Rökföst

    Í gær ræddi ég við unga stúlku um jólin. 

  - Hvað verður í matinn hjá ykkur á aðfangadag?  spurði ég.

  - Það er alltaf tvíréttað;  lamb og svín,  svaraði hún.

  - En á jóladag?

  - Ég veit það ekki.  Enda er það ekkert merkilegur dagur!

  - Jú, jóladagurinn er eiginlega skilgreindur sem aðal jóladagurinn.

  - Í útlöndum,  já.  Á Íslandi er aðfangadagur aðal jóladagurinn.  Þá bjóðum við hvert öðru gleðileg jól; þá er mesta veislan og við opnum jólapakkana,  lesum á jólakort og leikum okkur.

  - Það er rétt hjá þér að þetta er misvísandi.  En orðið aðfangadagur þýðir að þetta sé dagurinn fyrir jóladag; aðdragandi jóla.

  - Hvers vegna heldur þú að í súkkulaðijóladagatalinu sé síðasti dagurinn 24. des?  25. des er ekki einu sinni í dagatalinu.

  Ég var mát!


mbl.is „Jólunum er aflýst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já, það er spurning! 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.12.2022 kl. 13:39

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er stóra spurningin!

Jens Guð, 24.12.2022 kl. 13:52

3 identicon

Börn bíða spennt eftir Jólum og gleðjast yfir fallegum gjöfum, góðum mat og samverustundum með fjölskyldum sínum og ættingjum. Samt er það svo að 10 % barna á Íslandi alast upp við fátækt. Þessi börn eru vanrækt og eiga ekki mikla möguleika í lífinu. Um 1 % þjóðarinnar skipta á milli sín eignum og þjóðarauði. Afkomendur þessa auðmanna erfa landið og miðin og halda áfram að stjórna landinu með auðvaldi - Gleðilega hátíð !

Stefán (IP-tala skráð) 24.12.2022 kl. 15:18

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þörf hugleiðing - ekki síst á þessum árstíma. 

Jens Guð, 24.12.2022 kl. 15:55

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já börnin koma oft með ummæli sem erfitt er að svara.  Gleðileg Jól Jens (þau eru víst enn wink) vonandi hefur þú og þínir haft það gott.......

Jóhann Elíasson, 27.12.2022 kl. 12:32

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  gleðileg jól og takk fyrir samskiptin á blogginu!

Jens Guð, 27.12.2022 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.