Glćsileg plata frá fyrrum borgarstjóra Reykjavíkur

  Á dögunum kom út platan "Ég elska lífiđ" međ Ólafi F. Magnússyni.  Áđur hafa heyrst frá honum stök lög sungin af Páli Rósinkrans.  Ţau eru á plötunni.  Páll er frábćr söngvari.  Tvímćlalaust einn sá besti á landinu.  Ţađ heyrist glöggt í ţeim fimm lögum sem hann syngur á tíu laga plötunni.

  Ólafur og Guđlaug Dröfn Ólafsdóttir syngja hin lögin.  Hún er auđheyranlega lćrđ í öguđum klassískum söng.  Afskaplega raddfögur og ţćgilega lágstemmd.  Söngur hennar fellur vel ađ söngstíl Ólafs.  Söngstíl sem klćđir tónlistina betur en annars mjög svo góđur söngur Páls.  Ólafur syngur af einlćgni, innlifun og nćmri tilfinningu fyrir bođskap söngtextanna.  Enda allir nema tveir ortir af honum.  Ţeir eru innihaldsríkir, bođandi og gefandi.  Ţeir eru vel ort ljóđ sem standa sterk án tónlistar.  En falleg tónlistin og snotrar laglínur lyfta ţeim.

  Eitt ljóđiđ,  "Ferđabćn", er eftir langömmu Ólafs, Önnu Guđmundsdóttur.  Annađ,  "Ákall", er eftir afa hans, Stefán Ágúst Kristjánsson.  Ţau tvö ljóđ eru alveg í anda frumsömdu ljóđanna.  Ólafur er höfundur allra laga.  Ţau eru lipurlega samin.  Laglínur vinalegar og auđlćrđar.  Sumar međ krćkju (hook line),  svo sem "Máttur gćskunnar".  Öll lögin eru róleg, hlýleg og flest međ sálmakenndum blć.    

  Upphafslagiđ,  "Gott og göfugt hjarta",  gefur tóninn.  Textinn er heilrćđavísa.  Laglínan er falleg og hátíđleg.  Hún er undirstrikuđ međ - ađ mestu - órafmögnuđum hljóđfćrum.  Ţar af setur saxófónn sterkan svip á. Vilhjálmur Guđjónsson "galdrakarl" útsetur snyrtilega og spilar á öll hljóđfćri á plötunni ađ frátöldu gítarplokki Gunnars Ţórđarsonar á móti honum í tveimur lögum. Vilhjálmur raddar ađ auki međ Ólafi og Guđlaugu. Raddanir eru hvarvetna smekklega nýttar og vel heppnađar í alla stađi.  Eins og öll platan.  Hún er glćsileg.  Mitt uppáhaldslag er óđur til Eyjabakka,  "Ekki láta ţá sökkva".      

ÓFM Ég elska lífiđ  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.