Broslegar ljósmyndir teknar á hárréttu augnabliki

  Ţegar ég var í Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum var ein mánađarönn lögđ undir ljósmyndun.  Viđ nemendurnir ţurftum staurblankir ađ kaupa rándýrar myndavélar.  Ekki var um annađ ađ rćđa.  Ţetta var fyrir daga einnota myndavéla og farsíma međ myndavél.  Ţađ var allt dýrt í kringum ţetta:  Filmur,  framköllunarvökvi,  ljósmyndapappír... 

  Eflaust gerđi okkur myndlistanemendum gott ađ fá innsýn í heim ljósmyndarinnar.  Ein setning kennarans situr í mér.  Hún var á ţá leiđ ađ besti ljósmyndarinn vćri sá sem tćki margar myndir.  Fyrr eđa síđar myndi hann fyrir tilviljun lenda á rétta augnablikinu.  Ţví náđi sá sem tók mynd af ţessum hestum.  Sá til hćgri fer yfir og felur andlit manneskju.  Fyrir bragđiđ virđist hún vera međ hestshaus.  Og kannski var hún ţađ. 

rétt augnablik a 

rétt augnablik b 

  Páfagaukur gengur inn á myndina og auga hans hittir sem stađgengill auga mannsins. 

rétt augnablik c

  Neđri hluti barborđsins er spegill.  Viđskiptavinurinn,  kona í pilsi,  virđist vera neđri hluti barţjónsins. 

rétt augnablik d

  Skott kattanna mynda skemmtilegt hjartalaga mynstur. 

rétt augnablik e

  Manneskjan sem klifrar á hćđinni virđist prumpa stóru skýi.  Kannski gerđi hún ţađ eftir ađ hafa komist í bakađar baunir frá Mexíkó?

rétt augnablik f

  Strákurinn virđist vera međ tagl.  Ţegar vel er ađ gáđ má sjá í fótabúnađ stelpu sem hleypur viđ hliđ hans.  Hún er međ tagliđ sem guttinn virđíst vera međ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Alltaf gaman ađ ţessum skemmtilegu myndum frá ţér Jens hahaha...

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 1.8.2014 kl. 11:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband