19.2.2008 | 14:05
Kastljós í heimsókn
Núna er heill herskari frá Kastljósi í heimsókn hjá mér. Það er með ólíkindum hvað margir vinna hjá þessu litla batteríi. Helgi Seljan er búinn að spjalla við mig um heima og geima. Síðan verður þetta klippt til og sent út á morgun. Þetta verður víst klippt þannig til að ég verð hálf kjánalegur. Eins og ég var samt gáfulegur í viðtalinu óklipptu.
Flokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.6%
With The Beatles 3.9%
A Hard Days Night 3.7%
Beatles For Sale 3.9%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.7%
Revolver 14.9%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.2%
Magical Mystery Tour 2.5%
Hvíta albúmið 9.6%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.4%
Yellow Submarine 2.1%
436 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 7
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1102
- Frá upphafi: 4121953
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 908
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
eins gott að þú hafir sagt eitthvað rosalega fallegt um mig það minnsta sem þú getur gert ef það gleymdist er allavega að knúsa Helga frá mér, hann er uppáhaldsfréttamaðurinn minn
halkatla, 19.2.2008 kl. 14:07
Ég treysti því að þú rífir stólpa kjaft og farir yfir öll hugsanleg og óhugsanleg strik.
Kveðja, GB
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:23
Anna Karen, ég sagði margt rosalega fallegt um þig. En það verður - að mér skilst - klippt út. Ég knúsaði Helga en fattaði ekki að það væri frá þér.
Guðmundur, ég var einstaklega ljúfur, kurteis og ólíkur sjálfum mér.
Jens Guð, 19.2.2008 kl. 14:36
Það verður spennandi að sjá afraksturinn....kannski tekst þeim að gera þig kjánalegan.....eins og marga aðra sem þeir taka viðtöl við...;-)
Ketilás, 19.2.2008 kl. 14:39
Segir Ippa.....var innskráð á ketilásnum sorry....þessi athugasemd endurspegkar á engan hátt skoðanir ketiláss.....en engu að síður verður spennandi að sjá Katljósið.
Ketilás, 19.2.2008 kl. 14:41
Hvað er tilefnið?
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 14:42
Já góð spurning hjá Mörtu. Gengst hér með við aths. nr 4....hehe
Vilborg Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 14:48
Það var náttúrlega sjálfsagt hjá þér að spjalla við Helga um alla geymana í Öskjuhlíðinni og alla heimana hennar Önnu Karenar, Jensinn minn. Þetta verður greinilega fróðlegt viðtal.
Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:49
Ippa, ég fattaði alveg hver skrifaði í nafni Ketiláss. Hehehe!
Marta, ég held að tilefnið hafi verið bloggverkfallið sem ég fór í til að mótmæla því að Jóhanna Vilhjálsmdóttir hætti hjá Kastljósi. En svo veit ég ekkert hvernig þetta verður matreitt. Við spjölluðum í hálfan annan klukkutíma en ég reikna með að eftir klippingu verði þetta kannski 5 - 10 mín innslag.
Steini, mér þótti alveg sjálfsagt að spjalla við Helga um geymana í Öskjuhlíð og heimana hennar Önnu Karenar. Samt dreg ég í efa að þetta verði fróðlegt viðtal.
Jens Guð, 19.2.2008 kl. 14:56
Ég held að þú hafir ekkert verið í neinu verkfalli. Þurftir bara að skreppa vestur og notaðir þetta sem yfirskin og ástæðu fyrir fjarverunni.
En nú er hægt að losna við auglýsingarnar - kostar 300 krónur á mánuði - hægt að borga ár fram í tímann. Sjá hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 15:01
Lára, það er til tölva á Ísafirði. Ég lá í henni á hverjum degi en stóð mína verkfallsvakt af festu.
Það er ágætt að vita þetta auglýsingarnar þó að mig langi til að hafa fleiri auglýsingar á mínu bloggi.
Jens Guð, 19.2.2008 kl. 15:05
mér hefði nú þótt lágmark að Jóhanna tæki viðtalið við þig. annað er ómark
Brjánn Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 15:07
Jens...það vantar vanan mann í Ketilásnefndina....varst þú ekki þar????
Vilborg Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 15:08
Ég hélt að þú nenntir þessu bara ekki og þægir hvíldina... Hvernig viðraði annars á þig fyrir vestan?
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:00
Þessu þætti ætla ég ekki að missa af,en afhverju hálfkjánalegur ?
Rannveig H, 19.2.2008 kl. 16:03
Þú verður varla kjánalegri en stjórnmálamennirnir okkar ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:13
Hver er Jóhanna Vilhjálms??
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 16:31
Önnur góð spurning frá Mörtu......pólitískt og fjölmiðlatengt minni er svo stutt.
Vilborg Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 16:36
ef þetta er sent út miðvikudag þá verðuru að setja link á þennan viðburð fyrir strákinn því ég verð í danaveldi :(
Óskar Þorkelsson, 19.2.2008 kl. 16:37
Well, við erum báðir sigurvegarar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 16:55
Duglegur ertu að koma þér í fréttirnar
Það er semsagt komin gúrkutíð
Það verður spennandi að sjá þig í ljósinu
Ómar Ingi, 19.2.2008 kl. 17:18
Svona eltir Kastljósið allt það sem gerist á Útvarpi Sögu. Ég efa ekki að þú verðir sjálfum þér til mikils sóma í viðtalinu. Og öðrum.
Markús frá Djúpalæk, 19.2.2008 kl. 17:23
Kalli Tomm hjá mér í kvöld kl 21 þú sérlega velkominn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:23
Óskar blir du i Köben?
Jens Jeg gleder meg veldig til i morgen og kan se deg på nettet her i Køben? RUV svikter ikke.
Heidi Strand, 19.2.2008 kl. 21:13
Hlakka til að sjá þetta á morgunn,kvitt kvitt fyririnnlitið og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:46
nei jeg blir i aarhus til fredagsnatt.
Óskar Þorkelsson, 19.2.2008 kl. 21:54
Brjánn, hún Jóhanna kemur ekki alveg strax til starfa aftur. En það kemur ekki að sök. Ég er samstíga Önnu Karen um að telja Helga Seljan besta sjónvarpsfréttamanninn.
Ippa, ég fór kannski tvisvar eða svo á ball í Ketilási. Ég man voða lítið eftir því. Ég sótti meira Varmahlíð.
Erlingur, það er nú aldeilis ekki slæmt að vera gerviverkfallsfræðingur, sama hvort að það táknar að vera plat verkfallsfræðingur eða sérfróður um gerviverkföll.
Lára Hanna, það var frábært veður fyrir vestan. Örlítil rigning og hláka. En logn nema á flugvellinum. Ég þurfti að fara til Þingeyrar til að komast með flugi suður. Bara gaman.
Rannveig, ég veit ekki hvers vegna ég mun koma hálf kjánalega út í viðtalinu. Ég veit nefnilega ekki hvernig þetta verður klippt.
DoctorE, ég er stjórnmálamaður þannig að það kemur út á eitt. Ég var einmitt að koma af fundi í Ráðhúsinu fyrir nokkrum mínútum.
Marta, ég er ekki klár á því að ég þekki konuna í sjón. Og get því ekki lýst henni fyrir þér. En ég kannast við nafnið. Mig minnir að hún hafi unnið á rás 2. Það hefur að vísu verið dregið í efa á þessum vettvangi. Kannski vann hún á Bylgjunni? Einhver nefndi að hún hafi verið þula. Veit samt ekki hvort hún var sjónvarps- eða útvarpsþula. Í sannleika sagt veit ég lítið um þessa manneskju. Ég varð bara var við að það var stórfrétt að hún væri hætt í Kastljósi og fannst eins og ég yrði að gera eitthvað í málinu.
Óskar, þetta verður á www.ruv.is í hálfan mánuð.
Sigurður Þór, sko til. Við strákarnir stöndum okkur!
Ómar, það er áreiðanlega heilmikið mál að halda úti dagskrárliði eins og Kastljósi sem þarf að bjóða upp á fjölbreyttan þátt á hverjum virkum degi. Dagskrárgerðarmenn verða að vera vakandi og sofandi yfir öllu sem hægt er að tína til.
Markús, ég veit ekki hvað starfsfólk sjónvarpsins er duglegt að hlusta á Útvarp Sögu. Það kom fram hjá því fólki sem afgreiddi viðtalið við mig að það les bloggið mitt. Rifjaði upp gömul blogg mín og þess háttar. Þannig að líklegt er að það hafi orðið vart við þau viðtöl sem þú hefur tekið við mig á Útvarpi Sögu. Reyndar hefur ólíklegasta fólk nefnt við mig að það hafi heyrt í mér í Útvarpi Sögu. Síðast var það áttræð frænka mín fyrir örfáum dögum.
Gísli, takk fyrir að láta mig vita. Ég mætti einmitt beint í leikinn þegar ég sá þessi skilaboð.
Heidi, já, þetta er það góða við RÚV og netið; að hægt er að sjá þætti í 2 vikur á www.ruv.is eftir að þeir eru sýndir í sjónvarpinu.
Jens Guð, 19.2.2008 kl. 22:04
Já ég var nú bara að líka að stríða þér sko
Ómar Ingi, 19.2.2008 kl. 23:19
DJÍSÚS...hvað það hlýtur að létta fjölmiðlaf+olkinu lífið að hafa bloggið...svona til að leita uppi áhugavert og skemmtilegt fólk sem er ekki endilega Ofboðslega frægt en hefur samt eitthvað að segja..ha?
Horfi með bæði augun opin á þig á morgun í Kastljósinu og reyni að muna hvernig þú leist út fyrir áratugum..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2008 kl. 23:19
Jens þú ert nú meiri kallinn,nú fara örugglega fleiri í bloggverkfall til þess að komast í imbann.(ps::ég er ekki með blogg)böööömer.
Númi (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:36
Ég get fullvissað katrínu um, að Jens hefur nákvæmlega ekkert breysst frá því ég sá hann fyrst fyrir 30 árum!
En þessi "einhver" sem talaði um að hún hefði verið þula og það í Sjónvarpinu, var auðvitað félagi þinn hann ÉG Jens minn!
En það getur vel verið að hún hafi unnið í Dægurmálaútvarpðinu, þær hafa nú ansi margar skutlurnar byrjað þar eða komið þar við.
Hver les nú EKKI bloggið þitt nú orðið, ég bara spyr!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 23:51
Linda, takk fyrir innlitið.
Ómar, ég fattaði glensið og reyndi þess vegna að setja mig í hátíðlegar stellingar. Sem er ekki mín deild í svona umræðu.
Katrín Snæhólm, gamli maðurinn er næstum óþekkjanlegur, frá því sem áður var. Helga Seljan varð einmitt að orði að maðurinn á ljósmyndinni aftan á Poppbókinni sé töluvert frábrugðinn manninum sem hann var að taka viðtal við. Maður breytist verulega í útliti við það eitt að dökkt hár og skegg verði grátt. Virðulegt yfirbragð manns á sextugsaldri er all ólíkt ungæðissvip unglingskjána.
Númi, ekki renndi mig í grun að lítið bloggverkfall gamals manns úti í bæ endaði sem umfjöllun í Kastljósi. En samt dálítið gaman.
Jens Guð, 19.2.2008 kl. 23:56
Maggi, ég sat í kvöld fund í Ráðhúsi Reykjavíkur með F-listafólki og síðan óformlegan fund með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Fæst af þessu fólki hef ég áður hitt. En margir nefndu að þeir lesi reglulega bloggið mitt. Kjartan Magnússon sagðist meira að segja hafa fylgst með poppmúsíkskrifum mínum síðan hann var 11 ára. Hann fékk samstundis prik í kladdann hjá mér.
Hinsvegar verð ég að játa þekkingarskort minn á ferilsskrá Jóhönnu í fjölmiðlum. En ætla að reyna að setja mig betur inn í þann feril.
Jens Guð, 20.2.2008 kl. 00:03
Ég nótera nú merkilegast að þú hafir fundast með F-lista fólki í Davíðshöllinni andarnágrennis. Orðrómurinn óljúgnari en Gróan segir mér nú að Íslandshreyfíngin sé fyrirferðarmeiri þar á fundum en við létt Frjálslyndari ?
Kanntu mér að nefna réttar ?
Steingrímur Helgason, 20.2.2008 kl. 00:26
Neineinei, í öllum bænum farðu ekki að setja þig inn í feril hennar, tímaeyðsla af verstu gerð, hún bara "súkkulaðiskrúfa"! Myndir meira að segja verja lífi þínu betur að fínkemba feril birgittu vinkonu þinnar og hlusta á plötuna Ein reglulega á hverjum degi í tvær vikur, en að spá í Jóhönnuferil í tvær mínútur!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 00:30
MagnúsGeir,þú ert nú meiri dóninn að kalla Jóhönnu,,súkkulaðiskrúfu,,orðvar maður einsog þú ,úff er þetta ekki bara dónaskapur af þér.Vandaðu þig drengur.
Númi (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:40
Áfram Jens
Jóna Á. Gísladóttir, 20.2.2008 kl. 00:47
Steingrímur, Íslandshreyfingin er í raun afskrifuð. Þannig lagð. Ég get alveg borið virðingu fyrir einlægum hugsjónum Ómars Ragnarssonar. Mikla virðingu, vel að merkja. En annað sem snýr að Íslandshreyfingunni er barn síns tíma og verður aldrei meira en óskhyggja um að hafa áhrif sem ná hvorki lönd né strönd.
Maggi, ég ætla ekki að leggjast í rannsóknarvinnu varðandi ferilsskrá Jóhönnu. Þá konu þekki ég ekki neitt og veit varla hver sú ágæta kona er. Einhversstaðar kom fram að kallinn hennar sé mikill boltakall. Að ég held handboltakall fremur en í fótbolta. Geir að nafni. Mig minnir Sveinsson. En ég veit ekkert um boltaleiki. Gott ef hann er ekki þjálfari eða eitthvað slíkt. Jafnvel landliðs eða alla vega hátt skrifaður í boltaleik.
Eins og ég er jákvæður síðustu mánuði í garð Birgittu þá hef ég ekki heyrt sólóplötu hennar, Ein. Og reikna ekki með að breyting verði þar á. Ég hef heyrt af þeirri plötu útgáfu hennar á slagara Scorpions Wind of Change. Scorpions er ekki á mínum lista yfir áhugaverðar hljómsveitir og ég stíg til hliðar þegar talið berst að Birgittu. Hún afgreiddi mig svo glæsilega í haust að ég hef tekið þá ákvörðun að skrifa ekkert neikvætt um hana. Hvorki hér né annars staðar.
Jóna, takk fyrir hvatninguna.
Jens Guð, 20.2.2008 kl. 01:51
Fyrst enginn vill vita neitt um Jóku:
Jóhanna, fyrrverandi borgarstjóradóttir, tók bílprófið árið 1988 og er vel liðtæk í skák, en hún og Þórhallur Gunnarsson tóku við Ísland í bítið á Stöð 2 árið 2001 og voru þar með Ísland í dag árin 2003 til 2005, þegar Þórhallur var settur yfir Kastljós Sjónvarpsins. Þar byggðu þau skötuhjúin nýja bæinn sinn en Jóka var þá orðin brúnhærð af allri forinni á milli þessara tveggja bæja. Og við þetta tækifæri sagði útvarpsstjóri við Þórhall: "Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið skal ég setja þig."
En Linda Blöndal skrifaði eftirfarandi í Mannlífi:
„Sigurður [G. Guðjónsson] segir að gleggsta dæmið sem hann þekki um að forsvarsmenn Baugs hafi viljað beita valdi sínu á fjölmiðla sé tölvupóstur sem sér hafi borist haustið 2002. Það var eftir viðtal Þórhalls Gunnarssonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur við Jóhannes í Bónus í Ísland í bítið á Stöð 2. Þáttastjórnendur lögðu fram gögn sem sýna áttu óeðlilega hækkun vöruverðs á leiðinni frá Bandaríkjunum í verslanir Baugs og gagnrýndu Baug mikið og deildu hart við Jóhannes.
"Jón Ásgeir sendi mér tölvupóst strax eftir þáttinn og tilkynnti að Baugur myndi ekki auglýsa í fjölmiðlum Norðurljósa framar. Svo þakkaði hann fyrir að til væri Ríkisútvarp," segir Sigurður. "Ég sendi Jóni Ásgeiri póst til baka og benti honum á að fyrirtæki hans væru bundin af samningum sem þegar hefðu verið gerðir en honum væri frjálst að velja þá miðla sem auglýst væri í af hálfu Baugsfyrirtækja.
Baugur varð síðar stór hluthafi í Norðurljósum og Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarformaður félagsins. Þegar þar var komið hafði Jón Ásgeir sérstakan áhuga á að koma Jóhönnu Vilhjálmsdóttur úr starfi með þeim orðum að það væri ekki ánægja með hana í Túngötunni og átti þar sennilega við á skrifstofum Baugs."
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 02:16
Hann Númi, sem hlýtur að vera orðin ellihrumur fyrst ég er drengur, (sem við erum auðvitað allir strákarnir alltaf þannig séð og ég bara ánægður að vera kallaður!) er þó líka greinilega gríðarsnjall og frumlegur ræðumaður. Hann svaraði nefnilega sjálfum sér og það áður en hann spurði! Mjög sniðugt, en ég kallaði hana ekkert ,,súkkulaðiskrúfu,, heldur "Súkkulaðiskrúfu"! Og það er nú bara hrós!En
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 15:02
Þú verst voða sjarmerandi í Kastljósi. Átti ekki von á þér með alskeggi?....svo eru skrautskrifari. Takk fyrir mig
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.2.2008 kl. 20:54
Er ekki búin að sjá - kíki á netinu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2008 kl. 22:26
Steini, takk fyrir þennan fróðleik um Jóku. Ekki vissi ég að hún og Þórhallur hafi unnið saman á Stöð 2 en síðan fært sig bæði yfir til RÚV. Logi Bergmann og Svanhildur Hólm, sem áður voru hjá RÚV, eru víst komin á Stöð 2.
Maggi, ansi er þetta skemmtilega orðað hjá þér þegar þú segir Núma hafa svarað sér sjálfur áður en hann spurði. Hehehe!
Anna Benkovic, ég hætti að raka mig tímabundið í kuldakastinu á dögunum til að mótmæla verðhækkun á bjór frá Ölgerðinni. Eftir Kastljósþáttinn skóf ég af mér skegg og hár og hef sett upp sólgleraugu til að fólk þekki mig ekki úti á götu.
Jóhanna, þátturinn er líka endursýndur upp úr miðnætti.
Jens Guð, 20.2.2008 kl. 22:55
Já, eins og þú sérð kallar hann mig fyrst fullum fetum dóna, en spyr svo hvort þetta hafi ekki verið dónalegt?
Þetta var bara snilld hjá manninum!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 23:54
Magnús ,ég er flinkur í þessu,að svara áður, er tildæmis löngu búin að sjá í gegnum þig.Sæll að sinni Magnús ,,orðvari,,.
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:37
Fólk er fljótt að gleyma Jens, en ég man vel eftir þessu sem Steini Briem sagði. Það er mjög heppilegt fyrir stjórnmálamenn og stjórnarmenn að langtímaminnið hjá landanum er mjög svo laskað upp til hópa, en sem betur fer man sumt fólk nokkur ár aftur í tímann, en það mætti samt auka þetta hlutfall meira.
Sævar Einarsson, 22.2.2008 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.