Arnþrúður skýtur föstum skotum á Hildi Helgu

  Fram hefur komið í dagblöðum og víðar að Hildur Helga Sigurðardóttir hafi kært Arnþrúði Karlsdóttur,  eiganda Útvarps Sögu.  Hildur Helga telur sig eiga inni ógreidd laun hjá Arnþrúði.  Í dagblöðum hefur einnig komið fram að Arnþrúður telur sig ekki skulda Hildi Helgu laun.  Þvert á móti þá skuldi Hildur Helga Arnþrúði vegna leigubílakostnaðar sem hún hafi látið skrifa á Útvarp Sögu.

  Í símatíma hjá Arnþrúði í dag á Útvarpi Sögu spurði hlustandi út í málið.  Arnþrúður svaraði því til að fólk þyrfti nú að mæta í vinnuna til að fá greitt fyrir vinnu.  Svo bætti Arnþrúður við:  "Og þegar fólk mætir þá þarf það að vera í þannig ásigkomulagi að það geti sinnt vinnunni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég hef hlustað á Arnþrúði Karlsdóttur í þannig ásigkomulagi við hljóðnemann að hún hefði betur heima setið og þagað. Ekki var annað að heyra þá en hún væri illa fyrir kölluð, drafandi og óskýrmælt, sem er annars ólíkt henni. Þetta var á þeim tíma þegar hún talaði afar illa um nafngreinda einstaklinga sem henni var illa við.

Þessi ummæli Arnþrúðar heyrðu fleiri og síðar í spjalli við hlustandann sagði hún ekki rétt að ræða málefni einstaklinga í útsendingu. En þá var skaðinn skeður. 

Gísli Ásgeirsson, 28.8.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

það gustar oft í kringum hana Arnþrúði frænku, gott svar hjá henni.

Hallgrímur Óli Helgason, 28.8.2007 kl. 21:43

3 identicon

Jesss!!! Görlfæt!!!

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Haukur Viðar

Hmmm frekar tactless af henni að vera að gjamma um þetta í loftinu.

Haukur Viðar, 28.8.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Jens Guð

  Spurningin hefur komið svo óvænt á hana að þetta hrökk upp úr henni.  Eins og Gísli bendir á þá stoppaði hún sig af og benti á að hún ætlaði ekki að tjá sig meira um starfsmannamál.  Benti viðmælandanum á að hringja í RÚV fyrst hann sé svona forvitinn um starfsmannamál hjá útvarpsstöðvum. 

Jens Guð, 28.8.2007 kl. 23:07

6 Smámynd: Halla Rut

Hver er þessi Hildur Helga.

Halla Rut , 28.8.2007 kl. 23:49

7 identicon

Hildur Helga er sérfræðingur Ríkisútvarpsins í ensku kóngaslekti og á móti ofbeldisfullum köttum í Vesturbænum, Halla mín Rut.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:54

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

útvarp Saga er ömurlegasta útvarpsstöð á landinu ever.. Arnþrúður á yfir höfuð sér ákæru vegna þessara ummæla.. held að það sé dagljóst.

Óskar Þorkelsson, 28.8.2007 kl. 23:55

9 Smámynd: Jens Guð

  Hún er ein fróðasta og áhugasamasta manneskja landsins um kóngafólk.  Hún var lengi blaðamaður hjá Mogganum.  Hún dvaldi um tíma í Englandi til að fylgjast betur með kóngafólkinu þar.  Á þeim árum var hún fréttaritari útvarpsins í Englandi.  Svo var hún með spurningaþátt í sjónvarpinu.  Ég man ekki hvað sá þáttur hét en spurningar tengdust tíðindum líðandi viku.  Þá fór hún í framboð fyrir Nýtt afl og fór að vinna á Útvarpi Sögu. 

Jens Guð, 28.8.2007 kl. 23:56

10 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  það fer eftir því hvað Arnþrúður átti við. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 00:38

11 Smámynd: Halla Rut

Hrafnaþing var minn uppáhalds þáttur og mér Saga hefur alltaf verið mitt uppáhalds útvarp. En hef ekki vit hvernig það hefur verið undanfarið ár enda verið erlendis.

Að vera sérfræðingur í Kóngafólkinu í Englandi. Ekki að undra þótt ég tók ekki eftir henni. En sorglegt áhugamál.

Halla Rut , 29.8.2007 kl. 00:59

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég á ekki útvarp sjálfur en hef gaman af að heyra í Útvarpi Sögu.  Símatímarnir geta orðið skemmtilegir.  Þar dúkka upp skondnir karakterar með reglulegu millibili. 

  Ég veit ekki hvernig fólk fær áhuga á kóngafólki.  Mér dettur helst í hug að það gerist hjá börnum.  Síðan eru einhverjir sem þroskast ekki upp úr þessu,  rétt eins og sumir safna dúkkum alla ævi.  Eða láta tilveruna fara að snúast um kvikmyndastjörnu eða poppstjörnu.  Ég held að allir þekki einhverja manneskju sem er með þráhyggju á sjúklega háu plani varðandi eitthvað svona.  Og í tilfelli Hildar Helgu er það kóngafólkið sem líf hennar snýst um. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 01:17

13 identicon

Þú getur nú hlustað á útvarpsstöðvarnar í tölvunni þinni, Jens. Ég botna ekkert í hvernig þær meika það allar en reyndar gera flestar þeirra það sjálfsagt ekki.

Flestir þurfa á einhverjum toppfígúrum að halda til að dýrka, dá og öfunda. Víða erlendis er það kóngafólkið og hér var reynt að búa til prinsipissur úr dætrum núverandi forseta. Fjölmiðlar hér hafa einnig migið utan í nýríka og gert úr þeim hlandblauta kónga og drottningar.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 01:33

14 Smámynd: Jens Guð

  Það er rétt.  Ég hlusta stundum á útvarp í tölvunni.  En yfir daginn er ég mest á þeytingi við að leysa út vörur,  keyra út vörum og þess háttar.  Víðast þar sem ég kem er útvarp í gangi.  En heimavið  er ég oftast upptekinn við að hlusta á geisladiska.  Ég á alltaf svo marga slíka sem ég hef ekki komist í að hlusta á. 

  Mér skilst að flestir sem fá einhverjar svona fígúrur á heilann,  eins og kóngafólk,  þrói þráhyggju sína gagnvart fígúrunum á þann hátt að það upplifir sig sem þátttakanda í lífi þeirra.  Sumir með því að gera um þær útvarpsþætti,  skrifa um þær í blöð eða jafnvel skrifa um þær heila bók.  Það gefur þeim mikið "kikk" og upplifunin á sambandinu fær á sig sterkari blæ ef viðkomandi er fenginn í fjölmiðlaviðtal sem sérfróður um fígúrurnar.  Svo safnar þetta fólk vitaskuld allskonar munum sem tengjast fígúrunum. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 01:49

15 identicon

Þetta er sjálfsagt sexúelt líka, samanber þjóðbúningadúkkurnar, en ég held reyndar að þessi áráttuhegðun sé meiri í konum hér en körlum, prinsessusyndrómið. Þær lifa sig líka mun betur inn í þverhandarþykkar rússneskar skáldsögur og tíu ára langar bandarískar sjónvarpsseríur en íslenskir karlar gera yfirleitt. Þeir aftur á móti lifa sig svo inn í alla fótboltasteypuna, klinkið í kringum hana, Beckham og íslenska fótboltann, lélegasta fótbolta í öllum heiminum og þótt víðar væri leitað, að þeir missa vitið og kyngetuna endanlega.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 02:30

16 identicon

Ég hlusta ekki á Arnþrúði og eftir að hún rakkaði stelpurnar sem kærðu Byrgisperrann niður og var með perrann og frú í útvarpinu hættu margir að hlusta.Já furðulegt hvað allir fyrrverandi starfsmenn eiga í vanda.  Og "allir" með sama vandann. Það skyldi þó ekki tengjast vinnustaðnum?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 08:15

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef ekki fylgst með starfsmannamálum á Sögu.  Hinsvegar tel ég ofmælt að allir sem hætta þar verði óreglumenn sem telja sig eiga þar inni laun.  Fólk hefur verið að hætta þarna - að ég held í góðu - og byrja síðar aftur.  Ég nefni sem dæmi Jón Magnússon,  Grétar Mar Jónsson og Ásgerði Jónu Flosadóttur.

