Skemmdarverk á skoðanakönnun um versta íslenska hljómsveitarnafnið

  Að undanförnu hef ég haldið úti á bloggi mínu skoðanakönnun um versta íslenska hljómsveitarnafnið.  Ég stóð frekar vel og heiðarlega að því.  Ég bauð lesendum að tilnefna vond íslensk hljómsveitanöfn.  Um 100 nöfn voru tilnefnd.  Næsta skref var að bjóða lesendum að styðja tilnefningar.  Þau nöfn sem voru studd af þremur eða fleirum stillti ég upp í formlega skoðanakönnun.  Það reyndust vera aðeins 8 nöfn.  Sjálfur stóð ég að mestu til hliðar þó að ég viðraði skoðun um tvö nöfn.  Annað þeirra hlaut ekki stuðning.

  Ég margítrekaði að þetta væri fyrst og fremst léttur samkvæmisleikur sem alls ekki ætti að taka of hátíðlega.  Leik sem væri ekki beint gegn neinum tilteknum músíkstílum eða hljómsveitum.  Þannig lagað.  Bara saklaus skemmtun til að gera sér dagamun. 

  Gamli góði ritstjórinn Jónas Kristjánsson,  einn af mínum uppáhaldspennum,  fór í þann gírinn að taka samkvæmisleikinn full alvarlega.  Hann skrifaði á www.jonas.is:

  "Jens Guð birtir atkvæðagreiðslur á vefsvæði sínu. Þar velja þátttakendur sjálfa sig í úrtakið. Kosningar þessar brjóta öll fræðileg lögmál kannana. Samt kallar Jens þær skoðanakannanir. Hann telur sér jafnframt kleift að gagnrýna fræðilegar skoðanakannanir. Segir nýja könnun á fylgi flokka í Reykjavík vera ómarktæka. Telur veruleikann undir niðri vera flóknari en þann, sem mælingin sýnir. Það má að nokkru satt vera. En Jens mætti þá taka mark á því í sínum eigin atkvæðagreiðslum..."

  Gagnrýni Jónasar er réttmæt.  Skoðanakannanaformið sem Moggabloggið býður upp á getur aldrei fallið undir hávísindaleg fræði.  Tölvuhakkarar geta svindlað í þessum könnunum.  Aðrir geta smalað atkvæðum meðal vinnufélaga,  kunningja eða annarra.  Þannig mætti áfram telja.  Að mögulegum skekkjumörkum frátöldum eru svona skoðanakannanir einungis til gamans gerðar.  Rétt eins og þegar hlustendur rásar 2 velja mann ársins eða hlustendur rásar 2 og Útvarps Sögu taka daglega þátt í skoðanakönnunum á heimasíðum þessara útvarpsstöðva.

  Listinn yfir verstu íslensku hljómsveitanöfninn tók fljótt á sig fastar skorður í skoðanakönnun minni.  Röðin breyttist ekkert frá því að atkvæðum fjölgaði úr 50 í 600. Það gefur vísbendingu um að niðurstaðan sé ekki fjarri raunveruleikanum.  Í gær birti Fréttablaðið niðurstöðuna:

  Versta íslenska hljómsveitarnafnið er Eurobandið (um 25%),  númer 2 er Pláhnetan (um 21%) og númer 3 Hölt hóra (um 19%).

  Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins snarbreyttist staðan.  Á nokkrum mínútum bættust við 800 atkvæði.  Öll greidd Pláhnetunni.  Það er ljóst að "hakkari" á vegum Eurobandsins breytti stöðunni.  Skyndilega var nafn Eurobandsins ekki efst á lista yfir versta íslenska hljómsveitarnafnið heldur Pláhnetan.

  Ég verð að ógilda þessi 800 atkvæði og birta niðurstöðuna eins og hún var áður en svindlið hófst..    Versta íslenska hljómsveitarnafnið er Eurobandið.

  Númer 2:  Pláhnetan.

  Númer 3:  Hölt hóra

  Númer 4:  8-villt

  Númer 5:  Morðingjarnir

  Númer 6:  Lummurnar

  Númer 7:  Á móti sól

  Númer 8:  Síðan skein sól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla ekki að tala um svo fánýta hluti eins og versta, íslenska hljómsveitarnafnið. Einfaldega vegna þess að mér er skítsama. Ég ætla fremur að vekja máls á því hvernig útvarpsstöðvar gera hljómsveitir vinælar að eigin geðþótta ...eða hver ræður eiginlega? Hef verið að hlusta á hvernig Rás 2 hampar "Jet Black Joe" og mörgum fleiri "krútthljómsveitum". Skil ekki hvað fólki finnst um þessa hljómsveit. Lélegar eftirhermur af Uriah Heep og Deep Purple. Að vísu syngur drengurinn vel en lagasmíðar eru endalausar endurtekningar af sama frasanum. Semsagt: Hugmyndasnauðir unglingar. Franz Schubert dó frá 8:undu sinfóníu sinni. Sú sinfónía varð gersamlega óþolandi því hún var endurtekin svo oft af leikmönnum samtíðar. Þegar ungir drengir safnast saman í bílskúr einhversstaðar....þá hafa þeir tilhneigingu til að festast á milli vídda...festast í frösum sem þeir fíla og klára aldrei lög. Þannig var það með "Jet Black Joe". Þegar menn eru búnir að fá sér í eina feita þá er ekki von til árangurs. Síðan er lagið sent áfram... til Rúv...(eða öllu heldur) hin ófrjóa hugmynd. Skilaboð frá útgefanda til dagskrárgerðarmanns eru skýr: " Þetta lag er líklegt til vinsælda" ! Ef ekki....þá færðu aldrei rauðvínsflöskuna og blómin sem ég lofaði þér !

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eru hljómsveitir til í alvörunni með þessi nöfn, Jens Guð? Ertu ekki bara að grínast?

Ég persónulega hef ekkert vit á íslensku hljómsveitum. Og finnst allur söngur á Íslensku hundleiðinlegur nema hjá Bubba. Veit ekkert af hverju.

Það er bara svona hjá mér...

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ehh Who cares

Bara grínast Jens minn , hef gaman af þessu eins og aðrir.

Ómar Ingi, 5.6.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ingjaldsfíflið er hann Jónas,
aulinn sólginn mjög í gras,
ríður hestum,
rosknum flestum,
í hausnum bara hass og gas.

Þorsteinn Briem, 5.6.2008 kl. 00:53

5 identicon

Haha! Að einhver skyldi hafa nennt þessu! Það var búið að birta könnunina eins og þú sagðir!

Jens, Haukur Morðingi sýndist mér bara vera afar hress yfir tilnefningu Morðingjanna líka minnir mig alveg örugglega (sjá gamalt blogg?)

Gunnar, mér finnst Jet Black Joe góðir, þeir eru með eigin stíl og eru m. áhrif frá gamla rokkskólanum. Þeir eru ekki "krúttrokkhljómsveit". Einfaldlega bara ein besta rokksveit Íslands.

ari (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Haukur Viðar

Jú mikið rétt. Ég var í skýjunum.

Svona fyrst við unnum ekki "besta hljómsveitarnafnið"-keppnina. Alltaf gaman að vinna eitthvað

Haukur Viðar, 5.6.2008 kl. 01:37

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Steini Briem er ég farin að verða hrifin af. hann er eiginlega hressasti kommentari sem er á blogginu núna. ég er næstum farin að sjá eftir því að biðja fólk afsökunar á orðbragði mínu til hæri og vinstri. Sendi meira segja Landlæknir afsökunarbréf vegna sjómannamállískunar  minnar og að hafa látið skila til hans að mig langaði að taka hann upp á rassgatinu..svo kom hann og sagði  að ég væri búin að hóta sér og hann lit mjög alvarlegum augum á málið.  kannski ég ætti að stofna hljómsvet og kalla hana "Sendisveinninn".  Nú ég var frægur í 2 daga og síðan er allt orðið leiðinlegt aftur..

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 01:55

8 identicon

Jónas er hálfviti. Ekki taka mark á honum.

Jónasína Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 02:18

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ok, ætla ekki að tjá mig um þessi hljómsveitarnöfn, en huhumm..... Ok. Jónas Kristjánsson er kannski ágætis penni en skoðanir hans eru gjörsamlega geldar að mínu mati, svo..... who cares hvað honum finnst???

Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 02:47

10 identicon

Afsaka skemmdarverkin. Forritari blog.is ætti að laga þetta.

Stebbi (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 05:03

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hálviti er alvarlegur sjúkdómur. Flestir alvöru hálvitar eru á hælum. Er þessi Jónas ekki ritsjóri? MBL er besta blaðið ef maður velur eitthvað blað. Flest blöð eru bara sori og sorprit. Aldrei lesið neitt eftir þennan Jónas. Hlútur að vera áhugaverður fyrst honum tekst að fara í þær fínustu hjá svona mörgum...

Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 05:19

12 identicon

Fyrirgefðu mér Ari! Kannski var það ósanngjarnt af mér að taka Jet Black Joe fyrir. Var reyndar bara að taka allar þær "krútthljómsveitir fyrir sem eru á mála hjá RUV. Raularinn Benni Hemm Hemm ( veit ekki hvernig manninum dettur í hug að koma fram opinberlega) Einhver hlýtur að hafa logið illilega að honum um hæfileika hans. Hann virðist samt vera aufúsugestur hjá Kastljósinu. Ólöf Arnalds (að hlusta á hana er eins og að vakna upp með timburmenn á aðalfundi Kvenfélags Stafholtstungna) RUV klíkunni finnst hún æði. Svona mætti lengi telja....Það eru ekki hlustendur sem ákveða hversu "góðir og áheyrilegir" flytjendur koma fram í ríkisfjölmiðli heldur örlítil klíka á RUV, fólk sem telur sig vera sjálfskipaða handhafa sannleikans. Og ég sem hélt að Stalín væri dauður. Það versta við allt saman er að skríllinn lætur vel að stjórn...eins og fjarstýrðir apar.

Kv,

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 08:38

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

tsk tsk tsk...

Haraldur Davíðsson, 5.6.2008 kl. 12:37

14 identicon

Ég held þú hafir misskilið kallinn aðeins Jens. Úrtak er orð sem notað er yfir þann hóp fólks sem tekur þátt í skoðanakönnun. Þegar hann segir að fólk velji sig sjálft í úrtakið, er hann að vísa til þess að ekki er um slembiúrtak að ræða, eins og raunin er í öllum professional skoðanakönnunum, heldur heldur samanstendur úrtakið af þeim sem taka upp á því hjá sjálfum sér að taka þátt í skoðanakönnuninni. Hann er ekki að tala um að meðlimir hljómsveita tilnefni hljómsveitirnar sínar í könnunina. Ef ég man rétt þá er líka þó nokkuð síðan hann sagði þetta, og var því áreiðanlega ekki að tala um þessa tilteknu skoðanakönnun, enda hefur hann víst minna en engan áhuga á músík.

Pétur Jónasson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:44

15 identicon

Jamm, var einmitt að fletta þessu upp. Þessi ummæli sem þú kvótar þarna eru í færslu sem sett var inn 15. maí.

Pétur Jónasson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:50

16 identicon

http://eyjan.is/ordid/2008/06/05/valdis-haett-a-bylgjunni/#comments

Þarna eru hinsvargar góðar fréttir, nú fáum við sunnudagsmorgnana aftur. Það var búið að auglýsa "Vaknaðu með Valdísi Gunnarsdóttur á sunnudagsmorgnum" Það er hörmuleg upplifun sem flestir hljómsveitargaurar landsins lentu í og vildu ekki endurtaka, því ættu hlustendur þá að vilja það?

Markús (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:38

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Jónasson veit nú hvað hann syngur í þessum efnum, því hann er sonur téðs Jónasar Kristjánssonar og er þar að auki mikill tölfræðispekingur.

Þorsteinn Briem, 5.6.2008 kl. 19:57

18 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Af hverju heldurðu að þeir sem völdu Pláhnetuna hafi verið á vegum Júróbandsins - mér finnst einhvernvegin líklegra að hann/hún/þeir hafi verið á vegum Pláhnetunnar, enda lítið varið í að tapa svona keppni.

Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 20:41

19 identicon

Fannst alltaf vanta Klamedíu-X á þennan lista... En jæja kannski næst

Mangi litli (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:37

20 identicon

Klamydia X...besta nafnið!

Gunnar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband