29.4.2008 | 15:52
Tillögur óskast
Á dögunum efndi ég til skoðanakönnunar um besta íslenska hljómsveitarnafnið. Síðan hef ég ítrekað verið hvattur til að efna til hliðstæðrar könnunar um versta íslenska hljómsveitarnafnið. Þess vegna óska ég eftir tillögum frá ykkur þannig að könnunin verði sem marktækust. Leggið hausinn í bleyti og hjálpið mér að finna vond íslensk hljómsveitanöfn.
Í fljótu bragði tel ég nöfnin Skítamóral og Lummurnar koma til greina. Það er spurning með nafnið Ljótu hálfvitarnir. Það er dálítið töff líka.
Hér má sjá niðurstöðuna í skoðanakönnuninni um bestu nöfnin: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/497371
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
Nýjustu athugasemdir
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Stefán, ég er meira fyrir vöfflur en brauðtertur. Veit bara e... jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Einn vinur minn ætlar að ganga á milli flokka í kosningakaffi o... Stefán 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Jóhann, þetta er rétta viðhorfið! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Sigurður I B, snill,d! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Það eru nú takmörk fyrir því hvað maður lætur ofaní sig, en ég ... johanneliasson 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Þetta minnir mig á... þegar litla flugan hans Fúsa datt oní syk... sigurdurig 25.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 35
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 768
- Frá upphafi: 4112271
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 644
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Bara eitt kemur upp í hugann og mér verður hálf óglatt við að hugsa um það. Það er ekki hipp og kúl þetta nafn sem þó örugglega hefur verið ætlunin. Tammtatamm: SOÐIN FIÐLA!!!
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 17:03
Hehe, frú Jenný nokkuð fyndin þarna, en platan sem Soðin fiðla gaf út var alveg þokkaleg minnir mig, í kjölfar þess að sveitin vann Músíktilraunir. Lummurnar voru auðvitað ekki hljómsveit þannig séð Jens, söngflokkur frekar ef við viljum vera smámunasamir, en ekki gott nafn nei. ER ekki sammála um Ljótu hálfvitana, alveg í takt við stefnu sveitarinnar, hlutirnir ekki teknir alvarlega, nett kæruleysi í angi!Veit annars ekki,skoðunin gæti markast um of af neikvæðum hugsunum í garð tónlistar viðkomandi, örlítið örlar nú á því hjá þér Jens haha!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 18:05
Morðingjarnir held ég sé alvont hljómsveitarnafn
Sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:10
Sammála þessu með Morðingjana.
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:38
Ðe Lónlí Blúbojs er náttúrulega unaðslega slæmt, Paradís er náttúrulega hreinn vibbi, Lúdó og Stefán hljómar eins og barnabók um hund og strákinn hans, Model er líka einkar kókaínhallærislegt, MX21 er merkingarlaust frat.
EN.
Með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi (yeah right), þá hljóta 'Eurobandið' að vera með því slappara, nálgast 'Vikingärne' frá Svíþjóð í hallærisleika. Og svo eru allra verstar tilraunir Íslendinga til þess að vera fyndnir á engilsaxneskri tungu án þess að hafa haldbæra kunnáttu á slangri og gera gelgjulega í skóna með nöfnum eins og 'Two Tricky' sem á víst að vera borið fram 'Too Tricky', nema hvað að þeir virðast ekki átta sig á því að beggja megin Atlantsála er það að selja aðgang að líkama sínum kallað 'turning tricks'...
...en það var allt í lagi, lagið var líka afar vændislegt.
En hjá mér kemur brandarinn 'Mercedes Club' í fyrsta sæti. Ég gæti hreinlega ælt gervibrúnku.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.4.2008 kl. 18:58
Sammála ofanskrifuðum. Þetta Mercedes Club fyrirbæri hefur alveg farið fram hjá mér, enda hef ég ekki sóttst eftir því að kynna mér það. En það verður að segjast að þessi sólbökuðu og 'helköttuðu' himpigimpi eiga skilið bikarinn að þessu sinni.
Haukurinn, 29.4.2008 kl. 19:51
Síðan skein sól hefði verið allt í lagi nafn á þriðju og síðustu bókinni í kellingadramaritröð en mér hefur alltaf fundist það afleitt nafn á hljómsveit.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.4.2008 kl. 19:57
Er það fyrrverandi dómsmálaráðherra sem tilnefnir Morðingjana? Ég hefði afskaplega gaman af því ef svo væri.
Annars er Morðingjarnir afskaplega lágkúrulegt nafn.
Annars ætla ég að tilnefna hljómsveitina 8-villt
Haukur Viðar, 29.4.2008 kl. 20:22
SSSól
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 20:33
Allt sem endar á „bandið“ eins og Breiðbandið, Klakabandið og Eurobandið.
Gunnar H. (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:12
Æ ég veit svei mér ekki, en morðingjarnir get ég alveg tekið undir að er arfalásí nafn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 21:44
Nákvæmlega það sem ég sagði, vanþóknun á tónlist viðkomandi færist jafnframt yfir á nöfn þeirra.Og menn gleyma sér líka hérna og fara að skammast yfir músíkinni og útliti sveitarmeðlima, þó það sé bara ekkert til umræðu!Annars finnst mér útlensk nöfn á íslenskum hljómsveitum oftar en ekki hallærisleg.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 22:02
Sæll, Jens! Varðandi fyrirspurn mína í gestabókinni, að þá kominn botn í málið og þú mátt kannski bara eyða þessu út, elsku barn....
En, varðandi málefni þráðarins að þá var ég einhverntíma, fyrir nokkrum árum, beðinn um að vera álitsgjafi um þetta sama málefni og þá var þetta mín útkoma:
Klamidía X
Buttercup
Sólstrandargæjarnir
Mezzoforte
Benni Hemm Hemm
Two Tricky
Þrumuvagninn
H-L-H flokkurinn
Stuðkompaníið
Áhöfnin á Halstjörnunni
Þessi börðust síðan um að fá að komast inn:
Reggae On Ice
Stuðlatríóið
Alfa Beta
Allsherjarfrík
Hafrót
Kristinn Pálsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:10
Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir góð viðbrögð. Það sem ég á við þegar ég leita að versta íslenska hljómsveitarnafninu er að nafnð sé íslenskt. Eins og Maggi segir þá eru flest útlensk nöfn á íslenskum hljómsveitum hallærisleg.
Maggi, það er rétt hjá þér að Lummurnar voru meira sönghópur en eiginleg hljómsveit. Þó verður ekki framhjá því litið að aðalnúmerið í hópnum, Gunnar Þórðarson, sá um mestallan hljóðfæraleik og útsendingar. Ég held að ég fari rétt með að Lummurnar hafi einungis komið fram opinberlega tvívegis. Þetta hafi fyrst og fremst verið hljóðversverkefni sem gat af sér tvær plötur.
Ég hef frekar jákvætt viðhorf til hljómsveitarinnar Ljótu hálvitanna. Ég set þá í flokk með galsafengnum hljómsveitum á borð við Hund í óskilum, Skriðjökla og...æ, í augnablikinu man ég ekki nafnið á hljómsveit Rögnvaldar gáfaða.
Einar Loki, þetta er góður punktur hjá þér með Two Tricky. Hehehe!
Haukur Viðar, mér þykir líklegt að það sé fyrrum dómsmálaráðherra sem hefur þessa skoðun á nafni Morðingjanna. Það vita það kannski ekki margir en Solla er áhugasöm um rokkmúsík og mikill Led Zeppelin-aðdáandi.
Kristinn, gott að þú hafðir upp á hljómsveitinni.
Jens Guð, 29.4.2008 kl. 23:09
Lummurnar. Fátt eins niðurdrepandi.
Halla Rut , 29.4.2008 kl. 23:46
Halla Rut, mikið er ég þér sammála að fátt sé jafn niðurdrepandi og Lummurnar. Nafn hljómsveitarinnar/sönghópsins var/er jafn hallærislegt og músíkin. Ég var á blaðamannafundi Lummanna þegar fyrri platan var kynnt til sögunnar. Þar kom fram að nafninu væri ætlað að slá á neikvætt viðhorf til þess að fólk talaði um gamaldags léttpopplög sem lummur. Ég held að það markmið hafi ekki náðst.
Jens Guð, 30.4.2008 kl. 00:04
hétu þau ekki fyrst Heitar Lummur og svo breyttu þau nafninu... og varla til batnaðar...
ég vil tilnefna PLÁHNETAN. Ömurleg tilraun til að reyna að vera sniðugur eða fyndinn... þetta er ekki einu sinni fyndið af því það er ömurlegt... þetta er bara ömurlegt drasl. ;)
ari (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:06
Ari, ég kannast ekki við að Lummurnar hafi kallað sig Heitar lummur. En útiloka það ekki. Ég man að fyrri plata þeirra hét Gamlar góðar lummur en man ekki hvað seinni platan hét. En þær voru álíka hallærislegar. Fyrir 2 árum eða svo dúkkaði Kalli Bjarni upp með fleiri föllnum Idol-stjörnum undir nafninu Gamlar lummur, að mig minnir.
Jens Guð, 30.4.2008 kl. 00:17
Dæmi um ljót, slæm og ófrumleg hljómsveitarnöfn íslenskra hljómsveita eru að mínu mati tildæmis þessi: Baraflokkurinn, Egó, Das Kapítal, MX 21, GCD, Bodies, Spilafífl, Pelican, Póker, Picasso, Start, Dúndur, Cirkus, Tívolí, Kaktus, Karma, Centaur, Exizt, Stuðmenn, Grýlurnar, Sniglabandið, Todmobile, Ðe Lónlí Blú Bojs, Ríó Tríó, Jet Black Joe, Bless, Unun og Ham. Og miklu, miklu meira.
Samt finnst mér flestar af þessum ofangreindu hljómsveitum hafa gert góða hluti og voru, eru og verða í uppáhaldi hjá mér
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:24
Minn gamli góðkunningi Röggi, hefur nú verið í mörgum hljómsveitum Jens. En þú ert líklega að meina þá sem þekktust hefur orðið í seinni tíð allavega, Hvanndalsbræður. Þar á undan var það Dægurlagapönksveitin Húfa.
Magnús Geir Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 00:28
Steinn, takk fyrir þetta innlegg. Ég er einmitt að leita eftir vondum íslenskum hljómsveitanöfnum burt séð frá því hvort að hljómsveitirnar eru í uppáhaldi eða ekki.
Maggi, takk fyrir að rifja upp fyrir mér nafn Hvanndalsbræðra. Þeir eru flottir og nafn hljómsveitarinnar líka.
Jens Guð, 30.4.2008 kl. 00:48
"Bandið hans Bubba"... er það ekki hljósveitarnafn? Ef svo er, hlýtur það að koma sterklega til greina
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 00:55
Loðin rotta var feikna gott band en skelfing er/var nafnið ömurlegt.
Hlynur Jón Michelsen, 30.4.2008 kl. 01:28
Af hverju eru svona margir að hnýta í Morðingjanafnið sem er með þeim flottari á hljómsveit
Versta hljómsveitarnafnið....hmmm...held að ég segi bara Hljómsveit Ingimars Eydal og fleyri slíkar, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og svo framvegis, það er ekki hægt að vera ófrumlegri.
Georg P Sveinbjörnsson, 30.4.2008 kl. 08:40
Blessaður Jenni, nokkur nöfn að austan. Austurland að Glettingi - Frostaveturinn mikkli 1918 - Forhúð - Bismark - Heródes - Völundur - Concreate - Hnakkarnir
viðar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:10
Hljómsveitarnafnið Morðingjarnir er aðalega heimskulegt, ófrumlegt, ófyndið og mjög misheppnað hljómsveitarnafn sem á alls ekkert skylt við Pönk. Ekki mikið rokk í þessu hjá þeim félögum.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:23
Fyrrverandi ráðherra.......humm ýmislegt hef ég nú brasað um dagana en ekki þó það.
Get ekki látið nöfnu mína gangast við mínu afkvæmi hér
Mývatnsveitin er æði tra lala lala la
Sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:27
Sú Ellen er með verri hljómsveitarnöfnum sögunnar myndi ég halda.
SeeingRed, 30.4.2008 kl. 12:12
hvernig getur skítamórall verið eitthvað vera en sykurmolar eða sprengjuhöllin.....ég bara spyr
Einar Bragi Bragason., 30.4.2008 kl. 12:47
Mér finnst morðingjarnir fínt nafn. Mjög pönkað. Ljótu hálfvitarnir er líka gott en það þarf að segja það á NORÐLENSKU!Bandið hans Bubba er versta nafn sem ég hef heyrt og Tríó Þorvaldar er vont líka.....
Gulli litli, 30.4.2008 kl. 12:57
"Á móti sól" er með eindæmum skelfilegt nafn. Furða mig á því að enginn skuli hafa nefnt það.
Siggi (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:26
Mér finnst hljómsveitarnafnið Morðingjarnir eiga heima meira í hevímetali en pönki,svona hugmyndafræðilega séð.
Fleiri ljót hljómsveitarnöfn: Alfa Beta, Roof Tops, Þokkabót, Savanna Tríó, Deildarbungubræður, Haukar, Logar, Mánar, Lexía, Stormar, Dúmbó, Lúdó, Galdrakarlar, Snillingarnir og Reflex.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:15
Morðingjarnir er klárlega langverst. Hræðilega klént nafn og ber vitni um ákaflega lítinn vitsmunaþroska.
Sveinn Birkir Björnsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:33
Hver þremillinn... ykkur getur ekki verið alvara með Morðingjana? Sjálfum finnst mér þetta nafn svo fyndið vegna þess að það er svo ófrumlegt, en passar ágætlega við hljómsveitina.
Hvernig finnst ykkur annars útlenska nafnið The Killers?
Almar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:18
Ætlar enginn að segja Hölt hóra? Það er hræðilega ljótt!
Atli Fannar Bjarkason, 30.4.2008 kl. 20:18
BruniBB og Sjálfsfróun.
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 20:25
Öll nöfn með orðinu sól í.
Allar hljómsveitir á árunum 1965 til svona ja 1980 skörtuðu hræðilegum nöfnum og ófrumlegum.
Tala nú ekki um helv... búningana.
Fannst svo alltaf leiðinlegt að besta íslenska rokksveit ever (á eftir 16 Eyrnalífabúðum) skartaði hrikalega ófrumlegu nafni eða SVART HVÍTUR DRAUMUR.
Morðingjarnir held ég að sé viljandi lélegt og verður þar með gott.
Soldið gelgjulegt.
Svo hefur Bubbi ekki alveg verið að gera sig í nöfnum.
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:16
Lausaganga á sauðfé bönnuð í umdæmi Reykjavíkur´´ Eitthvað þannig nafn var eitt sinn til,,Kannast einhver við það??
bimbó (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:19
Hingað til hef ég nú skilið málið svo, að þetta sé sjónvarpsþáttur sem heiti "Bandið hans Bubba", hvergi heyrt að sveitin sem slík heiti það, ekki frekar en STríð & friður, sem svo heitir, en er svo sannarlega BANDIÐ HANS BUBBA!
Eins og hér var nefnt að ofan, snýst nafn hinnar húsvisku Ljótu hálfvita um kímni og með Morðingjana verð ég að vera STeini pönkspekingi með meiru algjörlega ósammála og átta mig alls ekki á hvernig hann tengir nafnið frekar við þungarokk! Minnst er á The Killers sem svo sannarlega eru ekki þungrokkarar, hér að ofan og fleiri dæmi svipuð eru upplaust til
Magnús Geir Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 23:39
Það er til starfandi þúngarokkssveit sem heitir Disturbing Boner .... *kjánahrollur*
ari (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:29
Ekki tel ég mig vera mikin pönkspeking, það er útbreiddur miskilningur.
Mín tilfinning er sú að allt svona Killer tal finnst mér ekki eiga heima í upphaflegri pönkhugmyndafræði út frá gamla skólanum, Bretland upphaf frumpönks 1975/6 og að endi pönksins þar í landi 1978/9. Ég tek þetta kannski alvarlega og hef kannski frosið einhversstaðar, en allt í lagi með það.
Mér finnst engin andspyrna eða niðurrif í Kill eða Murder, hvað þá reiði út í þjóðfélagið eða stjórnvöld í Kill eða Murder, og svo finn ég ekkert anarkí og enga ádeilu eða baráttuanda, og heldur ekkert antí í Kill eða Murder.
Einn af hugmyndaheimum þungarokks er tildæmis hryllingur, hetjusögur, gömlu goðin og heimurinn til forna, þar finnst alveg heilmikið Kill. Iron Madien - Killers, er alveg prýðileg plata í mínu safni, ekki mikið pönk á þeim bæ, þrátt fyrir keyrslu. Mín tilfinning er sú að Kill finnst mér eiga heima í þungarokki. Ég verð miklu meira var við Kill í þungarokki heldur en í pönkrokki textalega séð.
Morðingjarnir sem nafn á pönkhljómsveit finnst mér einfaldlega ekki passa. Auk þess að mér finnst það ljótt og ófrumlegt nafn, en þó ekki beint sóðalegt. Ég skil annars ekki afhverju það var bannað í mínu heittelskaða Ríkisútvarpi.
Hljómsveitin er þokkaleg rokkhljómsveit sem slík og lítið út á hana að setja. Þó vekur hún ekki neinn sérstakan áhuga hjá mér.
Allavega, þetta er mín tilfinning og mín sýn. Vona að einhver skilji mig aðeins betur hvað ég er að fara með þessu. Jafnvel eru tíu hliðar á þessu máli eins og á öllu öðru. Hafi svo hver sína skoðun. Nenni ekki að pæla í þessu máli meir. Lifi rokkið í heild, og þó sérstaklega gamla góða pönkrokkið !
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 01:00
@Atli
Jú, Hölt hóra er auðvitað ljótt maður. Næst ljótast á eftir Morðingjunum.
Sveinn Birkir Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:27
Tek undir með Bjarna; Icy-flokkurinn er hryllingur, sama gildir um Eurobandið og 5ta herdeildin er líka þrusulélegt nafn. Sama má segja um eftirfarandi:
Gusgus
Bang Gang
Aggi Slæ & Tamlasveitin (muniði eftir því?)
R18856
Albinói 98
Krumpeður
Anus Incana P.Ó. og Fester
Q4U
Þórgunnur nakin
Mamma skilur allt
1985! Plúseinn
Rokklingarnir
Sixtís
Súellen
Svona mætti lengi telja...
Kannast annars nokkur við dúó sem hét Fítónn jóðsjúkra kvenna?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.5.2008 kl. 15:46
Bara smá komment varðandi hugmyndafræðilegan ágreining pönkara við nafn eins og "Morðingjarnir": hvað með "G.G. Allin and the Murder Junkies"? Það vara bara hín fínasta pönksveit að mínu mati - þó að nafnið sé vissulega ekkert rosalega stéttarmeðvitað eða útpælt ;)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 16:11
Ef þú ert að vitna í mig Gunnar, að þá er ég ekki pönkari og kenni mig ekki við neinar ákveðnar stefnur né strauma. Ég tel mig ekki heldur ekki standa í einhverjum ágreiningi við einn né neinn með þetta annars þreytta mál um nafnið Morðingjarnir, þótt ég hafi svo sem tjáð mig á minn einfalda, einhverfa og nævíska máta um þetta nafn. Förum nú að tala um eitthvað annað og finnum fleiri nöfn til þess að Jens hafi úr einhverju að moða.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 16:41
Ég hef nú alltaf verið á þeirri skoðun að Stuðmenn sé versta hljómsveitarnafn Íslandssögunnar, með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu hljómsveit...
Garðar (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:05
Fleiri nöfn handa Jens.
Astral, Kristal, Þristar, Fjarkar, Spaðar, Ásar, Hrókar, Sóló, Póló, Straumar, Stormar, Lómar, Ómar, Tónar, Sálin (60´s), Pops, Kjarnar, Freeport, Ómó, Strengir, Bendix, Andrá, Dögg, Dínamit og Frugg (öll þessi bönd störfuðu 60´s og 70´s). Og frá 80´s og áfram eru tildæmis: Aría, Goðgá, Klassík, Exsplendid, Gildrumezz, Faraldur, Smartband, Bjórlíkisbandið, Brúðarbandið, Sokkabandið, Klakabandið, Rokkabillýbandið, Gypsí, Pass, Sextíu og sex, Herramenn, Busarnir, Greifarnir, Rósin, Þotuliðið, Furstarnir, Saga Klass, Kol, Gaukar og Pónik.
Athugið ! þessi ofangreindi list minn er alveg óháður því hvað mér finnst um þessar hljómsveitir tónlistarlega séð.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:07
Haha.... "Ómar"
Haukur Viðar, 1.5.2008 kl. 17:48
STeinn minn ágæti!
Afsakaðu, ætla sannalega ekki að þröngva upp á þig neinum sérstökum pönkspekingsstimpil, en þú veist það nú samt eins vel og ég að þú varst ynnsti koppur í búri og hefur aldrei neitað því að tjá visku þína þegar til þín hefur verið leitað, allavega oftar en ekki hygg ég. Herramenn á borð við Gunnar Lárus og Jón Hall Stefánsson hafa nú hampað þér líka svo ég hafi heyrt, svo þetta er þér nú ekki alls ókunnugt!
En látum það að öðru leiti vera sem og þessa skoðun þína á Morðingjanafninu, nema hvað ég get nú ekki stillt mig um frekar en hann Gunnar Hrafn hérna að ofan, að minna þig á svipað dæmi um nafn og það mun þekktara og kannski nærtækara, sjálfa Stranglers!
Menn hafa reyndar rifist endalaust um meira eða minna pönkeðli sveitarinnar til eða frá, en eðlislega er nú eiginlega lítill sem eingin munur á nafni þeirra og Morðingjanna!
En haha, ef þú heldur svona áfram með nöfnin STeinn minn, þá verða nú ekki mörg eftir!
En þetta segir okkur bara að þér finnst stór hluti íslenskra hljómsveitarnafna ekki góð!
Pælingar þínar svo um morð og dauða í þungarokkinu sérstaklega eru ágætar, en veit samt ekki alveg hvort það sé nema töluverð einföldun, en nenni ekki að orðlengja þetta meir, yrði að gera það mikið til að skýra það frekar.
En laukrétt hjá þér, þetta snýst nú eins og flest annað fyrst og síðast um smekk hvers og eins, "sínum augum lítur hver á silfrið" o.s.frv.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2008 kl. 18:04
Jæja Magnús minn, þjóðin kannast víst við mig og oft er leitað til mín, hvergi friður með þetta blessaða pönk fyrr og nú, rithöfundar, sagnfræðingar, fjölmiðlamenn, tónlistarmenn og leikstjórar. Ég hélt að ég væri týnd saumnál í heystakki. PÚFF !
Annars fer mér betur að vera sagnamaður (samanber blogg/vefsíðu mína, ekki algóð, en þó viðleitni), heldur en rökræðandi um hlutina, enda er ég ekki rökfastur, hálfgerður flækjufótur og lít hlutina nokkuð einföldum augum sem er þægilegt mál, en getur komið klaufalega út. Maður einfaldleikans, ó já.
Já, eins og ég held mikið uppá Stranglers að þá finnst mér nafn hljómsveitarinnar afleitt, svo er spurning um það hvort það passi þeirra þankagangi eða ekki, en nóg um það. Óþarfleg og endalaus pæling.
Mörg falleg og stórkostleg nöfn eru eftir og á ég alveg heilan helling af þeim á lista, ljótu og leiðinlegu nöfnin sem ég á einnig á lista eru hlutfallslega svipuð að fjölda, þannig að þetta er nokkuð jafnt. Liatarnir skiptast eftir tímabilum íslenskrar tónlistasögu, í mínu tilviki frá 1955 - 2005.
Já, "sínum augum lítur hver á silfrið".
Með annars bestu kveðju, Steinn.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:44
ultra-mega-teknó-bandið-stefán
Leifur, 1.5.2008 kl. 20:06
Helvíti væri gaman að sjá öll hljómsveitarnöfn frá upphafi í stafrófsröð. Það væri skemmtilegur listi. Jens, byrjaðu að safna! Og allir sem búa yfir heimildum um hljómsveitarnöfn ættu að segja frá þeim hér. Við gætum byrjað á A-inu. Ég man eftir einni hljómsveit (mig minnir frá Blönduósi) sem hét "Amonra".
Áfram með A-in!
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2008 kl. 22:33
tappi í tíkarrass, the boys, mónakó, síðan skein sól, grýlurnar...
Helgi Júlíus Sævarsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:19
Amon Ra var frá Neskaupstað !
Hljómsveitir sem byrja á A segið þið, ókey, ég tek þá líka þær með sem ég hef nefnt áður. Hlúum vel að Jens og mokum í hann hljómsveitarnöfnum. Nú er gaman og látum okkur nú sjá.
A. Amor, Alfa Beta, Amon Ra, Alsherjafrík, Andstaða, Andstæða, Alræði Öreiganna ( þessu nafni var svo stolið frá mér á eitthvert dæmi sem starfaði fyrir fáum árum), Andrá, Acropolis, Amma, Anarchy Army, Andrew, Aría, Arkidemes, Atlantis, Astró Tríó, Aukaatriði frá Bíldudal, Austmenn, Axlabandið, Aþena, Astral, Anus, Aggi Slæ og Tamlasveitin, Atlot.
Er einhver með fleiri nöfn sem byrja á bókstafnum A ?
Annars er ég á því að nöfnin Andrá, Alræði Öreiganna og Andstaða séu nokkuð góð.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:39
Ekki má gleyma hljómsveitarnafni sem á heima í A, sem er Afsakið.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:47
Andhéri, Astara......nei ég ætla ekki einu sinni að byrja á þessu
Haukur Viðar, 2.5.2008 kl. 00:01
Amon Ra var vissulega frá Neskaupstað og á hið ódauðlega lag " Dansaðu Fílið Þitt Dansaðu ".
Litlu við A-ið að bæta...og mörg nöfnin sem eru komin þar ansi slæm.
Í B er BruniBB með þeim smekklausari og er ég hissa á vini mínum Þorra Jóhannsyni að taka þetta nafn í mál, hef nú samt aldrei spurt hann hver átti hugmyndina að þessu hroðalega nafni en ég trúi honum alveg til þess.
Georg P Sveinbjörnsson, 2.5.2008 kl. 00:05
Þið öll, bestu þakkir fyrir tillögurnar. Eins og ég hef áður bent á þá er ég einungis að leita eftir íslenskum hljómsveitanöfnum. Útlend nöfn eru ekki gjaldgeng.
Mér hefur verið ráðlagt að afmarka leitina að versta íslenska hljómsveitanafninu við þekktar hljómsveitir. Það er að segja hljómsveitir sem almenningur kannast við (hafi sent frá sér lag eða plötu eða verið áberandi á markaðnum að öðru leyti). Án þess að ég sé að saka nein af ykkur um slíkt þá hefur mér verið bent á hættu á að einhverjir gætu brugðið á leik og stungið upp á nafni/nöfnum sem ekki hafa verið í umferð eða verið bráðabirgðanafn/nöfn á bílskúrshljómsveit/um.
Ég ætla að taka mark á þessum ráðleggingum.
Gunnar Th, fyrir nokkrum árum var gefin út Slangurorðabókin (eftir Mörð Árnason og fleiri) sem innihélt lista yfir öll hljómsveitanöfn sem vitað var um fram að þeim tíma. Ég á þá bók einhversstaðar og mig minnir að í henni séu mér færðar þakkir fyrir aðstoð við samantekt hennar.
Bjarni, það er rétt að Amon Ra var frá Norðfirði. Þetta var dúndurgóð hljómsveit sem skartaði söngvurunum Eiríki Haukssyni og Sævari Sverrissyni, bassaleikaranum Jóni Skugga, trommaranum Pétri Hallgrímssyni (sem rekur Tónspil) og fleirum. Afbrigði af hljómsveitinni gaf út smáskífu undir nafninu Án orma með hinu stórgóða lagi Dansaðu fíflið þitt við texta eftir Einar Má Guðmundsson.
Áður en kemur að næsta þrepi þessa forvals á verstu íslensku hljómsveitanöfnunum óska ég eftir viðhorfi ykkar til þess hvort skilgreina eigi Ðe Lonlí Blúbojs sem íslenskt nafn. Í mínum kunningjahópi eru skiptar skoðanir um það. Stafsetning er vissulega íslensk en í talmáli er þetta enskt nafn.
Ýmsir vilja meina að þetta sé versta íslenska hljómsveitarnafnið þannig að gott væri að fá álit ykkar á því hvort það sé gjaldgengt sem íslenskt nafn.
Jens Guð, 2.5.2008 kl. 00:24
Georg, sé það rétt að Bruni BB standi fyrir Bruna Bjarna Benidiktssonar fellst ég á ósmekklegheit á háu stigi. Flestir í hljómsveitinni voru skólabræður mínir í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þeim ber ekki saman um það fyrir hvað BB stendur fyrir.
Jens Guð, 2.5.2008 kl. 00:28
Finnst "Ðe Lónlí Blúbojs" ekki geta flokkast sem íslenskt nafn. Þetta er samt sem áður virkilega vont nafn. En þegar þú heyrir hljómsveitina kynnta í útvarpi þá sérðu ekki þessa séríslensku stafsetningu. Þér heyrist í 99% tilvika að þulurinn segi "The lonely blue boys" (sem þulurinn er væntanlega hvort eð er að segja....)
Orðaleikir af ýmsu tagi hafa hins vegar lengi viðgengist í hljómsveitarnöfnum. Fyrir allmörgum árum var ég í hljómsveit sem hét "Cooca Noona". Hljómsveitin varð aldrei mjög fræg. Veit ekki hvers vegna. En svo má spyrja sig - er þetta íslenskt nafn...
Gunnar Kristinn Björgvinsson, 2.5.2008 kl. 01:25
Verð að bæta því við að mér finnst Morðingjarnir vera virkilega flott hljómsveitarnafn. Kjarnyrt, íslenskt og sláandi. Þetta er hljómsveitarnafn sem þú manst eftir. Fimm stjörnur af fimm mögulegum (fyrir nafnið, 3 af 5 fyrir hálfkarað pönkrokk).
Gunnar Kristinn Björgvinsson, 2.5.2008 kl. 01:42
Gildrumezz er klárlega versta nafnið.
Magnús Axelsson, 2.5.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.