  Já,  það vekur mér furðu að Arnþrúður skuli hafa brugðist Byrgis-perranum til varnar.  Hún heldur því m.a.  fram að myndirnar af honum séu falsaðar.  Ég á þessar myndir og þær eru auðsjáanlega ófalsaðar. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 10:36

18 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Svakaleg lágkúra á Útvarpi Sögu - þar fær fólk að vaða uppi með sleggjudóma um mann og annann. Það var ákveðin maður sem lagði karl föður minn í einelti og það fékk hann svo sannarlega að gera á sögu í beinni útsendingu.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.8.2007 kl. 14:18

19 identicon

Það er sorglegt að þessi kona fái að halda útvarpsleyfi sínu. Ég hef í mörg ár mátt þola ógeðslegar lygar og áróður um hitt og þetta sem hún lýgur og bullar um. Ég hef reynt að fá þetta stöðvað en hver nennir að vera í málaferlum við svona manneskju?

Arnþrúður er mest að skemma fyrir sjálfri sér því vissulega hefur hún einhverja hæfileika í útvarpi en hún hefur enga dómgreind. Ég skora á alla þá sem orðið hafa fyrir barðinu á henni með viðbjóðnum sem hún lýgur og rangfærir um að tala við Benedikt Bogason lögmann (útvarpsleyfisnefnd) en hann er sá sem gæti stöðvað þessar útsendingar.

Það þarf að gera!!! Þó fyrr hefði verið.

Útvarp Saga er lágkúra með útvarpsstjóra og eiganda sem fær að eyðileggja mannorð fólks því það er sannarlega til fólk sem trúir henni. Baugsmenn greiða þáttagerðamönnum laun (kostun) og í staðinn talar hún um Baugsmálið eins og verjendur Baugsmanna gera á háum launum, og það í útvarpinu.

Fólk sem þekkir ekki hagsmunaáróðurinn sem hún stundar fyrir þá sem bjarga henni úr bullinu veit ekki meir. Jafnvel menn sem gera svo grín af henni (á bak við hana) en það hlakkar í þeim að hún lætur þá nota sig og þeir ná sínum áróðri fram.

Hún talar eins og hún sé sérfræðingur í lögum, löggæslu, viðskiptum, fjölmiðlum, sköttum.....Er svo með allt niður um sig og hefur alltaf verið sjálf! Ég er hér heima með bókhald Útvarps Sög frá því að Ingvi Hrafn réði þar og varla er það betra í dag! Tómt bull bara. Auðvitað er fólk ekki að fá launin sín þarna.

Það er ekki til það orðbragð sem hún hefur ekki átt um mig í beinni útsendingu. Frjálskyndiflokkurinn tapar á þessum tengslum við Útvarp Sögu. Þeir gera sig ótrúverðuga Jón Magnússon og Co með því að misnota aðstöðu sína þarna. Svo hoppar kerlingar eins og Cesil á malefnum.com inn í sleggjudómana og skilur ekki upp né niður í umræðunni hvorki á malefnum né á Útvarpi Sögu. Þetta Frjálslynda lið er auðvitað heimskan uppmáluð eins og það hagar sér. Virkar á mann eins og asnaher.

Að vísu er Sigurður G Tómasson frábær á köflum .........þó kommi sé.

Gott að fólk nennir í málaferli við Arnþrúði og ekki láta það á ykkur fá þó hún kalli ykkur fyllibyttur, lygara, lauslátar, fjárkúgara.

Hún er í samfloti með mönnum sem eru henni líkir svo mikið er víst. Menn sem hringja inn og mæra hana sem þjóðhetju fyrir að ruggla  út í eitt alla daga!

Stöðvum þetta samfélagsvandamál sem Útvarp Saga er!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 15:17

20 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég hef ekki hlustað mikið á útvarp sögu ef þeirri einföldu ástæðu að í þau fáu skipti sem ég kveiki á þeirri stöð er eitthvað fólk að tjá sig um hluti og gerir það á þann hátt að manni flökrar..... ég þakka fyrir að eiga val og geta skipt um útvarspstöð.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.8.2007 kl. 15:33

21 identicon

Hver eru tengsl Frjálslynda flokksins við Útvarp Sögu, Jens Guð minn góður?

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:15

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Félagi Jens!

Ætla nú ekkert að blanda mér sérstaklega í þessa umræðu, nema hvað mér þykir heldur hallað á Hildi Helgu Sigurðardóttur í sumu hér og almennt mikil "Alhæfingasteypa" í gangi!SVo er allt í lagi me kurteisislegum hætti, að leiðrétta frú J.B. að aldrei er talað um konur að þær séu "með allt niður um sig", það gildir um karla, en um konur að þær séu með "allt upp um sig" þegar ílla þykir komið fyrir viðkomandi!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 17:47

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorglegt mál, hvernig sem á það er litið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 18:11

24 Smámynd: Halldór Sigurðsson

'utvarp Saga er ein af betri stöðvunum hér - þar þorir fólk að segja sínar skoðanir.

Halldór Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 19:12

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo hoppar kerlingar eins og Cesil á malefnum.com inn í sleggjudómana og skilur ekki upp né niður í umræðunni hvorki á malefnum né á Útvarpi Sögu. Þetta

Talandi um lágkúru

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 19:25

26 identicon

Vill einhver útskýra fyrir mér muninn á að rakka fólk niður f(og nafngreina) í bloggfærslum sínum eða í útvarpinu? 

Halldóra (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:31

27 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  það eru nákvæmlega engin tengsl á milli Frjálslynda flokksins og Útvarps Sögu.  Sigurður Kári fór mikinn á dögunum.  Hamraði á því að helmingur þingsflokks FF héldi úti dagskrá á Sögu.  Sú framsetning hljómaði eins og við í FF hefðum tögl og haldir í útvarpsstöðinni.

  Hið rétta er að þingflokkur FF samanstendur af 4 þingmönnum.  Einn af þessum þingmönnum,  Jón Magnússon,  byrjaði að láta í sér heyra á Sögu á meðan hann var í Nýju afli.  Annar þingmaður,  Grétar Mar,  var einnig byrjaður sem afleysingamaður á Sögu löngu áður en hann fór í framboð fyrir FF. 

  Í sumar hefur Grétar Mar starfað sem afleysingamaður á Sögu.  Þegar Grétar fór í sumarfrí leysti Jón hann af. 

  Þeir störfuðu þess vegna ekki samtímis á Sögu,  öfugt við það sem Sigurður Kári lét í veðri vaka og hélt jafnvel fram. 

  Ég hef ekki fylgst það vel með starfsmannamálum Útvarps Sögu að ég geti farið yfir hana.  Veit þó að Ögmundur Jónsson,  þingmaður Vinstri grænna,  hefur unnið á Sögu sem afleysingamaður.  Sigurður G.  Tómasson er fastur dagskrárgerðarmaður á Sögu.  Hann var borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins á sínum tíma.  Núna segist hann ekki finna sér samastað í pólitík.

  Arnþrúður Karlsdóttir var lengi virk í Framsóknarflokknum.  Þar gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum og var varaþingmaður,  ef ég man rétt. 

  Ýmsir úr Sjálfstæðisflokknum hafa líka unnið á Sögu.  Meðal annars Gústav Nielsson og Rósa Ingólfsdóttir. 

  Þetta dreg ég fram til að sýna að tengsl FF og Útvarps Sögu eru engin umfram það sem eðlilegt er. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 20:28

28 Smámynd: Jens Guð

  Halldóra, munurinn er sá að á blogginu er fólk rakkað niður skriflega.  Í útvarpi er fólk rakkað niður munnlega.

  Ég efast um að út frá meiðyrðalöggjöf sé gerður mikill greinarmunur þarna á.  Það er kannski blæbrigðamunur á því að bloggari getur fjarlægt færslu eða breytt eftir á.  Það sem sagt er í beinni útsendingu í útvarpi verður ekki aftur tekið á sama hátt. 

  Af útvarpshlustun og blogglestri virðist mér sem fólk láti fleira flakka í bloggheimum en það gerir í útvarpi.  Hinsvegar hefur bloggum verið lokað af ritstjórum,  bæði hér á blog.is og víðar,  vegna þess að viðkomandi bloggarar hafa þótt fara yfir strikið.     

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 20:54

29 identicon

Jamm, það er mikil gasmyndun í kringum Sigurð Kára og hann hefur því mikinn vind í seglin. Ber nafn með rentu.

Frú Hildur Helga er mikil kynbomba og hefur engan veginn verið "rökkuð" niður hér í Vesturbænum. Hún hefur aftur á móti verið "köttuð" niður af fressum og kvartað mikið yfir því, enda eru þeir mun fleiri hér en rakkarnir. Og hér eru fá Lúkasarlíki. Hundspott flestöll stór með mikið undir sér og til í hvað sem er. Halda sig þó lítið í Esjunni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:00

30 identicon

Hér sé stuð, Jens Guð! Það væri synd að segja að ekki sé líflegt hér á blogginu þínu - muuuuhhhhaaa

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:06

31 Smámynd: Jens Guð

  Þessi fjörlega umræða kemur mér í opna skjöldu.  Ég hélt að einhver myndi kannski upplýsa um hvað Arnþrúður var að tala með ummælunum um Hildi Helgu.  Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að hvað fólk hefur sterkar skoðanir á þessari útvapsstöð. 

  Um daginn bloggaði ég um útvarpsstöðina Reykjavík FM 101,5.  Vakti athygli á góðum dagskrárliðum þar á bæ.  Sú færsla kveikti engin viðbrögð.  Svo verður mér á að nefna Útvarp Sögu á nafn og fólk fer á flug.  Er jafnvel heitt í hamsi. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 21:19

32 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hér brúkast alltaf breiðu spjótin, það er ljósar en ljóst & glærara en glært, jafnvel stundum hollara en hollt, en hefur ávallt fínt skemmtanagildi alltént.

Ekki ætla ég nú að dómharðast eitthvað yfir því hvor fraukan hallar meira eða minna sínu máli, hef ekki vit á, eða grænann grun um.  Sagan næst nefnilega ekki í minni heimabyggð.  Þrúða var ein fín lögga alla vega & fylgin sér í þeim málum sem að hún setti vigt í.

Hins vegar hlýt ég að kjósa, með væntanlega góðfúslegu leyfi þínu Jens minn, að fá að lauma einu léttu skoti á hana Ninnu litlu, bloggvinkonu mína, sem fer Xamförum í athugasemdakerfi þínu óáreitt yfir greint, nafngreint, sem ónafngreint frjálslynt fólk.

Dúllan mín, ef að þú kýst að tjá þig & nafngreina fólk & baktala í athugasemdakerfi annara, þá væri þér líklega nær að líta þér nær.  Þú mónófónar sjálf um annað fólk á þínu fyrrverandi moggeríisbloggerí, núverandi eintali, athugasemdalaust núorðið, líklega af því að þér leiddist að vera alltaf að eyða út bæði færslunum þínum þar, & svörum þeirra sem að nenntu að halda þig viðræðuhæfa.

"Skeit nú músin sem að ekkert hafði rassgatið, hefði hann Maggi múrari einhverntíman sagt".

S.

Steingrímur Helgason, 29.8.2007 kl. 23:35

33 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur minn,  það er alltaf gaman að lesa athugasemdir þínar.  Núna mælir þú dálítið óljóst og gefur í skin.  Hvað áttu við með að Jónína Ben - ef ég skil þig rétt - hafi eytt út færslum og athugasemdum?  Ertu til í að nefna dæmi?  Ég les reglulega blogg Jónínu og hef ekki orðið var við það sem þú dylgjar um. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 00:00

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú mátt alveg brigzla mér um einhverjar dylgjur, en satt & rétt er að Jónína hefur lokað sínu athugasemdakerfi á sínu fyrrverandi bloggi, núverandi mónófónerí, & margoft hefur hún eytt bæði færslum sínum sem og athugasemdum við þær.

Ég held að ég riti oftast frekar skýrt, þó að deila megi um ritháttinn.

Ef að þitt minni rekur ekki til slíks, þá verður lítt við mig sakast.  Ég hef löngum verið vænn við gullfiska líka.

Kærar heilsur. 

S

Steingrímur Helgason, 30.8.2007 kl. 00:13

35 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur minn,  ekki dreg ég þinn vitnisburð í efa.  En vita máttu að athugasemdum þínu hér á mínu bloggi verður ekki eytt. Enda með þeim skemmtilegri þó að ristíllinn sé sérkennilegur.  Skemmtilega sérstæður vil ég meina.  Og athugasemdir þínar einkum skemmtilegar líka burt séð frá smá ágreiningi stundum.  Þú ert frábær!

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 00:58

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jónína hefur lokað fyrir athugasemdir á blogginu sínu.  Hún hefur líka eytt bloggskrifum, þar sem hún fór hamförum og hefur sennilega ofboðið, eða var beðin um að taka út.  Þannig að hér fer Steingrímur ekki með fleipur, heldur staðreyndir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 01:02

37 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þakka þér Ásthildur Cesil, fyrir að sannvotta mitt mál.  Ég býð þér dús.

Jens minn, ég er alveg sami bjáninn & þú í því að hafa alltaf rétt fyrir mér.  Vandinn er bara við höfum oftlega mismunandi mikið rétt fyrir okkur, & það skemmtir mér alveg jafnvel & vonandi líklega það gerir þér.  Enda jafn frjálslyndir inn við beinið ...

S.

Steingrímur Helgason, 30.8.2007 kl. 01:17

38 Smámynd: Jens Guð

  Ég sannreyndi það núna að Jónína Ben hefur lokað fyrir athugsaemdir á bloggi sínu.  Ég veit ekki ástæðuna og sá ekki að þetta uppátæki væri rökstutt.  Skrítið?

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 01:23

39 identicon

Heill og sæll, Jens og aðrir skrifarar !

Jens! Sýnist; sem hin ágæta kona, Jónína Benediktsdóttir gangi ei heil, til skógar. Spurning; hvort ekki mætti kalla til prest; sálu hennar til forsorgunar, hún smurð, með oleo og reykelsi tendrað, aukin heldur lesnar yrðu; yfir henni 10 Maríubænir og Pater Noster. Mætti jafnvel lesa yfir henni; úr Saltaranum.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 01:40

40 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég tel þig fara aðeins yfir strikið.  Jónína færir rök fyrir sínu máli.  Því fer fjarri að eitthvað í hennar málfærslu bendi til að andleg heilsa hennar sé í ójafnvægi.  Þetta er ósmekkleg athugasemd.  Jónína hefur skoðun á málinu.  Færir frambærileg rök fyrir sínu viðhorfi.  Gengur að vísu nokkuð langt.  En brigsli um eitthvað annað en afgerandi afstöðu og ákveðnar skoðanir eru ekki við hæfi.  Þrátt fyrir að hún sé stórorð þá er málflutningur hennar innan marka. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 01:56

41 identicon

Heill og sæll, Jens; og skrifaranir, að nýju !

Það er rétt, hjá þér; Jens, einhvers konar galsi (með miðalda ívafi); hljóp í mig.

Ætlaði alls ekki, að vera særandi, enda þekki ég Jónínu ekki nokkurn skapaðan hlut. Tilefnið var; reyndar, hinar kostulegu athugasemdir Steingríms Helgasonar.

En,......... öllu gamni fylgir jú, nokkur alvara. Bið þig, og skrifarana vel að virða.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 02:08

42 identicon

Við erum öll biluð, Óskar minn, og engin ástæða til að ætla að einn sé bilaðri en annar. Það gerir skyldleikaræktin, sem þykir nú ekki góð latína í brundtíðinni í sveitinni. Við erum öll náskyld, ein heljarstór familía sem kemur saman í fermingarveislum og gúffar þar í sig majónesi. Þess vegna þurfum við að blandast erlendingum sem fúlsa við þessum viðbjóði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 02:24

43 Smámynd: Jens Guð

  Óskar  Helgi,  þú þarft engan að biðja afsökunar á neinu.  Eins og snillingurinn Steini Briem bendir á þá erum við öll jafn biluð hér í bloggheimum.   Steini er reyndar fremstur meðal jafningja í oft bráðfyndnum kommentum.  Enda gáfumenni úr Svarfaðardal.   

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 02:36

44 Smámynd: Steingrímur Helgason

Reyndar, ef að mig misminnir ekki all herfilega er þessi fyrrum öryggisverja Securitas, Þorsteinn Briem, óbloggari, Skíðdælíngur, frekar er Svarvaðardælíngur.

En mig gæti nú misminnt, gæti verið vís með að kalla þig Skagferðíng, frekar en Hjaltdælíng.

Svona er maður nú ófullkominnn í sinni blogglegu réttvísi.

S.

Steingrímur Helgason, 30.8.2007 kl. 02:45

45 identicon

Jamm, réttara að kalla mig fyrrum Skíðdæling en Svarfdæling en við erum allir einhvers konar dælingar, nema náttúrlega þeir sem eru ekki dælingar, heldur einhvers konar flatlendingar, Steingrímur minn. Er ekki Jens Guð að minnsta kosti þríeinn Guð, Hjaltdælingur, Skagfirðingur og þar með hesta- og kvennamaður?

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 03:04

46 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þigg dúsinn Steingrímur minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 07:33

47 identicon

Heill og sæll, Jens og skrifararnir aðrir !

Steini Briem og Jens ! Þakka ykkur, sem öðrum; lítillætið og umlíðunarsemina, við minni kerksni. Get ekki að því gjört; verandi Árnesingur að hálfu og svo Borgfirðingur á annann veg. Hlýtur, að framkalla alls konar prakkaraskap og ýmsa aðra dynti. Gott, ef aðrir Íslendingar kunna að umbera slíkt; að nokkru.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:12

48 identicon

Þetta er hryllileg blanda, Óskar minn, og stór kross að bera. Ég var í skóla í Reykholti í Borgarfirði og hef kynnst mörgum Borgfirðingum. Sómafólk allt það fólk en ég hef reynt að forðast Árnesinga.

Með samúðarkveðjum,

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:08

49 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þessar athugasemdir eru eins og hvísluleikur, leikurinn hófst á Arnþrúði og endaði í Árnesingum. Skemmtilegt.

Markús frá Djúpalæk, 30.8.2007 kl. 22:22

50 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtilegt og að auki skondið.  Enda er Steini oftast mjög fyndinn. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 22:37

51 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér finnst stöllurnar, Arnþrúður og Jónína hvor annarri skemmtilegri, en Hildi Helgu á ég bágt með að ......  skilja eða þola, báðar sagnirnar eiga við í þessu tilviki.  Mér finnst hún allavega ekki skemmtileg.  Ég verð að viðurkenna, að ég get ekki fært fyrir þessu nein rök, önnur en þau að ég þurfti einu sinni að standa mjög nálægt henn. í mikilli mannþröng.  Og þar sem ég stóð þarna og gat ekki annað, þá dró hún upp rettu úr veski sínu og kveikti í.  Tillitslaus frekja, það er það sem mér finnst um hana,  kannski er hún vænsta manneskja, en ekki mín typa.  Fyrirgefið, afsakið, mín skoðun kemur þessu máli ekkert við, en ég mátti til.  Þú eyðir bara færslunni Jens Guð ofurbloggari.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.8.2007 kl. 23:31

52 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ólst upp á Húsavík með Jónínu og Arnþrúði, önnur ári yngri hin aðeins eldri. Ætla ekki að tjá mig meira um þær. Viðurkenni þó að ég hefði alveg getað hugsað mér lífið án þeirra.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 23:47

53 Smámynd: Jens Guð

  Eftir því sem ég kemst næst þá voru Arnþrúður og Jónína vinkonur lengst af.  Gott ef ekki stóð til á tímabili að Jónína keypti Útvarp Sögu.  Svo skildu leiðir.  Að því er mér skilst vegna þess að Baugsveldið hljóp undir bagga með Arnþrúði.  Það er einhver togstreita þarna í gangi sem ég þekki ekki. 

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 00:22

54 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrirgefðu Johannes, þarna vantaði "en ég". Þett stríð á milli þeirra er hlægilegt í besta falli. Minnist þess ekki að þær hafi verið vinkonur á Húsavíkurárum þeirra.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 08:50

55 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Þetta eru sannarlega "heitar umræður".  Það er ekkert nýtt að vinnuveitendur og launþegar greini á um uppgjör launa.  Ég held að það sé best að láta slík mál leysast af sjálfu sér og viðra ekki óhreina þvottinn fyrir framan alþjóð (eða þvottinn hvort sem hann er hreinn eða óhreinn).  Arnþrúði þekki ég ekki en hef heyrt í henni í fjölmiðlum og tel hana oft hafa staðið fyrir sínu þar.  Hildi Helgu hef ég einu sinni hitt í flugi frá London.  Þetta var á þeim tíma sem hún var fréttaritari útvarpsins (þessa eina sanna) í Lundúnum, eins og það var orðað í þá daga.  Mér þótti Hildur Helga afar skemmtileg og fróð og spjallaði lengi við hana.

Ég held að þessar tvær sómakonur hljóti að leysa málin þannig að báðar geti gengið sáttar frá því.

Hreiðar Eiríksson, 31.8.2007 kl. 19:28

56 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ég held að það sé einhver aldursmunur á Arnþrúði og Jónínu þannig að þær voru ekki nánar vinkonur á Húsavík.  En komnar á fullorðinsár og hingað suður þá var samgangur á milli þeirra.  Mig rámar í að Arnþrúður hafi talað um matarboð sem hún var í hjá Jónínu. 

  Hreiðar,  ég þekki þessar dömur ekki persónulega.  En þær eru áreiðanlega hinar ágætustu - þrátt fyrir það.  Hildur Helga var ágætis húmoristi í spurningaþætti sínum í sjónvarpinu.  Og áreiðanlega er hún fróð um fleira en kóngafólk.  Þó að hún sé fróðari um kóngafólk en annað. 

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 20:15

57 Smámynd: Marta B Helgadóttir

er þetta ekki orðið nokkuð persónulegt - ég bara spyr

Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 21:04

58 Smámynd: Jens Guð

  Jú,  Marta.  Þetta er allt á persónulegu nótunum.  Eins og sést á orðum Arnþrúðar um Hildi Helgu og "kommenti" Jónínu.  En það er allt í lagi.  Við erum öll ein stór fjölskylda og eigum engin fjölskylduleyndarmál.  Allt opið og gegnsætt.  Allt uppi á borðum.  Við höfum engu að leyna.

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 21:56

59 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Tvær kellur að rífast út í bæ og þú kommenterar aðeins á það og fjandinn er laus.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.9.2007 kl. 00:07

60 Smámynd: Jens Guð

  Er þetta ekki sprenghlægilegt,  Gunnar Skúli?  Eins og Steini orðar það:  Görlfæt!

Jens Guð, 1.9.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband