Hver hefur ávinning af því að löggan rafbyssuvæðist?

  Undanfarna mánuði hafa íslenskir fjölmiðlar lofsungið kosti rafbyssu sem kallast Taser.  Gazman,  10-11 lögregluþjónninn og Björn Bjarnason eru mjög áhugasamir um að lögreglan fái að leika sér við að gefa unglingum með "kjaft" og vörubílstjórum gott rafstuð.

  Minna fer fyrir upplýsingum Amnesty International og fleiri um að rafbyssur hafi þegar valdið dauða mörg hundruð manna.  

  Hvers vegna eru íslenskir fjölmiðlar duglegir við að hampa kostum Taser-byssunnar en áhugalausari um að vekja athygli á því að Taser-byssan er pyntingartæki í höndum sadískra lögreglumanna og morðtól?

  Það er augljóst að einhver hefur hagsmuna að gæta.  Hver getur það verið?  Og hvernig getur hann haft þessi áhrif á hlutdræga umfjöllun fjölmiðla?

  Umboðsmaður Taser á Íslandi heitir Kristófer Helgason.  Hann er starfsmaður fjölmiðlarisans sem á Fréttablaðið,  DV,  Bylgjuna,  Stöð 2 og fjölda annarra tímarita,  útvarpsstöðva,  sjónvarpsstöðva og svo framvegis.     

  Það yrðu heldur betur uppgrip hjá þessum vinsæla dagskrárgerðarmanni ef Björn Bjarnason stofnar varalið (hvítliðasveit),  leyniþjónustu,  her og rafbyssuvæðir allan pakkann ásamt Gazmanni,  10-11 lögregluþjóninum og lögreglusveitum allt í kringum landið.  Ekki viljum við hafa feit umboðslaun af duglegum dagskrárgerðarmanni.  En kíkið samt á www.prakkarinn.blog.is.  Þar er væn úttekt á Taser og fjörleg umræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kynlegur er þessi Kristófer,
kvelja nú vill alla með taser,
hann er umbi,
helvítis þumbi,
á launum er fíflið hjá Lúsífer.

Þorsteinn Briem, 5.6.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Skattborgari

Sumt fólk á ekki heima í löggunni né nálagt störfum þar sem er mikið stress. Ég er á móti að löggan fái þessar byssur því að ég tel að henni sé ekki treystandi fyrir henni. En það er allavega betra að nota þessar byssur en venjuleg skotvopn.

Skattborgari, 5.6.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Róbert Tómasson

Eftir gas, gas, ævintýrið og 10-11 árásina myndi ég ekki treysta löggunni fyrir baunabyssu hvað þá öflugri vopnum, og hvað Björn Bjarna varðar þá er hann brandari frá upphafi að eyrum, kominn tími til þess að salta hann.

Róbert Tómasson, 5.6.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hættiði þessu væli strákar þó þið megið sjálfir ekki leika ykkur af svona vopni.

Hversu margir lögreglumenn og konur eru starfandi hér á landi? Er það eitthvað algerlega kolómögulegt að einhverjir séu ekki starfi sínu vaxnir í þessum fjölda?

Ég hef heyrt um algerlega tilefnislausar árásir strætóbílstjóra á varnarlausa farþega eða fólk sem hafði áhuga á að gerast farþegar. 

Tónlistarmenn hafa gjörsamlea misst stjórn á skapi sínu á sviði með magafylli af dópi.

Sundlaugarverðir hafa verið að káfa á ungum krökkum.

Læknar hafa verið að fara afar frjálslega með stórhættuleg lyf.

Þær kærur sem berast yfirvöldum um að lögreglumenn hafi misst stjórn á hreyfingum handa sinna eru skoðaðar ofan í kjölinn og tekið á þeim.

Ástandið er orðið þannig hér á landi að lögreglumenn verða að hafa sterkari vopn en kylfur og góðan orðaforða til að hreinlega að komast heilir heim til sín og sinna eftir vaktir. 

Spyjiði ykkur í hreinskilni strákar hvort þið treystið lögreglunni fyrir ykkar nánustu. Okei það kom upp tilfelli þar sem lögreglumaður var vikið tímabundið úr starfi fyrir tilefnislausa áras á borgara, enn ég ætla samt sem áður að hringja frekar í lögregluna en sundlaugarvörð ef börn mín eða ég sjálfur þarf aðstoð.

S. Lúther Gestsson, 6.6.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég segi alvöru byssur frekar enn einhverja straumbreyta handa lögreglunni

S. Lúther Gestsson, 6.6.2008 kl. 00:43

6 identicon

ég veit reyndar ekki betur en að fjölmiðlar hafi fjallað um hvað þetta er umdeilt og vitnað í Amnesty

Ari (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:21

7 identicon

Persónulega er ég fylgjandi því að lögreglan hér fái rafbyssur, en ég er jafnframt fylgjandi því að Björn Bjarnason segi af sér sem dómsmálaráðherra í kjölfar Baugsmáls-klúðursins. Samt held ég að Samfylkingarfólk hafi ekki kjark og þor til þess að beita ser fyrir afsögn Björns.   

Stefán (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 10:01

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ef á að vopna lögregluna á að vopna hana með alvöru vopnum og siðan eiga þeir að axla abyrg á notkuninni ef hun veldur bana. Það virðist vera hægt að drepa fólk með Tazer og komast upp með það. Hvað skildi vera gert ef að almennur borgari stuðaði einhvern til bana? það er ekki erfitt að búa til svona tæki kannski er hér komið hið fullkomna morðvopn. Nei látum lögregluna hafa skambyssur og lögsækjum hana síðan fyrir morð ef vopninu er beitt af óþarfa.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.6.2008 kl. 11:30

9 identicon

Það er með ólíkindum hvað fólk er tilbúið að ráðast á lögregluna í heild sinni og dæma án þess að hafa vit á hlutunum. 

Jens, kannaðu hve margir hafa látist eftir notkun piparúða samanborið við notkun taserbyssa, á Íslandi eru skráð 2 dauðsföll þar sem þessi úði kemur við sögu og erlendis hafa þúsundir látist eftir notkun hans.  Notkun kylfu hefur einnig valdið mörg þúsundum dauðsfalla og fólk hefur hlotið varanlega örorku eftir að hafa orðið fyrir slíku.

Taser er langmest rannsakaða valdbeitingartæki sem til er og rannsóknirnar sýna að það er hættuminnsta tækið sem lögregla hefur kost á.  Á Íslandi er óvenju hátt hlutfall lögreglumanna sem slasast við störf sín vegna ofbeldis viðskiptavina.  Rannsóknir hafa sýnt að notkun taser hefur dregið 80% úr slysum á lögreglumönnum og handteknum.  Taserinn er sagður hættuminni fyrir alla aðila heldur en hefðbundin lögreglutök.

Taser hefur engin áhrif á fólk með gangræði og eðli rafstraumsins er þannig að hann hefur engin áhrif á hjartslátt fólks.  Kynnið ykkur rannsóknir á tækinu og leggið síðan dóm á það.  Það er t.d.  ágætis grein um tækið í nýjasta hefti Lifandi Vísinda.

Ég þykist samt vita að þessi klausa mín sannfærir svo ekki marga því það er einfaldlega þannig að lögreglan nýtur ekki sannmælis hjá þeim sem hæst hafa.  Hrafnkell Danielsson hefur að eigin sögn tvisvar komið í miðbæ Reykjavíkur og í bæði skiptin sá hann fjöldan allan af tilefnislausum árásum lögreglu á borgarana.  Þessu virðist fólk bara trúa blint og lögreglan er fordæmd eftir svona sögum.

P. Arason (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:45

10 identicon

Það er gaman þegar menn vitna í "Lifandi vísindi" og segja að meira sé að marka slík tímarit heldur en rannsóknir sem Amnesty International hefur vitnað í.  Til eru þúsundur tímarita á borð við "Lifandi vísindi" en þau eru takmörkuð vísindaleg heimild.

Þegar við sjáum lögregluna aftur og aftur ráðast á fólk að tilefnislausu, stundum með þeim vopnum sem hún hefur yfir að ráða nú þegar (líkt og við Rauðavatn um daginn) þá er eðlilegt að við spyrjum hvort rétt sé að setja fleiri vopn í hendur þeirra.  Amnesty International segir að rekja megi fjölda dauðsfalla til notkunar lögreglu á svona vopnum.  Lögreglan segir að umræddir menn hafi látist af öðrum orsökum.  Mér þætti fróðlegt að heyra farið lengra með þá útskýringu.   "Æsingsóráðsheilkenni" hefur verið notað ef menn látast í fastatökum lögreglunnar og engin önnur skýring fæst.   Vísindamenn eru samt ekki vissir um að þetta "heilkenni" sé til heldur hafi það verið fundið upp til að forða lögreglumönnum frá ákæru.  Sennilega er eitthvað sambærilegt "heilkenni" til sem útskýrir dauðsföll vegna þessara rafbyssa.

HEHE (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:31

11 identicon

Hvaða rannsóknir eru það sem Amnesty vitnar í?  Fljótsvarað...  Engar....   Amnesty gaf út þessa tilkynningu um að tækið kunni að vera hættulegt og jafnvel hægt sé að nota það sem pyntingartæki en þeir hafa ekki vísað í eina einustu rannsókn sem bendir til þess að tækið sé hættulegt. 

Það er rétt það sem að ofan er skrifað að taser er mest rannsakaða valdbeitingartæki sem völ er á en það breytir því ekki að tækið má ekki líta á sem 100% skaðlaust frekar en önnur valdbeitingartæki.  Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið eru þó á þann veg að tækið sé skaðminna en mörg önnur tæki þar á meðal kylfur og skotvopn.  Rannsóknir sem lögregluembætti sjálf hafa gert víða um heim hafa sýnt að dregið hefur verulega úr slysum á handteknum og lögreglumönnum og miðað við gífurlega útbreidda noktun tækisins þá eru dauðsföll sem tengd eru tækinu færri en dauðsföll sem rekin eru til annarra valdbeitingartækja.  Notkun handjárna hefur t.d. dregið hundruði manns til dauða.

Hrafnkell ég held að þú þurfir almennt ekkert að vera hræddur í miðbæ Reykjavíkur hvorki við fólkið sem er þar að fá sér í glas né lögregluna.  Það eru ákveðnir einstaklingar sem maður forðast eins og heitan eldinn sem vaða uppi með látum og slagsmálum en lögreglan er yfirleitt látin vita af þeim og þeir fjarlægðir eftir að hafa valdið óskunda með fíflagangi.  Ótti þinn við fólk í miðbænum á ekki við rök að styðjast og ég vona að þú vinnir bug á honum með tíð og tíma.

Þegar lögreglan handtekur óeirðaseggi í miðbænum þá yfirleitt safnast ákveðnir íslendingar oft saman í kringum lögguna og hrópa að þeim "lögregluofbeldi" "hann gerði ekki neitt"  "er ekki hægt að gera þetta einhvernveginn öðruvísi"  "í Noregi gera þeir þetta miklu betur en þið"!!!  Annarstaðar í heiminum er þetta ekki vandamál vegna þess að þeir sem trufla lögregluna eða eru með slík hróp og læti eru umsvifalaust handteknir.  Á Íslandi er lögreglan miklu umburðarlyndari en í nágrannalöndum okkar og erum við þekktir fyrir þolinmæði og hve langt fólki er leyft að ganga í slíkum samskiptum við lögreglu.  Ég veit í raun ekki hvort þetta er jákvætt eða neikvætt.

Lögreglan á Íslandi er samansett af fjölmörgum einstaklingum og langflestir þeirra eru velmeinandi og kurteisir einstaklingar, fjölskyldufólk eins og þið flest, mannleg eins og við öll.  Þarna innandyra eru einstaklingar sem ekkert erindi eiga í lögregluna eins og dæmin sanna og ég er viss um að upp eiga eftir að koma tilfelli þar sem slíkir einstaklingar misnota taser byssuna líkt og þeir fara illa með lögregluvaldið sitt í dag.  Það ber að taka slíka einstaklinga úr umferð og ég fullyrði að innan lögreglu höfuðborgarsvæðisins er öflugt eftirlit með athæfi lögreglumanna og hvert eitt og einasta tilvik þar sem grunur er um óhóflega valdbeitingu er rannsakað af hæfum, óhlutdrægum einstaklingum.  Niðustaðan úr slíkum rannsóknum veldur hins vegar oft deilum þar sem tvenn eða fleiri sjónarmið koma þar að og oft á tíðum ber mikið í milli á túlkun lögreglumanna á aðstæðum og þeirra sem telja sig óretti beitta.

Um 80% samskipta lögreglu við borgarana eru í dag tekin upp á hljóð og mynd og var það gert af kröfu lögreglumannanna sjálfra vegna fjölda kvartana sem bárust sem ekki áttu við rök að styðjast.  Tilkoma myndavélanna hefur bætt starfsöryggi okkar mikið og margar kvartanir og kærur falla niður eftir að kæranda er leyft að horfa á myndbandsupptöku af atburðinum frá upphafi til enda.  Á umræddum taser byssum er myndavél sem fer í gang í hvert skipti sem tækið er dregið úr hulstrinu og því er afar erfitt að misnota tækið og komast upp með það án vitneskju yfirmanna.

Ég les oft bloggfærslur um lögregluna þar sem því er haldið fram að lítið sem ekkert eftirlit sé með störfum hennar og að lögreglan sé uppbyggð af kolvitlausum einstaklingum sem lentu í einelti í skóla og því séu þeir þangað komnir í hefndarhug og noti vald sitt til alls kyns níðingsverka í skjóli þess að þeir komist endalaust upp með það.  Svona er þetta ekki, langt því frá.  Lögreglumenn kalla sjálfir eftir því að ofbeldismönnum sé vísað í burtu úr starfinu þegar þeir hafa gerst sig seka um að hafa ekki stjórn á skapi sínu því starfsumhverfi okkar er svo viðkvæmt að eitt svona dæmi setur svartan blett á okkur öll og við verðum öll fyrir fyrirlitningu og sleggjudómum almennings vegna aðfara örfárra einstaklinga.

Ég hef nokkrum sinnum lesið og heyrt sögur af sjálfum mér sem eru svo fjarri sannleikanum að maður verður orðlaus og veltir því fyrir sér hvort viðkomandi einstaklingur sé svo illa innrættur að hann telji það í lagi að ljúga upp á mig þvílíkum ófögnuði að ef satt væri þá ætti ég hvergi heima annarsstaðar en í fangelsi, eða hvort það þykir bara í lagi og jafnvel töff að segja ósannar sögur af framferði lögreglumanna.  Mér er minnistætt atvik sem ég las um hér á bloggsíðum þar sem ölvaður einstaklingur hafði óviljandi valdið annarri manneskju skaða og því var lögreglan kölluð til.  Ég ásamt kollega mínum komum á staðin og ræddum við "geranda" sem var kurteis og iðraðist mjög þess sem gerðist.  Öll samskiptin fóru vel fram og lauk málinu á þann veg að umræddum aðila var ekið til síns heima þar sem hann svaf sjálfsagt úr sér vímuna.  Nokkrum vikum seinna las ég svo frásögn þessa manns af atvikinu á þann veg að ég og kollegi minn hefðum farið með aðilann á lögreglustöðina þar sem við limlestum hann bæði í lyftunni og aftur inni í fangaklefa þannig að hann lá stórslasaður eftir.  Ég kommentaði á þetta blogg hans og spurði hvers vegna hann kærði ekki lögreglumennina og svaraði hann því á þann veg að lögmaður hans hefði sagt honum að það þýddi ekkert þar sem öllum málum á hendur lögreglu væri vísað frá...

Þetta er veruleiki sem allir lögreglumenn þekkja vel og það versta er að geta ekki hönd fyrir höfuð sér borið vegna þess að hvað lögreglu varðar eru samskipti við borgarana trúnaðarmál. 

Varðandi "æsingaróráðsheilkennið" þá er lítið hægt að segja.  Margir réttarmeinafræðingar og læknar segja þetta til en einnig eru aðrir sem segja þetta heilkenni ekki vera til.  Það sem stendur eftir er að í þessum tilfellum hefur fólk látist en engin augljós orsök finnst fyrir dauðanum.  Ekki hefur verið hægt að rekja dauðsföllin til valdbeitingar lögreglu þar sem slíkur dauðdagi skilur eftir sig sönnunargögn á líkinu og því hefur þetta valdið töluverðum deilum.  Staðreyndin er einfaldlega sú að erfitt virðist ganga að finna út hvað veldur og því er lítið hægt að fræða okkur lögreglumennina um þetta.

Ég biðst afsökunar á langlokunni en langaði að koma þessu sjónarmiði að. 

