23.5.2014 | 21:26
Lulla frænka kaus
Lulla föðursystir mín fylgdist ekkert með stjórnmálum. Var að mestu áhugalaus um þau - ef undan er skilið að hún gætti þess vandlega að mæta ætíð á kjörstað. Þar kaus hún Sjálfstæðisflokkinn, eins og bræður sínir og fleiri ættingjar. Hún lét Sjálfstæðisflokkinn sjá um pólitíkina; þá þurfti hún þess ekki sjálf. Einu áhyggjurnar sem hún hafði voru af því hvort að hún myndi gleyma að kjósa eða kjósa vitlaust fyrir klaufaskap eða ógilda kjörseðilinn.
Lulla gerði ráðstafanir í tæka tíð til að tryggja að ekkert færi úrskeiðis. Hún samdi við einhvern um að fylgja sér á kjörstað. Eitt sinn fylgdi henni kona sem var afar stríðin og mikill stuðbolti. Hún fylgdi Lullu að kjörklefanum svo langt sem það mátti. Þetta var á áttunda áratugnum og reglur frjálslegri en í dag. Njósnarar frá stjórnmálaflokkunum sátu við kjörklefann og skráðu hjá sér hverjir mættu á kjörstað og hvenær.
Fylgi stjórnmálaflokka var fastara í hendi en í dag. Kjósendur fylgdu sínum flokki fram í rauðan dauðann hvað sem á gekk. Þetta var eins og trúarbrögð eða áhang við fótboltalið. Þeir sem mættu seint á kjörstað fengu upphringingu frá sínum flokki og voru hvattir til að drífa sig. Þeim var boðin aðstoð í formi aksturs eða annars liðsinnis.
Lulla staulaðist inn í kjörklefann. Síðan leið og beið. Hún kom ekki aftur út úr honum. Allir viðstaddir urðu langeygir. Þeir horfðu með undrunar- og ráðaleysissvip hver á annan. Svo mændu þeir á fylgdarkonu Lullu eins og hún gæti leyst málið. Hún brosti glaðlega á móti og þótti biðin brosleg.
Að mörgum mörgum mínútum liðnum heyrðist Lulla kalla hátt og snjallt: "Er það D eins og drottinn?"
Stríðna fylgdarkonan svaraði um hæl af hvatvísi: "G eins og guð!"
Sumir viðstaddra hvesstu reiðilega augu að fylgdarkonunni. Einn sýndi henni manndrápssvip. Allir voru mjög alvörugefnir. Henni þótti það gera hrekkinn við Lullu ennþá fyndnari. Höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins, Alþýðubandalagið, var með listabókstafinn G. Sjálf nýtti hún ekki kosningarétt sinn.
Nú gengu hlutir hraðar fyrir sig. Lulla skilaði sér glaðbeitt að vörmu spori út úr kjörklefanum og stakk kjörseðlinum í kjörkassann.
Þegar þær stöllurnar voru komnar út og sestar inn í bíl sagði Lulla: "Það er skelfilega ruglingslegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki X-S. Það ruglar mann í ríminu að hann sé með einhvern annan staf. Ég var alveg á nálum. Ég var svo hrædd um að kjósa vitlaust út af þessu rugli með stafinn!"
--------------------
Fleiri sögur af Lullu frænku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1382276/
--------------------
Staðgengill borgarstjóra hefur afnot af bíl hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Sveitarstjórnarkosningar, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.5.2014 kl. 15:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 24
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 1449
- Frá upphafi: 4119016
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1110
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hvers vegna gilda önnur lögmál í mannlegum samskiptum í íslenskri pólitík , en hjá okkur venjulegu fólki ?
Hvers vegna fer sjálfstæðisflokkurinn alltaf í lægstu kvatir mannslegs samfélags í sínum verkum gegn andstæðingnum ?
Hvaða skilaboð er sjálfstæðisflokkurinn að senda ?
Eru bara eintómir drullusokkar þar í framboði hjá sjálfstæðisflokknum ?
JR (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 02:36
JR, þegar stórt er spurt er fátt um svör.
Jens Guð, 26.5.2014 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.