11.10.2007 | 23:42
Deilan á Prestbakka dómtekin síðar í mánuðinum
Ég hef leyft ykkur að fylgjast með sérstæðum deilum sem poppstjarnan Hebbi Guðmunds og Svala kona hans standa í við nágranna sína. Neðst í þessum texta eru tenglar inn á fyrri færslur um málið. Ég ætla samt að fara í stórum dráttum yfir málið.
Hebbi og Svala búa í raðhúslengju á Prestbakka. Í raðhúsunum í bökkunum hefur verið hefð fyrir því að hver íbúðareigandi sér um viðhald á sínum íbúðum, að því frátöldu að viðhald á göflum er sameiginlegt.
Fyrir nokkrum árum létu Hebbi og Svala endurnýja þakið á sinni íbúð. Það gerði annar íbúðareigandi líka. Eigendur hinna fjögurra íbúðanna í lengjunni eru að láta skipta um þak á sínum íbúðum núna. Samkvæmt áeggjan Húseigendafélagsins er kostnaðinum deilt yfir á allar íbúðirnar - þrátt fyrir að ekki verði skipt um þak á tveimur þeirra.
Hússjóður var stofnaður og mánaðargjald á hverja íbúð er 500.000 kr. Hebbi og Svala hafa mótmælt þessum yfirgangi óg ósvífni. Þau neita að borga 500.000 kr. á mánuði. Fyrir það hefur þeim verið stefnt. Málið verður dómtekið síðar í þessum mánuði.
Fyrir utan ósanngirnina sem Hebba og Svölu er sýnd af nágrönnum sínum þá hefur þeim hjónum blöskrað vinnubrögðin að öðru leyti. Almenna verkfræðistofan var fengin til að halda utan um framkvæmdina. Með tilheyrandi kostnaði (2 milljónir kr. áður en framkvæmdir hófust). Meðal annars var smiður fenginn til að labba í kringum raðhúslengjuna og benda á steypuskemmdir sem blöstu við öllum. Fyrir rölt smiðsins kom reikningur upp á 167.000 kall.
Verktakinn sem tók að sér verkið hefur látið ólærða unglingspilta vinna verkið. Strákarnir kunna ekkert til verka. Það hefur orðið að tvívinna suma hluti vegna þekkingar- og reynsluleysis þeirra. Önnur vinna er verulega gölluð af sömu ástæðum. Óvatnsvarðar krossviðarplötur eru negldar ofan á rennblautan 35 ára gamlan pappa og hann þekur timburþak. Þakið á íbúð Hebba og Svölu, Prestbakka 15, og nágranna þeirra á nr. 17, eru að sjálfsögðu steypt.
Á dögunum hætti verktakinn og tveir smiðir hafa verið ráðnir í staðinn.
Ef að smellt er á myndirnar þá stækka þær og verða skýrari. Við þær birtast þá númerin Prestbakki I, II og III. Þannig merkti ég þær inn á stjórnborðið mitt. Sú merking er pínulítið villandi vegna þess að myndirnar eru af Prestbakka 21.
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/284142
Flokkur: Lífstíll | Breytt 12.10.2007 kl. 11:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
Nýjustu athugasemdir
- Aldeilis furðulegt nudd: Jósef, takk fyrir fróðleiksmolann. jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Eftir því sem ég hef heyrt er ráðið við bólgum sem verða vegna ... jósef Ásmundsson 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Helga, heldur betur! jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Það kostar að láta lappa upp á sig vinur. diva73 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Í framhaldi af nuddara sem nuddar ekki og dýralæknum sem búa ti... Stefán 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: ´Bjarni, svo sannarlega! jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Buddy, you got screwed. Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Bjarni, nei. Það beið kannski næsta nuddtíma. jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Og no happy ending? Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Stefán, góður! jensgud 19.2.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 28
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1150
- Frá upphafi: 4126476
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 948
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Áfram Hebbi
Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 23:58
Og verktakinn er ........... ?
Briet (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 01:53
Framhald uppboðs fer fram á morgun. Er það að kröfu þessara óprúttnu aðila ?
Briet (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 01:55
Húsfélagið lætur banka halda utan um innheimtu á gíróseðlunum. Þegar Hebbi og Svala borguðu ekki 500.000 kallinn þá fór innheimtuferli í gang með tilheyrandi stefnu, lögtaki og þess háttar. Það er krafist uppboðs á eignum þeirra fyrir ógreiddum gíróseðlum. Það er sem sagt meirihluti húsfélagsins, að áeggjan Húseigendafélagsins, sem að stendur fyrir kröfunni.
Af því að líkast til er stutt í að niðurstaða fáist í málið þá ætla ég að hinkra í nokkra daga við að gefa upp nafn verktakans.
Jens Guð, 12.10.2007 kl. 08:13
Ég trúi ekki öðru en að þau vinni málið, þetta er með ólíkindum allt saman..
Jónína Dúadóttir, 12.10.2007 kl. 08:55
Alveg ótrúlegt að þetta geti gengið svona langt. Þetta hlýtur að vera alveg siðlaust fólk þarna í götunni,,,það er að segja þessi fjögur sem eru að láta gera við þökin núna. Skrítið mál
Ásgerður , 12.10.2007 kl. 09:29
Fyrir alla muni hættu að skrifa sem að og ef að. Láttu nægja sem og ef!
Sigurður (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:51
Hér eru ýmsir spekingar á ferð og meira að segja sjálfskipaður málfarsráðunautur.
Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 11:15
Þau berjast í Prestbökkunum,
með bilað lið allt í kringum sig,
kellingar þar með krökkunum,
kúka á þök með hátt sýrustig.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:28
Jónína og Ásgerður, mér þykir yfirgangurinn vera með ólíkindum. Ég hef bæði búið í blokkum og raðhúsi. Ég þekki ekki þaðan yfirgang meirihluta. Þvert á móti hef ég einungis kynnst vilja til að tekið sé tillit til aðstæðna hvers og eins af sanngirni. Þannig eiga eðlileg mannleg samskipti að vera.
Sigurður og Ragnheiður, ég fagna leiðbeiningum í átt að betra ritmáli.
Steini, skondnu vísurnar þínar lífga alltaf upp á bloggið.
Jens Guð, 12.10.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.