4.9.2007 | 21:20
Nýr dagskrárliður hjá frábærri útvarpsstöð
Ég hef áður hælt útvarpsstöðinni Reykjavík FM101,5. Þessi stöð er snilld. Þeir sem eiga ekki útvarp eða eru utan útsendingarsvæði stöðvarinnar geta hlustað á netinu http://www.rvkfm.is.
Í dag var hringt í mig frá Reykjavík FM101,5. Mér var tilkynnt um að þar á bæ væri reglulega gluggað í bloggið mitt. Og að stíllinn á því passi við morgunþátt stöðvarinnar, Capone. Spurningin væri að fá mig til að fara vikulega yfir tíðindi vikunnar með þeim Capone-bræðrum.
Samningaviðræður urðu hvorki langar né strangar. Klukkan 9 á hverjum föstudagsmorgni mæti ég galvaskur upp í Reykjavík FM101,5 og ræði um fréttir vikunnar. Ja, lengi getur gott útvarp batnað. Ég segi nú ekki annað.
Svo ætla ég hægt og bítandi að hafa spjallið lengra og lengra. Byrja að mæta aðeins fyrr líka. Áður en nokkur veit af verð ég búinn að leggja undir mig alla dagskrá á stöðinni og yfirtaka reksturinn. Um svipað leyti verður RÚV sett á frjálsan markað. Þá sameina ég þessi tvö fyrirtæki. Páll Magnússon fær samt að halda jeppanum. Nafnið RÚV mun þá standa fyrir Reykjavíkurútvarpið.
Samkeppnislög koma í veg fyrir að ég geti yfirtekið 365 miðla líka. Það er allt í lagi. Þá sameina ég bara Reykjavíkurútvarpið og Veðurstofu Íslands í staðinn. Og síðar Fiskistofu einnig. Þegar þar að kemur verða ríki og kirkja aðskilin. Þá yfirtek ég ríkiskirkjuna.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu athugasemdir
- Mistök: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðan fróðleik. jensgud 20.9.2025
- Mistök: Bob Dylan hefur þá afstöðu að tónlist á plötum þurfi að vera læ... ingolfursigurdsson 20.9.2025
- Mistök: Wilhelm, takk fyrir ábendinguna. jensgud 19.9.2025
- Mistök: En ískrið er líka svolítið skemmtilegt og ég myndi sakna þess e... emilssonw 19.9.2025
- Mistök: Í laginu "Since I've Been Loving You" á þriðju Led Zeppelin... emilssonw 19.9.2025
- Mistök: Já Jens, það eru alltaf einhver tíðindi af Snorra gamla brennuv... Stefán 19.9.2025
- Mistök: Jósef, þetta er góð aðferð til sannreyna hvernig músíkin hljóm... jensgud 19.9.2025
- Mistök: Stefán, þetta eru tíðindi! jensgud 19.9.2025
- Mistök: Það að hlusta á upptöku í bílgræjunum gefur mjög góða mynd af þ... jósef Ásmundsson 19.9.2025
- Mistök: Einhverjir eru að tala um það að Snorri Óskarsson sé líklegur f... Stefán 19.9.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 20
- Sl. sólarhring: 171
- Sl. viku: 740
- Frá upphafi: 4160360
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 594
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Frábært! En það kostar væntanlega töluverð átök fyrir þig að rífa þig upp á svona ókristilegum tíma, Jens minn. Og þú verður nú seint ríkur á þessu fyrirtæki, nema þú yfirtakir Björgólf í leiðinni, með hundi og öllu. Í þessu sjónvarpsviðtali um daginn sagðist hann vera heilinn á bakvið Björgólfsveldið.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:37
Þetta verður auðvitað bara skemmtilegt.
Markús frá Djúpalæk, 4.9.2007 kl. 21:38
Mikið hefur STeini verið upprifin af hundaspjallinu, já, synd fyrir mig að missa af því!
Og þú Jens minn enn ekki búin að jafna þig á "Veðurstofustríðinu" fyrst hana ber allt í einu á góma aftur!
En ég skil! Þig dreymir bara um að yfirtaka Ásdísi, ert bálskotin í henni eins og allir alvörukarlmenn verða í dökkum og dreymandi meyjum!
Og eins og Steini segir, verður að taka þig á með ha´ttatímann, allavega á fimmtudagskvöldum!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 21:53
Núna má ég ekki sofna í vinnunni á föstudagsmorgnum svo ég missi ekki af þættinum. Eða verður þú kannski með link á þáttinn hérna á blogginu þínu svo ég og fleiri þurfa ekki að vakna fyrir allar aldir til að missa ekki af honum.
Mummi Guð, 4.9.2007 kl. 22:10
Þú ert bara frábær.
Eva , 4.9.2007 kl. 22:51
Blessaður Jenni,ætla bara rétt að vona að þið Stjáni Stuð,diskúteri tónlist,bíó og heitasta slúðrið!
viðar (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:58
Jesssss, líst vel á þetta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 23:36
Steini, þú ert snilld eins og venjulega. Þessi punktur með að Björgólfur segist vera heilinn á bakvið Björgólfsveldið gæti ekki verið betur orðaður!
Það er rétt að það verður töluvert átak að rjúfa hefðina og vakna fyrir hádegi á föstudögum.
Maggi, Veðurstofustríðið er mér nærtækt. Ásdís er svo gott sem svilkona mín. Systir hennar er barnsmóðir Stebba bróðir míns.
Mummi, ég á eftir að kanna hvernig hægt er að tækla þetta með linkinn. Ég kann ekkert á tölvur.
Eva Lind, svakalega er þetta gott "komment" hjá þér. Meira af þessu!
Viðar, Stjáni stuð er bara snilld. Hann hóf einmitt sinn útvarpsferil hjá okkur á Útvarpi Rót. Við fengum heldur betur skömm í hattinn frá fólki sem taldi það vera meiri háttar ósmekklegt að hleypa þessum manni í loftið. Það rigndi yfir okkur skömmum úr öllum áttum. Og frá ótrúlegusta fólki. En að sjálsögðu stóðum við einhuga að baki þessum meistara stuðsins. Ekki síst ég sem var með pönkplötubúðina Stuð og þótti vænt um að Stjáni stuð skyldi taka upp nafnið. Eðal náungi í alla staði.
Úr einu í annað: Helvíti sem hún var flott hljómsveitin á NASA sem að "slúttaði" djassdögunum. Þetta var meira afró-dæmi en djass. Alveg mega flott.
Gurrí, já, þetta hljómar vel. Að óreyndu.
Jens Guð, 5.9.2007 kl. 00:22
hehe Góður! Lengi getur útvarp batnað.
Og til hamingju með þetta Jens.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 10:26
Lengi lifi stuðið, ég get því miður ekki hlustað á spekinginn spjalla fyrren á föstud.14 því þá verð ég í fríi og get tendrað á tölvunni og hlustað. Ég er nefinlega á leið í Borg Óttans til að berja augum og eyrum fjarskilda ættingja mína í gömludansa bandinu Jethro Tull. Vona að ég fái að heyra hressilega prédikun þann morguninn.
viðar (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:41
Jóna, takk fyrir hamingjuóskir.
Viðar, góða skemmtun í Borg óttans. Vonandi verður þú ekki fyrir miklum vonbrigðum með Tullarana. Þú býrð að samanburðinum við hljómleika þeirra á Akranesi. Ian Anderson sagði í útvarpsviðtali að hljómsveitin hafi aldrei verið eins "heavy metal" og þá.
Jens Guð, 6.9.2007 kl. 02:53
kallinn er í loftinu í þessum töluðu orðum
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.