Íslensk hljómsveit komin í undanúrslit einnar stćrstu sönglagakeppni heims

  Íslenska hljómsveitin Soundspell er komin í undanúrslit í alţjóđlegri lagakeppni í Nashville í Bandaríkjunum,  einni ţeirri stćrstu í heiminum.  Keppnin heitir International Songwriting Contest.  Ţađ segir nokkuđ um stćrđ keppninnar ađ međal dómara eru ţungavigtarmenn á borđ viđ Jerry Lee Lewis,  Tom WaitsRobert Smith,  forsprakka The Cure,  og Frank Black,  framvörđ The Pixies.

  Ţađ er lagiđ Pound sem hefur fleytt Soundspell ţetta langt.  Lagiđ er af jómfrúarplötu Soundspell, An Ode to the Umbrella, sem kom út í fyrra.  Tilkynnt verđur um úrslitalögin 4. febrúar.

  Sigurvegarinn fćr nćstum tveggja milljón króna verđlaun.  Athyglin sem fylgir sigrinum er sennilega miklu verđmćtari.  Og jafnvel bara ţađ ađ koma lagi í undanúrslit og vita af Jerry Lee Lewis og Tom Waits hlusta á lagiđ er sigur. 

Hér er umsögn mín um plötuna An Ode to the Umbrella:   http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/312228 

Hér má heyra nokkur lög međ Soundspell:
http://www.myspace.com/spellthesound


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ég hallćrisleg? Ég fyllist alltaf svona asnalegu ţjóđarstolti ţegar ég les einhverjar svona fréttir, fć svona hlýju í hjartađ og verđ agalega stolt af litla Íslandi og ţví frábćra fólki sem héđan kemur...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 29.1.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Held ađ ţeir hafi góđan séns, ţetta er flott hljómsveit!!!

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er ekki mikill tónlistarspekúlant, en fannst ţessir strákar hljóma mjög vel í mín ófaglegu músíkeyru.

Sendi myspace slóđ Soundspell til míns tengda í Rotary Ten sem ég nefndi hér. Sá kornungi Breti (22ja í febrúar og trommari) er mikill ađdáandi Sigur Rósar, Jakobínarínu og ađ ég held Múm... Hann svarađi ţessu: "Pretty good. Really nice piano sound. I like it."

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ása,  ţađ er ekkert nema eđlilegt ađ mađur samfagni velgengni Íslendinga á erlendri grundu.  Góđ kynning á löndum okkar erlendis kemur okkur öllum til góđa:  Er fín landkynning og opnar dyr fyrir ađra Íslendinga.

  Gurrí,  ég las mjög lofsamlega umsögn ţína um plötuna í Vikunni.

  Lára,  gaman ađ tengdasonurinn skuli kunna ađ meta íslenska rokkara.

Jens Guđ, 29.1.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţetta er reyndar ekki tengdasonur heldur sonur sambýlings míns.

Ertu of ungur til ađ muna eftir bak-bandi Gary Glitters og í framhaldi af ţví Glitter Band, Jens? Ég minnist ţess ţó ekki ađ ţeir hafi náđ neinum vinsćldum hér á landi ţótt ţeir hafi veriđ vinsćlir víđa um heim.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:33

6 Smámynd: Jens Guđ

  Ég er á sextugsaldri ţannig ađ ég man vel eftir Gary Glitter.  Reyndar var léttpoppađ glysrokk hans ekki alveg mín bjórdós.  Ég sver samt ekki af mér ađ hafa átt plötur međ glysrokkurum (Alice Cooper,  Slade...) ţarna um og upp úr ´70.  En ég var farinn ađ sćkja meira í ţyngra rokk ţegar Gary Glitter varđ vinsćll á Íslandi međ laginu Rock ´N´ Roll ´72.

  Ég held ađ glysrokk Gary Glitter hafi frekar höfđađ til stelpna en stráka.  Ađ minnsta kosti man ég eftir ţví ţegar ég var diskótekari á ţessum árum ţá báđu stelpurnar stundum um Rock ´N´ Roll lagiđ.  En ég átti ţađ ekki til. 

  Eins og ţú hefur sennilega tekiđ eftir hefur kallinn veriđ ađ fá á sig kćrur fyrir barnaníđ undanfarin ár.

Jens Guđ, 29.1.2008 kl. 19:43

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er nýskriđin á sextugsaldurinn sjálf ('55) en man ekkert eftir ţessu glysgengi. Ég var ađ hlusta á allt ađra tónlist á ţessum árum og Gary Glitter var ekki til í mínum huga. Mig rámar ţó í Rock n Roll.

En ég veit hver hann er núna, um barnaníđiđ og allt ţađ dćmi. Afleiđingar ţess hafa m.a. veriđ ţćr, ađ tekjur ţeirra sem spiluđu međ honum hér í den af ţessari gömlu músík, sem voru töluverđar, hafa dottiđ niđur í núll ţví enginn vill spila tónlistina ţeirra og ţótt međlimir hljómsveitarinnar (Glitter Band) hafi slitiđ öllu sambandi viđ hann fyrir lifandis löngu gjalda ţeir glćpa hans.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Jens Guđ

  Var mađurinn ţinn í Glitter Bandinu?  Ég man eftir ţví ađ ţegar mađur las ensku poppblöđin ţá var augljóst ađ GG var mun vinsćlli í Bretlandi en á Íslandi.  Átt ţar međal annars nokkur 1.  sćtis lög sem skoruđu ekki hátt hérlendis.

Jens Guđ, 29.1.2008 kl. 20:37

9 Smámynd: Gulli litli

Slade var fínt popprokk, klćddu sig eins og hálfvitar, en Noddy Holder er einn mesti járnbarki rokksins. Margir hafa komid út úr skápnum á sídari tímum og vidurkennt áhrif frá Slade eins og Ramones, Nirvana, Gene Simmons, Ossy, Sex Pistol, Deep Purple og nú sídast Jens gud!!!!

Gulli litli, 29.1.2008 kl. 20:54

10 Smámynd: Gulli litli

Ég gleymdi tví sem ég ćtladi ad segja sem er ad ég kannast ekki vid eitt lag med Glitter band.

Gulli litli, 29.1.2008 kl. 20:56

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, hann var annar af tveimur trommuleikurum. Ţessi í bleika gallanum hér. Hann heldur ţessu ekkert á lofti og ég stríđi honum grimmt á ţessari tónlist sem ţeir spiluđu og múnderingunum. En ţeir ferđuđust um allan heim og héldu tónleika, voru međal annars mjög vinsćlir á öllum Norđurlöndunum nema Íslandi, og voru fastagestir í Top of the Pops svo ţetta gekk í einhverja.

En ég fer ekkert ofan af ţví - ţetta er hundómerkileg tónlist. Á ţessum árum hlustađi mađur á Janis, Moody Blues, Eagles, Stones  Misjafn smekkur, sem betur fer.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:14

12 Smámynd: Jens Guđ

  Gulli,  ég er ekki montinn yfir hrifningu minni á Slade.  Ţeir mynduđu brú fyrir mig sem krakka,  til ađ ţróa músíksmekkinn frá barnalögum međ Ómari Ragnarssyni og Ingibjörgu Ţorbergs,  yfir í nćsta pakka,  sem var ţá Led Zeppelin og Deep Purple.

  12 - 13 ára krakki stekkur ekki beint úr barnamúsík yfir í Led Zeppelin.  Ţađ ţarf millistig.  Noddy var frábćr söngvari.  Ég kíkti ađeins á hljómleika Slade á Broadway fyrir nokkrum árum.  Stoppađi ţar stutt viđ.  Ţótti bara ekkert gaman.  Síst af öllu ţegar söngrödd Noddys vantađi. 

  Vinsćldir Garys Glitters voru ekki ţađ fyrirferđarmiklar hérlendis ađ ţetta lag sem varđ vinsćlast, Rock ´N´ Roll,  hefur ekki heyrst í áratugi.  Er flestum Íslendingum gleymt.  Held ég.   

  Lára,  hehehe!  Dálítiđ fyndiđ ađ sjá ţá.  Ţađ rifjast upp fyrir mér ađ Glitterinn var líka mjög vinsćll í Ţýskalandi.  Ţýsk blöđ eins og Pop og Bravó fylgdust vel međ breska glamrokkinu.

Jens Guđ, 29.1.2008 kl. 21:40

13 Smámynd: Gulli litli

Madur ĺ ekki ad fara ĺ tónleika tegar vinur bílstjórans í bandinu er tekinn vid sřngnum!!!

Gulli litli, 29.1.2008 kl. 21:44

14 Smámynd: Jens Guđ

  Já,  var ţađ ţannig sem arftaki Noddys fannst.  Eitt sinn á međan Slade var á hátindi frćgđarinnar slasađist trommarinn.  Bróđir hans leysti af eins og ekkert vćri og bćđi rótarinn og,  já,  ég held bílstjórinn fengu líka ađ leysa af.  Enginn heyrđi mun.  Enda byggđu vinsćldir Slade kannski á öđru en tćknilega flóknum trommusólóum.  En til ađ ég sé ekki bara ađ gera grín ađ Slade ţá voru ţeir fínir lagahöfundar.  Margir hafa orđiđ til ađ "covera" lög ţeirra.  En fara halloka í samanburđi viđ söng Noddys.

  Bassaleikarinn,  Dave Hill,  hefur lengi haft orđ á sér fyrir einstaklega mikla stjörnustćla.  Ţađ ţarf lítiđ út af ađ bera til ađ hann láti allt fara í taugarnar á sér.  Hann rífst og skammast yfir öllu.  Fyrir bragđiđ misstu breskir blađamenn og ljósmyndarar áhuga á ađ fylgja hljómsveitinni á hljómleikaferđum.  Einnig fćldi ţađ hljómleikahaldara frá ţví ađ endurbóka hljómsveitina.  Ég hef grun um ađ skapgerđargalli Daves hafi haft áhrif á ađ Noddy hćtti í hljómsveitinni.

Jens Guđ, 29.1.2008 kl. 22:05

15 Smámynd: Gulli litli

Var ad enda vid ad lesa Who´s crazy now sem er ćvisaga Noddy´s. Athyglisverd lesning...

Gulli litli, 29.1.2008 kl. 22:44

16 Smámynd: Jens Guđ

  Gulli,  deildu endilega međ okkur áhugaverđum punktum um bók Noddys.  Ţú ert ađ tala viđ gamlan ađdáanda söngvarans.  Af hverju hćtti hann í Slade?  Hvađ segir hann um Dave Hill? Býr Noddy ekki einhversstađar í Skotlandi og lifir góđu lífi á höfundarlaunum?

Jens Guđ, 29.1.2008 kl. 23:47

17 Smámynd: Gulli litli

Noddy býr í Wolverhamton og er vinsćll útvarps og sjónvarpsmadur ĺsamt ad leika í einhverjum sjónvarpstĺttum. Hann hćtti vegna treytu ĺ tónleikahaldi undanfarinna 25-30 ĺra og vegna tilboda um sjónvarps og útvarpstćtti. Af tillitssemi er lítid talad um Dave Hill sem er bara fatafígúra sem var bara ĺ réttum stad ĺ réttum tíma og er ein meginorsřk tess ad Slade tóttu aldrei třff.´Noddy talar um Merry xmas sem sína "pensionsordning"sem hlýtur ad gefa gott í vasann. Fyrir fjórum mĺnudum hitti ég svo Don Powell trommuleikara og frétti tĺ ad hann býr í nĺgrenni vid mig eda nidur í Silkiborg. Ég held ad tú verdir ad lesa Who´s crazy now, skemmtileg saga ´hvad sem manni finnst svo um Slade...

Gulli litli, 30.1.2008 kl. 00:25

18 Smámynd: Gulli litli

eitt enn sem mér fannst afar athyglisvert. Noddy var bodid ad taka sćti Bon Scotts í AC/DC ĺ undan Brian núverandi sřngvara....

Gulli litli, 30.1.2008 kl. 00:33

19 identicon

Öflugur ađ vera fyrstur međ fréttirnar af Soundspell! Í dag er fréttin alls stađar. Hrikalega flott hjá ţessum ungu strákum. Keypti mér plötuna eftir ađ heyra í ţeim á Rás 2 í haust og hún hefur veriđ í bílnum síđan. Batnar međ hverri hlustun. Pound er samt ekki í mestu uppáhaldi hjá mér heldur Porcelain Dolls og Key Ingredient. held einmitt ađ margir haldi ađ ţetta sé öđruvísi plata vegna ţess hvađ Pound hefur veriđ spilađ mikiđ í útvarpinu. Hvađa lag er í mestu uppáhaldi hjá ţér Jens?

Guđmundur Stefánsson (IP-tala skráđ) 30.1.2008 kl. 10:05

20 Smámynd: Jens Guđ

  Gulli,  takk fyrir fróđleikinn um Slade.  Ég vissi ekki ţetta međ AC/DC. 

  Guđmundur,  plöturnar mínar eru lćstar ofan í tugum kassa inni á lager síđan ég stóđ í flutningum fyrir jól.  Ţar á međal í einum kassanum er Soundspell platan.  Ţađ er mikil vinna fyrir mig ađ leita uppi tilteknar plötur vegna ţess ađ plöturnar,  um 20.000,  eru óflokkađar.  Ég man ekki nöfnin á Soundspell lögunum.  Reyndar er platan ţeirra ein af ţeim sem rennur ađ sumu leyti betur sem heild heldur en ađ einstök lög steli senunni.

Jens Guđ, 30.1.2008 kl. 21:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.