Löggi (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:10

12 identicon

Eftir hið gasalega ævintýri lögreglunnar myndi ég ekki vilja mæta þeim með hvellhettubyssu,enda sumir enganveginn starfi sínu vaxnir og hugsa með hryllingi um hverjir væru æstastir í að vera í heimavarnarliðinu fræga annars er ég búin að vinna ansi mörg ár á skemmtistöðum og sest þar best hvað sumir t.d dyraverðir ná alltaf að tala alla til meðan aðrir eru alltaf í fætingi og leiðindum og það sama var auðvita með lögguna sem þurfti stundum að kalla út, mín skoðun er sú að ef lögga hefur verið klöguð 2x þá bara setja hana í að tína upp rusl eða eh.þ.h

sæunn (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:50

13 identicon

Treystum lögreglunni til að vernda okkur - ekki veitir af þegar landið er að fyllast af erlendum glæpamafíum.

Stefán (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:32

14 identicon

Sumir vilja kalla þetta tæki morðtól eða tæki fyrir sadista. Aðrir kalla þetta öruggt tæki til að yfirbuga brjálaða einstaklinga. Sumir andstæðingar tækjanna, sem fjalla um þau, láta líta út fyrir að þeir hafi viðað að sér mikilli þekkingu um tækið en vita í raun ekkert fyrir utan það sem þrýstihópar eins og Amnesty segja. Ég rakst á glænýja rannsókn á þessum tækjum sem ég held að allir hafi gott af að lesa sem eru á annað borð að tjá sig um þessi mál.

http://www.policeone.com/writers/columnists/Force-Science/articles/1702148-New-study-TASERs-as-safe-as-weapons-can-be-not-instruments-of-death/

Knútur (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 13:06

15 identicon

"Löggi" segir að "hundruð manna hafi látist vegna notkunar á handjárnum".  Væntanlega hefur það verið vegna notkunar lögreglu á handjárnum (en varla í ástarleikjum).  Og ef lögreglan notar handjárn þannig að það valdi dauðsföllum, hvernig notar hún þá rafbyssur.  Ekki veit ég hve mikið af störfum lögreglumanna eru tekin upp á hljóð- og myndskrár.  Sjálfsagt á það við um flestöll þau störf sem lúta að umferðareftirliti.  Mjög sjaldgæft hefur verið í gegnum árin að lögreglumenn séu ásakaðir um harðræði við umferðareftirlit.  Ósk lögreglunnar um upptökur við umferðareftirlit er því augljóslega ekki vegna rangra kæra á hendur lögreglumönnum. 

En lögreglumenn vita, hvenær og hvar er verið að taka myndir af þeim.  Þeir haga störfum sínum í samræmi við það.  Og þessir örfáu, sem ekki eru starfi sínu vaxnir (en eru samt ekki reknir) nýta tækifærið þegar þeir telja sig ekki vera "í mynd".  Ég t.d. leyfi mér að fullyrða að "10-11 löggan" hefði ekki tekið kverkatakið - að minnsta kosti ekki þarna á staðnum - ef hann hefði vitað af upptökunni.

"Löggi" fullyrðir að það sé haft eftirlit með lögreglunni og að það hafi eitthvað uppá sig að kæra hana.  Er það nú alveg víst.  Þegar lögreglumenn eru kærðir, skal ríkissaksóknari rannsaka málið.  Það gerir hann venjulega með því að fela starfsmönnum annars lögregluembættis að rannsaka málið.  Menn rannsaka því vini sína og stéttarbræður.  Til viðbótar má spyrja sig hvort ríkissaksóknari, (að minnsta kosti sá sem er nýhættur og var áður Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins) hafi skilið rétt orðið "skal" í sambandi við rannsókn á svona kærum.  A.m.k. þýddi ekki fyrir "þvagleggskonuna" að fá rannsökuð blygðunarsemibrot sem fjöldi lögreglumanna framdi á henni.

HEHE (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:13

16 identicon

Aðeins um "óráðsæsingsheilkennið".  Ef fjórir lögreglumenn liggja eða krjúpa ofan á ofanverðu baki liggjandi manns þá nær hann ekki andanum og hjartað skortir súrefni og stöðvast.  Ekki sjást áverkar á líkinu umfram það sem eðlilegt er þegar um er að ræða mann sem er nýbúinn að standa í átökum við lögreglu.   Við krufningu finnst því engin skýring á köfnuninni.  Það er kallað "óráðsæsingsheilkenni" en merkilegt nokk virðist þetta ástand ekki koma fram nema þegar lögregla eða starfsfólk geðsjúkrahúsa heldur örvita fólki í fastatökum.   Og nú fáum við sennilega eitthvað sem heitir "Óráðsæsingssláttarvilluflog" sem útskýra "hjartabilun sem er óútskýrð en tengist alls ekki beitingu lögregluvalds".

HEHE (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:18

17 identicon

HEHE heldur þú að ekki sé búið að rannsaka það hvort 4 lögreglumenn lágu ofan á baki þeirra sem látist hafa úr þessu æsingsóráðsheilkenni?  Ástæðan fyrir því að það eru deilur um þetta eru þær að ekkert slíkt hefur komið í ljós við rannsóknir á þessu.

Málflutningur HEHE er hlægilegur og ég mæli með því að þú lesir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á rafbyssunum.  Allar þessar rannsóknir sýna að tækið er hættulítið en mjög öflugt valdbeitingartæki fyrir lögregluna.  Mig grunar að það sem löggi á við er það sama og kemur fram í mörgum rannsóknum um taser, handjárn hafa óbeint átt þátt í dauða fólks s.s. þegar handjárnaður einstaklingur dettur á hausinn og deyr.  Það er akkurat það sem hefur gerst í þeim örfáu tilfellum þar sem sannað er að taser hefur verið tengdur við dauðsföll.  Amnesty international er þrýstihópur sem ber að taka hæfilega alvarlega enda er það rétt að þeir hafa ekki bent á neinar rannsóknir máli sínu til stuðnings, hvorki varðandi taser né æsingaróráðsheilkenni.

Varðandi 10-11 lögguna þá hlýtur maðurinn að hafa gert sér grein fyrir því að í öllum þessum matvöruverslunum eru myndavélar út um allt.  Hann bara einfaldlega missti stjórn á skapi sínu.

Varðandi kærur á hendur lögreglu þá er nákvæmlega sama kerfi hér á íslandi og alls staðar annarsstaðar.  Ég man ekki eftir neinu dæmi um að rannsókn á hendur lögreglumanni hafi verið gagnrýnd af dómstólum og því sé ég ekki vandamálið.  Ég gæti hins vegar trúað að langstærstur hluti þessara kæra eru upplognar sakir og ýkjur fólks sem finnst það í lagi að ljúga upp á lögguna, svona svipað eins og sumum finnst í lagi að stela frá tryggingarfélögum.

Varðandi þvagleggsmálið þá finnst mér lögreglan ekki hafa gert neitt rangt þar miðað við núverandi löggjöf og sé ekki hvernig þetta hefði átt að fara fram öðruvísi.

Laganemi (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 13:15

18 identicon

Hefur "laganemi" ekki heyrt um íslensku stjórnarskránna.  Honum til fróðleiks er hún á bls. 1 í Lagasafninu.  Þar er m.a. lagt bann við að menn séu látnir sæta vanvirðandi meðferð.  Hvað segir "laganemi" um stöðu stjórnarskrárákvæða gagnvart annarri löggjöf.  Eða gæti það verið að hann þurfi að læra réttarheimildafræðina upp á nýtt.

HEHE (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:25

19 identicon

"Laganemi" fer líka rangt með þegar hann segir að á Íslandi séu meint brot lögreglumanna rannsökuð skv. sama kerfi og hérlendis.  Þetta er einfaldlega rangt og ég mæli með því að þeir sem þykjast vera sérfræðingar á einhverju sviði, svo sem "laganemar", kynni sér raunveruleikann áður en þeir fullyrða slíkt.  Ég endurtek - það er beinlínis ósatt.  T.d. Þýskaland, Frakkland, England, Belgía, Spánn, flest ríki Bandaríkjanna o.fl., o.fl., o.fl.

Það er ekki nægilegt að skreyta sig með nafninu "laganemi".  Maður verður líka að hafa eitthvað til síns máls.

HEHE (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:28

20 identicon

Ég tek eftir því að menn kalla Amnesty þrýstihóp.  Gott og vel en hvaða málstað eru þau að reyna að koma að?  Hvaða hagsmuni eru Amnesty að verja sem er að sumra mati slæmur?

Einar (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.