Stórhættulegar Færeyjar

  Í huga margra eru Færeyjarnar átján litlar sætar og saklausar krúttlegar smáeyjar.  Jú,  þær eru reyndar litlar sætar og krúttlegar smáeyjar.  Samt geta þær verið óvönum varasamar.  Einkum þeim sem þekkja lítið annað landslag en flatlendi. 

  Útlend kona,  ferðamaður,  komst í hann krappan er hún rölti upp fyrir þorpið Trongisvogur í Suðurey í Færeyjum.  Þjóðerni hennar er ekki gefið upp.  Hún var ekki komin langt upp hagann er henni varð litið aftur fyrir sig.  Þá sundlaði hana og hún var gripin ofsahræðslu.  Í kringum hana skokkuðu léttfættar kindur.  Hún óttaðist hrap og dauðsfall og hringdi í ofboði í Neyðarlínuna.   

  Lögregluþjóninum sem tók símtalið tókst að róa konuna og bjóðast til að lóðsa hana niður í þorp.  Sem hann og gerði.  

Trongisvogur 

 

 

 

 

 

 

 

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Sumir kunna ekki fótum sínum forráð"........

Jóhann Elíasson, 26.2.2025 kl. 11:57

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  svo sannarlega!

Jens Guð, 26.2.2025 kl. 12:01

3 identicon

,, Eiginlega er ekkert bratt, aðeins misjafnlega flatt ,,     Tómas Guðmundsson

Stefán (IP-tala skráð) 28.2.2025 kl. 09:37

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Tómas kunni að orða þetta!

Jens Guð, 28.2.2025 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband