Það má búa til e-töflur

  Ég hélt að það væri bannað að búa til e-töflur (ecstacy,  eða alsælur eins og íslenskir sölumenn kalla þær).  En það er víst misskilningur.  Það má framleiða þessar umdeildu töflur.  Svo segir að minnsta kosti í Fréttablaðinu í dag og málinu til staðfestingar er vísað í færeyska dagblaðið Dimmalætting (dimmu léttir = árblik).  Á forsíðu Fréttablaðsins segir:

  "...samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera  mætti  framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni.  Þá hefði  mátt  framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem varð eftir í Færeyjum."

  Í annarri frétt í Fréttablaðinu fullyrðir móðir Íslendingsins - sem verið er að rétta yfir í Færeyjum - að sonur sinn sé algjörlega saklaus.  Hann hafi bara verið að gera Badda vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann e-töfluduftið.  Erfitt verður að dæma drenginn fyrir eitthvað saknæmt fyrst að ákæruvaldið er búið að tvítaka fram að það megi framleiða e-töflur. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

ja hérna hér...

Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

...annað; hvað gerir gervigrasalæknir?

Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Jens Guð

  Annað hvort er maður plat-grasalæknir eða læknar fólk með gervigrasi,  til að mynda plastblómum. Ég á eftir að komast að niðurstöðu.  Það er seinni tíma verkefni.

Jens Guð, 9.4.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jens.

Það má misskilja allt, en þessi fyrirsögn þín finnst mér fremur óskemmtileg að því leyti að ungt fólk lesi þetta sem einhvern sannleik.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.4.2008 kl. 01:55

5 identicon

Úr Lögreglusamþykkt Reykjavíkur:

-
Hér í bænum má ekki framleiða meira en 250 þúsund e-töflur á einu bretti. Það má hins vegar gera á tveimur brettum.

- Á götum bæjarins, eða þar sem hætta getur stafað af, má ekki leika knattleik, paradís, feluleik, skikk eða klink.

- Enginn má ganga hér dularklæddur á almannafæri, í búningi sem misbýður velsæmi, eða getur raskað allsherjarreglu.

- Á almannafæri má heldur ekki fljúgast á, æpa, kalla, blístra eða syngja hátt.

Með kveðju,
sign. Grani

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jahérnahér  Ég þurfti að koma einum ungum manni sem neytir e-taflna út í eitt, út af barnum í kvöld,  og hann var með sjáöldrin svo þanin í kvöld að varla sást hvernig augun í honum voru á litinn.  Svona er Ísland í dag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 03:12

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jáhá...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 06:34

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jens Guð! Sem betur fer þekkja 'islenskir dópistar ekki nema 3 - 4% af þeim vímigjöfum sem til eru í heiminum.

Það þarf ekkert að vera að taka áhættu á að kaupa vímuefni frá útlöndum. Það er jafneinfalt að búa til mikið meira krassandi efni.

Fara bara í Nóatún, Byko og hafa aðgang að venjulegu eldhúsi! Það er allt sem til þarf. Og efnin eru ekki einu sinni á skrá yfir ólögleg efni.

Ætla nú ekki að fara að fræða neinn hér hvernig þetta er gert, en skíteinfalt er það.. 

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 10:38

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Það má hér brugga

Júlíus Valsson, 9.4.2008 kl. 10:51

10 identicon

Jens, þú ættir nú að kynna þér betur merkingu sagnarinnar að mega. Hún hefur fleiri merkingar en að eitthvað sé leyfilegt. T.d. þá merkingu að eitthvað sé mögulegt. T.d. þegar sagt er að einhver "megi sín mikils". Það þýðir ekki að hann sé leyfilegur heldur að honum sé margt mögulegt.

Jói (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:23

11 identicon

Margar góðar sögur amma sagði mér,
sögur er bæði hún og aðrir mundu hér,
alltaf var hún amma mín svo ósköp væn,
og í bréfi sendi þessa bæn.

Vonir þínar rætist kæri vinur minn,
vertu alltaf sami góði drengurinn,
þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á,
ákveðinn og sterkur sértu þá.

Allar góðar vættir vísi veginn þinn,
verndi og blessi elskulega drenginn minn,
gefi náð og yndi hvert ógengið spor,
gæfusömum syni hug og þor.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:41

12 Smámynd: Ómar Ingi

Allir að elska alla allir að dansa

Ómar Ingi, 9.4.2008 kl. 11:47

13 identicon

Sé ég hann Jóa suður í Flóa,
syngur nú Lóa með kjúlla Móa,
og dómastrumpinum , , bí,
vorið er komið víst á ný, ný, ný.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:23

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er greinilegt að maður má allan andskotann.

Helga Magnúsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:33

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég hef mjög gaman af honum Steina vini þínum Jens minn. En hvernig ertu í fætinum?

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:37

16 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún María,  það er engin hætta á að ungt fólk lesi þetta.  Ég er með dyravörð sem passar upp á að enginn undir 18 ára aldri lesi bloggið mitt.  Ég ætti kannski að hækka aldursmarkið upp í 19?

  Steini,  ég prentaði þessa lögreglusamþykkt út til öryggis.

  Jóna Kolbrún,  var það nokkuð Ástþór Magnússon?  Mér heyrist það af lýsingunni.

  Gunnar Helgi,  takk fyrir innlitið.

  Óskar,  hvers vegna er fólk þá að taka þessa áhættu með að smygla efnum frá útlöndum?

  Júlíus,  já,  en ekki mjög sterkt áfengi,  er það?

  Jói,  í minni orðabók frá Menningarsjóði 1998 segir meðal annars:

  "mega (NT má),  mátti mátt:  hafa leyfi til einhvers."

  Ómar,  og sérstaklega færeyska hringdansinn.

  Helga,  það má margt.

  Eva,  Steini er snillingur.  Fóturinn er allur að braggast.  Ég er þó ennþá að bryðja fúkkalyf. 

Jens Guð, 9.4.2008 kl. 14:49

17 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þú hefðir mátt vita þetta Jens. Íslenskan er svo skemmtileg - það er alltaf hægt að snúa út úr og skilja hlutina eins og maður vill. þess vegna er svona gaman að vera stjórnmálamaður á Íslandi.

Þorsteinn Sverrisson, 9.4.2008 kl. 15:37

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Legg til að þú fáir Steina til að syngja nýja útgáfu af Ömmubæninni sígildu hans Alfreðs Clausen og setjir hana svo í tónspilarann, einkum og sér í lagi kvennþjóðinni til gleði!

Sonarbandið Soundspell gæti tekið að sér undirleikin og Borgardætur kannski eða stelpnasöngsveitin þarna sem þú Jens dáir þegar engin annar heyrir til, en þú tætir í þig opinberlega, (man ekki hvað hann heitir) gætu svo sungið með sem tónalísur gerðu með Alfreð forðum. Skothel til vinsælda gæti ég nú haldið!

En til að lofsyngja Steinakarl enn frekar, þá kemur mér í hug vísukorn sem ónefndur hnoðari setti saman um sér mun mun betri hagyrðing og heimsfrægan á Íslandi. Á hún vel við snillingstitilinn sem þú festir á kappann. Birti ég kviðlingin örlítið breyttan, en bara örlítið. Kannski hefur hann birst í sinni upprunamynd áður, en það gerir ekkert til!

Hvernig á að mæra mann,

sem margir telja snilling?

Jú, kallaðu af hógværð hann,

hálfvita og villing!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 18:57

19 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jens, þú vildir kannski viðra þig uppá Heiði þegar þú ert orðin góður. Góður Magnús

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:54

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jens Guð! Þeir kunna ekki að búa þetta til á Íslandi sem betur fer.

Lærði þetta í Laos. Varð alveg furðu lostin að þessi 3 efni seljist hér í búðum, enda algjörlega hættulaus í sitt hvoru lagi.

Merkilegur heimur sem við lifum í. Þeir taka af manni naglaklippur, en þú mátt hafa með þér 75% vodka í flugvélina...sem er hægt að breyta með einni sérvettu í "mólótovkokkteil..sem kallast þá eldsprengja.. 

Tók með mér eina flösku af ekta alvöru Woodo áfengisflösku  sem er að sögn hressilegra sterkara en þessi efni.

Þetta er einhverskonar áfengi, með einni dauðri Copraslöngu í og einum dauðum sporðdreka, sem er nóg af þarna.

Síðan eru einherjar möndlur í botninum sem er eiturlyfið. Búin að eiga þessa flösku í 3 ár og sýni hana gestum sem hafa sérstakan áhuga á woodo.

T.d. er einfalt mál að valda dauða, hjartaáfalli eða lömun í fólki með kunnáttu sem notuð eru til að hefna sín á fólki sem ekki sína virðingu  og kurteisi þarna þó þeir séu staddir hinum megin á hnettinum.

Annars hef ég ekki minnstu hugmynd hvernig sjálfir galdrarnir virka. En af því að ég var bitin af baneitraðri slöngu þarna einu sinni, var ég læknaður af sama fólki og er þetta virkilega gott og hjartahlýtt fólk.

Þó svo þeir komi einum og einum skíthæl fyrir kattarnef með þessum aðferðum sínum.

Þetta virkar alveg, en blessaður spurðu mig ekki hvernig. Eina sem þeir þurfa er nafnið og hvar viðkomandi á heima..

Kostar 300.- íslenskar.. hvort sem það er að lækna þig eða koma einhverjum fyrir kattarnef.... 

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 20:05

21 identicon

Pung sinn karir Maggi minn,
moðið starir í koppinn sinn,
róni með hjarir rass á kinn,
rætnar varir með varalitinn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband