Bestu rokk og ról hljómsveitir sögunnar

  Undanfarnar vikur hefur staðið yfir skoðanakönnun á heimasíðu enska poppblaðsins New Musical Express.  Þar er leitað að bestu rokk og ról hljómsveitum sögunnar.  Skoðanakönnunin gengur þannig fyrir sig að gefnar eru upp helstu rokk og ról hljómsveitir heims og lesendur fá það hlutverk að gefa þeim einkunn frá 1 og upp í 10.

  Röðin á sigurvegurunum hefur ekkert breyst í háa herrans tíð.  Það má því ætla að hún sé orðin endanleg.  Þannig er staðan:

1.   Oasis  8,86

2.   Bítlarnir  7,79

3.   Jimi Hendrix Experience 7,55

4.   The Rolling Stones 6,74

5.   The Clash 6,67

6.   Led Zeppelin 6,60

7.   The Who  6,57

8.   Nirvana  6,33

9.   Manic Street Preachers  6,17

10. The Smiths 6,13

11. Radiohead 5,99

12  Pink Floyd 5,99

13. Sex Pistols 5,97

14. The Stone Roses 5,84

15. Joy Division 5,72

16. The Doors 5,68

17. The Ramones 5,68

18. The Libertines 5,66

19. Blur 5,62

20. The Kinks 5,61  

  Gaman væri að heyra hversu sammála eða ósammála þið eruð útkomunni.  Sjálfur tel ég Oasis vera ofmetna hljómsveit og alls ekki nógu öfluga til að vera í 1. sætinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er sammála þér með Oasis, er hissa á að þeir skulu vera í fyrsta sætifinnst að Bítlarnir eigi að vera í því fyrsta sátt með Jim Hendrix og hefði viljað að sjá The Doors aðeins ofarlegaannars bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:47

2 identicon

Led Zeppelin á að vera þarna á toppnum að mínu mati.  Oasis mega vera í kringum 5. - 10. sætið. Einnig er ég hissa á að sjá Manis Street Preachers svona ofarlega.

doddi (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:52

3 identicon

NME er náttúrulega blað fullt af skít. Ég geri ráð fyrir að megnið af lesendum þess séu brit-popparar sem fíli það sem er á coveri NME hverju sinni og gleymi því jafnharðan hvað var þar síðast. Oasis er auðvitað Guðhljómsveit þessara brit-hlustenda og sú eina sem þeir hafa ekki gleymt, fyrir utan Manic Street Preachers.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Rokk og ról sveitir. Mér finnst það nú vísa í aðeins meira kæruleysi og fjör en Led Zeppelin hefur upp á að bjóða. Mér finnst algjörlega vanta inn á þennan lista þá sveit sem ég myndi hiklaust nefna sem bestu ,,no nonsense rock n´roll" sveit í dag og hugsanlega allra tíma, og það er Foo Figters.

Stefán Bogi Sveinsson, 7.4.2008 kl. 16:26

5 identicon

Bíddu....hvar er U2,besta hljómsveit allra tíma?

Einar Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:14

6 identicon

Röðin í Ártúnsbrekkunni er hins vegar endanlega orðin óendanleg. Sammála þér með þetta, Jens, Oasis niður fyrir Bítlana og Rollingana. Það verður einhver að reyna að hafa vit fyrir þessu vitfirrta liði öllu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:22

7 identicon

Að setja Oasis fyrir ofan Bítlana er eins og að setja andskotann fyrir ofan guð... og hvar eru Purple, Sabbath, Motorhead, AC/DC, hinvegar er það mjög gáfulegt að hin svo mjög leiðinlega U2 er ekki þarna á blaði. Er þó sáttur við 2, 4, 5, 6, 7, 8, 17 og 20 en ekki endilega í þessari röð.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:20

8 Smámynd: Ómar Ingi

Shine a Light á föstudaginn.

Ómar Ingi, 7.4.2008 kl. 19:17

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þessi listi er brandari. Queen kemst ekki á blað. Oasis á toppnum. Pink Floyd ekki inni á topp 10. Það er greinilega ekkert að marka þennan lista, enda eru svona listar alltaf útí túni.

Er rokk og ról ekki annars það sem liðið var að dúlla sér við fyrir 1960?

Villi Asgeirsson, 7.4.2008 kl. 19:36

10 identicon

hallo!Oasis'? hverjir eru það? Rollingarnir,Queen og bítlar eru no 1-2-3.

kveðja jobbi

jobbisig (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:42

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eins og venjulega, listin mótast sterkt af smekk þeirra er lesa NME og hvaða straumum og stefnum blaðið fylgir. Hellingur af eldri sveitum og nýrri líka mætti henda inn í stað annara, dægurgaman eins og alltaf svona val. Afbragðssveitir sem ekki eru þarna auk þeirra sem bubbi taldi upp get ég nefnt Status Quo, Thin Lizzy, Metallica, Lynyrd Skynyrd, Molly Hatchet, Iron maiden, o.s.frv. o.sfrv.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 20:42

12 identicon

Það vantar The Fall, Black Sabath og Mötorhead. Þær kæmust væntalega á listann ef hann fjallaði um áhrifamestu hljómsveitir allra tíma.

B.A. (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:05

13 Smámynd: Jens Guð

  Linda,  ég er þér sammála með Bítlana,  Hendrix og The Doors.

  Doddi,  þegar maður skreppur til Bretlands fer ekki framhjá manni að Manic Street Preachers er margfallt stærra nafn þar en maður verður var við hérlendis. 

  Baldvin,  það er áreiðanlegt að uppistaðan af kjósendum í þessari skoðanakönnun eru brit-unnendur.   Toppsæti Oasis staðfestir það. 

  Stefán,  eitt frægasta lag Led Zeppelin heitir Rock ´N´ Roll og er eitt magnaðasta rokk og ról lag sögunnar.  Var síðast krákað af Jerry Lee Lewis fyrir hálfu öðru ári.  Foo Fighters eru með einkunnina 4,79.

  Einar,  U2 eru með einkunnina 4,96 og því rétt undir Topp 20. 

  Steini,  ég reyni mitt besta.

  Bubbi,  Black Sabbath eru með einkunnina 4,77 og Ac/Dc með einkunnina 4,96.  Ég punktaði ekki hjá mér stöðu Deep Purple og Motorhead.  Þær eru áreiðanlega á svipuðu róli.

  Ómar,  ég verð í Bandaríkjunum á föstudaginn.

  Villi,  rokk og ról varð til um miðjan sjötta áratuginn.  Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga með Bítlum,  Stóns og fleirum á sjöunda áratugnum og hefur síðan fylgt poppsögunni í gegnum þungarokk,  glamrokk,  pönk og svo framvegis.

  Jobbi,  það er óneitanlega skrítið að sjá Oasis vera bestu rokk og ról hljómsveit heims.

  Valdemar,  vissulega er þetta smekksatriði.  Og sömuleiðis kannski fyrst og fremst til gamans gert en vera vísindaleg úttekt.

Jens Guð, 7.4.2008 kl. 21:09

14 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  Metallica eru með einkunnina 4,12 og Thin Lizzy með 4,10.  Ég punktaði ekki hjá mér stöðu Iron Maiden en hinar hljómsveitirnar sem þú nefnir komust ekki á lista.

  B.A.,  The Fall eru með einkunnina 3,33.

Jens Guð, 7.4.2008 kl. 21:35

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Oasis er afar ofmetin og mér þykir aðeins fyrst platan góð, Manic Street Preachers oft vanmetnir þó að ég myndi nú ekki hafa þá á topp tíu hvað þá, fínt band samt.

Topp fimm hjá mér;

1. Killing Joke

2. Black Sabbath

3. Faith No More

4. Nick Cave & bad Seeds

5. Massive Attack

Georg P Sveinbjörnsson, 7.4.2008 kl. 22:10

16 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...5 myndi vera Led Zeppelin þar sem MA er nú ekki beint rokk og ról

Georg P Sveinbjörnsson, 7.4.2008 kl. 22:13

17 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég er sammála flestum með Oasis nema að ég vil ganga lengra, án nokkurs vafa ofmetnasta hljómsveit sögunar og döpur stæling af Bítlum.

Annars er verið að tala um rokk og ról, mér finnst Bítlarnir voru ekkert voða mikið rokk og ról.

Kinks ættu að vera ofar AC/DC, Who, Zepplin, Hendrix og náttúrlega Rolling Stones þetta eru rokk og rólsveitir.

En hvað í ósköpunum er The Libertines að gera á þessum lista eða bara á einhverjum lista, gerðu þeir eitthvað annað en að vera með dóp aumingjann innanborðs?

Þórður Helgi Þórðarson, 7.4.2008 kl. 23:51

18 Smámynd: Jens Guð

  Erlingur,  ég er sammála þeim lista sem þú stillir upp og það í réttri röð miðað við mitt viðhorf.  Ég set þó spurningarmerki við Pink Floyd.  Í mínum huga eru Pink Floyd ekki rokk og ról hljómsveit.  Samt sem áður hefur sú hljómsveit gert það margt flott í sögu rokksins að hún verðskuldar góðan stað í sögu rokksins.

  Ég á ansi skemmtilega plötu með Paul McCartney,  Run Devil Run,  þar sem gítarleikari Pink Floyd,  David Gilmore, fer á kostum í rokk og róli. 

   Georg,  listinn hjá þér er glæsilegur.  Og eins og MA er flott hljómsveit þá er ég sammála þér með að LZ eigi betur heima í 5.  sætinu yfir rokk og ról.

  Þórður,  Bítlarnir voru öflug rokk og ról hljómsveit.  Mér nægir að benda á lög eins og Twist & Shout,  Dizzy Miss Lizzy,  Rock ´n ´Roll Music,  Roll Over Beethoven,  Helter Skelter,  Everybody Got Something to Hide Except Me and My Monkey,  Sgt.  Peppers...,  Come Together  og mörg önnur.

  Ég hef ekki hlustað mikið á The Libertines.  En þykir flott það litla sem ég hef heyrt með þeim.

  Dópistinn og fyllibyttan kom vel út með þeirri hljómsveit.  Ég á ekki plötu með þessari hljómsveit en þarf kannski að tékka á henni.

Jens Guð, 8.4.2008 kl. 00:12

19 identicon

það er ákv. lið sem les NME og toppniðurstaðan er nokkuð fyrirfram gefin.... að ofmeta Oasis svona hátt. (Finnst þeir reyndar hreint ágætir á fyrstu 3 plötunum). Það er fullt af góðum böndum þarna, maður myndi sjálfur raða þessu öðruvísi.

ari (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 00:45

20 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  ég vil ekki afskrifa Oasis yfir merkar rokk og ról hljómsveitir.  Það eru ekki einungis fín lög með þeim á fyrstu plötunum.  Ég hef heyrt dágóð lög með þeim á nýrri plötum.  En að þessi hljómsveit sé sett ofar Bítlum og Stóns get ég ekki kvittað undir.

Jens Guð, 8.4.2008 kl. 01:01

21 identicon

Green Day, hvað varð um þá, komu þeir ekki til greina?

Hreiðar (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 02:06

22 identicon

 

Oasis og Blur eru dæmi um hljómsveitir sem vissulega eiga heima á einhverjum listum, en alls ekki þessum!

1. Bítlarnir

2. The Rolling Stones

3. Pink Floyd

4. Jimi Hendrix Experiense

5. The Doors

6. Led Zeppelin

7. Nirvana

En misjafn er smekkur fólks. Bestu kveðjur

Halldóra S (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 02:29

23 Smámynd: Villi Asgeirsson

Minn top5 listi myndi innihalda Bítlana, Queen, Pink Floyd, LedZep og U2. Sennilega í þessari röð. Breytist þó sennilega um leið og ég pota í Senda takkann.

Sammála með Rock and Roll með LedZep. Þrusulag, eitt af þeirra bestu og ekta 50s, bara kraftmeira. 

Villi Asgeirsson, 8.4.2008 kl. 07:02

24 identicon

New Musical Express er breskt blað, að mestu lesið af bretum og þess vegna eru nánast allar hljómsveitirnar þarna breskar. Ef þetta væri bandarískt blað og kjósendurnir kanar þá væru þarna vafalítið hljómsveitir eins og Almann Brothers Band, Doobie Brothers, Greatful Dead, Lynyrd Skynyrd og Pearl Jam. Þá myndu heldur ekki hinir mjög svo ofmetnu Oasis sjást á blaði. Led Zeppelin ættu hreinlega að vera í esta sæti á öllum svona listum og Kinks eiga heima ofar sem frábær hljómleikahljómsveit. Svo vantar þarna á Topp 20 nokkrar frábærar hljómleikahljómsveitir sem ég sá á hljómleikum þegar þær voru upp á sitt besta: Black Sabbath, Deep Purple, Thin Lizzy, Queen, AC/DC og Iron Maiden. 

Stefán (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:30

25 identicon

Já hvaða rugl er það að Black Sabbath komast ekki einu sinni á listann. Þeir væru mögulega nr. 1 hjá mér.

ari (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:49

26 identicon

Svona listar eru ágætir aflestrar en auðvitað ekkert meira en það. Hvað er rokk og hvað ekki? En sumt af því sem þarna er á heima þar að mínu viti og annað hreint ekki. Oasis vissulega ofmetið rusl en Bítlar og Stones eru líka svaðalega ofmetin bönd. Clash toppa vitanlega minn lista en af tíu efstu þarna færu varla fleiri en Smiths og Who á minn þó ég viðurkenni áhrif banda á borð við bítla. Af svona gömlu stöffi vil ég fremur bönd á borð við Byrds og Neil Young og Crazy Horse. Killing Joke fara á minn lista, það gera einnig Kraftwerk (ekki reyna að segja mér að þeir séu ekki rokk), T-Rex og jafnvel Depeche Mode. Ramones eiga þarna sæti, Jam sennilega líka og jafnvel Pil. Alls ekki Nirvana og hvað þá U2. Og Libertines var flott band, miklu flottara en margt draslið sem lofað er í hástert. Motorhead koma sterklega til greina og eins Black Sabbath og kannski mega Zep og Pink Floyd vera þarna þó að þetta aðsetjasigáháanhest attitjúd með megaleiðinlegu showi ætti eiginlega að útiloka síðarnefnda bandið af öllum listum heimsins. Og það að hafa gert hina ofsaleiðinlegu The Wall ætti líka að gera það.

magpie (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:08

27 identicon

1. Pink Floyd

2. Black Sabbath

3. Deep Purple

4. Led Zeppelin.

5. Neil Young

6. Santana

7. Wishbone Ash

8. Jethro Tull

9. Eagles

10. Steely Dan

 Ég er af "gamla" skólanum eins og sjá má og svona lítur minni listi út í kvöld a.m.k.

Jón Örn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband