Hvaða poppara er erfiðast að þola? Óvænt niðurstaða

  Breska netritið musicmagpie efndi á dögunum til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna um það hvaða breskan poppara þeir ættu erfiðast með að þola.  Niðurstaðan kemur á óvart - að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð.  Ég hefði þorað að veðja um að James Blunt ætti engan skeinuhættan keppinaut í þessari deild.  Því síður hefði ég giskað á að Paul McCartney myndi slá James Blunt við.  Hvað er í gangi? 

  Á musicmagpie geta menn sér þess til að fólk sé orðið þreytt og pirrað á langdregnu skilanaðarferli Pauls,  tvíbentri friðarafstöðu hans og þokka sem samanstendur af spariklæðnaði og gúmmískóm. 

  Breskir fjölmiðlar hafa að sönnu verið undirlagðir frásögnum af skilnaði Pauls mánuðum saman.  Hér á Íslandi höfum við aðeins orðið vör við 0,1% af þeirri umfjöllun.  Varðandi tvíbenta friðarafstöðu veit ég ekki hvort átt er við eitthvað sem snýr að skilnaðinum eða að Paul sló í og úr með stuðning við innrásina í Afganistan og Írak.  En þannig er listinn yfir þá bresku poppara sem fara mest í taugarnar á samlöndum þeirra:

paul mccartney

1.  Paul McCartney

jamesblunt
2.  James Blunt

Lily
3.  Lily Allen
4.  Robbie Williams
5.  Amy Winehouse
6.  Bono
7.  Cliff Richard
8.  Pete Doherty
9.  Joss Stone
10. Craig David


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þessi listi er nú bara nokkuð eftir mínu skapi

Af því að ég sé að Craig David er þarna á listanum varstu búin að heyra þetta Mash up með honum og Hemma Gunn , þetta fór í loftið hjá BBC 2  hehe

Ómar Ingi, 13.5.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég er mest hissa á að hann þarna Calaghan eða hvað sem hann heitir, annar Oasis bræðranna. Óþolandi náungi sem heldur að rassgatið hans sé miðja alheims, en þar sem og í hausnum hans, finnst einungis tað.

Brjánn Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þ.e.a.s. að þessi Oasis pési skuli ekki verma toppsætið, eða í það minnsta komast á lista

Brjánn Guðjónsson, 13.5.2008 kl. 21:56

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hérna er svo linkurinn á Craig David og Hemma Gunn http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/535965/

Ómar Ingi, 13.5.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég er ósáttur við að sjá Paul í toppsætinu.  Að öðru leyti er þetta eins og við mátti búast.  Pínulítið leiðinlegt samt að sjá Bono á listanum - þó að auðvelt sé að átta sig á því að hann pirri marga.

  Ég hef ekkert heyrt um þetta Mash Up með Craig David og Hemma Gunn.

  Brjánn,  það er svo einkennilegt að þeir Gallagher-bræður eru í guðatölu í Bretlandi.  Oasis toppar í hverri skoðanakönnun á fætur annarri yfir bestu rokkhljómsveitir sögunnar,  bestu hljómleikahljómsveitir,  bestu plötur og svo framvegis.  Það virðist kitla þjóðernisrembing Breta að bræðurnir eru kjaftforir og montnir en jafnframt mjög breskir og,  jú,  fulltrúar Brit-poppsins. 

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Gallagher, Brjánn minn, þeir heita Liam og Noel Gallagher.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og Bono á að vera á toppi þessa lista um allan heim. Óþolandi preachy hræsnari.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  þetta er snilld!

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 22:14

9 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  Bono og U2 fóru ágætlega af stað á sínum tíma.  Ég var glaður þegar ég fór til Bandaríkjanna ´87 og sá að U2 voru orðnir súperstjörnur þar.  En síðan hefur músík U2 fjarlægst minn smekk jafnt og þétt.  Og Bono virðist upplifa sig sem meiri manngæskugúrú en hann er.

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Róbert Tómasson

Sammála þér Jens hef alltaf haldið svolítið uppá Paul.  Ómar, var að kíkja á CD/HG Mash Up þetta er bara gargandi snilld.

Róbert Tómasson, 13.5.2008 kl. 22:38

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Er Kate Bush poppari?

Júlíus Valsson, 13.5.2008 kl. 22:42

12 Smámynd: Ómar Ingi

Já þetta er soldið ferskt hjá honum Halla

Ómar Ingi, 13.5.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: Jens Guð

  Robbi,  ég hef nefnilega líka alltaf haldið svolítið upp á Paul.  Og oft heilmikið.  Ég á flestar Bítlaplöturnar - aðrar en þær allra fyrstu.  Ég á líka nokkrar sólóplötur með Paul og held sérstaklega upp á Run Devil Run.  Þar er kauði í góðum rokkgír.

  Júlíus,  Kat Bush er poppari.  En hún pirrar fáa - ef miðað er við þennan lista.

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 22:47

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Kate Bush er líka ótýndur snillingur.

Hvað varðar Bono þá er það ekki tónlistin í upphafi ferilsins sem fer í taugarnar á mér. Nei. Fram undir 93 fannst mér þeir gera fína hluti, en Bono er óþolandi leiðinlegur í endaluasum prédíkunum sínum. Hann fer í taugarnar á mér á sama máta og annað fólk sem ferðast í einkaþotum og miklar sig á kostnað annars verðugra málefna svosum umhverfisvernd, útrýmingu  fátæktar og hungurs. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 22:50

15 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég hvet fólk til að kíkja á myndbandið hjá þér.  Fyrst að Robbi vottar að það sé gargandi snilld þá þarf ekki frekari vitna við. 

  Einar Loki,  ég heyrði í útvarpinu um daginn að fólk hamstri auglýsingavarning merktan U2 í þeirri trú að það sé að styðja góðgerðarmál.  Raunveruleikinn sé hinsvegar sá að ágóði af sölu alls varnings merktum U2 rennur óskiptur til forríkra liðsmanna U2,  öfugt við varning merktan ýmsum öðrum frægum írskættuðum hljómsveitum.  Til að mynda er ágóði af sölu varnings merktum The Pouges eyrnamerktur góðgerðarmálum. 

  Ég hef ekki sett mig inn í þau mál sem Bono telur sig berjast fyrir (fátækt í 3ja heiminum) en hef orðið var við umræðu um tvískinnung Bonos í þeim málaflokki.   

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 23:02

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég hefði sagt Billy Joel þó hann sé frá USA. Hann er afskaplega pirrandi.

Paul fyrirgefst allt, einnig Wings ævintýrið. Hann má hafa hvaða skoðun sem er fyrir mér. Hann var Bítill.  

Júlíus Valsson, 13.5.2008 kl. 23:27

17 Smámynd: Jens Guð

  Júlíus,  ég get alveg kvittað undir þetta.  Fyrir nokkrum dögum var ég upplýstur um af mér fróðari manni að allt sé búið að ganga á afturfótum hjá Billy Joel undanfarin ár.  Hann hafi misst fóta í dópneyslu og ferillinn sé í tómu klúðri.

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 23:42

18 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Enda er ég einlægur aðdáandi the Pogues og Shanes MacGowan en fyrirlýt smeðjuna Bono.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 23:49

19 Smámynd: Jens Guð

  Ég man fyrst eftir Shane McGoven á forsíðu NME 1976 eða ´77.  Þá hafði hann mætt á hljómleika með Clash útúrdrukkinn ásamt vini sínum.  Sá hafði komist í svo gott stuð að hann beit annað eyrað af Shane.  Á forsíðumyndinni var Shane vel blóðugur eftir eyrnarbitið.  Ég geymdi þetta blað vegna þess að margt áhugavert var þar til lestrar um nývakta pönkbylgju í Bretlandi.

  Næst fóru að birtast við Shane sem söngvara The Pouges.  Þau viðtöl snérust að mestu um stöðuga og mikla áfengisdrykkju Shanes.  Ég hélt að það væri markaðssetningardæmi.  Þangað til ég las við hann viðtal þar sem hann var spurður um það hvort hann hafi heyrt í íslensku hljómsveitinni Sugarcubes.  Shane svaraði því til að hann hafi hitt Sykurmolana og þeir gefið honum íslenskt brennivín.  Shane sagðist halda að það væri 90-og-eitthvað prósent vegna þess að hann hafi snarruglast eftir að hafa drukkið eina flösku af íslensku brennivíni.

  Næst var hann rekinn úr The Pouges fyrir að slátra hljómleikaferð er hann datt blindfullur út um glugga á hljómsveitarrútunni og slasaðist.  Shane þótti brottreksturinn ósanngjarn vegna þess að hann ætlað bara að æla út um glugga rútunnar en datt í ógáti út um gluggan á ferð. 

  Til gamans:  Joe Strummer,  fyrrum söngvari Clash,  var fenginn til að hlaupa óvænt í skarðið fyrir Shane.  Það var skemmtilegt tímabil á ferli The Pouges - eins og mörg önnur.

  Í dag lítur Shane út eins og áttrætt gamalmenni,  tannlaus með stóra bauga og hrukkur.

Jens Guð, 14.5.2008 kl. 00:18

20 Smámynd: Karl Tómasson

Minn kæri Jens, fer þetta ekki furðu oft saman.

Vinsælastur, óvinsælastur.?

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

P.s. Sjáumst á Fogerty.

Karl Tómasson, 14.5.2008 kl. 00:50

21 Smámynd: Jens Guð

  Kalli,  ofurvinsældir eru ávísun á að fólk myndi sér mismunandi skoðanir á viðkomandi einstaklingi.  Eitt er þó að kunna ekki við viðkomandi og annað að láta hann fara í pirrurnar á sér.  Ég hélt að óreyndu að fólk sem hefði ekki dálæti á Paul léti hann samt ekki angra sig.  Hinsvegar skil ég vel fólk sem hefur óþol gagnvart öðrum á listanum.

Jens Guð, 14.5.2008 kl. 01:48

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Endilega komdu með svona lista hér á blogginu um íslenska tónlistarmenn. Mín tillaga er: 1. sæti Bubbi Morthens, 2. sæti Bubbi Morthens, 3. sæti Bubbi Morthens..... o.s.frv.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 03:24

23 identicon

Eins og Karl Tómasson trommusnillingur í Mosó bendir réttilega á, þá gætu þeir óvinsælustu líka auðveldlega lent á toppnum sem þeir vinsælustu. Þetta á jafnt við um poppara, stjórnmálafólk og knattspyrnulið. Í ofantöldum tilfellum er m.a. verið að kjósa um óþolandi skoðanir viðkomandi listafólks og Sir Paul hefur farið hamförum fyrir friðun á dýrum, keypti t.d. upp heilan skóg til að banna fugladráp þar. Hann hefur líka farið hamförum gegn hvalveiðum og hvetur fólk til þess að láta af kjötáti. Þá hefur friðarboðskapur hans farið út og suður rétt eins og hjá Bono. Áberandi og pirrandi umfjallanir fjölmiðla á skilnaði Paul vega örugglega þungt þarna. Það er sama hvort um Paul, Bono eða t.d. Gallagher bræður er að ræða, þeim fer öllum betur að fást við sína listsköpun heldur en að blása skoðanir sínar út í fjölmiðlum.  

Stefán (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:42

24 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég segi eins og Gene Simmons 'Hvað er alltaf verið að spyrja tónlistarmenn um stjórnmál? Afhverju spyrðu ekki Al Gore hvernig á að stilla bassa?'

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 16:05

25 identicon

Þú gleymdir að setja á listan Bubba Morthens og Kalla Tomm í Mosó.

Númi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:25

26 Smámynd: Jens Guð

Gunnar, þetta er fín hugmynd. Ég ætla að henda hana á lofti og framkvæma.

Stefán, ég leit í ógáti framhjá því að Paul hefur pirrað marga með andúð sinni á dýraveiðum, nautgriparækt og þess háttar.

Einar Loki, músík og pólitík eiga oft ágæta samleið. Eldri Bush var blús-gítarleikari og töluvert skárri pappír en yngri Bush, sem mér vitanlega kann ekki á hljóðfæri. Tony Blair var einnig í hljómsveit og spilaði á gítar. Bill Clinton er saxófónleikari og besti stjórnmálamaðurinn af þeim öllum.

Af því að þú nefnir Al Gore þá var konan hans, Tipper Gore, í pönkhljómsveit.

Margir íslenskir stjórnmálamenn hafa verið virkir músíkantar. Árni Johnsen segist kunna 15 gítargrip. Svo vitnað sé í Sverrir Stormsker þá vonast hann til að Árni taki 4ða gripið ekki ófrjálsri hendi. Magnús Stefánsson hefur afgreitt mörg vinsæl lög með Upplyftingu og er liðtækur á mörg hljóðfæri en spilar mest á gítar. Hann kenndi Hjálmari Árnasyni að slá trommutakt - en á reyndar eftir að kenna honum að brjóta upp trommutaktinn með smá "breiki".

Heiða, kennd við Unun, er á kafi í pólitík og er aðstoðarkona einhvers þingmanns (man ekki hvers).

Af mörgu er að taka þegar kemur að sveitastjórnarpólitík. Forseti bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar, Guðmundur (man ekki hvers son), gerði garðinn frægan með Sú Ellen og hefur sent frá sér sólóplötu. Og Kalli Tomm vinur minn er forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Hann er þekktur fyrir góðan trommuleik með Gildrunni og fleiri hljómsveitum.

Gleymum heldur ekki Stuðmönnunum Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Magnússyni. Valgeir er í bæjarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og Jakob í Íslandshreyfingunni.

Þar fyrir utan getum við nefnt til sögunnar ónefndan blúsgítarleikara og félaga í ungliðahreyfingu Frjálslynda flokksins.

Númi, ég setti ekki saman þennan lista. Hann er breskur og afgreiddur án minnar þátttöku.

Jens Guð, 15.5.2008 kl. 01:02

27 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tipper Gore var í hljómssveitinni Wildcats í háskóla - var það pönkhljómsveit?

Seinna var hún í broddi fylkingar þeirra sem vildu flennistóra aðvörunarmiða á plötur þeirra listamanna sem notuðu ljót orð og sóðakjaft. Annaðhvort hefur þá orðið verulegur viðsnúningur á skoðunum hennar, eða á að sveit hennar hefur ekki verið mikið pönk.

Með ungliðann úr F-listanum, þá var hann eitt sinn anarkisti. Svo varð hann stór og fór að hugsa. Vonandi hugsar hann meira, þá kannski endar hann meira hægra megin...

:)

Ingvar Valgeirsson, 15.5.2008 kl. 13:48

28 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef aldrei heyrt í þessari hljómsveit Tipper Gore og veit ekkert um hana.  Hinsvegar var ég í hálfan annan mánuð í Bandaríkjunum snemma árs ´87.  Þá var mikil umræða um Verndarsamtök foreldra (PMRC) sem Tipper leiddi,  fréttaskýringaþættir í sjónvarpinu, viðtöl við andmælendur o.s.frv. 

  Tipper og stöllur hennar voru sérlega hræddar við dægurlagatexta sem þær töldu vera klámfengna og ofsalega hræddar við að satanísk skilaboð væru falin í þungarokksmúsík.

  Í umræðunni var skólahljómsveit Tipper kölluð pönkhljómsveit.  En ég veit ekki hvort átt var við gömlu bandarísku skilgreininguna á pönki (Television,  Talking Heads,  Blondie,  Patti Smith,  Ramones) eða ensku skilgreininguna (Sex Pistols,  Clash).  En hvort sem var þá tókst Tipper að ná í gegn að bandarísk plötufyrirtæki líma aðvörunarmiða á plötur sem innihalda dónalega texta,  blótsyrði eða annað sem aðeins vel harðnað rígfullorðið fólk getur hlustað á án þess að bera skaða af.

Jens Guð, 15.5.2008 kl. 15:09

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðmundur, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er Gíslason.

Poppurum geta verið mislagðar hendur í pólitík eins og öðrum. Daniel Barenboim hljómsveitarstjóri, skrifar góða grein í http://www.guardian.co.uk/  Þar segir hann m.a. þegar hann fjallar um pólitíkina fyrir botni Miðjarðarhafs:

"My answer to those who say I am naive, only an artist? That I am not a political person, even if I shook the hands of David Ben-Gurion and Shimon Peres as a child; not politics, but humanity has always concerned me. In that sense I feel able and, as an artist, especially qualified to analyse the situation". (undirstrikun mín)

Einnig segir hann síðar, ótengt pólitík en e.t.v. lærdómsríkt fyrir áhugafólk um tónlist:

"In the winter of 1954 I went to Paris to study counterpoint and composition with the famous and famously strict Nadia Boulanger for one-and-a-half years. She taught me that the ideal musician should think with the heart and feel with the intellect".

Search:  Location  

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 17:58

30 identicon

Blessaður Jenni, þú gleymdir Finni Torfa Stefánss. Þeim frábæra gítarleikara úr Óðmönnum.

viðar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:12

31 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  takk fyrir þessar upplýsingar.

  Viðar,  það má lengi halda áfram að telja.  Birgir Ísleifur Gunnarsson,  fyrrverandi borgarstjóri,  var fínn píanóleikari og mikill djassgeggjari.

Jens Guð, 15.5.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.