Prestur hengdi álf

  Álfar eru ofsóttir.  Ţađ andar köldu til ţeirra úr ýmsum áttum.  Til ađ mynda er iđulega níđst á ţeim í krossgátum Morgunblađsins.  Ţar er orđiđ álfur notađ sem samheiti viđ bjána og kjána.  Ţetta er ósvífni í garđ álfa.  Og ekki síđur viđ ţá Íslendinga sem heitiđ hafa og heita Álfur. Til ađ mynda Frikka Pönks,  söngvara Sjálfsfróunar,  Kumls og fleiri hljómsveita.  Hann heitir samkvćmt ţjóđskrá Álfur.   

  Á Jótlandi er prestur,  Jón Knúdsen,  sem hvetur til ţess ađ allir álfar verđi reknir frá Danmörku.  Sjálfur náđi hann fyrir nokkrum árum ađ handsama álf og hengdi hann međ ţađ sama.  Álfinum til háđungar og öđrum álfum til viđvörunar lét Jón álfinn dingla yfir kirkjudyrum.  Um háls álfsins hengdi hann yfirlýsingu:  "Viđ fordćmum djöfulinn og allar hans gjörđir og öll hans vandrćđi".    

hengdur álfur a

  Jón segir gnóma vera versta allra álfa.  Gnómarnir séu illir andar frá djöflinum.  Ţađ eru gnómarnir sem standa fyrir ţví ađ börn verđa stundum lasin.  Ţeir,  eins og ađrir álfar, geta gengiđ svo langt ađ valda fórnarlömbum sínum tímabundinni eđa varanlegri geđveiki.  Gerviálfar eru alveg jafn varasamir og lifandi álfar.  

  Jón er á stöđugu flandri viđ ađ reka álfa út úr íbúđarhúsum.  Í mörgum tilfellum er um bráđatilfelli ađ rćđa.  Hann kvartar undan ţví ađ lítiđ sem ekkert heyrist opinberlega frá öđrum álfahöturum.  Hann veit af mörgum ţeirra og sárnar ađ ţeir láti hann einan standa í baráttunni.  

  Góđu fréttirnar eru ţćr ađ Jón,  3ja barna fađir,  náđi farsćlum samningi viđ skólastjórnendur barna hans.  Ţeir tóku vel í kröfu hans um ađ börnin ţyrftu ekki í skólanum ađ eiga nein samskipti viđ álfa.  Ţau ţyrftu ekki einu sinni ađ syngja söngva um álfa.   Ţađ telur.  

hengdi álf 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Alfur mća passa sig ađ vera ekki ađ ferđast mikiđ til Jótlands. Annars hef ég ekki fundiđ mikiđ fyrir ţví ađ vera ofsóttur. Menn hafa bara haft gaman af mér.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.8.2014 kl. 09:22

2 identicon

Ekkert má skyggja á Sússa ofurálf :)

DoctorE (IP-tala skráđ) 6.8.2014 kl. 12:48

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Vonandi var ţetta ekki Láki jarđálfur???

Sigurđur I B Guđmundsson, 6.8.2014 kl. 20:17

4 Smámynd: Jens Guđ

Jósef Smári, góđur!

Jens Guđ, 6.8.2014 kl. 23:23

5 Smámynd: Jens Guđ

DoctorE, lífiđ er keppni.

Jens Guđ, 6.8.2014 kl. 23:24

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur B., ég tek undir vonir ţínar.

Jens Guđ, 6.8.2014 kl. 23:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband