Gátan leyst

  Afabróðir minn flutti til Færeyja um aldamótin 1900.  Þar hófst hann þegar í stað við að eignast börn með tveimur þarlendum konum.  Fyrir bragðið á ég fjölmennan frændgarð í Færeyjum.  Flestir bera ættarnafnið Ísfeld.  Margir hafa orðið áberandi í sjávarútvegi,   tónlist og byggingarlist.  Samruni íslenskra og færeyskra gena hefur gefist vel.  

  Barnungur færeyskur frændi minn,  Nói,  var í kristnifræði í skólanum fyrir helgi.  Heimkominn tjáði hann mömmu sinni frá náminu.  Kennarinn hafi upplýst að guð,  Jesú og heilagur andi væru eitt og hið sama.

  Stríðin mamman spurði:  "Hvernig í ósköpunum geta 3 guðir verið eitt og hið sama?"

  Nói svaraði um hæl:  "Ætli það sé ekki eins og með sjampóið okkar,  3 in 1.  Það er hársápa,  hárnæring og baðsápa í einu og sömu flöskunni.

sjampó   


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

,, Jens Guð, Jesú og heilagur andi ,, hljómar einhvernveginn betur, en ég veit samt ekki hvað heilagur andi merkir ?

Stefán (IP-tala skráð) 15.10.2024 kl. 11:13

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 15.10.2024 kl. 11:21

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta alveg meiriháttar gott svar hjá stráknum.  Skyldi þetta vera í genunum?????????

Jóhann Elíasson, 15.10.2024 kl. 13:06

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  já!

Jens Guð, 15.10.2024 kl. 13:15

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Stutt sögulýsing: Afi minn átti tvær systur sem giftust til Færeyja. Hans Mohr skipstjóri kom til Karlsskála og sá Pálinu systur afa og giftist henni og hún fluttist til Færeyja. Síðan fór önnur systir afa Guðný til Færeyja til að heimsækja systur sína og þar var Jóhannsi Paturson í heimsókn hjá Hans vini sínum og sá Guðnýju og þau Jóhann og Guðný giftust og hún flutti að Kirkjubæ. 

Sigurður I B Guðmundsson, 15.10.2024 kl. 14:33

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  gaman að heyra.  Væntanlega áttu frændgarð þarna.  Ég kannast við færeyskan listmálara sem heitir Mohr að eftirnafni (og Össur að fyrra nafni).

Jens Guð, 15.10.2024 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband