppíunum þínum mikið...ussss. doktorinn hlýtur að vera kominn með svöðusár!!!

Hagbarður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 22:12

45 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#19),  Helgi Hóseason var ekki geðveikur.  Hann stóð eitt sinn á Hlemmi og seldi ljósrit af formlegri greiningu geðlækna á sér,  framkvæmdri samkvæmt saksóknara eða einhverju svoleiðis embætti í kjölfar þess er Helgi skvetti skyrinu.

  Ég er búinn að týna ljósritunum fyrir löngu síðan (enda hátt í fjórir áratugir síðan).  Þau spönnuðu margar blaðsíður.  Þar kom fram að Helgi væri sérstæður um margt,  sérvitur í orðavali,  með þráhyggju og eitthvað í þá áttina.  En ekki geðveikur.  Hann gerði sér fulla grein fyrir réttu og röngu,  gjörðum sínum og svo framvegis.  Helgi var merkilegur maður.  Eins og glöggt kemur fram í heimildarmynd sem gerð var um hann.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 22:12

46 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#20),  það er margt sannleikskornið í þessu hjá þér.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 22:14

47 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#21),  ég biðst velvirðingar á að ég var of fljótur á mér þegar ég las ranglega út úr texta þínum (#19) að þú værir að væna Helga Hós um geðveiki.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 22:16

48 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#22),  hatur er vont fyrirbæri.  Alltaf.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 22:17

49 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#23),  þetta er merkilegt:  Að gyðingar á bandaríska þinginu séu 37 (og þar af 36 demokratar).  Ég vissi þetta ekki.  Hinsvegar minnir mig að gyðingar séu innan við 2% af Bandaríkjamönnum.  Eignahlutur þeirra í ráðandi fjölmiðlum í Bandaríkjunum er mjög stór og langt umfram hlutfall þeirra af bandarísku þjóðinni.

  Ég hef ekkert sett mig sérstaklega inn í bandarísk stjórnmál né stúderað sögu Lýðveldissinna og demokrata.  Engu að síður hef ég orðið var við mikinn mun á viðhorfum íbúa í Boston og New York annars vegar og Suðurríkjamanna hinsvegar.  Ekki bara til stóru flokkanna 2ja heldur almennra lífsviðhorfa (trúmála til að mynda,  fóstureyðinga,  dauðarefsinga,  tónlistar og svo framvegis).  Rétt er að taka fram að þó að ég hafi komið til nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þá hef ég ekki komið til nema örfárra af 50 ríkjum Bandaríkjanna.

  Mér skilst að demokratar hafi alveg fram undir miðja síðustu öld verið til hægri við Lýðveldissinna.  Gott ef þetta snérist ekki við hægt og bítandi um eða upp úr 1940 - 1950.  Ég veit ekkert hvernig það gerðist - ef þetta er rétt.  Þar fyrir utan skilst mér að í sumum ríkjum Bandaríkjanna séu Lýðveldissinnar um margt með svipuð viðhorf til hlutanna og demokratar í öðrum ríkjum.  Arnold Scharwzenegger (eða hvernig annars sem ættarnafn hans er stafsett) hefur verið tekinn sem dæmi um þetta.  

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 22:40

50 identicon

Þú hefur greinilega komið víða við. Eins og ég segi þá ætla ég ekki að tala um sjúkrahúsvist Helga. Verst er þó að margir hvöttu manninn áfram í sinni þráhyggjuröskun, sem allir hljóta að hafa séð að var meira en bara "andfélagsleg".

T.d. stefndi hann ríkinu einu sinni fyrir manndráp, vegna þess að ríkið seldi sígarettur. Vandamálið var með allar hans hugdettur að honum var alvara!!!

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt á netinu til að finna menn sem eru líklega langtum verri en Helgi var nokkurn tíman. Þá verður maður að spyrja sig þeirrar spurningar. Er hægt að "gúddera" hvaða rugl skoðanir sem er?? Sumir halda t.d. að ef skoðanir þeirra byggi "ekki á" trúarbrögðum, þá einhvern veginn fyrir töfrabrögð, verði skoðanir þeirra rosalega sniðugar og réttar. Það er þessi pólitíski rétttrúnaður sem er stórhættulegur fyrir samfélagið.

Hagbarður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 22:45

51 identicon

Víst er Hagbarður að segja Helga Hó geðveikann þarna í #21; hann er að segja að allir sem sjá í gegnum trúarbrögðin, gagnrýni þau séu sjálfir með veilu; "Galdrar séu raunverulegir", faktískt.
Svo eitthvað eymdarhjal með að hann ætli ekki að dæmi en að láta heilbrigðiskerfið um það hahaha þvílík steypa mar.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 22:53

52 identicon

Þú talar um lýðveldissina. Skrýtið orðaval.

Miðað við umræðuna hefur Bush verið talinn hálf-gerður anti kristur, þannig að þetta kemur nú úr hörðustu átt ;-)

Það er nú ekki hægt að segja að repúblikanaflokkurinn hafi verið til vinstri fyrr á 20.öldinni. Sýnir bara hvað er erfitt að skilgreina þetta. Stundum sjónarmið "til vinstri" og stundum "til hægri".

Málið er einfaldlega að sögulega séð eru suðurríkjamenn demókratar, þó að á síðustu árum hafi þeir kosið republíkana meira, þó ekki algilt.

Fólki finnst bara einfaldara að tala um hlutina í staðalímyndum.

Þú virðist nú þekkja eitthvað til Bandaríkjanna. Ég hef komið þangað líka og búið. Mér fannst nú mest hvað norðurríkjamenn voru miklu dónalegri en suðurríkjamenn ;-) Það er samt rétt hjá þér að Bandaríkin eru mjög fjölbreytt.

Hagbarður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 23:06

53 identicon

doktor,

Er það steypa að segja, að það sé verk heilbrigðiskerfisins að dæma um hvort menn séu veikir á geði eða ekki?? Er ég eitthvað að misskilja hlutina?.... ;-)

Hagbarður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 23:09

54 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#24),  það er þetta með költ-heilkenni... Ja,  jú... Þetta er svona eins og spurning Jóns Hreggviðssonar um það hvenær maður drepur mann og hvenær maður drepur ekki mann...

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 23:48

55 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#25),  það er þungur kross að bera að vera Anti-Krist...

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 23:50

56 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#25),  þú ert með svo flotta hugmyndafræði að það kallar eiginlega á útgáfu á bók.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 23:52

57 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#26) átti það að vera.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 23:53

58 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#27),  það eru fínir punktar í þessu hjá þér.

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 23:55

59 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#28),  hefur þú lesið Júdasar guðspjallið?

Jens Guð, 13.9.2011 kl. 23:56

60 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#29),  Biblían er safn mörg þúsund ára gamalla þjóðsaga gyðinga í Mið-Austurlöndum.  Sumar sögurnar eru skemmtilegar,  rétt eins og þjóðsögur Jóns Árnasonar og Íslendingasögurnar.

Jens Guð, 14.9.2011 kl. 00:03

61 identicon

Jens,

Ekki alveg..

Þetta eru trúarbrögð ;-) Þetta frásagnir af raunverulegu fólki en ekki þjóðsögur, að stórum hluta, um hitt má eflaust deila. Þú meinar samt vel, nú oftast ;-)

.....sem hafa mótað siðferði fólks á vesturlöndum í gegnum 2 árþúsund. Við skulum vona að okkur beri gæfa til að trúa enn á kristnina....en þau hafa nú verið ofsótt í gegnum aldirnar, en staðið það af sér.

Hagbarður (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 00:31

62 Smámynd: Jens Guð

  Helgi,  takk fyrir myndbandið

Jens Guð, 14.9.2011 kl. 01:08

63 identicon

Hagbarður:

Mér þykir leiðinlegt að þú skulir hafa þá ásjónu á persónu minni að ég sé uppfullur af hatri. Það eru þó gleðifréttir að álit þitt hefur ekki við nein rök að styðjast þar sem ég og mín persóna verða seint kennd við hatur. Ég legg mikið upp með ást og kærleik í mínu lífi og kem vel fram við allt og alla. Drep ekki einu sinni flugu þó hún geri atlögu til að angra mig.

Að þú skulir alhæfa svona um einhvern sem þú þekkir ekki neitt með þessum hætti þykir mér óskiljanlegt. Getgátur þínar um að ég uppfylli allt það slæma sem ég sjái í fari annara og að mér hljóti að líða voðalega illa þykir mér líka heldur yfirlýsingarglaðar staðhæfingar, þar sem hvorug þeirra stemmir við mína upplifun af lífinu. Mér líður óskaplega vel og lifi friðsælu og ástríku lífi. Þó að ég kynni mér heimsmálin, eins ljót og þau eru oft á tíðum, og að ég vilji dreifa mikilvægum upplýsingum áfram til annara netverja sem hafa sama markmið að m.a. uppræta spillingu gerir það mig ekki að hatursfullri manneskju.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 01:27

64 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar (#31),  fyrir nokkrum árum langaði mig til að verða hassisti.  Ég var í Amsterdam og keypti mér hass.  Víman var svo kjánaleg að hún átti ekki við mig.  Ég reykti hassið tvo daga í röð og þótti hún ekkert skemmtileg.  Bara kjánaleg.  Svo fékk ég mér e-pillu.  Hún var ennþá asnalegri.  Hélt fyrir mér vöku fram eftir allri nóttu.  Næst ætla ég að prófa heróín.  Veit samt ekki hvenær ég læt til skarar skríða með það.  Ég nálgast sextugs aldur og er alveg að detta í þann aldur að það gerir ekkert til að skemma sig á því dæmi.

  Varðandi það sem á ensku er kennt við eyrnarorm.  Það er þegar laglína festir sig í sessi.  Þetta fyrirbæri hefur verið rannsakað af allskonar stofnunum.  Einkenni þannig laga er síendurtekning á stuttum grípandi (hook) lagstúfum með söngtexta sem brýtur í bága við eðlilega máltilfinningu.  Það lag sem skorar hæst í þessum rannsóknum er "We Will Rock You" með The Queen.  

  Til gamans má geta að töluverður munur er á að konur fái lög frekar "á heilann" en karlar.  Munurinn er u.þ.b. 80: 20.  Það lága hlutfall af körlum sem fá lög "á heilann" er jafnframt tengdara útsetningu lags (gítar riffum,  takti,  framvindu lags...) en laglínu sem límist við heila kvenna.

Jens Guð, 14.9.2011 kl. 01:35

65 identicon

Ég þekki marga sem hafa fengið þetta á heilann.. http://www.youtube.com/watch?v=2Z4m4lnjxkY ekki vegna þess hversu skemmtilegt lagið er :)

Besta "víman" er enginn víma.. og smá kaffi með :P

DoctorE (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 07:51

66 identicon

Davíð,

Já, margt er orðskrúðið. Allavega miðað við textann sem þú skrifaðir, þá ertu uppfullur af fordómum og fáfræði. Gæti alveg talið sitthvað annað til,en þú dæmir þig alveg sjálfur, þannig að það er óþarfi.

Hagbarður (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 12:53

67 identicon

Hagbarður

Ég vil ekki vera að munnhöggvast við þig, enda skynja ég mig í varnarstöðu frekar en eitthvað annað. Hvar finnst þér bera vott um fordóma og fáfræði í textanum sem ég skrifaði?

Ertu að taka mína upplifun og skoðun persónulega því ég aðhyllist ekki þínu trúarsjónarmiði? Upplifuru þetta sem einhverskonar árás? Eða er bara léttara að telja þér trú um að sá sem gagnrýnir þitt sjónarmið sé fordómafullur og fáfræðingur?

Ég var að vonast til að þú gætir svarað fyrir þig þegar ég gagnrýndi óverðskuldaða túlkun þína á persónu minni þar sem þú túlkaðir mig sem hatursfulla manneskju sem hljóti að líða illa.

Grunaði mann ekki að svar þitt yrði aftur af svipuðum toga. Nú er ég uppfullur af fordómum og fáfræði.

Ég tek athugasemdir þínar ekki nærri mér, enda standast þær ekki kröfur raunveruleikans, heldur eru að mínu mati eflaust fylgifiskar sjálfsins þíns. Sú hugmynd sem þú hefur um sjálfan þig (egóið) hefur greinilega farið í varnarstöðu þegar hún var gagnrýnd, og þú leggst svo lágt að nota svívirðingar og ósannindi frekar en að ræða efni textans, ef þú hefur eitthvað út á hann að setja. Þetta er að sjálfsögðu bara kenning þar sem ég get ekki alhæft um einhvern sem ég þekki ekki persónulega.

Ég held að það gætu væru heilbrigðari umræður, að geta farið efnislega í gegnum umræðuna, heldur en endurteknar svívirðingar af þinni hálfu, sem virðust vera þtt eina mótsvar gegn texta mínum.

Ég verð seint talinn fordómafullur. Ég dæmi ekki fyrirfram, heldur byggi ég dóm minn á persónulegri reynslu og upplifun. Fordómar koma til vegna staðalímynda sem flokkunarsjúkur heili okkar skilgreinir sem "hræðslu við hið óþekkta", eða "við á móti þeim". Fordómar eru því aðeins endurspeglun af taugaboðum sem streyma um heilann þegar "hið óþekkta" kemur fyrir, hefur fylgt okkur frá upphafi. Reyndar hafa rannsóknir sýnt að það kviknar á þessari heilastöð hjá flestum þegar þeir sjá hið "óþekkta" og það er ekki fyrr en "þátttakandinn" hættir að líta á einstaklinginn sem staðaímynd sem það slökknar á þessari stöð.

Því hef ég gert mitt besta til að læra að afbaka staðalímyndina þegar ég kemst í tæri við einhvern af "öðruvísi" lit, stöðu, stétt osfv. Samkvæmt rannsókninni sem ég minntist á, er góð tækni að velta fyrir sér hvaða grænmeti þeim hinum sama finnist gott. Þá kviknar ekki á "fordómastöðinni" í heilanum því þá lítum við á einstaklinginn sem manneskju rétt eins og mig. Svo innbyggðir fordómar gagnvart hinu óþekkta, sem hafa fylgt okkur frá upphafi tegundar okkar, er hægt að komast hjá einfaldlega með hugarfarsbreytingu

Varðandi fáfræðina tel ég hana vera eitt stærsta vandamálið í dag. Við sem heild eigum það til að gleypa við hvaða steypu sem er án gagnrýninnar hugsunar og þurfum varla lengur að hugsa fyrir okkur sjálf. Treystum þeim sem hafa trekk í trekk sannast sem ótreystandi til þess að hugsa fyrir okkur. Rétt eins og svampar sem draga í sig allskonar upplýsingar og rangupplýsingar beint úr fréttunum (sem eru því miður smitaðar af áróðri, hálfsannleik og ósannleik í takt við einhliða hagsmunaumfjöllun) og sulla síðan öllu ruglinu í allar áttir þegar þeir eru kreistir.

Við erum öll eitt bróðir, ég vona að þú viðurkennir það með mér, kristinn eða hvað annað...

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 14:18

68 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Jens Guð, ég hef reyndar ekki lesið Júdasarguðspjallið. Enn ég hef lesið Tómasarguðspallið og það er svo frábært að ég varð næstum frelsaður. Ég slapp með skrekkinn og læt mér nægja að trúa á Guð og brosa að trúabrögðum.

Trúarbrögð eru ekkert annað enn leikur að "sannfæringarkraftinum" sem er í öllu fólki. Það er tilfinning, ansi sterk og hefur ekkert með Guð að gera, nema þá hels að Hann hafi komið nálægt sköpun hans. Þegar maður hittir fórnardýr trúarbragða í hverrrr viku þá hætta trúarbrögð að lokka. Ég mæli með brennivíni í staðin. Það er illt stundum enn ekki eins flókið að hætta því.

Sum trúarbrögð hafa það á stefnuskrá sinni að breyta fólki í fábjána eða í versta falli að ná stjórn á því. Og það tekst glettilega oft. Þess vegna hef ég oft verið hrifin af DoktorE nema að sjálfsögðu að þegar ég hitti mann sem kann og getur verið orðljótari enn ég sjálfur, þá frelsaðist ég frá bloggblóstyrðum og mörgu öðru. þú sérð að "vegir Guðs eru órannsakanlegir" ...hehe ;)

Meiriháttar innlegg frá Davíð Alexander og það eru reyndar akkúrat svona menn sem ég tek mér til fyrirmyndar...

Óskar Arnórsson, 14.9.2011 kl. 17:41

69 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar (#32),  ég kann miklu betur við flutning Billys Braggs sjálfs á laginu en flutning annarra á því. 

Jens Guð, 15.9.2011 kl. 16:10

70 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Sigurðsson,  sjá svar í "kommenti" #64.

Jens Guð, 15.9.2011 kl. 16:11

71 Smámynd: Jens Guð

  Davíð (#34),  takk fyrir þessar áhugaverðu vangaveltur.

Jens Guð, 15.9.2011 kl. 16:13

72 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#44),  ég kann vel að meta þessa umræðu.  Hún er bæði skemmtileg og fróðleg um margt.  Það er gaman.

Jens Guð, 15.9.2011 kl. 16:14

73 identicon

Já, Jens ég hef gaman að þvi hvernig þú svarar ummælendum á jafn skemmtilegann og skilvirkann hátt og raun ber vitni.

Velti fyrir mér hvaða þörf liggi að baki hjá Hagbarði að gera tilraun til að gera lítið úr því að þú takir þátt í umræðunni. Gott svar.

Kv. Grúppia nr. 1 :) hehe

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 11:10

74 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#50),  menn sem hugsa "öðru vísi" en normið krydda mannlífið.  Þeir varpa stundum umhugsunarverðum flötum á málin. 

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:06

75 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#51),  þetta er fjörleg umræða.  Það er gaman.

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:07

76 Smámynd: Jens Guð

  Hagbarður (#52),  mér þykir upplagt að nota íslensk orð yfir flokka eins og republica.  Ég á ekki eins auðvelt með að tala um bandaríska demokrata sem lýðræðissinna eða jafnaðarmenn.  Ég er ekki viss um hvað upphafsmenn þess flokks voru að meina með nafngiftinni.  Ég þekki ekki sögu flokksins. 

  Það er sennilega rétt hjá þér að það sé villandi að tala um republicana á fyrr hluta síðustu aldar sem til vinstri við demokrata.  Þess vegna notaði ég frekar orðalagið að demokratar hafi verið hægra megin við republikana.  Þessar tvær síðustu setningar mínar hljóma eins og mótsögn.  En samt...  Eins og þú segir þá sýnir þetta hvað skilgreiningin er snúin.

  Ég hef ekkert sett mig vel inn í bandarísk stjórnmál og ennþá síður inn í sögu þeirra.  

  Ég hef aldrei persónulega kynnst dónalegum Bandaríkjamönnum.  Allir Bandaríkjamenn sem ég hef hitt og kynnst eru elskulegir í framkomu.     

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:22

77 Smámynd: Jens Guð

  Óskar (#68),  það er alltaf áhugavert að lesa þínar vangaveltur. 

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:24

78 Smámynd: Jens Guð

  Davíð (#73),  ég er grúppía.  Mér þykir vænt um að fá umræðu á borð við þessa.  Og þar með þykir mér vænt um þá sem taka þátt í henni. 

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:27

79 identicon

Já, umræðan er fyrir hendi, en sá sem hefur gagnrýnt minn pól af umræðunni er hvergi sjáanlegur. Hvað finnst þér  um þetta allt samana?

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 06:23

80 Smámynd: Óskar Arnórsson

Spurt var hvort Hussein væri Anti-Kristur? Auðvitað er hann ekki það , ekki meira en hver sem er sem er með eitraðan hugsunarháttog Anti-Kristurhugtakið er bara áhugaverður metafor.

Ef menn vilja leita að að Anti-Kristi er hann líklegast að finna í sýstemum. Hugsanasýstemum, póltískum sýstemum, trúarsýstemum, samfélagssýstemum, tölvu og skipulagssýstemum og öllu sem er hugsa fólki til hagræðis, enn vinnur síðan beint á móti öllu sem kallast manneskjulegt líf...

Óskar Arnórsson, 17.9.2011 kl. 11:34

81 Smámynd: Jens Guð

  Davíð,  ég er afskaplega ánægður með þessa fjörlegu umræðu.  Hún hefur farið út og suður og dregið fram marga áhugaverða punkta.

Jens Guð, 17.9.2011 kl. 22:29

82 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ætíð bestu þakkir fyrir þín skemmtilegu "komment".

Jens Guð, 17.9.2011 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband