Jón Ţorleifs og krimmarnir á Hlemmi

 

  Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  bjó lengi í leiguíbúđ viđ Hlemm.  Einu sinni sem oftar átti sonur minn - ţá ţrettán ára - leiđ um Hlemm ásamt nokkrum vinum sínum 1999.  Ţeir mćta Jóni og strákurinn kastar kveđju á Jón.  Drengnum til mikillar undrunar tók Jón ekki undir kveđjuna heldur setti undir sig hausinn,  herti hraustlega á göngu sinni og nánast hljóp viđ fót í burtu.

  Jón var heimagangur hjá okkur.  Hann hafđi dálćti á sonum mínum og ţeir á honum.  Frá ţví ađ ţeir fćddust var hann duglegur ađ leika viđ ţá.  Hann skreiđ á fjórum fótum,  velti sér um gólfiđ og lék viđ ţá eins og jafningi tímunum saman.  Ţrátt fyrir ţröngan fjárhag ţá hlóđ hann á ţá dýrum gjöfum af ýmsu tilefni.  Ekki bara afmćlis- og jólagjöfum heldur einnig páskaeggjum,  sumardagsgjöfum,  verđlauna ţá fyrir námsárangur o.s.frv.  Jón reyndi alltaf ađ toppa.  Til ađ mynda kom hann međ stćrstu páskaeggin og spurđi jafnan hvort ađ ţetta vćru ekki stćrstu páskaegg sem drengirnir hefđu fengiđ ţađ áriđ.      

  Ţađ voru ćtíđ fagnađarfundir ţegar Jón kom í heimsókn.     

  Nćst ţegar Jón kom í heimsókn sagđi ég honum frá ţví ađ stráknum mínum hefđi ţótt leiđinlegt ađ ekki var tekiđ undir kveđju hans.  Jón kom af fjöllum.  Kannađist ekkert viđ ađ hafa mćtt honum.  Ţegar ég upplýsti Jón betur um stađ og stund kom skýringin.  Jón sagđi:

  "Ég er logandi hrćddur viđ krimmana á Hlemmi.  Ţeir eru sturlađir af eiturlyfjaneyslu.  Ganga međ hnífa og ganga í skrokk á fólki.  Ţegar ég sé ţessa ógćfumenn ţá bjarga ég mér á flótta.  Ég gef mér ekki tíma til virđa ţá fyrir mér.  Ţađ kemst ekkert annađ ađ en ađ forđa sér."

  Jón hafđi ađ óathuguđu máli haldiđ ađ sonur minn og kunningjar hans vćru krimmar á Hlemmi.  Ţeir voru í dauđapönkssveitinni Gyllinćđ,  allir nćr 2 metrum á hćđ og dáldiđ dauđapönkslegir.  

  Mér ţótti verra ađ Jón vćri svona hrćddur viđ gesti og gangandi í og viđ Hlemm.  Ég benti honum á ađ ţađ vćru engin glćpagengi á Hlemmi.  Hlemmur sé strćtómiđstöđ.  Starfsmenn á Hlemmi gćti ţess ađ gestir séu ekki áreittir.  Hlemmur er viđ hliđina á Lögreglustöđinni.  Ţađ er fljótgert ađ fá lögregluna til ađ fjarlćgja vandrćđagemsa.  Hlemmur er í raun öruggara svćđi fyrir gangandi en flestir ađrir stađir.

  Jón blés á ţetta.  Hann sagđist vita um hvađ hann vćri ađ tala.  Hann hefđi sjálfur lent í leiđindum er hann gekk framhjá Hlemmi.  Ţá vék sér ađ honum mađur međ frekju.  Jón lýsti ţví ţannig:  "Ţetta var ungur mađur í leđurjakka.  Allur hlađinn keđjum og göddum.  Afskaplega ófrýnilegur drengur,  hálf rangeygur af eiturlyfjaneyslu,  hás af óreglu og ógnandi.  Hann spurđi hvort ađ ég gćti bjargađ honum um 500 kall.  Ég sagđi ađ ef ég ćtti 500 kall ţá myndi ég frekar nota hann fyrir skeinispappír heldur en láta eiturlyfjapésa fá hann.  Svo varđ ég ađ forđa mér eins hratt og ég gat ţví ađ ţessi ofbeldismađur var til alls vís."   

jon_orleifs

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

--------------------------------------------

Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1398305/


mbl.is Tóku lögin í sínar hendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţú ert skrýtin skrúfa rétt eins og ég Jens minn, og ţar af leiđandi kynnist ţú skrýtnum skrúfum sem eru eiginlega ómissansi í samfélaginu, ţví miđur hefđur ţeim fćkkađ verulega ţví öllum er trođiđ í ákveđna kassa til ađ móta ţá samkvćmt viđhlýtandi mynd samfélagsins, vildi ađ menn hefđu meira umburđarlyndi fyrir skrýtnum skrúfum.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 29.6.2014 kl. 01:47

2 Smámynd: Jens Guđ

Ásthildur Cesil, vissulega hef ég áhuga á litríku fólki sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferđamenn. Sumir sniđganga ţannig fólk. Og ég kannast viđ nokkur tilfelli ţar sem fólk skammast sín fyrir ţannig ćttingja.

Jens Guđ, 1.7.2014 kl. 00:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já og ţeirra er skömminn. Hver erum viđ eiginlega og hvađ er ţađ sem leyfir okkur ađ sýna hroka og yfirgang yfir öđru fólki?

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 1.7.2014 kl. 00:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband