12.3.2018 | 06:56
Vikublað kvatt
Bretar eiga allra þjóða mestri velsæld að fagna í tónlist. Miðað við höfðatölu selja breskir tónlistarmenn mest allra á heimsmarkaði. Þessi litla 60 milljón manna þjóð telur langt innan við 1% af jarðarbúum en á stóran hluta af söluhæstu tónlistarmönnum heims og söluhæstu plötum heims. Þar af er skammlífa hljómsveitin Bítlarnir söluhæst allra flytjenda heims. Hafa selt á annan milljarð eintaka platna. Neðar á lista en í sæti 5, 6 og 7 eru í þessari röð Bretarnir Elton John, Led Zeppelin og Pink Floyd.
Um síðustu aldamót útnefndu helstu fjölmiðlar heims Bretann John Lennon sem merkasta tónlistarmann síðustu aldar. Munaði þar mestu um að hljómsveit hans, Bítlarnir, stal senunni á fyrri hluta sjöunda áratugnum og stýrði tónlistarheimi alþjóðar fram yfir virkan feril sem lauk haustið 1969. Fjöldi breskra hljómsveita flæddi í kjölfar Bítlanna yfir heimsbyggðina. Flóðið gekk undir nafninu "Breska innrásin".
Heimsvinsældir breskrar tónlistar urðu til þess að bresk tónlistartímarit fóru á flug. Þau höfðu ekki undan að svala þorsta tónlistarunnenda í umfjöllun, fréttir og viðtöl við breskar poppstjörnur. Lengi voru gefin út fjögur hnausþykk tónlistarvikublöð í dagblaðabroti: Melody Maker, New Musical Express, Sound og Record Mirror - ásamt fjölda hálfsmánaðar- og mánaðarritum á glanspappír.
Þegar pönkið og nýbylgjan tóku yfir á seinni hluta áttunda áratugarins og frameftir þeim níunda gekk blöðunum misvel að fóta sig í breyttum heimi. Sérstaða Record Mirror lá í léttpoppslagsíðu. Sérstaða Sound lá í þungarokkslagsíðu. Hvorugt skoraði hátt hjá pönkkynslóðinni. Þessi blöð náðu þó að tóra löskuð fram á tíunda áratug. Melody Maker var íhaldsamt. Var upphaflega djasstímarit en náði að skipta um gír þegar Bítlaæðið skall á. Þorði ekki að skipta jafn afgerandi um gír í pönkbyltingunni. Tók skrefið til hálfs. Náði að halda haus fram til ársins 2000. NME var hinsvegar í essinu sínu. Blaðið var fyrst til að gera rækilega úttekt á pönkinu. Á meira að segja heiðurinn af því að gefa - haustið 1976 - nýju bresku rokkhreyfingunni nafnið pönk. Fram að því voru nýju hljómsveitirnar (Sex Pistols, The Clash, The Damned, The Buzzcocks...) með vandræðagangi ýmist skilgreindar sem "einhverskonar" pöbbarokkarar eða glamrokkarar. Sem þær voru hvorugt.
Fyrir pönkbyltinguna var NME opnast allra poppblaða fyrir nýjum hljómsveitum og nýjum straumum. Naut sín í botn í umróti nýbylgjunnar. Varð söluhæsta breska tónlistartímaritið. Náði að selja á fjórða hundrað þúsund eintaka af hverju tölublaði.
Nú hafa útgefendur NME tilkynnt að prentútgáfunni verði hætt. Ástæðan er "of hár" prentkostnaður, samdráttur í auglýsingum í prentmiðlum og að framtíðin liggi í netmiðlum. Já, NME blómstrar sem netmiðillinn www.nme.com. En það er eftirsjá af prentmiðlinum. Ég var áskrifandi til kannski 20 ára eða svo. Utan áskriftar keypti ég blaðið oft í lausasölu. Þó að fátt sé um ferskar nýjungar í tónlist á þessari öld þá er nýtt að fylgjast með NME aðeins á netinu. Það var spes stemmning að lesa pappírinn.
Flokkur: Tónlist | Breytt 13.3.2018 kl. 18:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 36
- Sl. sólarhring: 240
- Sl. viku: 1411
- Frá upphafi: 4118938
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Engin NME eftirsjá hjá mér. Við höfum enn mun skemmtilegri mánaðartímarrit frá Bretlandi, s.s. Q, MOJO, Uncut og Classic Rock.
Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2018 kl. 07:12
Sakna enn "Mánudagsblaðsins"!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 12.3.2018 kl. 10:19
Stefán, bresku músíkblöðin eru öll hin ágætustu. Enda seljast þau vel út um allan þann hluta heims sem les ensku. Ekki síst í Bandaríkjunum. Þau eru áberandi í þarlendum blaðavögnum (sem líkjast íslenskum pylsuvögnum). NME hefur alltaf höfðað mest til mín. Er jafnan fyrst blaðanna til að kynna nýjar hljómsveitir, svo sem ýmsar íslenskar. Reyndar kynntu Melody Makers og NME Sykurmolana til sögunnar í sömu viku.
Jens Guð, 12.3.2018 kl. 18:27
Sigurður I B, ég líka. Ég var blaðamaður á Mánudagsblaðinu til margra ára.
Jens Guð, 13.3.2018 kl. 18:23
Ég skoðaði Mánudagsblaðið á Timarit.is og sá þessa frábæru fyrirsögn um orðuveitingar: "AFLÓGA EMBÆTTISMENN KROSSAÐIR FYRIR AÐ MÆTA EDRÚ Í VINNUNA." Segir allt sem segja þarf.
Ég skoðaði NME á netinu og er sammála því að það "var spes stemmning að lesa pappírinn."
Wilhelm Emilsson, 13.3.2018 kl. 20:15
Wilhelm, útgefandinn - Agnar að nafni - vildi hafa þetta allt dáldið krassandi.
Jens Guð, 14.3.2018 kl. 16:34
:)
Wilhelm Emilsson, 15.3.2018 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.