Skúbb! Dire Straits-liði semur músík fyrir íslenska kvikmynd

 DireStraitsdire straits

  Kvikmyndagerðarmaðurinn Villi Ásgeirs var að gefa út stuttmyndina Svartan sand á DVD.  Hún var tekin haustið 2006.  Með aðalhlutverk fara Jóel Sæmundsson og Anna Brynja Baldursdóttir.  Villi er mikill aðdáandi bresku hljómsveitarinnar Dire Straits.  Hann gerði sér því lítið fyrir og hafði samband við hljómborðsleikara Dire Straits,  Guy Fletcher,  og spurði hvort að hann væri til í að semja músík fyrir myndina.

  Guy tók erindinu vel,  hófst þegar handa og skilaði af sér músíkinni í fyrravor.  Núna í ársbyrjun sendi Guy nýja og endurbætta útgáfu af Black Sand Theme til Villa.  Þá útgáfu hefur Guy lokalag á fyrstu sólóplötu sinni,  Inamorata.  Hún kom út núna 28.  janúar.  Guy bauð Villa að nota hana einnig í myndinni,  sem var vel þegið.

  Villa þykir þetta eðlilega mikið ævintýri,  munandi eftir sér ungum dreng horfa á Guy Fletcher spila í myndbandinu Money for Nothing.  Guy gekk í Dire Straits vorið 1985.  Hljómborðsleikur hans setti strax sterkan svip á tónlist Dire Straits og var leiðandi í lögum á borð við Walk of LifeBrothers in Arms og fleirum næstu árin.  Með stílsterkum hljómborðsleik Guys náði Dire Straits loks efsta sæti bandaríska vinsældalistans,  bæði með smáskífum og stórum plötum.

  Áður en Guy gekk í Dire Straits var hann í Roxy Music með Brian Ferry og félögum.  Hann hefur einnig spilað inn á plötur með Tinu TurnerMick Jagger og mörgum öðrum stórlöxum.

www.oktoberfilms.com

www.vga.blog.is

www.guyfletcher.co.uk

svartur sandur

  Guy Fletcher er þessi í rauðu skyrtunni á myndunum af Dire Straits efst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni minn, þú lítur út eins og sveppurinn fýluböllur á þessari mynd. Pétur ljósmyndari á Húsavík er enn með gott tilboð fyrir þig og þína fjölskyldu, innrammaða og alles. Gríptu gæsina meðan hún gefst, elsku kallinn minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 04:51

2 identicon

Skemmtilegt... hefði verið enn skemmtilegra ef Knopfler hefði samið og spilað... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:51

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hlakka til að sjá og heyra...

Guðni Már Henningsson, 31.1.2008 kl. 09:31

4 identicon

Naujh.....

Er Anna Brynja svooooooona fræg  ?

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Auðvitað er þetta bara hið bezta mál og gaman þegar framtaksamir menn fá svona aðstoð frá útlandinu.

Markús frá Djúpalæk, 31.1.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir að vekja lýðinn til vakningar Jens Guð.

1. Já, það er svona. Þess vegna bað ég hann að vera ekki í mynd. Gat ekki tekið séns á að móðga fólk.

3. Ekkert, þar sem þessar myndir eru frá áratug varalitarins. Svo eru, held ég, allir hommalegir við hlið mannsins með svitabandið.

4. Knopfler má ekkert vera að þessu. Held ég. Spurði hann ekkert. Hann spilar samt á plötunni sem inniheldur eitt lagið úr myndinni. Ekki því þó.

5. Það er hægt að sjá sýnishorn á blogginu mínu. Svo er bara að koma kvikyndinu í umferð.

6. Auðvitað er hún fræg. Ef ég er að nota svona tónlistarmenn get ég ekki slappast við í leikaravali.

7. Takk fyrir það Markús. Ég er sjálfur í útlandinu, svo Guy Fletcher er eiginlega nær mér en Ísland. Í kílómetrum talið.

Villi Asgeirsson, 31.1.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Gulli litli

Flott hjá Villa!

Gulli litli, 31.1.2008 kl. 11:31

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tískan var hommaleg á þessum tíma. Sítt að aftan, axlarpúðar, glimmer, Duran Duran og allt það.

Theódór Norðkvist, 31.1.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bara hamingjuóskir til Villa og gangi honum vel með myndina!

Á hinn bógin er ástæða til að fordæma þetta kjaftæði sem sumir eru með hérna og koma færslunni nákvæmlega ekkert við! Steini afgreiddi það ágætlega í byrjun.

Einu má svo bæta vi varðandi Fletcher, að hann var með Knopfler og fleirum í hinu fína bandi Notting Hillbillies, sem voru ekki síst góðir á sviði!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 18:17

10 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  Fletcher hefur spilað með Knopfler í svo gott sem öllum verkefnum eftir Dire Straits ævintýrið.  Núna síðast á dúettplötu Knopflers og Emmylou Harris.  Einnig á dúettplötunni með Chet Atkins.  Listinn er mjög langur.

Jens Guð, 31.1.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Notting Hillbillies dæmið er mér sérlega minnistætt og plata Knopflers með gítarhöfðingjanum Atkins, (Neck To Neck minnir mig að hún heiti!?) var auðvitað flott.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 21:49

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég verð að viðurkenna að ég missti af bæði Notting Hillbillies og Neck to Neck. Best að laga það sem fyrst.

Jens, síðasta plata Knopflers, og sú sem verður kynnt á hljómleikaferð í sumar, er Kill to get Crimson. Eitthvað hefur gerst árið 2000, því hann hefur verið að gefa út plötur á hverju ári síðan.

Svo verð ég að viðurkenna að ég var aldrei neinn sérstakur DS aðdáandi. Jú, það voru þrusugóð lög, en ég heyrði þá oftast hjá öðrum. Ekki erfitt, því allir áttu allar plöturnar eftir að Brothers in Arms kom út. Ég man líka eftir að hafa horft á Money for Nothing videóið milljón sinnum á Hlemmi meðan ég beið eftir tólfunni. Það var svo 2005, minnir mig, að ég sá Knopfler. Þetta var svona "verður að sjá hann einu sinni því hann er svo frægur" dæmi. Hljómleikarnir voru auðvitað fyrsta flokks. Telegraph Road var ótrúlegt, Brothers in Arms gaf manni gæsahúð. Walk of Life var þreytt. Það var hins vegar Speedway at Nazareth sem krækti í mig. Þetta er lag að plötunni Sailing to Philadelphia, frá 2000. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða lag þetta var, svo ég keypti nýjasta diskinn, Shangri-La, og vonaði að lagið væri á honum. Öll lögin hljómuðu eins og ég var fúll. Einhvern sunnudaginn var ég að vinna við eitthvað filmudæmi og setti diskinn á. Hann lúppaði allan daginn og að kveldi var þetta orðinn besti diskurinn í safninu.

Þannig var það. 

Villi Asgeirsson, 1.2.2008 kl. 07:54

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Falleg saga hjá Villa og segir margt um hvað tónlist getur verið margræð og dásamleg!

Þessi upplifun hans er vægast sagt kunnugleg, einn góðan veðurdag hittir eitthvert lag eða plata allt í einu í mark hjá manni, jafnvel þó maður hafi reynt margoft að spila hana fyrr og uppgötva galdur hennar!

Þetta er því m.a. ástæðan fyrir því að ég tjái mig aldrei um nokkurt lag, hvað þá heila plötu, nema eftir ákveðin tíma og hlustun!

Notting voru mjög skemmtilegir, þó í því dæmi væru nú minnir mig aldrei neinar nýsmíðar á ferð, nema jú í örfáum undantekningartilfellum. Lag sem Knopfler lét blinda snillingin og vin minn Jeff Healey fá, I Think I Love You Too Much, afbragðsblúsrokkstykki, tóku þeir oft á tónleikum til dæmis m.a.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband