20.9.2011 | 21:12
Hljómsveit sendir kirkju hommahatara tóninn
Í frétt mbl.is af íslenskum tökustjóra bandarísku gruggsveitarinnar Nirvana er hann sagður heita Ágúst Bjarnason. Ég hef sterkan grun um að þessi sonur Húnvetningsins Kobba sé Jakobsson. Ég veit ekki hvaða Bjarna er þarna blandað inn í dæmið. Ég þarf að spyrja Kobba vin minn út í það. Ég er ekki viss um að hann viti af þessu með Bjarna. Ágúst hefur unnið með mörgum fleiri súperstjörnum en Nirvana og Guns ´N´ Roses. Hann gerði til að mynda myndbandið fræga og flotta við ballöðuna Hollywood með Hebba Guðmunds.
Seattle-hljómsveitin Nirvana var meðal annars þekkt fyrir hæðni í garð hommafælinna. Framvörður hljómsveitarinnar, Kurt Cobain, var eitt sinn handtekinn fyrir að mála með úðabrúsa "God is gay" á vegg. Í annað skipti fóru hann og bassaleikarinn í sleik í sjónvarpsútsendingu.
Trommari Nirvana, Íslandsvinurinn Dave Grohl, heldur uppteknum hætti. Núna fer hann fyrir hljómsveitinni Foo Fighters. Á dögunum brugðu liðsmenn Foo Fighters sér í gervi rauðhálsa Suðurríkjanna (rednecks) og sprelluðu í hommahöturum Westboro Baptist Church. Sá söfnuður hatar einnig Barack Hussein Obama, forseta Bandaríkjanna, og telur hann vera Anti-Krist (eins og 40 milljónir landa sinna). Þá er aðeins fátt upp talið af því sem kirkja þessi hatar. Mannréttindaráð Reykjavíkur myndi ekki leggja blessun sína yfir fjáraustur úr borgarsjóði í þessa kirkju.
Í meðfylgjandi myndbandi kastar Dave Grohl kveðju á haturssöfnuðinn. Í millikafla leggur Dave út af bandaríska þjóðsöngnum og segist síðan ekki fara í manngreinaálit eftir húðlit fólks, eða hvort það sé Pennsylvaníar (les: Frá Pennsylvaniu) eða Transylvaníar (les: Fengið kynleiðréttingu), Lady Gaga eða Lady Antebellum; konur elski konur eða kallar elski kalla.
Vegna ofurvinsælda Foo Fighters hafa fjörleg samskipti hljómsveitarinnar við haturskirkjuna vakið mikla athygli.
![]() |
Íslendingur tökustjóri hjá Nirvana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
Nýjustu athugasemdir
- Hlálegt: Jósef, það er margt til í þessu hjá þér! jensgud 25.7.2025
- Hlálegt: Það heitir Opal fyrir norðan en Obal fyrir sunnan. jósef Ásmundsson 25.7.2025
- Hlálegt: Guðjón, góður! jensgud 25.7.2025
- Hlálegt: Það á að banna fólki að rifja upp bláa Ópalinn á svo laumulegan... gudjonelias 24.7.2025
- Hlálegt: Ingólfur, bestu þakkir fyrir þennan góða fróðleik. jensgud 24.7.2025
- Hlálegt: Ég get heldur betur komið með upplýsingar úr innsta hring um þe... ingolfursigurdsson 24.7.2025
- Hlálegt: Sigurður I B, margir eru sama sinnis. Vandamálið er að það in... jensgud 24.7.2025
- Hlálegt: Sakna ennþá bláa Opalsins. sigurdurig 24.7.2025
- Hlálegt: Stefán, fólk þarf að passa sig á líminu! jensgud 24.7.2025
- Hlálegt: Stjórnarandstaðan límdi sig saman með heimskulegu og tilgangsla... Stefán 24.7.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 7
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 962
- Frá upphafi: 4151175
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 755
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Frábært
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 21:41
Axel, veist þú hver þessi Bjarni er sem Mogginn kennir Ágúst við? Varla er það Bjarni Jónsson, pípulagningameistari Húnvetninga úr Vatnsdal?
Jens Guð, 20.9.2011 kl. 22:03
Lagið fyrir ofan færsluna er úr smiðju morðingjans Leadbellys. Frábært lag. Til gamans má geta að Kurt Cobain hafði áform um að verða nútíma Leadbelly. Hann ætlaði að túra um Bandaríkin, spila á gítar sem Leadbelly átti og spila lög eftir hann í bland við eigin lög í Leadbelly stíl. Áður en af því varð tók Kurt líf sitt.
Jens Guð, 20.9.2011 kl. 22:27
Leadbelly var blökkumaður og frábær söngvahöfundur. Hann dó 1949. Söngvar hans lifa. Til eru ýmsar íslenskar krákur af söngvum hans. Sú frægasta er "Í kartöflugörðunum heima" með Árna Johnsen. Hér er það í flutningi CCR: www.youtube.com/watch?v=C4zPEmRufMU
Jens Guð, 20.9.2011 kl. 22:32
Þetta er rétt Jens , Meistari Ágúst er Jakobsson en ekki Bjarnasson.
Þessi snillingur hefur unnið með ekki bara Guns & Roses og Nirvana heldur Red Hot Chillipeppers og svo ofboðslega mörgum öðrum heimsfrægum og minna frægum og alls ekki frægum böndum fyrir utan allt chelsky fótboltaliðið sem hann á alltaf ársmiða á, enda býr hann í London og hann hefur myndað fleiri frægar stjörnur sem ég gæti nefnt, en Gústi er ekkert mikið að flagga þessu en er einn af okkar bestu tökumönnum fyrr og síðar og góður drengur.
Ómar Ingi, 21.9.2011 kl. 00:34
Ómar Ingi, það var nákvæmlega það sem ég hélt. Ég er alltaf að hitta fólk sem sem þekkir Ágúst og setur hann í samhengi við allskonar nöfn sem eru fræg en ég þekki ekki. Bara eitt lítið dæmi: Maður mér tengdur var að vinna á Keflavíkurflugvelli. Þá kom Áfgúst þangað með liðsmönnum GNR en flugvélin náði ekki lendingu vegna veðurs og varð að snúa við án lendingar. Mér skilst að erindið hafi aðeins verið það að fá sér íslenska hamborgara.
Jens Guð, 21.9.2011 kl. 00:49
En hvaðan kemur þessi Bjarnasonar feðrun?
Jens Guð, 21.9.2011 kl. 00:50
Ágúst átti það að vera (en ekki Áfgúst). Ég biðst velvirðingar á innsláttarvillunni.
Jens Guð, 21.9.2011 kl. 00:53
Er Kobbi Húnvetningur ekki leigubílstjórinn Jakob Þorsteinsson??
Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2011 kl. 04:23
Westboro eru nú bara að taka biblíu eins og hún er; Það er klárt :) Bókin er ekki eins sjarmerandi og kúltúr-krissar telja; Þvert á móti fá allir heiðvirðir menn sjokk við aflestur bókarinnar og boðskaps hennar.
:)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 11:01
Helga, síðast þegar ég vissi vann hann hjá Sjónvarpsmiðstöðinni til fjölda ára. Ég held að hann sé hættur að vinna. Sem ungur maður bjó hann á Akureyri. Ég veit ekki hvort hann var einhvern tíma leigubílstjóri.
Jens Guð, 21.9.2011 kl. 12:52
DoctorE, þeir taka bókina eins og Friðrik Schram.
Jens Guð, 21.9.2011 kl. 12:54
Hvar er rökvillan?......"Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti."
DÆMI:Samtök A (berjast gegn einelti) töldu að þeir sem voru í þeirra hópi (A) væru beittir misrétti af B (gerendum). Nú hefur dæmið snúist við og ...B (gerendur í að beita einelti) lætur í ljós andúð á A (fólkinu sem það hefur beitt einelti) ...er beitt misrétti.
A er beitt misrétti af B. B er beitt misrétti af A, vegna þess að B má ekki beita A misrétti?Anna Benkovic (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 17:40
Anna, hver er að beita hommahatara misrétti?
Jens Guð, 21.9.2011 kl. 22:37
Trúaðir eru beittir misrétti, það er látið afskiptalaust að þeir séu heilaþvegnir af trúarbrögðum allt frá blautu barnsbeini.
Trúarbrögð eru toppurinn á einelti, þau eru löglegt einelti.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:13
Ágúst var yfirtökumaður Guns N´Roses þegar bandið ferðaðist um allan heiminn í kringum Use Your Illusion plöturnar sínar. Hann er jafnframt titlaður leikstjóri myndbands við lagið Dead Horse af UYI 1 http://www.youtube.com/watch?v=u8X76NRiQLQ&ob=av2e
Kannski smásmunarsemi en rétt skal vera rétt þegar kemur að uppáhaldsbandinu. Guns n´Roses en ekki Guns ´n´ Roses eða GNR heldur GN´R :)
p.s. besta bloggsíðan á netinu.
Arnar (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 09:42
DoctorE, það er sannleikur í þessu hjá þér.
Jens Guð, 25.9.2011 kl. 12:41
Arnar, bestu þakkir fyrir leiðréttinguna.
Jens Guð, 25.9.2011 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.