Óli Palli er snillingur!

  Það er mikil gæfa fyrir rás 2 að búa að jafn góðum útvarpsmanni og Óla Palla.  Einum þeim albesta í útvarpssögu landsins.  Hann er með góðan músíksmekk en jafnframt mjög umburðarlyndur og fordómalaus gagnvart allskonar músík. 

  Þekking hans á músík er góð.  Hann er ágætur gítarleikari.  Til viðbótar er hann afskaplega áhugasamur um það sem er að gerast í músík.  Hann er mættur hvort sem er á Músíktilraunir,  hljómleika vítt og breitt um landið eða í nágrannalöndum.  Allsstaðar er Óli Palli mættur fyrstur manna á svæðið.  Hann er með puttann á púlsinum.

  Til viðbótar er hann þægilegur útvarpsmaður.  Með þægilega útvarpsrödd og laus við þá sjálfsupphafningu sem einkennir marga útvarpsmenn á öðrum útvarpsstöðvum.  Einkum Effemm 957.

  Í dag heyrði ég í Óla Palla ræða á rás 2 við Lönu Kolbrúnu,  djassgeggjara,  um yfirstandandi djasshátíð.  Talið barst að bloggi.  Óli Palli sagði:  "Uppáhaldsbloggarinn minn er Jens Guð."  Lana sagðist ekki geta tekið undir það.  Óli Palli ítrekaði sitt viðhorf.  En Lana var á öðru máli.

  Sem er allt í lagi mín vegna.  Djassþættir Lönu á rás 1 hafa verið hundleiðinlegir.  Og djass er leiðinleg músík.

  Nei,  nei,  ég segi nú bara si svona.  Djassþættir Lönu hafa verið eyrnakonfekt.  Djassmúsík er jafnframt mín uppáhaldsmúsík.  Að sjálfsögðu er bara hið besta mál að Lana skuli ekki taka undir lofsamleg ummæli Óla Palla um bloggið mitt.  Djassþættir hennar eru jafn góðir eftir sem áður og áhugi hennar á djassi og kynning hennar á djassi er jafn aðdáunarverð þó að hún sé neikvæð í garð bloggsins míns.  Ég geri mér grein fyrir því að minn bloggstíll er ekki allra.  Þvert á móti þykir mér flott hjá henni að vera hreinskilin með það.  En jafnframt þykir mér upphefð í að Óli Palli sé á öðru máli.  - Þó að hann hafi klikkað á að útvega mér síðasta Rokklandsdiskinn.  Sem hann var þó búinn að lofa mér. 

  Ég vil bæta því við að rás 2 er einkar heppin með fleiri dagskrárgerðarmenn.  Þar er rjóminn:  Andrea Jóns,  Guðni Már,  Freyr Eyjólfs,  Snorri Sturluson,  Ásgeir Eyþórs,  Kalli Sigurðs og Ásgeir og eflaust fleiri sem ég er að gleyma í fljótu bragði. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef einhver færi svona fögrum orðum um bloggið mitt, myndi ég skrifa um viðkomandi langa færslu og dásama til skýjanna.  Hehe.  Er sammála með Óla Palla, sérstaklega góður útvarpsmaður og alltaf gaman að hlusta á hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:21

2 identicon

Sæll Jens.

 Mig langar að fá að vita, söngst þú einnig lagið Þorraþrællinn með Alsælu, eða var það einhver önnur persóna, ef svo er, hver var það ?

Hver/hverjir sáu um undirleik t.d á gítar, hljómborð o.fl ?

Eða, hverjir skipuðu Alsælu ?

Mér finnst þessi tvö lög með Alsælu en þann dag í dag mjög góð og allt gott um söng og raddir að segja.

Hefurðu kíkt á síðuna mína hér á mbl blogginu ?, gaman væri ef þú kíktir á hana.

Hún er svolítið öðruvísi en margar aðrar.

Með bestu kveðju, Steinn.

Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:36

3 identicon

Ég er sammála með Rás 2 og Óla Palla. Hlusta nær eingöngu á Rás 2. Sonur minn, föðurbetrungurinn, byrjar þar með Lög unga fólksins á mánudaginn og platan þeirra kemur út núna á föstudaginn:

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=95075938

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Jens Guð

  það var nú einmitt það sem ég gerði:  Skrifaði langa færslu þar sem ég dásamiði Óla Pall upp til skýjanna.  Það besta er að ég þurfti ekki að oflofa hann.  Hann er frábær.   

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Jens Guð

  Steinn,  það er rétt til getið að ég söng Þorraþrælinn og skráði það á gleðisveitina Alsælu.  Sú hljómsveit var bara ég.  Nema á hljómleikum.  Þá spilaði dauðapönksveitin Gyllinæð með mér.  Það var alltaf mjög gaman því að þeir drengir gengu jafnan berserksgang á sviði.  Og reyndar utan líka.  Brutu allt sem hægt var að brjóta og lömdu mann og annan þar fyrir utan.   Þorraþrællinn var nú einungis einfaldur skemmtari + gítar.  Ég ætti kannski að henda Þorraþrælnum inn á tónspilarann?  Kannski ætti ég líka að segja frá ævintýrum okkar á tveimur hljómleikaferðum til Grænlands og einni til Skotlands?  Það voru mega dæmi sem getur verið gaman að rifja upp. 

  Gefðu mér upp slóðina á þína bloggsíðu svo að ég geti kíkt á hana.

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 23:50

6 identicon

Sæll aftur Jens.

Það er, steinnskaptason.blog.is hér á mogga bloggi.

Alsæla, glæsilegt og gott mál, gott grúv á skemmtaranum, trommuheilanum og gítarnum.

Takk fyrir það.

 Kveðja, Steinn.

Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: krossgata

Alveg get ég tekið undir ummæli þín um Óla Palla, með eindæmum umburðarlyndur fyrir alls konar tónlist.

krossgata, 30.8.2007 kl. 00:04

8 identicon

Segðu okkur endilega frá þessum hljómleikaferðalögum til Grænlands og Skotlands, Jens Guð minn góður. Vonandi hefur þetta allt farið siðsamlega fram.

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:10

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ER nú sammála Jóhanni Erni. En hvað áttu við Jens , með að þekking Óla Palla á músik sé góð? Að hann getur þulið upp hljómsveitanöfn og man hverjir spila á hvað í þeim? Veit hvað frægir popparar fá sér í morgunnmat og í hvorn sokkinn þeir klæða sig í á undan? Andrea og Óli er sem eitt í mínum huga, svo það er ekki skrítið að þeir sem kunna að meta annað þeirra, meti hitt líka. Skelfilegt útvarpsfólk með leiðinlegar raddir og grunnt í pælingum sínum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 00:35

10 identicon

Sammála með Rás 2 og Óla Palla og reyndar þau öll sem þú nefnir.  Ég hlusta nánast eingöngu á Rás 2, hún ber höfuð og herðar yfirhinar útvarpsstöðvarnar.

Ég vil líka nefna Frank Hall. Hann hefur verið á morgnana undanfarið og spilar alveg einstaklega fjölbreytta og skemmtilega tónlist. Einn liður í dagskránni hjá honum er "Í skjóli Finnans" Þar spilar hann þekkt lög sungin af finnskum tónlistarmönnum og sungin á finnsku. Skemmtilegt uppátæki það.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:37

11 identicon

Langar að bæta við að mér finnst yfirburðir rásar 2 liggja í fjölbreytninni. Svo finnst mér Gunnar Th. og Jóhann Örn eitthvað svo grömpy að ég velti fyrir mér hvort þeir hafa yfirhöfuð gaman af tónlist.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:42

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef mikið gaman af Óla Palla og hef lengi dáðst að hve breiðan músik smekk hann hefur.  Lönu Kolbrúnu hef ég hlustað á en hún er með afskaplega skemmtilega þætti á rás 1, sem ég set alltaf á þegar ég ferðast um landið, þar sem aðrar rásir nást ekki eins vel.  Þetta er allt saman eðalfólk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 00:58

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég játa fáfræði varðandi Frank Hall.  Ég sef yfirleitt fram yfir hádegi.  Einnig játa ég fáfræði varðandi Gunnar Th.  og Jóhann Örn.  Veit ekkert hverjir þeir eru.   En ég samsinni Ásthildi varðandi Lönu Kolbrúnu.  Hún virkilega veit hvað hún er að kynna.  Ég hef líka heyrt/séð hana spila á bassa .  Hún er hvorki Charlie Haden,  Niels Henning Öster Petersen né Mikael Blak.  Stíll hennar er meira "strípaður".  En hún kann þetta.  Bara flott.   

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 01:06

14 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann Örn,  ég átta mig ekki á hvað þú átt við. Óli Palli er víðs fjarri þegar drasl er annars vegar. 

  Gunnar,  þekking Óla Palla á músík nær langt út fyrir það hver spilar í hvaða hljómsveit.  Þekking á músík snýst minnst um það.  Komdu með dæmi sem við getum velt fyrir okkur.  Þekking Óla Palla og Andreu nær langt út fyrir eitthvað slíkt. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 01:12

15 Smámynd: Jens Guð

  Steini Briem,  ég skal setja hér inn á allra næstu dögum ferðasögur Alsælu með Gyllinæð sem munu ganga hressilega fram af ykkur.  Ferðalögin voru þannig að mér hefði ekki veitt af áfallahjálp. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 01:17

16 identicon

Takk kærlega fyrir það, Jens minn. Ég vona innilega að þessar sögur gangi fram af manni og helst mann fram af manni.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 01:33

17 identicon

Hann steytir stóra görn,
hinn stúri Jóhann Örn,
glórulaus er Gunnar Th.
og geiflar sig ekki smá.

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 01:51

18 identicon

Ég man eftir þssu Alsælu dæmi þínu, Jens, þú bjóst við hliðina á foreldrum mínum í Ásgarðinum og þegar ég kom þangað mátti stundum heyra í Óðríki Algaula, hehehe. En ég keypti diskinn Rock from the cold seas, þar sem þetta lag með Alsælu var. Ég og félagar mínir sem mikið voru að hlusta á tónlist, svona almennt á þessum tíma, vorum sérlega hrifnir af þessum diski og þá sérstaklega Alsælu, meira að segja pabbi og mamma fengu að heyra þetta, man nú ekki hvernig þeim leist á þetta. En þú átt heiður skilið fyrir að hafa staðið að þessarri útgáfu, þetta er einn af gullmolunum í ört vaxandi diskasafninu mínu. Held mikið upp á grænlensku sveitirnar Inneruulat og Nuuk Passe og þá Færeysku 200, svo finnst mér alltaf gaman að hlusta á Samana. 

Villi Kristjáns (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:41

19 Smámynd: Jens Guð

  Benedikt,  það er leiðinlegt að heyra að hlutirnir skuli ekki hafa farið á besta veg.  Ég veit að plötusnúðar rásar 2 eru umsetnir af ótal hljómsveitum og sóló skemmtikröftum.  Ef að plötusnúðarnir myndu spila allt efni sem þeim berst þá myndi fátt annað komast að.  Ég veit svo sem ekkert hvað fór úrskeiðis í þínu tilfelli.  Önnur dæmi sem ég kannast við hafa fengið farsæla lausn.

  Villi,  ég man nú bærilega eftir foreldrum þínum.  Og bið að heilsa þeim.  Önnur plata,  World Music from the Cold Seas,  er í vinnslu.  Rock from the Cold Seas var samantekt á hressu rokki frá Grænlandi,  Færeyjum,  Sömum og Íslandi.  Nýja platan er meira safn af virkilega fallegum og góðum lög með þjóðlegum sérkennum. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 13:10

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei Félagi Jens, engar "RúmstokkssöguR" af þér með glöðum grænlenskum húsmæðrum takk, bara til að þjóna forvitnisskrattanum í "Bögu-Bríma" né "barnaástir" 14 ára drengja, en morð og ofbeldisþátturinn má alveg koma!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 17:35

21 identicon

Ekki er hann Magnús Geir meyr,
maðurinn vill sjá blóð og ofbeldi,
Magnús Geir ekki meir, ekki meir,
mátulegt að tröllkonur þig geldi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 19:42

