31.3.2012 | 01:47
Gullkorn: Prófsvör barna
Kennarar og prófdómarar hafa löngum haldið til haga broslegum svörum barna á prófum. Oftast er ástæðan fyrir sérkennilegu svari augljóslega sú að barnið hefur ekki skilning á viðfangsefninu en reynir að finna trúverðuga / líklega skýringu. Án þess að hitta á rétt svar. Eða þá að barnið ruglast á orðum sem hljóma líkt. Hér eru nokkur dæmi:
- Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla: "Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni?"
Eitt svar var: "Sýslumenn"
Annað var: "Húnvettlingar"
- Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk: "Á hvítasunnudag sendi Jesú lærisveinum sínum heilan anda."
- Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?"
Eitt svarið var á svofelldan hátt: "Að tvær mæður eigi sama barnið."
- Úr líffræðiprófi í 6. bekk: "Hvers vegna eru reykingamenn yfirleitt hand- og fótkaldari en það fólk sem ekki reykir?"
Einn svaraði: "Reykingamenn eru með kalt blóð."
Annar svaraði: "Reykingamenn þurfa svo oft að standa úti við reykingar."
- Gídeonmenn voru í heimsókn í skólanum. Einn þeirra lagði út af
orðunum: "Hvernig getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?"
Þetta er tilvitnun í Nýja testamentið, sem þeir Gídeonmenn voru að gefa 5. bekkingum. Ekki var ætlunin að nemendurnir legðu þarna eitthvað til málanna. Einn guttinn stóðst þó ekki mátið og sagði: "Með því að
reykspóla ekki."
- Kennari í barnaskóla var að hlýða pilti yfir Faðirvorið. Hugsanlega hefur stráknum legið reiðinnar býsn á, því undir lok bænarinnar sagði hann: "Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss í hvelli."
- Ígulker teljast til skólpdýra. Þau ganga á prjónum.
- Mörg dýr eru með heitt blóð, en í öðrum er það frosið.
- Eva fæddist strax á eftir Adam. Því er sagt að Adam hafi ekki verið lengi í París.
- Á tímum landafundanna miklu urðu miklar framfarir í kortagerð enda þurfti góð kort svo að löndin lentu ekki hvert ofan á öðru.
- Grasekkjumaður er ekkill sem þjáist af heymæði.
- Hæsta fjall á Íslandi ber nafnið Hvannadalshrúgur.
- Í ástandinu lögðust íslenskar konur mjög lágt en þó ekki með öllum.
- Helstu hlunnindi í sveitum eru sturta og sjónvarp.
- Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Heimspeki, Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 9
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 1434
- Frá upphafi: 4119001
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1099
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta er frábært, blessuð börnin bregðast ekki í sakleysi sínu og einlægni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2012 kl. 09:24
Og svo var þetta: Gef oss í dag vort daglegt brauð með osti!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2012 kl. 11:28
Bjargaðir deginum fyrir mér Jens
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 11:33
Þú ert fundvís á hlátursefni, Jens.
Það lengir og bætir lífið þá hlegið er af saklausum bröndurum.
Hafðu bestu þökk fyrir!
Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.3.2012 kl. 12:02
Systurdóttir mín var einusinni að fara með faðirvorið og þegar það kom að ...."eigi leið þú oss í freistni....." þá sagði hún: "Eigi leið þú ost í frysti". Og endaði svo faðirvorið á að segja Jesú afi amen í staðinn fyrir Í Jesú nafni amen.
Þóra Björg Ottósdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 12:14
Axel Jóhann, það er einmitt það sem gerir þetta svo fyndið: Að börnin eru EKKI að reyna að vera fyndin.
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 12:47
Skemmtilegt
Eftirfarandi er af fésbók vinkonu minnar sem er kennari:
"Stundum hrjóta gullmolar frá nemendum, eins og t.d. þessir: Svör nemenda við spurningum úr kynfræðsluprófi hjá mér: Hver er algengasta meðgöngulengdin? Svar: 11cm. Önnur spurning: Hvað er líknarbelgur? Svar: Belgur sem geymir lík. Spurt var: Hvað er umskurður? Þegar kóngurinn er skorinn af manninum. Ein að lokum: Hvar á frjóvgunin sér stað : Í rúminu ツ ".
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2012 kl. 13:51
Úr Kristinfræðiprófi í Laugargerðisskóla:
Þú skalt borga keisaranum sitt, en Guði hitt.
Sæmundur Bjarnason, 31.3.2012 kl. 14:20
Sigurður I.B., takk fyrir þetta gullkorn!
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 17:46
Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 17:47
Sigurður Alfreð, hafðu sjálfur þökk fyrir innlitið.
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:44
Þóra Björg, takk fyrir þessar sögur.
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:45
Gunnar Th., bestu þakkir fyrir þessi gullkorn.
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:49
Sæmundur, þetta er eitt það skemmtilega við bloggið: Maður setur inn broslega færslu og uppsker fjölda fleiri skemmtilegheita í "kommenta" kerfinu. Takk fyrir þína sögu.
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:51
Því að þitt er ríkið náttúran og bíllinn að eilífu amen...... Já, maður heyrir ýmislegt ef maður hlustar á þessa gullmola :)
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 31.3.2012 kl. 20:52
Sigrún, þessi er góður!
Jens Guð, 31.3.2012 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.