Smásaga um hjón

  Jón og Gunna höfđu veriđ gift í átta ár.  Ţau voru barnlaus.  Sem var í góđu lagi.  Ţau söfnuđu peningum í stađinn.  Ţađ kostar ekkert ađ vera barnlaus.  Ađ ţví kom ađ ţau langađi til ađ gera eitthvađ skemmtilegt.  Formlegur fjölskyldufundur var settur og fariđ yfir máliđ.  Eđa öllu heldur hjónafundur. 

  Gunna hafđi lćrt fundarsköp á námskeiđi.  Hún var ţví sjálfkrafa ritari fundarins.  Jón var einróma kjörinn formađur. 

  Svo vildi til ađ Jón og Gunna höfđu fyrir siđ ađ borđa á veitingastađ fyrsta sunnudag hvers mánađar.  Eftir ađ skauta á milli fjölbreyttra veitingastađa varđ ađ siđ ađ snćđa á asískum stađ.  Jón uppgötvađi ađ asískur matur var og er hans uppáhald.  Í lok hverrar máltíđar á asískum veitingastađ byrjađi hann ađ hlakka til nćstu heimsóknar á asískan veitingastađ.  Var friđlaus.  Nagađi eldspýtur og tannstöngla til ađ slá á tilhlökkunina.  Eitt sinn nagađi hann skóreim. 

  Hjónafundurinn skilađi niđurstöđu.  Hálfsmánađarlangri ferđ til Peking í Kína.  Jón kumrađi viđ hverja máltíđ ţar.  Hóteliđ sem ţau bjuggu á var vel stađsett.  Sitt hvoru megin viđ ţađ voru veitingastađir og fjöldi verslana af öllu tagi.  Ţarna uppgötvađist ađ Gunna hefur lítiđ áttaskyn.  Ítrekađ villtist hún ţegar hún skrapp í nćstu búđ eftir gosdrykk eđa súkkulađi.  Týndist jafnvel klukkutímum saman.  Alveg áttavillt.   

  Svo skemmtilega vildi til ađ skömmu eftir heimkomu til Íslands uppgötvađist ađ Gunna var ólétt.  Hún fćddi barn sléttum 9 mánuđum síđar.  

  Jóni var verulega brugđiđ er hann sá barniđ.  Ţađ bar sterk útlitseinkenni kínversks barns.  Fyrstu viđbrögđ voru ađ snöggreiđsast.  Hann hrópađi hamslaus af reiđi á Gunnu:  "Hvađ er í gangi?  Af hverju er barniđ kínverskt?"  Hann hefđi lagt hendur á Gunnu ef hann hefđi ekki í ćsingnum runniđ til á gólfmottu og skolliđ flatur á bakiđ á gólfiđ. 

  Ókurteisin lagđist illa í Gunnu.  Hún sló til Jóns međ inniskó - frekar ljótum - og svarađi:  "Viđ hverju bjóst ţú eiginlega?  Étandi kínverskan mat í öll mál?  Vitaskuld ber barn okkar einkenni ţess!

  Jón áttađi sig ţegar í stađ á ţví ađ ţetta var rétt.  Hann varđ skömmustulegur,  niđurlútur og sagđi - skríđandi á fjórum fótum:  "Gunna mín,  ég biđst innilega fyrirgefningar á framkomu minni.  Ţetta er rétt hjá ţér.  Ég mun refsa mér fyrir ruddaskapinn međ ţví ađ klćđa mig úr öllum fötum og velta mér nakinn upp úr snjóskafli."  Ţađ gerđi hann.  Nágrönnum til töluverđrar undrunar.

kínverska barniđ

           

 

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábćr! laughingsmile

Jón Valur Jensson, 11.11.2018 kl. 02:50

2 identicon

Kćri Jens.

Hvernig tekst ţér ađ byggja upp svona örsögur sem mađur les međ mikilli athygli og endar svo í hláturskasti?

Ţú ert guđs gjöf.

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 11.11.2018 kl. 16:02

3 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Algjör snillingur Jens...laughinglaughinglaughinglaughinglaughing

Sigurđur Kristján Hjaltested, 11.11.2018 kl. 17:40

4 identicon

Voru ţessi hjón lítil?laughing

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráđ) 11.11.2018 kl. 17:52

5 Smámynd: Jens Guđ

Jón Valur,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 12.11.2018 kl. 02:40

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Bjarklind,  ţessar bullsögur mínar hafa engan ađdraganda.  Ţćr verđa til eftir sjöttu bjórdós.  Alltaf samdar aftur á bak.  Ţađ er ađ segja; fyrst dettur mér i hug einhver endir.  Síđan prjóna ég ađdraganda fyrir framan.  Oftast man ég daginn eftir lítiđ eftir sögunni.  Les hana bara ferska eins og ókunnugur.  Ég get alveg játađ ađ mér ţykir sumar af bullsögum mínum nokkuđ skemmtilegar.  Ég hef fengiđ ósk frá ţremur bókarforlögum um ađ gefa ţćr út í bókarformi.  Af ţví verđur.   

Jens Guđ, 12.11.2018 kl. 02:53

7 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur Kristján,  takk fyrir hlý orđ.

Jens Guđ, 12.11.2018 kl. 02:54

8 Smámynd: Jens Guđ

Jósef Smári,  ég veit ađ ţú ert ađ vísa í Davíđ Stefánsson.  Hann tók ţví illa er smávaxin stúlka er hann sótti í af frekju tók saman viđ patta.  Margur er knár ţó ađ hann sé smár.  Hćđ manna er verulega ofmetin.  Ég,  181 á hćđ,  bölva ţví oft í hljóđi ađ vera ekki ögn nettari í langflugi til Bandarikjanna eđa Kanada.

Jens Guđ, 12.11.2018 kl. 03:02

9 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ćtli hún verđi skírđ: Sushi Rat!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 12.11.2018 kl. 15:57

10 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  pottţétt!

Jens Guđ, 12.11.2018 kl. 18:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.