22 identicon

Óli hefu ágætan smekk og reyndar langt frá því að vera hlutlaus og fordómalaus.  Hann kemur sínu vel á framfæri sbr Neil Young og Bubba, sem mörgum finnst fínt en öðrum verra.   Ég man líka þá daga þegar hann neitaði að spila Á móti Sól, honum fannst þeir leiðinlegir, punktur...á sama tíma spilaði Guðni Már lögin þeirra en ekki Óli.   Má vera að honum hafi fundist þeir leiðinlegir, en þetta er dæmi sem ég þekki vel til og er því miður rétt.  Í dag hveður við annann tón hjá Óla, einkum og sér í lagi eftir að Magni fór í RockStar, þá varð hann "in".  

Gus (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 19:46

23 Smámynd: Jens Guð

  Þeir kunna að kveðast á Norðlendingarnir.  Hehehe!  Steini alltaf fyndinn. 

  Maggi,  ég fer að þínum ráðum varðandi hvað verður til frásagnar í sögunni af Grænlandsferð. 

  Jóhann Örn,  ég fagna því að Óli Palli skuli nýta vinsældir sínar til að hygla þeim smærri og minna þekktari.  Betra væri að fleiri útvarpsmenn gerðu það.  En eins og marka má af "kommenti" Benedikts hér fyrir ofan þá eru aðrir sem telja Óla Palla ekki standa sig í að sinna nýliðunum.  Þetta er erfiður línudans. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 21:31

24 identicon

Bara smá stríðni í mér, Jóhann minn, og vita ástæðulaust að taka eitthvert mark á henni, nema undir fullu tungli.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:44

25 identicon

óli Palli er ofmetinn útvarpsmaður og langt í frá að vera jafn klár og hann sjálfur telur um tónlist

Gummi (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:04

26 Smámynd: Jens Guð

  Þarna ertu kannski kominn með hugmynd sem Óli Palli eða einhver á rás 2 ætti að skoða:  Sérstakan þátt þar sem nýliðar eru sérstaklega kynntir.  Ég veit að á dagskrárgerðarmenn rásar 2 hleðst bunki af óútgefnum lögum sem óþekktar/lítið þekktar hljómsveitir og einstaklingar hafa hljóðritað og plötur með jafn lítið þekktum flytjendum. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 22:12

27 Smámynd: Jens Guð

  Óli Palli er ekki ofmetinn útvarpsmaður.  Hann er vanmetinn útvarpsmaður.  Hann er stórt nafn á þeim vettvangi en ætti að vera ennþá stærra nafn.  Hann er John Peel Íslands.  Og það er alveg klárt að hann ofmetur ekki þekkingu sína á tónlist.  Hún er vel yfir meðallag og það kom fram þegar hann tók þátt í Popppunkti Dr. Gunna á Skjá einum. 

Jens Guð, 30.8.2007 kl. 22:17

28 identicon

Ég geri ráð fyrir að strákurinn minn, hann Alexander, spili lög með óþekktum og lítt þekktum hljómsveitum í Lögum unga fólksins, sem byrjar á Rás 2 eftir kvöldmatinn á mánudaginn. Alexander var alla vega beðinn á RÚV um að spila þar lög "með til dæmis Soundspell og öðrum lítt þekktum hljómsveitum". Hann kunni hins vegar ekki við að segja að hann væri söngvari Soundspell. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:41

29 identicon

Óli Palli er mikið frekar vanmatinn en ofmetinn, maðurinn er frábær útvarpsmaður og ekki orð um það meir!

Ragga (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:46

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, Óli greyið er ágætur og svarar oftast ef ég þarf á honum að halda og ég honum þegar ég hef getað gert honum smágreiða. SVo að hinn mjög svo efnilegi söngfugl Alexsander Briem er sonur Bögu Bríems (þið sjáið að ég hef bætt e inn í núna!) stundum mætti nú pabbinn sá yrkja jafnvel og strákurinn syngur, þetta hér að ofan flokkast nú undir það sem kallað er hnoð, þðótt vissulega fyndið væri!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 00:20

31 identicon

Jamm, ég er betri í að búa til börn en bögur, Magnús minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:34

32 Smámynd: Jens Guð

 Ég þarf greinilega að tékka á Soundspell.  Maggi,  hnoð getur verið fyndið sé það sett fram sem slíkt.  Steini ræður við það dæmi. 

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 00:43

33 identicon

Ég hef nú æft mig mun meira í að búa til börn en bögur og það er æfingin sem skapar meistarann, strákar mínir.

Jens, fyrsta plata Soundspell, An Ode to the Umbrella, kemur út á morgun og ég ætla að gefa þér hana, fyrst þú ert svona góður og skemmtilegur kall. En eins og ég hef sagt áður geturðu hlustað á tvö lög með þeim hér:

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=95075938

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 00:59

34 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla að þiggja þessa plötu með þökkum.  Hver veit nema að sambönd mín erlendis geti fleytt henni lengra.  Þér að segja þá er ég nokkuð vel tengdur í dag eftir ótal "plögg" vinnu frá allt frá Björk til Eivarar. 

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 01:53

35 identicon

Mér líst mjög vel á það, þakka þér kærlega fyrir, Jens minn. Hljóðfæraleikararnir í Soundspell eru allir mjög klárir, enda þótt ungir séu að árum, 17-18 ára, og ég gæti vel trúað að þeir gætu náð langt, ef rétt er á spilunum haldið. Þeir eru allir góðir  strákar, mjög duglegir að æfa og ég veit að þeir hafa áhuga á að spila erlendis.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 02:11

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah...þekking hans á tónlist kom fram í poppunkti! Það er einmittt það. Að þekkja lög og hljómsveitarmeðlimi er auðvitað þekking útaf fyrir sig, en ekki þekking á músik sem slíkri. Skoðaðu frekar þekkingu þeirra sem taka þátt í kontrapunkti, þar sérðu þekkingu af allt öðru kaliberi. Og þessi allt að því sjúklega ást Óla Palla á Bubba er brosleg. Bubbi hefur vissulega sent frá sér perlur en ruslsían hans er voðalega götótt. Auk þess er Bubbi kongur stælingar og skrumskælingar

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 02:32

37 Smámynd: Jens Guð

  Við getum farið yfir feril Bubba án aðkomu Óla Palla.  Þeir tveir eru vinir og samstíga í aðdáun á Neil Young.  Sem er ekkert neikvæð.  Fjarri því.  Ég veit ekki hvað Óli Palli er vel að sér í þeim grunni sem Bubbi byggir á (Woody Guthrie,  Robert Johnson,   Pete Seeger,  Leadbelly,  Bob Dylan,  Bruce Springsteen).  Að óreyndu held ég að Guðni Már sé þar meira á heimavelli.  En ég er alveg til í að skoða þau dæmi betur.  Og fara yfir þau. Þar er af mörgu að taka. 

    Kontrapunktur var skemmtilegt dæmi.  Eins og ég tel mig vera mikinn speking í músík þá valtar Ríkharður Örn gjörsamlega yfir mig á þeim vettvangi.      

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 02:55

38 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  sjáum til.  Hver veit nema að ég geti "plöggað" þeim inn á spilamennsku utan landssteina.  Annað eins hefur nú gerst. 

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 02:58

39 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Steini!

Mátt gjarnan senda mér eintak með fyrirmælum um hvernig greiða skal! Er í síma´skránni!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 12:13

40 identicon

Ég gef þér eintak líka, Magnús minn. Sendu mér bara heimilisfangið með essemmessi í 69 59 39 8.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 12:37

41 identicon

Hehe... hvað hefur djass gert þér?

Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:53

42 Smámynd: Jens Guð

  Kalli,  ef áð þú lest aðeins lengra í færslunni þá sérð þú að ég dró strax til baka að djass sé leiðinlegur.  Djass hefur aldrei gert mér neitt nema gott.  Mjög gott.  Ég sló því bara fram að djass væri leiðinlegur til að mótmæla því að djassgúrúinn Lana Kolbrún þrætti við Óla Palla um að besta bloggið væri mitt blogg.  Og þó að hann endurtæki þá skoðun sína þá hélt Lana Kolbrún áfram að þræta fyrir það.

  Hvað á að gera við svona manneskju? Jú,  segja að djass sé leiðinlegur. 

Jens Guð, 2.9.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband