Jólakveðja

 

Eg ynskir øllum eini gleðilig jól! Vónandi fáa tit eitt gott nýtt ár og ég takka eisini fyri hugnaligar lötur í farna árið!

  Heims um ból höldum við jól;

heiðingjar, kristnir og Tjallar.

  Uppi í stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sömuleiðis minn kæri og þakka þér fyrir öll þín frábæru blogg og vona að þú haldir ótrauður áfram og svo bið ég að heilsa "kallinum sem reddar öllu"!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.12.2021 kl. 10:53

2 identicon

Gleðilega Hátíð

Nú fer daginn að lengja.

Gaman að sjá skrautskriftarmyndbandið, maður datt aftur í tímann cool

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 24.12.2021 kl. 11:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sömuleiðis Jens og bestu þakkir fyrir þín góðu innlegg á árinu.  Án þín væri bloggið ákaflega fátæklegt.......

Jóhann Elíasson, 24.12.2021 kl. 13:11

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég skila góðri kveðjur frá þér til kallsins sem reddar öllu.  Sömuleiðis sendi ég þér mínar bestu kveðjur fyrir samskiptin á liðnum árum!

Jens Guð, 25.12.2021 kl. 11:01

5 Smámynd: Jens Guð

Þórður,  þess vegna höldum við upp á vetrarsólstöður,  hátíð ljóss og friðar.  Annað nafn Óðins er Jólnir.   Ég var búinn að steingleyma Kastljósþættinum þegar sjónvarpið tók upp á því að endursýna hann í fyrra.  Hann er frá því á síðustu öld.  Það var gaman að rifja þetta upp.  Ekki síst vegna þess að í dag er ég hættur að skrautsdkrifa vegna handskjálfta og öldrunar.  

Jens Guð, 25.12.2021 kl. 11:07

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég segi sömuleiðis!

Jens Guð, 25.12.2021 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband