Gullkorn: Prófsvör barna

  Kennarar og prófdómarar hafa löngum haldið til haga broslegum svörum barna á prófum.  Oftast er ástæðan fyrir sérkennilegu svari augljóslega sú að barnið hefur ekki skilning á viðfangsefninu en reynir að finna trúverðuga / líklega skýringu.  Án þess að hitta á rétt svar.  Eða þá að barnið ruglast á orðum sem hljóma líkt. Hér eru nokkur dæmi:

 - Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla: "Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni?"

Eitt svar var:
"Sýslumenn"

Annað var: "Húnvettlingar"

 - Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk:  "Á hvítasunnudag sendi Jesú lærisveinum sínum heilan anda."

 
- Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?"

Eitt svarið var á svofelldan hátt: "Að tvær mæður eigi sama barnið."


 - Úr líffræðiprófi í 6. bekk: "Hvers vegna eru reykingamenn yfirleitt hand- og fótkaldari en það fólk sem ekki reykir?"

Einn svaraði: "
Reykingamenn eru með kalt blóð."

Annar svaraði: "
Reykingamenn þurfa svo oft að standa úti við reykingar."

 - Gídeonmenn voru í heimsókn í skólanum.  Einn þeirra lagði út af
orðunum: "
Hvernig getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?"

  Þetta er tilvitnun í Nýja testamentið, sem þeir Gídeonmenn voru að gefa 5. bekkingum.  Ekki var ætlunin að nemendurnir legðu þarna eitthvað til málanna. Einn guttinn stóðst þó ekki mátið og sagði: "
Með því að
reykspóla ekki
."

  - Kennari í barnaskóla var að hlýða pilti yfir Faðirvorið. Hugsanlega hefur stráknum legið reiðinnar býsn á, því undir lok bænarinnar sagði hann: "Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss í hvelli."
 
 - Ígulker teljast til skólpdýra. Þau ganga á prjónum.

 - Mörg dýr eru með heitt blóð, en í öðrum er það frosið.

 - Eva fæddist strax á eftir Adam. Því er sagt að Adam hafi ekki verið lengi í París.

 - Á tímum landafundanna miklu urðu miklar framfarir í kortagerð enda þurfti góð kort svo að löndin lentu ekki hvert ofan á öðru.

 - Grasekkjumaður er ekkill sem þjáist af heymæði.

 - Hæsta fjall á Íslandi ber nafnið Hvannadalshrúgur.

 - Í ástandinu lögðust íslenskar konur mjög lágt en þó ekki með öllum.

 - Helstu hlunnindi í sveitum eru sturta og sjónvarp.
 
 - Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er frábært, blessuð börnin bregðast ekki í sakleysi sínu og einlægni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2012 kl. 09:24

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og svo var þetta: Gef oss í dag vort daglegt brauð með osti!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2012 kl. 11:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjargaðir deginum fyrir mér Jens

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2012 kl. 11:33

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þú ert fundvís á hlátursefni, Jens.

Það lengir og bætir lífið þá hlegið er af saklausum bröndurum.

Hafðu bestu þökk fyrir!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.3.2012 kl. 12:02

5 identicon

Systurdóttir mín var einusinni að fara með faðirvorið og þegar það kom að ...."eigi leið þú oss í freistni....." þá sagði hún: "Eigi leið þú ost í frysti". Og endaði svo faðirvorið á að segja Jesú afi amen í staðinn fyrir Í Jesú nafni amen.

Þóra Björg Ottósdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 12:14

6 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  það er einmitt það sem gerir þetta svo fyndið:  Að börnin eru EKKI að reyna að vera fyndin.

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 12:47

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegt

Eftirfarandi er af fésbók vinkonu minnar sem er kennari:

"Stundum hrjóta gullmolar frá nemendum, eins og t.d. þessir: Svör nemenda við spurningum úr kynfræðsluprófi hjá mér: Hver er algengasta meðgöngulengdin? Svar: 11cm. Önnur spurning: Hvað er líknarbelgur? Svar: Belgur sem geymir lík. Spurt var: Hvað er umskurður? Þegar kóngurinn er skorinn af manninum. Ein að lokum: Hvar á frjóvgunin sér stað : Í rúminu ツ ".

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2012 kl. 13:51

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Úr Kristinfræðiprófi í Laugargerðisskóla:

Þú skalt borga keisaranum sitt, en Guði hitt.

Sæmundur Bjarnason, 31.3.2012 kl. 14:20

9 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  takk fyrir þetta gullkorn!

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 17:46

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 17:47

11 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Alfreð,  hafðu sjálfur þökk fyrir innlitið.

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:44

12 Smámynd: Jens Guð

  Þóra Björg,  takk fyrir þessar sögur.

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:45

13 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  bestu þakkir fyrir þessi gullkorn.

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:49

14 Smámynd: Jens Guð

  Sæmundur,  þetta er eitt það skemmtilega við bloggið:  Maður setur inn broslega færslu og uppsker fjölda fleiri skemmtilegheita í "kommenta" kerfinu.  Takk fyrir þína sögu.

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 20:51

15 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Því að þitt er ríkið náttúran og bíllinn að eilífu amen...... Já, maður heyrir ýmislegt ef maður hlustar á þessa gullmola :)

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 31.3.2012 kl. 20:52

16 Smámynd: Jens Guð

  Sigrún,  þessi er góður!

Jens Guð, 31.3.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband