Leikhúsdómur

diskó-pönk 

Leikverk:  Ástin er diskó,  lífiđ er pönk

Höfundur:  Hallgrímur Helgason

Leikstjóri:  Gunnar Helgason

Leikhús:  Ţjóđleikhúsiđ

Einkunn: **1/2 (af 5)

  Mér hefur alltaf ţótt diskómúsík leiđinleg og flest sem henni tengist.  Hinsvegar kann ég vel viđ pönk og margt sem ţví tengist.  Ég gerđi mér ţess vegna fyrirfram grein fyrir ţví ađ diskóhluti söngleiksins yrđi ekki mín bjórdós en pönkhlutinn myndi vega upp á móti.  Sú varđ raunin.

  Ástin er diskó,  lífiđ er pönk er ágćt kvöldskemmtun.  Sagan er ţunn og framvindan fyrirsjáanleg klisja.  Sem skiptir litlu máli.  Ţađ sem skiptir máli er ađ leikverkinu er ćtlađ ađ fanga stemmninguna á Íslandi 1980:  Stemmningu ţar sem tveir ólíkir heimar,  diskó og pönk,  mćttust í óvild og andúđ hvor á öđrum.  Leikverkiđ kemur ţessum sérstćđa tíđaranda bćrilega til skila.  Dregnar eru fram broslegustu hliđar beggja fyrirbćranna,  diskósins og pönksins,  og ţćr kryddađar léttum bröndurum 

   Skemmtilegustu augnablik leikverksins - fyrir minn smekk - eru pönklögin:  Hiroshima og Ég vil ekki stelpu eins og ţig (Utangarđsmenn),  Í nótt (Frćbbblarnir),  Ó,  Reykjavík (Vonbrigđi) og Af ţví ađ pabbi vildi´đa (Jonee Jonee).  Einnig Skítandi júní og Ísland er fokk,  sem voru sérstaklega samin fyrir leikverkiđ. 
  Ţađ var gaman ađ kitla fortíđarhyggjuna međ ţví ađ rifja upp gömlu tíkallasímana,  risastóru tölvuhlunkana,  veđurfréttir sjónvarpsins og svo framvegis.  
  Sveppi fer á kostum í hlutverki Danna diskó.  Frábćr leikari sem gerir mikiđ fyrir sýninguna.  Ţar er réttur mađur í sínu hlutverki.  Honum fer jafn vel ađ túlka diskóboltann hvort sem hann er í hlutverki stjörnunnar eđa "lúsersins".  
  Áhorfendur úti í sal skemmtu sér afskaplega vel.  Ţeir veltust um af hlátri og klöppuđu ákaft í tíma og ótíma.  Hópurinn var á öllum aldri.  Frá ungum börnum og upp í roskiđ fólk.  Ţađ mátti ekki á milli sjá hvađa aldurshópur skemmti sér best.  Ég hvet foreldra til ađ fara međ afkvćmi sín á barns- eđa unglingsaldri á ţessa sýningu.  Unga fólkiđ hefur gott af ađ skyggnast inn í ţennan tíđaranda sem réđi ríkjum á Íslandi um og upp úr 1980. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn ađ lesa fćrsluna en hef ekkert ađ segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Ómar Ingi

Sveppi er ađ leika í fullorđinsleikriti.

Fer ekki á ţetta.

Ómar Ingi, 25.5.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Markús frá Djúpalćk

Held ađ mađur verđi nú ađ berja sýningu ţessa augum. Ţađ er samt pínulítiđ skelfilegt ţegar ćska manns er komin á safn, samanber sýningu tengdum ţeim tíma á Árbćjarsafni og í nostalgíuleikhús samanber ţetta verk. Kvikmyndin Grease var gerđ áriđ 1978 og átti ađ fanga ungćđislegt andrúmsloft gullaldartíma rokksins, tuttugu árum áđur. Mér sýnist hlutverk ţessa leikrits vera hiđ sama nema hvađ, ótrúlegt en satt, er lengra síđan gullöld pönks og diskós gekk yfir. I feel old.

Markús frá Djúpalćk, 25.5.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er sammála ţér Jensinn minn pönkiđ er skemmtilegra en diskóiđtakk fyrir ţetta ég ćtti kannski ađ skella mér á ţetta međ stelpurnar mínar,knús knús og yndislegar kveđjur til ţín Jensinn minn og hafđu ţađ sem best elsku vinur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.5.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţetta er misskilningur hjá ţér Jens, ţegar ţú segir "diskó og pönk,  mćttust í óvild og andúđ hvor á öđrum". Pönkurum var vissulega uppsigađ viđ diskóiđ, en ţađ voru fleiri sem höfđu óbeit á diskóinu, ţ.e.a.s. allir hljóđfćraleikarar og tónlistarmenn almennt, ţví ţeir höfđu lítiđ ađ gera á "diskó-árunum". Ég man ekki eftir ađ neinn kallađi sig "Diskó-ari", og ţess vegna var ekkert slíkt fyrir hendi. Hins vegar var almenningsálitiđ ekki hrifiđ af pönkinu, sem eđlilegt er, ţví ţađ hlýtur alltaf ađ vera lítill minnihlutahópur sem hefur ánćgju af öskrum og hávađa og ađ hlusta á hćfileikalitla hljóđfćraleikara misţyrma hljóđfćrum sínum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2008 kl. 01:03

6 identicon

Gunnar, eitthvađ virđist ţessi litli minnihlutahópur sem hrífst af öskrum kaupa margar plötur, ţví listarnir yfir söluhćstu tónlistarmenn sögunnar eru yfirfullir af öskrurum, frá Elvis, bítlunum, Led Zep til Guns, Nirvana og á síđustu árum Green Day og Linkin Park.

Varđandi hávađan, ţá getur mađur á vel flestum hljómflutningsgrćjum stillt á einfaldan máta hve hátt mađur vill hlusta á tónlistina. Sú tćkni er líka til í nýjustu grćjunum, ss. Ipod.

Svo vćri nú sniđugt ađ kynna sér betur hljóđfćraleik pönksins, ţar má finna marga af bestu hljóđfćraleikurum samtímans. En svo er ţađ međ tónlist eins og íţróttir 'ţađ er ekki ţađ sem mađur getur, heldur ţađ sem mađur gerir'. Ţađ er ekki alltaf liđiđ sem spilar fallegasta boltann sem vinnur, ekki satt?

Guđmundur (IP-tala skráđ) 26.5.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnar Helgi,  takk fyrir innlitiđ.

  Ómar,  ég veit ekki hvort ađ rétt sé ađ kalla umrćtt leikverk fullorđinsleikrit.  Ţetta er eiginlega fjölskylduleikrit,  eins og merkja mátti af samsetningu áhorfendahópsins.

  Markús,  mér ţykir stórkostlegt ađ hluti af fortíđ minni sé komin á fornminjasafn og söngleik sem túlkar 28 ára gamlan tíđaranda.

  Linda,  ţađ er áreiđanlega forvitnilegt fyrir dćtur ţínar ađ kynnast ţessu tímabili.

  Gunnar Th.,  unga diskóliđiđ hélt hópinn.  Ţađ mćtti niđur í bć (ađallega í námunda viđ Hlemm) til ađ lemja pönkara.  Reyndar man ég aldrei eftir mjög hrottalegum barsmíđum í anda ţess sem stundum kom upp í viđureikn pönkara og lögreglu.

  Átök diskóliđsins og pönkara einkenndist frekar af hrindingum,  smá tuski og hrćkingum.

  Ég veit ekki hvort ađ einhver kallađi sig "diskóara".  Ađrir töluđu frekar um diskóliđ eđa diskópakk og nafngreindir úr ţeim hópi báru viđurnefniđ "diskó" (Stjáni diskó,  Nonni diskó o.s.frv.).  

  Almenningsálitiđ var upp ađ einhverju marki jákvćtt gagnvart pönki.  Pönkhljómleikar voru jafnan vel sóttir ţó ađ frambođ vćri mikiđ.  Ţađ voru nćstum daglega pönkhljómleikar ţvers og kruss um höfuđborgarsvćđiđ.  Allstađar fullt hús.  Jafnvel ţó bođiđ vćri upp á pönk á stćrri stöđum á borđ viđ Laugardalshöllina.

  Margar pönkplötur seldust í ţúsundum eintaka.  Ég setti upp plötubúđina Stuđ sem seldi einungis pönkplötur.  Ţađ var trođiđ út úr dyrum flesta daga.  Margir af rótgrónari rokkurum tóku miđ af pönkinu og nýbylgjunni.  Ragga Gísla hćtti í Brimkló og stofnađi Grýlurnar.  Pálmi Gunnars hćtti í Brunaliđinu og stofnađi Friđryk.  Ţeysarar lögđu popp og prog á hilluna og einhentu sér í pönkađ nýrokk. Ţursarnir tóku pönk inn í sína dagskrá.  Ţannig mćtti áfram telja.

  Gáđu ađ ţví ađ ţađ var og er ekki markmiđ í pönki ađ hljóđfćraleikarar séu hćfileikalitlir og misţyrmi hljóđfćrum sínum.  Ţađ er misskilningur byggđur á ţví ađ í pönki er ekki gerđ sérstök krafa um mikla leikni á hljóđfćri.  Pönkiđ er öllum opiđ.  Ţađ er kostur sem ýmis önnur músíkform bjóđa ekki upp á.

Jens Guđ, 26.5.2008 kl. 12:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband