19.10.2007 | 14:17
Sagan sem breytist og breytist
Allir kannast við það þegar bandaríska rokkstjarnan Bruce Springsteen - eða Brúsi frændi eins og hann er oft kallaður - tók lagið með íslenska "böskaranum" Jó-jó á Strikinu í Kaupmannahöfn. Enda heimsfrægur viðburður sem trónir nú á youtube. Í dag er sagan þannig:
Jó-jó var að spila dúett með öðrum manni úti á götu. Hinn þurfti að skjótast á klósettið. Á meðan gekk Brúsi hjá, greip upp gítar mannsins og byrjaði að syngja og spila með Jó-jó.
Fyrst eftir atburðinn var sagan hinsvegar á þessa leið:
Jó-jó vissi hvar Brúsi var staddur (á kaffihúsi eða matsölustað). Hann vissi líka hvaða leið Brúsi myndi ganga upp á hótelið sitt, rétt hjá. Jó-jó kom sér því fyrir með aukagítar og kvikmyndatökumann. Beið svo um hríð þangað til Brúsi rölti hjá. Þá kallaði Jó-jó til hans ögrandi áskorun um að sýna að hann sé ekki yfir almenning hafinn og bað hann um að spila með sér eitt lag. Brúsi varð undrandi og hálfringlaður en lét svo slag standa þegar Jó-jó rétti að honum gítarinn.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 42
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 1132
- Frá upphafi: 4122047
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 916
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Við Brúsapallinn böskaði Djó Djó,
beið þar eftir sínum hjartans vini,
og Springsteen kom, spilaði, hló,
sprellaði með honum Djó Djósyni.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:26
Jó jó er skemmtilegur karater Jens má ég notfæra mér aðstöðuna,æ geri það bara.
STEINI!!! Frændi þinn hjólaproffin vil endilega vita hver faðir þinn er,proffi er nebbla komin með Villa heileinkenni og fattar ekki alveg hver þú ert 'Eg er að seigja honum hvað hann á skemmtilegan frænda.
Rannveig H, 19.10.2007 kl. 17:20
Rannveig mín Há, Halldór Briem, faðir minn, ólst upp hjá afabróður mínum, sem ég heiti eftir, séra Þorsteini Briem, ráðherra á Akranesi og Framsóknarmanni. Margir þekktu uppeldissystur föður míns á Akranesi, sem voru reyndar töluvert eldri en hann, þær Dódó, Gógó, Dídí og Löllu, enda kjarnakonur, og Steinunn Jóhannesdóttir skrifaði bók um Dódó (Halldóru Briem).
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:26
Erlenda nafnið hans breytist líka frá tíð til tíma. Joe Clayton, Clayborne og einhverjar fleiri útgáfur. Uppruni hans er algerlega óljós en ég held að hann sé frá plánetunni Nibiru. Annars er Jó Jó ljúfur og vel meinandi drengur, auðmjúkur í list sinni, þótt stundum þurfi hann smá athygli eins og flestir.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2007 kl. 19:58
Aldrei má skemma góða sögu með sannleikanum.
S. Lúther Gestsson, 19.10.2007 kl. 20:28
Iss, fyrri sagan er mun skemmtilegri, og því ætla ég að trúa henni. Og Bruce Springsteen er æðislegasti tónlistarmaður á jörðinni
Þorgerður (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 21:42
Rannveig, mín kæra. Bara um að gera að fá ætterni Steina stuðbolta Briem á hreint.
Hjördís, ég er sannfærður um að elsta útgáfan af atburðarrásinni er nær lagi en sú sem sögð er í fjölmiðlum í dag.
Steini, hann Stefán bróðir minn upplýsti mig um síðustu helgi að Alexander frændi þinn hafi kennt mér tvö fyrstu grunnskólaár mín. Ég var ekki með það á hreinu. Hélt að það hefði bara verið einn vetur. Stefán deildi með mér minningu um hverslags úrvals kennari hann var. Stefán er tveimur árum eldri en ég og fann fyrir því umfram mig hve virkilega góður kennari og náungi Alexander var í samnburði við aðra sem kenndu okkur síðar í skólum.
Jón Steinar, ég hef aldrei lært raunverulegt nafn Jó-jós. Var pabbi hans ekki hermaður á Keflavíkurvelli?
S. Lúther og Þorgerður, seinni tíma sagan er mun flottari. Bæði fyrir Brúsa frænda og Jó-jó. Það er eiginlega ljótt af mér að styðja ekki þá sögu. Mér skilst að seinni tíma sagan sé ráðandi á aðdáendanetsíðum Brúsa. Ég hef þó ekki nennt að fletta því upp til að sannreyna það.
Jens Guð, 19.10.2007 kl. 22:48
Þóreyju í Hlíð, systur hans Alexanders, þykir örugglega vænt um að heyra það þegar ég hringi í hana á morgun, Jens.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 23:32
Steini, þær litlu minningar sem ég 6 og 7 ára á af Alexander eru af rosalega góðum og hlýlegum manni. Klæddum jakkafötum og með axlabönd. Alltaf brosmildum, klappandi mér, litlum strák á kollinn. Á þessum árum var ég ekki orðinn sá uppvöðsluseggur sem ég síðar varð. Og Stefán, eldri bróðir minn, sem var alveg sérstaklega uppreisnargjarn og kjaftfor (við lærðum það af afa) var ljúfur sem lamb í samskiptum við þennan einstaklega þægilega kennara. Ég tel mig geta fullyrt að að okkur nemendum Alexanders á Hólum í Hjaltadal þótti virkilega vænt um hann.
Jens Guð, 20.10.2007 kl. 00:00
Brúsi er svona vitræna útgáfan af Bubba. Fíla hvorugan
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 00:37
aaaaaah geisp, gerast menn nú full tilfinningasamir og grátbólgnir, enda jú orðnir meyrir og miðaldra hehe!
Ættir að fara að segja strákskömmunum þínum tveimur að fara að hunskast til að búa til barnabörn handa þér, yrðir augljóslega fínn afi til jafns við afa þinn!
En Jójó garmurinn og þessi saga, endar hún ekki bara með því að upp úr dúrnum kemur, að þetta var alls ekkert "The Boss" heldur Little Steven frændi hans!?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 00:48
Hvurn fjáran er Gunnar Th. að gefa í skyn um Bubba hér að ofan?
Það má vissulega segja ýmislegt um hann og setja út á, en að vera með svona dylgjur undir rós er ekki við hæfi!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 00:56
er þetta youtube myndbandið fræga?
http://www.youtube.com/watch?v=LWQV7agBFtE
ari (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 20:21
Jó-Jó heitir réttu nafni Jón Magnússon.
Hann var víst eitt sinn í hljómsveit sem kallaði sig Live - löngu áður en erlend hljómsveit með sama nafni náði gríðarlegum vinsældum - ásamt Birni Jörundi. Björn hefur þá væntanlega verið rétt fermdur, en Jó-Jó eitthvað talsvert yfir tvítugu.
Ingvar Valgeirsson, 21.10.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.