3.2.2008 | 23:42
Nýr og ótrúlega ódýr sænskur bíll að koma á markað
Indverjar og Kínverjar setja von bráðar á heimsmarkað ótrúlega ódýra fólksbíla. Bíla sem munu aðeins kosta í kringum 200 þúsund kall. Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea ætlar að blanda sér í þennan slag um ódýra bíla af fullum krafti. Til þess hyggst Ikea nota aðferðina sem hefur gert fyrirtækið að stórveldi á heimsmarkaði. Aðferð sem felst í því að hönnun vörunnar er afar einföld og kaupandinn setur hana sjálfur saman. Við það sparast verulegur hluti framleiðsluverðs ásamt því sem niðurpökkuð varan tekur mun minna rými. Það sparar drjúgt í sendingarkostnaði og lagerplássi.
Til að sjá Ikea bílinn betur þarf að smella á myndina. Þá stækkar hún og verður skýrari. Rétt er að taka fram að þarna er þegar búið að setja "boddýið" saman á þeirri hlið bílsins sem snýr að okkur. Það er bara gert til að fólk átti sig betur á því hvernig bíllinn kemur til með að líta út.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 4.2.2008 kl. 00:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 461
- Sl. sólarhring: 473
- Sl. viku: 1616
- Frá upphafi: 4121435
Annað
- Innlit í dag: 383
- Innlit sl. viku: 1412
- Gestir í dag: 370
- IP-tölur í dag: 348
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fyrir menn sem þola ekki leiðavísa að hætti Ikea er þetta frekar niðurdrepandi frétt minn kæri Jens.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 3.2.2008 kl. 23:47
Af því að allir vita hvernig bílar líta út þá þarf ekki að nota leiðavísi við samsetningu á þessum einfalda bíl.
Jens Guð, 3.2.2008 kl. 23:56
Fylgir ekki sexkantur til að skrúfa saman?
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.2.2008 kl. 00:25
Fríða Eyland, 4.2.2008 kl. 01:15
Anna, er hönnunin á öllum vörum hjá Ikea ekki meira og minna stolin og stæld frá öðrum?
Lára, það fylgir sexkantur. Hann liggur þarna nokkur fet skáhalt til hægri út frá framhjólinu fjær á myndinni.
Fríða, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 4.2.2008 kl. 01:22
abb babb babb sé það strax að það vantar stjörnuskrúfuna sem að heldur hægra afturljósinu og eitthvað vantar einnig líka af rafkerfinu sýnist mér en það hlýtur að vera einföld skíring á því
Anna M (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 01:35
Og ég sem á erfitt með að setja samann fataskáp
Hlynur Jón Michelsen, 4.2.2008 kl. 01:37
Þetta er nú ekkert. Konur eru miklu flóknari fyrirbæri, næstum eins og flugvélar, og til að skilja þær þarf að skrúfa þær allar í sundur og setja saman aftur á réttan hátt. Og í leiðinni er nauðsynlegt að smyrja alla núningsfleti vel og vandlega til að gangverkið verði eðlilegt. Annars geta þær orðið að tímasprengjum og það er ekki hollt þegar til lengdar lætur, eins og dæmin sanna.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 03:04
Mekkanó fyrir dundara, svona follow me ,step one - step two - step three
Ía Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 09:16
Af hverju ekki að fá ´bílinn í duftformi og hræra hann bara út í vatni. Svona instant bíll.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2008 kl. 10:54
Hehehe Jón Steinar þú slærð öllum við
Systir mín er að setja saman flugvél, má ég þá heldur biðja um að fá að spreyta mig á bíl, svona til að byrja með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 11:25
Ekkert varadekk!!!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.2.2008 kl. 12:02
Hmmm, mér sýnast þetta vera fleiri partar í þessum bíl (VW Golf?) heldur en allir partar í öllum gerðum húsgagna IKEA samanlagt!
Það þarf heldur enginn að segja mér að þú notir einn lítinn sexkant til að klambra þessu saman (þarf e.t.v. 1 stk. bílskúr, torklykil, talíu t.a. hífa mótorinn, topplyklasett, o.fl.), fyrir utan alla stillingu, áfyllingu hinna ýmsu líkamsvessa bílsins, o.fl., o.fl.
Ég gef meðal-Grafarvogsbúanum a.m.k. mánuð til að klára þetta! Það stefnir í megaflopp hjá blessuðum Svíunum...
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:36
Skömmu áður en ég flutti til Svíþjóðar komst ég að því að engin IKEA-verslun væri í þeim fróma fimmtíu þúsund manna bæ sem ég ætlaði að flytja til og langt í næstu IKEA-verslun. Ég brá því á það ráð að kaupa öll húsgögnin í íbúðina í IKEA hér í Reykjavík og flytja í gámi til Svíaríkis. En ekkert þeirra var framleitt þar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:09
Sólrún J (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 14:38
uss uss langt síðan að þetta var á minni síðu
Einar Bragi Bragason., 4.2.2008 kl. 14:53
Halla Rut , 4.2.2008 kl. 15:23
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 15:44
ekki minn tebolli, mundi ekki hafa þolinmæði í þetta djobb
Vignir, 4.2.2008 kl. 16:09
Ég myndi treysta mér til þess að setja þetta saman, en ég leyfi mér að efast um að ég hefði nokkurntíman tíma í verkið.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.2.2008 kl. 16:33
Tata Nano er borgarbíll framleiddur af indverska bílaframleiðandanum Tata Motors. Ódýrasta útgáfa af bílnum mun kosta 1700€ eða 157,149 íslenskar krónur, sem gerir Nano að ódýrasta fjöldaframleidda bíl í heimi. Tata Motors stefnir að því að framleiða 250.000 eintök á ári til að byrja með.
http://is.wikipedia.org/wiki/Tata_Nano
Baldur Fjölnisson, 4.2.2008 kl. 16:47
P.S. Þessi indverski kostar álíka og CD-spilarinn í Lexus ...
Baldur Fjölnisson, 4.2.2008 kl. 16:49
Ertu ekki að grínast í okkur Jens? Er þetta virkilega til?. Reyndar heyrði ég þá sögu um helgina að hægt væri að kaupa kassa sem væri með píanóhlutum og síðan setti maður þetta saman svona eins og flugvélamódel. það er greinilega allt til.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:41
Shiiii
Ómar Ingi, 4.2.2008 kl. 19:46
Jamm, "Skyndibíll", er ekki vitlaus nafngift hjá Jóni Steinari, en Saxi segir rétt frá, rámar í þetta hjá honum!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.2.2008 kl. 21:23
Þetta getur ekki verið annað en eðal drasl. IKEA.
Rúnar (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:25
Anna M, ég var líka búinn að taka eftir því að það vantar stjörnuskrúfuna sem heldur hægra afturljósinu. En ástæðan er sú að það er franskur rennilás sem festir afturljósin.
Hlynur, það er gott að æfa sig á bílnum áður en menn hætta sér út í að setja saman fataskáp.
Steini, ég var ekki búinn að fatta að konur séu svona flóknar. En ég átta mig á því núna þegar þú bendir á það.
Ingibjörg, ég sé að þú fattar hvernig á að standa að þessu.
Hörður, leiðarvísirinn er á sænsku. En við karlarnir skoðum hann aldrei þannig að það skiptir engu máli á hvaða tungumáli hann er.
Jón Steinar, þetta er snilldarhugmynd. Spurning hvort að við eigum ekki að tryggja okkur einkarétt á henni áður en útlendingar fatta hana.
Áshildur, flugvélamódel eru flókið fyrirbæri. Ég dundaði ósjaldan við þær gestaþrautir á barnsaldri.
Ásgeir, það er í sparnaðarskini sem varadekk er ekki haft með í pakkanum. Enda eru varadekk út um allt. Við könnumst við það sem drekkum bjórinn.
Óskar, þetta er bara nútíma púsluspil. Létt og merkt fyrir 7 ára og eldri.
Sólrún, Halla Rut og Linda, takk fyrir innlitið.
Einar Bragi, þú færð plús fyrir "skúbbið".
Vignir, þetta er ekki spurning um þolinmæði heldur skemmtun af einföldu púsli.
Einar Loki, eins og þú ert ofvirkur blúsari þá veit ég að þetta er einmitt góður leikur fyrir þig. Bara setja Robert Johnson í iPodinn og þetta er bara skemmtun.
Baldur, takk fyrir fróðleikinn um indverska bílinn.
Anna Ólafs, jú, þetta er smá grín.
Ómar, fallast þér hendur?
Maggi, ég tek undir það að "skyndibíll" Jóns Steinars er góð nafngift.
Rúnar, Ikea er ekkert drasl. Mér skilst að hluti af framleiðslu Ikea sé vottuð sem hágæða. Annars veit ég ekkert um það. Ég veit bara að Norðlendingar halda að Ikea sé eitthvað tengt því að fara í KEA.
Jens Guð, 4.2.2008 kl. 23:50
1. apríl er ekki fyrr en eftir tæpa tvo mánuði Jens :)
Helgi Mar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 01:02
En tveir mánuðir eru stutt tímaeining, Helgi.
Jens Guð, 5.2.2008 kl. 01:50
Loksins hef ég efni á nýjum Golf. Sem betur fer er stutt í Ikea í Haarlem (iKea fyrir Akureyringa). Það verður gaman að dunda sér við þetta á háaloftinu.
Villi Asgeirsson, 5.2.2008 kl. 11:24
Það væri nú ekki dónalegt maður! Að læðast um á flunkunýjum Ikea Ingvor eða eitthvað. Hugsið ykkur. Kaupir hann bara ósamansettann, færð leiðbeikingabækling með heim og hviss bang búmm, málið er dautt. Skínandi rauður Ikea Ingvor árg 2010 kannski á stofugólfinu!
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:26
Villi, maður getur jafnvel dundað sér við að setja bílinn saman upp í rúmi rétt fyrir svefninn - í stað þess að ráða eina Su Duko krossgátu.
Siggi, þú þekkir bíla svo vel að ég er sannfærður um að þú getir sett bílinn saman með bundið fyrir augun. Reyndar væri betra að vera með svissneskan hníf þá til hjálpar. Við vitum hver getur lánað slíkt galdratæki.
Jens Guð, 5.2.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.