Íslensk hljómsveit komin í lokaúrslit í alþjóðlegri lagakeppni

soundspell

  Fyrir nokkrum dögum sagði ég frá því að íslenska hljómsveitin Soundspell væri komin í undanúrslit lagakeppninnar International Songwriting Competition í Bandaríkjunum (http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/428416).  Soundspell hefur vegnað heldur betur vel í keppninni því að núna eru hljómsveitin komin í lokaúrslit (13 finalists) með lagið Pound http://www.songwritingcompetition.com/ , en þeir voru einnig með lagið Her Favourite Colour Is Blue sem "semifinalists".

http://www.songwritingcompetition.com/winners.htm

Hver og einn getur kosið DAGLEGA um lögin á ofangreindri netsíðu út þennan mánuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Verðum við ekki að taka smá Magna á þetta?

Markús frá Djúpalæk, 5.2.2008 kl. 15:12

2 identicon

Besta afmælisgjöfin sem söngvarinn gat fengið en það eru víst 18 ár á morgun frá því að hann fæddist. Þá tók ég mér frí í einn dag á Mogganum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Glæsilegt og gaman af þessu!

Til lukku með þetta Steini karl og hamingjuósk til sonarins og félaga!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.2.2008 kl. 17:38

4 identicon

Takk fyrir það, Magnús minn. Ég bendi þeim bara á að lesa þetta sjálfir. Þeir eru að sjálfsögðu einlægir aðdáendur Jens, enda er erfitt að komast hjá því.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Ómar Ingi

Gott gott

Ómar Ingi, 5.2.2008 kl. 17:59

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:52

7 identicon

Gangi þeim vel.  Ha eru þeir í flokknum "teen".  Skrýtið.

Ég sé lag m. þeim sem heitir Pound reyndar hér http://www.songwritingcompetition.com/winners.htm

annað en stendur ofarlega hér þar sem Her Favourite Colour Is Blue : http://www.songwritingcompetition.com/Semi-Finalists_2007.htm

Tók reyndar eftir öðrum Íslendingi neðarlega:

Ragnar Tomas HallgrimssonHafnarfjordur, IcelandSexy BabyR&B/Hip-Hop

 hann er ekki á fyrri listanum. Skil ekki þetta misræmi.

Ari (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:55

8 identicon

Þetta er ósköp eðlilegt - þeir eru í Teen vegna þess að á síðasta ári þegar platan kom út (og keppnin er fyrir 2007) voru þeir 16-17 ára. Teen er til 18 ára. Og annar listinn er yfir undan úrslit (semi-finalists) þar eru bæði Pound og Her favourite Colour, en hitt er winners, eða þeir sem komust í lokaúrslit. Þar er Pound, það komst sem sagt í loka úrslit. Sem er alveg frábært í svona stórri keppni. Vonandi vinna þeir!

Ingi (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:38

9 Smámynd: Jens Guð

  Teen hlýtur að ná yfir 19 = nineTEEN.

Jens Guð, 6.2.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.