Plötuumsögn

keldufar

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Keldufar

 - Flytjandi:  Liv Nćs

 - Ljóđ:  Flóvin Flekk (Johannes Andreas Nćs)

 - Einkunn: *****

  Fćreyska vísnasöngkonan Liv Nćs á ađ baki nokkrar plötur.  Hún er lagahöfundur,  gítarleikari og söngkona.  Á "Keldufari" syngur hún eigin lög viđ kvćđi afa síns,  Johannesar Andreas Nćs. Skáldanafn hans var Flóvin Flekk.  Platan er ţjóđleg og nútímaleg í bland.

  Platan hefst á hringdanssöngnum "Heystarblóman".  Eins og venja er međ hringdanslög er undirleikur ađ uppistöđ til bara fótatramp.  Magnađ lag sem spannar ađeins rösklega eina mínútu.  Frábćrt "intro" á frábćrri plötu.

  Nćsta lag,  "Grind",  kemur eins og eđlilegt framhald.  Byrjar án undirleiks.  Svo lćđast hljóđfćrin hćgt og bítandi inn.  Ţau verđa hávćr áđur en yfir lýkur.  Flott lag.

  Ţriđja lagđ,  "Rósan",  lćđist lágstemmt inn.  Síđan kemur saxófónblástur eistneska Villu Veski međ djassađan blć til sögunnar.  Afskaplega fallegt lag. Eins og öll hin lögin.

  Hćgri hönd Livar viđ gerđ plötunnar er eiginmađur hennar,  Tróndur Enni.  Hann var viđ nám í íslenskum tónlistarskóla í aldarbyrjun.  Hann tók ţátt í upphafi "fćreysku bylgjunnar" á Íslandi 2002.  Ţá međ fćreysku hljómsveitinni Arts.  Á sama tímapunkti varđ bróđir Tróndar,  Brandur Enni,  súperstjarna á Íslandi.  Unglingastjarna sem söng fyrir tugţúsundir Íslendinga á 17. júní í Reykjavík og Hafnarfirđi.  Fyllti Broadway og söng inn á dúettplötu međ Jóhönnu Guđrúnu.  Tryllti íslenskar unglingsstúlkur upp úr skónum.  

  Tróndur syngur fjórđa lag plötunnar,  "Meg droymdi",  ásamt Liv.  Ţetta er kassagítarlag međ glćsilegu og hátíđlegu fiđluspili fćreyska undrabarnsins Angeliku Nielsen.  Hún var međ Tróndi í Arts.  Hún hefur ađ auki spilađ ótal oft á Íslandi međ fćreyskum hljómsveitum á borđ viđ Yggdrasil,  Kvönn og Spćlimenninir.

  Fimmta lagiđ,  "Mitt morgunbríksl",  er međ vćgum kántrýkeim.  Eđa kannski frekar smá blágresi.  Trompetblástur setur sterkan svip á lagiđ er á líđur. 

  Sjötta lagiđ styđst viđ grípandi lallandi takt "strömmandi" kassagítars.  Já,  og grípandi laglínu.  Fögur og krúttleg söngrödd Livar nýtur sín bćrilega.  Hún syngur alltaf afslöppuđ og án rembings.  Ţađ klćđir söngva hennar mjög vel. Lágvćrt harmonikku- og melódikuspil lađar fram netta kabarettstemmningu.  

 Ţađ er skerpt á kabarettstemmningunni í sjöunda laginu,  "Bergljót".  Meira harmonikkuspil.  Viđ erum komin í humátt ađ ţjóđverjunum Lottu Lenyu og Kurt Weill.

  Áttunda lagiđ,  "Á livsins dreymaleiđ",  er ljúft og tregafullt kassagítarlag.  

  Í níunda laginu,  "Dúgva mín",  örlar á djassi.  Ţar munar mestu um saxófónleik Vilu Veski.

  Tíunda lagiđ er flutningur afans,  Johannesar Andreasar Nćs,  á kvćđinu "Uriđ".  Undir er lágvćrt píanóspil.  Áhrifaríkt og ljúft.

  Lokalagiđ er "Tađ vakurt er".  Afskaplega heillandi djössuđ píanóballađa.  Frábćr lokapunktur á frábćrri plötu.     

  Hćgt er ađ hlusta á upphafsmínútur hvers lags fyrir sig međ ţví ađ heimsćkja ţessa síđu:  HÉR

  Á sömu síđu er hćgt ađ panta ţessa frábćru plötu. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími til ađ ţú rifjir upp viskipti ţín viđ nefndarmann Pírata í Reykjavík sem á í bréfasamskiptum og öđrum kroppslegri viđ mann og annan?

Tobbi (IP-tala skráđ) 7.6.2015 kl. 12:05

2 Smámynd: Jens Guđ

Tobbi,  í gestabók ţessarar bloggsíđu (sjá efst til vinstri) bauđ umrćddur mér einhverskonar sátt í máli.  Tilteknu máli sem ađ honum snýr.  Hann nefndi til sögunnar einhverja 200 ţúsund kalla.  Ég byrjađi ţegar í stađ ađ safna fyrir ţessum 200 ţúsund köllum.  Síđast ţegar ég vissi var ég búinn ađ safna nćstum 3000 kalli upp í ţetta.  Nú er ţetta allt komiđ í rugl vegna hliđstćđs bréfs Hlínar Einarsdóttur til forsćtisráđherra.  Ţetta flokkast - ađ mér skilst - undir fjárkúgun. Viđ Sigmundur Davíđ ţurfum ađ hinkra eftir niđurstöđu í svona málum.  Viđ tjáum okkur ekki um ţessi mál fyrr en ţau hafa veriđ til lykta leidd af okkur lögfróđari og hćrra settum innan Frímúrarareglunnar.    

Jens Guđ, 9.6.2015 kl. 23:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband