Ótrúleg frásögn

 

  ölvuð brúður

Ég heyrði brot af útvarpsþætti á Útvarpi Sögu í dag.  Þar var rætt við íslenska konu sem sagði farir sínar ekki sléttar.  Hún hafði farið í sólarlandaferð til Spánar.  Þar hitti hún ungan myndarlegan Spánverja sem hún varð ástfangin af.  Þau tóku saman og hann flutti með henni til Íslands.  Þá komst hún að því að hann var ekki ungur Spánverji heldur gamall Marokó-gaur.

  Því miður var ég á svo miklum þeytingi að ekki gafst tími til að hlusta á meira af viðtalinu að undanskildu því að ég náði niðurlaginu er útvarpskonan og Spánarfarinn voru að kveðja.  Mér skildist á kveðjuorðunum að gamla hræið frá Marokó hafi komið illa fram við konuna á fleiri vegu en skrökva að henni að hann væri ungur Spánverji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki ástin blind? 

Það sjá allir að það er tvennt ólíkt að láta ungan Spanjóla lemja sig eða gamlan Marokkó gaur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hlustaði líka á þessa frásögn að hluta til. Nógu mikið heyrði ég þó til að finnast nóg um.

Mér sýnist það nokkuð ljóst að þessir ólíku menningarheimar sáu ekki ákjósanlegasta efnið í farsæl hjónabönd.

Árni Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

piff.. ég hef prófað alíslensk sambönd .. nokkrum sinnum með slökum árangri.. er núna í sambandi sem er með gerólíkum menningarheim og það er frábært !!

Óskar Þorkelsson, 15.5.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHHAHAHAHA

Áfengið blekkir

Ómar Ingi, 15.5.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún reið er spænska Rocco,
ræfill er hann frá Marokkó,
hann var feik,
hún er í steik,
því oft hún reið þeim óþokkó.

Þorsteinn Briem, 15.5.2008 kl. 22:14

6 identicon

Steini þú verður að gefa út ljóðabók eða e-ð. Ef að Jens gerir það ekki fyrir þig.Jens ertu að púnkta þetta niður? Getur gefið út f. næstu jól ljóðabókina "ljóð Steina Briem er birtust í bloggkommentakerfi Jens Guðs á því herrans ári 2008"

ari (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:48

7 identicon

Ég heyrði hluta af frásögninni á Útvarp-Saga og fannst lýsingin stemma vel við þá Marokko-búa sem ég hef kynnst, en viðkomandi kona var nú greinilega ekki að hugsa mikið. 

Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.