Sprenghlægilegt myndband frá sprenghlægilegri söngkonu

leoncie

  Indverska prinsessan gullfallega (ja,  gull er reyndar ekkert fallegt),  Leoncie,  eða Icy Spicy eins og hún kallar sig einnig,  var að senda frá sér myndband við lagið "Enginn þríkantur".  Að hennar sögn er myndbandið mjög hlægilegt og skartar meðal annars uppblásinni plastdúkku.

  Þó að ég hafi ekki séð myndbandið þá er ég sannfærður um að fegurðardrottningin frá Sandgerði lýgur engu um að myndbandið sé mjög hlægilegt.  Það er allt mjög hlægilegt sem að Leoncie snýr.  Maður þarf ekki annað en sjá ljósmynd af henni til að veltast um af hlátri.  Hvað þá þegar í boði er heilt myndband við eina af hennar meistaralegu tónsmíð spilaðri á vel með farinn skemmtara árgerð 1976 og sungin með hennar nefi.  Eða eins og Nóbelsskáldið sagði aðspurt um plötu Árna Johnsen:  "Það syngur hver með sínu nefi,  hrafninn og spóinn."

  Það er alltaf tilhlökkun þegar nýtt lag,  plata eða myndband kemur frá þokkadísinni snotru,  drottningu eurotrashins,  eins og Bretar kalla hana.  Hláturinn lengir lífið og kryddar tilveruna.  Í tilfelli Leoncie er kryddið sterkt og rífur í. 

  Ljósmyndin hér að ofan er af umslagi plötunnar Radio Rapist, sem Leoncie tileinkaði þáverandi útvarpsmanni,  Sigurjóni Kjartanssyni.  Leoncie hafði boðið honum í mat heim til sín í Sandgerði.  Að hennar sögn mætti hann með frygðarsverð á lofti og hefði nauðgað henni ef fleiri hefðu ekki verið með í för.    Skömmu áður hafði Geir Ólafs sýnt sömu tilburði, samkvæmt frásögn Leoncie.  Og meira að segja Jón Góði reyndi að nauðga henni fyrir allra augum í samkvæmi nokkru áður.  Að vísu höfðu allir viðstaddir einmitt blikkað augum í sömu andrá eða horft í ógáti í aðra átt þannig að enginn varð til vitnis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og þúsund kossar yfir til þín elsku Jensinn minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Himmalingur

Nú get ég ekki sofið í nótt! Þökk sé þér Jens!!!

Himmalingur, 27.5.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Láttu ekki sjá þessi skrif Jens..... hún gæti lesið þau og þurft að seigja þér hversu afbríðisamur þú ert!! Það má ekki gleyma því að betri tónlistarmaður finnst ekki, og ekki viltu gerast sekur um að fatta það ekki haha

Ylfa Lind Gylfadóttir, 27.5.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Heidi Strand

Helt forferdelig. Da hun bodde her sang hun oftest på engelsk og nå synger hun på islandsk, språket til folket som hun ikke lenger var så glad for.

Heidi Strand, 27.5.2008 kl. 23:52

5 identicon

Ég og Danni aetludum einu sinni ad panta hana heim til mín! Thá sagdi karlinn (sem bídur alltaf út í bíl) ad thad vaeri ekki haegt! Barra á pobba og bari! HEEHEHHE

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Jens Guð

  Linda,  takk fyrir innlitið elsku vinkona.

  Hlynur,  ég kaupi plötur Leoncie og fátt kemur mér í betra skap. 

  Hilmar,  ég bíð spenntur eftir að kaupa nýjustu plötu prinsessunar.  Ég held þó að hún nái seint að toppa "Ást á pöbbnum". 

  Ylfa Lind,  ég viðurkenni bullandi afbrýðisemi gagnvart öllu sem Leoncie sendir frá sér.  Það getur enginn toppað hana.

  Heidi,  fegurðardrottningin talar 6 tungumál eins og innfædd.  Hún er yfirburðar í alla staði. 

  Siggi,  ég man eftir því þegar þið Danni ætluðuð að fá indversku prinsessuna til að skemmta á Pentagon (nú Good Fellas) en Golli sagði ranglega að hún væri fífl sem hann vildi ekki fá á Pentagon.  Samt vorum við allir tilbúnir að borga allan kostnað við frábæra skemmtun fegurstu konu heims með skemmtarann sinn árgerð 1976. 

Jens Guð, 28.5.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dasemd ein þetta myndband

Hólmdís Hjartardóttir, 28.5.2008 kl. 03:38

8 identicon

Myndbandið sérðu hér.

Og það er rétt, það er stórkostlega fyndið. Konan er snillingur! 

Ragga (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: corvus corax

Að sögn prinsessunnar sjálfrar var umrætt myndband rándýrt í framleiðslu svo það er eðlilegt að fólki finnist vinnan góð og öll umgjörðin líka. Maður verður að vera yfir sig hrifinn af tónlistargetu prinsessunnar því annars er maður bara rasisti að hennar sögn. Synd að hún skyldi flytja úr landi áður en okkur tókst að senda hana sem fulltrúa okkar á júróvísjon. Hver ætli það sé sem skríður á fjórum fótum á eldhúsgólfinu í myndbandinu með þessa fínu hárkollu? Skyldi það vera vaktmaðurinn sem bíður alltaf úti í bíl þar sem prinsessan sýnir nektardansatriðin sín?

corvus corax, 28.5.2008 kl. 11:20

10 Smámynd: Ómar Ingi

Skelfingin eina

Ómar Ingi, 28.5.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Lagið "Enginn þríkanntur" er lygilega líkt ".......ég er fegurðardrottning, og brosi gegnum tárin......" sem Ragga Gísla söng um árin.

Pálmi Freyr Óskarsson, 28.5.2008 kl. 19:30

12 Smámynd: Himmalingur

Ég man þegar elskuleg prinsessan kom fram í þættinum Á tali með Hemma Gunn og annað brjóstið á henni var alltaf að poppa upp úr brjóstahaldaranum. Ég er ennþá með martraðir yfir því!!!!

Himmalingur, 28.5.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að menn þurfi að vera verulega tættir andlega eða útúr dópaðir nema hvorutveggja væri til að hafa nægjanlegt smekkleysi til að horfa á þetta, þetta, þetta,......... undur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2008 kl. 21:49

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Horfði á þessi ósköp og vissi eiginlega ekki hvernig ætti að taka þessu. Í rauninni er þetta fyndið en samt virkilega sorglegt að einhver hafi svona litla sjálfsvirðingu og mikið sjálfsálit um leið.

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:45

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fyrir ca 23 árum síðan... (vá hvað þetta líður hratt) var ég að vinna hjá manni sem tók ma. myndir fyrir Samúel sáluga. Hann mætti einn daginn uppveðraður í fyrirtækið og sagði mér að hann væri að fara að taka erótískar myndir fyrir Samúel af einhverri indverskri prinsessu sem væri að gefa út tónlist hér á landi.  Megabeibu sem meðal annars hannaði fötin sín sjálf. Skjálfandi að spenningi og tilhlökkun fór hann. Fimm tímum seinna kom hann aftur. Niðurlútur, svekktur, eiginlega niðurbrotinn. Fyrir utan að hafa horft á fataskiptin og fötin þurfti hann líka að hlusta á tónlistina hennar á meðan. Ég sá myndirnar í Samúel. Og skil hann. Skil líka að hann hafi hætt að taka myndir í nokkur ár. En núna verð ég sakaður um rasisma og fáfræði. Gott ef ekki lélegt tóneyra.

Núna ætla ég að horfa á myndbandið eftir tenglinum hér að ofan og ef það heyrist ekki framar í mér......  já þá fór ég bara sömu leið og ljósmyndarinn..... 

Ævar Rafn Kjartansson, 28.5.2008 kl. 22:59

16 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hef afráðið að láta af tónlistariðkun eftir að hafa orðið vitni af snilld þessarrar gyðju. Hún og Geir Ólafs eiga að taka austurúróvisíón til nýrra vídda og tryggja okkur að halda keppnina. Ekki spurning.... Þannig lagað séð.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.5.2008 kl. 23:21

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var hún ekki alltaf að tala um að við Íslendingar værum hópur af himpigimpum og ættum hana ekki skilda? Af hverju gefur hún þá út lag á íslensku?

Ja, maður smyr sig...

Ingvar Valgeirsson, 28.5.2008 kl. 23:39

18 identicon

"ÉG ER ELLILEG KONA"

Orð að sönnu.

þetta er frábær texti einnig:

"Stúndúm leik ég nunnú,
stúndúm leik ég þernú,
líka leik ég löggú
og barði þig eins og glímúskvísu"


Mér leið líkamlega illa þegar hún spilaði eitt sinn í Stúdentakjallaranum í stysta pilsi sem ég hef séð og hreyfði sig.... uhm... ég vil ekki kalla það getnaðarlega... en mjaðmirnar fóru út um allt.

p.s. annars ætla ég að vona að þú sért ekki að gera grín að henni Jens, því þá ertu ekkert annað en RASISTI. Hún er stórkostlegur listamaður með mikla hæfileika.

ari (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 02:24

19 identicon

Jú ég er fullviss að þú sért að gera grín að henni Jens eftir annan lestur minn á þessu.   Hún berst sem betur fer baráttu hinna góðu gegn ófyrirleitnum rasistum eins og þér.

Sjá: http://www.visir.is/article/20080527/LIFID01/222500960

ari (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 02:28

20 Smámynd: Líney

hahahahahhaa gargandi snilld. Konan er haldið þvílíkri  áráttu að það hálfa væri nóg.ALLIR á  Íslandi öfunda hana  af   því hvað hún er æðisleg og íslenskir tónlistar menn þola  hann ekki því hún er svo miklu betri en þeir og jaríjarí...

Konan er gangandi brandari.

Líney, 29.5.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.