Fólk trúir

  Fólk er trúgjarnt.  Það er eðlislægt.  Alveg frá því að börn fæðast þá verða þau að trúa foreldrum sínum og öðrum uppalendum.  Þannig læra þau.  Ungur nemur,  gamall temur.  Í gegnum alla skólagöngu verða börn að trúa kennurum sínum.  Það hjálpar þeim þegar kemur að prófum.  

  Trú fólks er ólík eftir því hvar það er statt á jörðinni.  Það fer eftir uppeldi og  umhverfi.  Meirihluti Íslendinga trúir á tilvist álfa og huldufólks.  Líka á framhaldslíf og miðla.

  Á Indlandi,  næst fjölmennasta ríki heims (á eftir Kína),  trúa íbúar því að beljur séu heilagar. Því ekki það?  Er eitthvað sem bendir til annars?  

  Yfir 80% Indverja eru hindúar.  Þeir trúa á endurholdgun þvers og kruss um dýraflóruna.  Í næsta lífi getur maður endurfæðst sem ánamaðkur.  Er eitthvað sem mælir gegn því? 

  Víða í Afríku og karabíska hafinu trúir fólk á galdra.  Svokallaða vúdú-töfra.  Vúdú-læknar þykja bera af öðrum læknum.  Þeir fara með töfraþulur,  slátra hænum og eitthvað svoleiðis til að lækna allskonar kvilla.  Með því að útbúa litla brúðu og stinga í hana með nálum má hrekkja óvini.  Jafnvel drepa hann ef vel tekst til.  Kannski ekki samdægurs en ekki seinna en eftir 10 - 20 ár.  

  Guðir og staðgenglar þeirra sem fólk trúir á eru á bilinu 5000 til 7000.  Fer dálítið eftir því hver telur og hvernig.  Veðurguðirnir standa okkur Íslendingum einna næst.  Þeir eru svo uppátækjasamir.

  Í áranna rás hefur fjöldi fólks trúað því að jörðin sé flöt eins og flatlús.  Enda ekki fráleitt og margt er líkt með skyldum.  Í Bretlandi má finna formleg samtök flatjarðunga.  Þau láta ekki mikið fyrir sér fara.  Félagar þeirra eru feimnir.

  Á allra síðustu misserum er farið að bera á því í Bandaríkjum Norður-Ameríku að nýstirni opinberi trú sína á flatri jörð. Rökin eru alveg góð - eins og fyrir svo margri annarri trú.  

    


mbl.is Segir milljónum að jörðin sé flöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Trúin er (meðal annars) þekkingarleið, ein af nokkrum leiðum til þekkingar. -B.kv. -JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 26.1.2016 kl. 20:24

2 identicon

Kristileg stjórnmálasamtök AKA JVJ opinberar þekkingarleysi sitt... þekkingarleysi sem byggir á sjálfselsku/hræðslu við hið óumflýjanlega... dauðann.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 22:30

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Jens minn. Trúin (hvernig sem sú trú er uppalin og hönnuð í heilann), er með meðfæddan frátekinn part í heila mannskepnunnar, eftir því sem ég hef skilið best.

Það er víst bara hægt að nota hallamál á litlum fleti jarðarinnar. Engin trú breytir því.

En það kæmi nú líklega babb í bátinn ef ætti að nota hallamál á stóru fleti jarðarkringlunnar. Eða er það ekki frekar líklegt?

Það er hægt að skapa allskonar villu í þetta trúarpláss heilans í uppeldinu. Heimsveldis-skólayfirvöld vilja ná heilaþvotta-rétttrúnaðar-yfirráðum yfir trúarpart grunnskólabarnanna heila. Og það áður en þau læra góða kærleikssiði uppeldisins heima hjá sínum foreldrum. Það er hættulegt fyrir börn heimsins, og velferð framtíðar.

Pólitísk rétttrúar-innrætingar-skólayfirvöld heimsins eru ekki foreldrar barna. En ætla sér þó að ræna uppeldislegri innrætingu barna í gegnum 8 tíma pólitískan skylduinnrætingar-rétttrúar-heilaþvott frá 5 ára aldri, í opinberlega skylduðu skattreknu grunnskólakerfi.

Skelfileg pólitísk rétt-trúarbragðaþróun, svo ekki sé sterkar að orði kveðið!

 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2016 kl. 22:32

4 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Trú á orð foreldranna er leið barns til þekkingar. Trú á kennarann hjálpar nemanda að byggjast upp í þekkingu sem hann hefur enn ekki neina (og kannski aldrei) aðstöðu til að byggja upp hjá sjálfum sér með empírískum eða öðrum vísinda-rannsóknum. Jafnvel Aristoteles sagði (og hér með latneskri þýðingu, sem kannski einhverjir skilja): Oportet discipulo credere, nemandanum er nauðsyn (eða skylt) að trúa -- einmitt af því að trúin er leið til að meðtaka þekkingu, það sem þekkt er. -JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 26.1.2016 kl. 23:03

5 identicon

Charlotte Iserbyt Interview — The Secret History Of Western Education (Full Length

https://www.youtube.com/watch?v=V7StnD_Qq5M

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 02:05

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Fólk er trúgjarn." ----> "Fólk er trúgjarnt."

Jón Valur Jensson, 27.1.2016 kl. 15:22

7 identicon

Hluti þjóðarinnar lætur Framsóknarflokkinn plata sig á fjögra ára fresti og er svo með móral í fjögur mögur ár.

Stefán (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 15:57

8 Smámynd: Jens Guð

Kristin stjórnmálasamtök,  það er margt til í því.  

Jens Guð, 27.1.2016 kl. 18:46

9 Smámynd: Jens Guð

DoctorE,  þú ert dálítið dómharður þessa dagana.

Jens Guð, 27.1.2016 kl. 18:47

10 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  það er rétt að tiltekinn partur í gagnaugablaðsblöðku heilans hefur með trú að gera.  Það hafa verið gerðar ýmsar skemmtilegar tilraunir með þennan blett.  Ein leiddi í ljós að með því að erta hann þá margefldist trúarafstaða viðkomandi.  

Jens Guð, 27.1.2016 kl. 18:53

11 identicon

Finnst þér það Jesn? Mér finnst ég vera miklu mýkri með árunum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 22:03

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jamm Jens. Eikaeignar-heilastöð trúarinnar:).

Kannski bara best að trúa áfram á sitt eigið hófstillta sálarinnar siðferðisinnsæi, og óflokkanlega náungakærleikann?

Ég ætla mér að prófa áfram, að halda mig við trúarbragða-óflokkanlega sálarinnsæið mitt :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2016 kl. 02:32

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...einkaeignar-heilastöð trúarinnar...)

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2016 kl. 02:34

14 Smámynd: Jens Guð

Helgi,  takk fyrir myndbandið.

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:31

15 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  takk fyrir leiðréttinguna.

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:32

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég hef tekið eftir því.

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:32

17 Smámynd: Jens Guð

DoctorE,  að vel íhuguðu máli þá held ég að það sé rétt hjá þér.

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:33

18 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#12),  vel mælt!

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband