Hljómleikaumsögn

eivör

- Yfirskrift:  Af fingrum fram
- Gestgjafi:  Jón Ólafsson
- Gestur:  Eivör
- Stađur:  Salurinn í Kópavogi
- Einkunn:  ***** (af 5)
.
  Margir muna eftir sjónvarpsţáttum Jóns Ólafssonar,  Af fingrum fram.  Ţar fékk hann ţekkta tónlistarmenn í spjall;  fór yfir tónlistarferil ţeirra,  ćsku,  uppruna og fleira.  Sýnishorn af ferlinum voru dregin fram og ţćttinum lauk á ţví ađ gesturinn tók lagiđ viđ píanóundirleik Jóns.
  Ţćttirnir voru skemmtilegir og nutu vinsćlda.  Ţađ var vel til fundiđ hjá Jóni ađ hafa framhald á og fćra ţá á sviđ í Salnum í Kópavogi.  Sjónvarpsformiđ var í knappasta lagi.  Rösklega hálfs ţriđja klukkutíma dagskrá (međ stuttu hlé) í Salnum gerir viđfangsefninu miklu betri skil.
  Eivör og Jón fluttu 19 lög,  studd dyggilega af bassaleikaranum Robba frá Húsavík (ég held ađ hann heiti Róbert Ţórólfsson).  Ţá eru međtalin sýnishorn af fyrsta lagi sem Jón samdi og fyrsta lagi sem Eivör samdi.  Eivör var treg til ađ flytja sitt fyrsta frumsamda lag en Jón beitti ţrýstingi međ ţví ađ spila sitt fyrsta frumsamda lag.  Upprifjun á ţessum bernskubrekum vakti kátínu.
  Á milli laga rćddi Jón viđ Eivöru um upphaf ferils hennar og tilurđ söngva hennar.  Í fyrri hluta hljómleikanna var meira spjallađ og músíkin djassađri.  Í seinni hlutanum var músíkin ţjóđlagakenndari. 
  Jón er orđheppinn og fyndinn.  Hann nćr ađ skapa  heimilislegt,  létt og afslappađ andrúmsloft.  Hann spilar stemmninguna af fingrum fram.
  Flestöll viđtöl sem Eivör hefur afgreitt í íslensku sjónvarpi,  útvarpi og fjölmiđlum hafa veriđ frekar formleg og alvörugefin.  Eivör er hinsvegar mikill fjörkálfur og grallari í eđli sínu.  Jón náđi ađ lađa ţá hliđ hennar fram.  Hún fór meira ađ segja út á ţann hála ís ađ ţýđa dónaleg fćreysk orđ yfir á íslensku og öfugt.  Ţađ var allt snyrtilega innan siđferđismarka.  Húmoristinn Jón náđi ađ búa til góđa brandara úr ţví.  Ţađ var mikiđ hlegiđ og allir skemmtu sér konunglega.
  Til viđbótar viđ kunn lög frá ferli Eivarar flutti hún tvö lög af vćntanlegri plötu.  Ţar af annađ gullfallegt og grípandi til minningar um föđur sinn sem féll frá fyrir rösku ári síđan.
  Eivör er besta söngkona heims.  Frábćr tónlistarmađur.  Lögin voru misvel ćfđ hjá tríóinu.  Jafnvel óćfđ.  Ţađ átti sinn ţátt í ţví hvađ stemmningin var heimilisleg. 
  Ţessir hljómleikar voru frábćr skemmtun.  Ţađ var uppselt á ţá nánast um leiđ og ţeir voru settir á dagskrá.  Trođiđ út úr dyrum.  Sem gefur vonir um ađ Eivör verđi aftur á dagskrá  Af fingrum fram  nćsta vetur. 
  Lítill fugl hvíslađi ađ mér ađ tćknimenn frá rás 2 hafi veriđ á stađnum og hljóđritađ hljómleikana.  Vonandi er ţađ rétt.  Svona konfekt á ađ varđveita.      
Jón Ólafs 
 
 
   

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţeta er ţađ magnađasta

Vonandi hefur veriđ séđ um ađ ţessi fjársjóđur glatist ekki og allt hafi veri tekiđ upp.Ţađ gerist ekki betra

og mér finnst ađ ţađ hefđi átt ađ sýna ţetta í Fćreyjum

ţó ađ geti eftilvill veriđ dálítiđ snúiđ ađ texta brandarana hans Jóns ţeir eru svo hárfínir :)

Sólrún (IP-tala skráđ) 24.2.2012 kl. 14:00

2 identicon

Afsakađu málvilluna eg átti viđ ađ mér finndist alveg nauđsynlegt ađ Fćreyingum verđi gefinn kostur á ađ sjá sína konu brillera.

Jens bloggiđ ţitt er eins og vin í eyđimörkinni alltaf međ eitthvađ jákvćtt og skemmtilegt eins og veitingastađur međ allskonar holla rétti fyrir sálina :)

Sólrún (IP-tala skráđ) 24.2.2012 kl. 14:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Hún er svo flott ţessi stelpa, mikiđ gríđarlega er ţetta falleg mynd af ţessari fallegu hćfileikaríku stúlku.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 24.2.2012 kl. 17:13

4 Smámynd: Jens Guđ

  Sólrún,  takk fyrir ţađ.  Les ég rétt út úr texta ţínum ađ ţú hafir veriđ á hljómleikunum?

Jens Guđ, 24.2.2012 kl. 21:33

5 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  mér detta alltaf í hug orđin álfadrottning eđa álfadís ţegar ég sé Eivöru.

Jens Guđ, 24.2.2012 kl. 21:35

6 identicon

Nei Jens eg var ekki á hljómleikunum af ţví eg hafđi ekki hugmynd um ţá fyrr en eg las bloggiđ ţitt.

EN ţegar ađ eg er búin ađ lesa bloggiđ ţá finnst mér eins og eg hafi veri ţar svo myndrćnt og vel er frá öllu sagt.

Eg horfđi alltaf á ţćttina hjá Jóni Ólafs međ mikilli andakt og veit alveg hvernig ţeir gera sig.

Og Eivör er náttúrlega bara eivör...

Gat seđ ţetta allt fyrir mér

http://www.youtube.com/watch?v=-1etTS0ZzAY&noredirect=1

Sólrún (IP-tala skráđ) 24.2.2012 kl. 22:09

7 Smámynd: Jens Guđ

  Sólrún,  ţú misstir af góđri skemmtun.

Jens Guđ, 24.2.2012 kl. 22:15

8 identicon

Eg er međ ţađ á hreinu ađ eg missti af klassa skemmtun

Ţessir eru gođ hjá mér :)

http://www.youtube.com/watch?v=8kZqSvmAsYc

Sólrún (IP-tala skráđ) 24.2.2012 kl. 22:24

9 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=NJb7TSAQkYc

Sólrún (IP-tala skráđ) 24.2.2012 kl. 22:33

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Jens ef til vill er hún eins og fleir hér međal okkar ekki alveg mennsk, heldur eitthvađ miklu meira eins og fleiri sem ganga hér um ţessa jörđ og gefa okkur svo margt.  Ţađ er bara spurning um ađ međtaka og ţakka fyrir.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 25.2.2012 kl. 00:57

11 Smámynd: Jens Guđ

  Sólrún,  Ljótu hálfvitarnir eru grallarar.  Ţeir krydda íslensku músíkflóruna.

Jens Guđ, 25.2.2012 kl. 20:06

12 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  hvort sem Eivör er alvöru álfadrottning eđa álfadís ţá er hún flottust. 

Jens Guđ, 25.2.2012 kl. 20:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband