28.6.2014 | 22:33
Jón Þorleifs og krimmarnir á Hlemmi
Jón Þorleifsson, rithöfundur og verkamaður, bjó lengi í leiguíbúð við Hlemm. Einu sinni sem oftar átti sonur minn - þá þrettán ára - leið um Hlemm ásamt nokkrum vinum sínum 1999. Þeir mæta Jóni og strákurinn kastar kveðju á Jón. Drengnum til mikillar undrunar tók Jón ekki undir kveðjuna heldur setti undir sig hausinn, herti hraustlega á göngu sinni og nánast hljóp við fót í burtu.
Jón var heimagangur hjá okkur. Hann hafði dálæti á sonum mínum og þeir á honum. Frá því að þeir fæddust var hann duglegur að leika við þá. Hann skreið á fjórum fótum, velti sér um gólfið og lék við þá eins og jafningi tímunum saman. Þrátt fyrir þröngan fjárhag þá hlóð hann á þá dýrum gjöfum af ýmsu tilefni. Ekki bara afmælis- og jólagjöfum heldur einnig páskaeggjum, sumardagsgjöfum, verðlauna þá fyrir námsárangur o.s.frv. Jón reyndi alltaf að toppa. Til að mynda kom hann með stærstu páskaeggin og spurði jafnan hvort að þetta væru ekki stærstu páskaegg sem drengirnir hefðu fengið það árið.
Það voru ætíð fagnaðarfundir þegar Jón kom í heimsókn.
Næst þegar Jón kom í heimsókn sagði ég honum frá því að stráknum mínum hefði þótt leiðinlegt að ekki var tekið undir kveðju hans. Jón kom af fjöllum. Kannaðist ekkert við að hafa mætt honum. Þegar ég upplýsti Jón betur um stað og stund kom skýringin. Jón sagði:
"Ég er logandi hræddur við krimmana á Hlemmi. Þeir eru sturlaðir af eiturlyfjaneyslu. Ganga með hnífa og ganga í skrokk á fólki. Þegar ég sé þessa ógæfumenn þá bjarga ég mér á flótta. Ég gef mér ekki tíma til virða þá fyrir mér. Það kemst ekkert annað að en að forða sér."
Jón hafði að óathuguðu máli haldið að sonur minn og kunningjar hans væru krimmar á Hlemmi. Þeir voru í dauðapönkssveitinni Gyllinæð, allir nær 2 metrum á hæð og dáldið dauðapönkslegir.
Mér þótti verra að Jón væri svona hræddur við gesti og gangandi í og við Hlemm. Ég benti honum á að það væru engin glæpagengi á Hlemmi. Hlemmur sé strætómiðstöð. Starfsmenn á Hlemmi gæti þess að gestir séu ekki áreittir. Hlemmur er við hliðina á Lögreglustöðinni. Það er fljótgert að fá lögregluna til að fjarlægja vandræðagemsa. Hlemmur er í raun öruggara svæði fyrir gangandi en flestir aðrir staðir.
Jón blés á þetta. Hann sagðist vita um hvað hann væri að tala. Hann hefði sjálfur lent í leiðindum er hann gekk framhjá Hlemmi. Þá vék sér að honum maður með frekju. Jón lýsti því þannig: "Þetta var ungur maður í leðurjakka. Allur hlaðinn keðjum og göddum. Afskaplega ófrýnilegur drengur, hálf rangeygur af eiturlyfjaneyslu, hás af óreglu og ógnandi. Hann spurði hvort að ég gæti bjargað honum um 500 kall. Ég sagði að ef ég ætti 500 kall þá myndi ég frekar nota hann fyrir skeinispappír heldur en láta eiturlyfjapésa fá hann. Svo varð ég að forða mér eins hratt og ég gat því að þessi ofbeldismaður var til alls vís."

--------------------------------------------
Fleiri sögur af Jóni Þorleifs: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1398305/
![]() |
Tóku lögin í sínar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tónlist | Breytt 1.7.2014 kl. 00:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
Nýjustu athugasemdir
- Grillsvindlið mikla: Stefán, ég skil ekki upp né niður í þessu blessaða fólki. Ég ... jensgud 29.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Hvað er það að vera sósíalisti á Íslandi í dag ? Jú, það er að... Stefán 28.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Óhuggulegasta grillverk sem er í gangi í heiminim núna er það s... Stefán 27.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Sigurður I B, við höfum hljótt um þetta! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Nú ert þú gjörsamlega búinn að skemma alla bjórdrykkju um allt ... sigurdurig 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Stefán, heldur betur! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Lesandi um grill þá dettur mér í hug að stjórnmálaflokkar eru a... Stefán 26.6.2025
- Einn að misskilja!: Það er virkilega sorglegt að fylgjast með málþófinu sem núna fe... Stefán 21.6.2025
- Ógeðfelld grilluppskrift: Að hlusta á góðan kórsöng getur verið hin besta skemmtun, en að... Stefán 20.6.2025
- Einn að misskilja!: Jóhann, það er margt til í þessu hjá þér! jensgud 20.6.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.6.): 26
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 975
- Frá upphafi: 4146561
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 783
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Þú ert skrýtin skrúfa rétt eins og ég Jens minn, og þar af leiðandi kynnist þú skrýtnum skrúfum sem eru eiginlega ómissansi í samfélaginu, því miður hefður þeim fækkað verulega því öllum er troðið í ákveðna kassa til að móta þá samkvæmt viðhlýtandi mynd samfélagsins, vildi að menn hefðu meira umburðarlyndi fyrir skrýtnum skrúfum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2014 kl. 01:47
Ásthildur Cesil, vissulega hef ég áhuga á litríku fólki sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn. Sumir sniðganga þannig fólk. Og ég kannast við nokkur tilfelli þar sem fólk skammast sín fyrir þannig ættingja.
Jens Guð, 1.7.2014 kl. 00:06
Já og þeirra er skömminn. Hver erum við eiginlega og hvað er það sem leyfir okkur að sýna hroka og yfirgang yfir öðru fólki?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2014 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.