Mistök í popplögum

  Rokkmúsík á að vera lifandi.  Þannig er hún ekta.  Rokkmúsík er betri þegar örlítil mistök fá að fljóta með í stað þess að allt sé sótthreinsað og allir hnökrar fjarlægðir.  Hér eru örfá dæmi - og gaman væri að fá fleiri dæmi í púkkið frá ykkur:

  - Satisfaction  með The Rolling Stones:  Í lok hvers vers,  rétt áður en gítar"riffið" skellur á,  má heyra pínulítinn smell þegar Keith Richards stígur á "effekta" fótstig gítarsins.

  - Life on Mars  með David Bowie:  Ef hækkað er vel í græjunum þegar píanóið fjarar út í lok lagsins má heyra símhringingu.  Einhver gleymdi að loka dyrunum á hljóðversklefanum.

  - Blue Suede Shoes  með Carl Perkins:  Bilið (hikið) á milli fyrstu línu ("Well,  it´s one for the money") og annarrar ("Two for the Show") átti ekki að vera þarna.  Þetta voru mistök.  Carl var hinsvegar búinn með upptökutímann sinn og allan pening.  Þess vegna gat hann ekki endurhljóðritað lagið og leiðrétt mistökin.

 - Draumaprinsinn  með Ragnhildi Gísla:  Í þessu lagi úr kvikmyndinni  Í hita og þunga dagsins  syngur Ragga um draumaprinsinn Benedikt á einum stað og draumaprinsinn Benjamín á öðrum stað.  Hún ruglaðist einfaldlega á nafninu án þess að taka eftir því.

  - Minning um mann  með Logum:  Þarna er sungið um mann sem drakk brennivín úr "stæk".  Orðið stækur stendur með eitthverju sem lyktar illa (stæk fýla) eða einhver sé þvermóðskufullur (stækur gegn e-h) eða duglegur og röskur.  Sá sem fer offari er ofstækisfullur.  Sönglagið  Minning um mann  er eftir Gylfa Ægisson.  Hann orti um mann sem drakk brennivín úr sæ.  Söngvari Loga misheyrðist þegar hann lærði textann af segulbandsupptöku.

  - Brass in Pockets  með Suede:  Vegna misheyrnar syngur Brett Anderson "been driving,  detour leaning".  Í frumútgáfu lagsins með The Pretenders er sungið "been driving,  DETROIT leaning". 

  - Down at the Doctors  með Dr.  Feelgood:  Í lok gítarsólósins má heyra söngvarann segja:  "Eight bars of piano".  Hann var að gefa upptökumanni fyrirmæli um að bæta píanói síðar við upptökuna.  Fyrirmælin fóru forgörðum hjá upptökumanninum.  Hann bætti aldrei píanói ofan á og fjarlægði ekki fyrirmæli Lees Brilleaux.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Bara meiri karakter í lögunum fyrir vikið

Ómar Ingi, 13.8.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Tikkið sem heyrist í gegnum allt lagið " Blackbird " með Bítlunum er taktmælir sem var látinn vera því að upptakan á gítarnum tókst.

Haraldur Davíðsson, 13.8.2008 kl. 21:24

3 identicon

Voru það ekki Benóný og Benjamín hjá henni Ragnhildi?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:39

4 identicon

Jú, það voru Benóný og Benjamín. Karakterinn sem Benedikt Árnason lék hét einmitt Benjamín og þar með hefur textinn örugglega átt að vera svona.

Í laginu "Við sem heima sitjum" kallar Megas á gítar þegar farið er inn í sólókaflann, en það er síðan hammond-orgel sem tekur sólóið.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún Benjamín hitti á ballinu,
og Benóný einnig á skrallinu,
þar villt var geim,
af vinunum þeim,
Ragga var börnuð á rallinu.

Þorsteinn Briem, 13.8.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það eru æði mörg lög önnur en Satisfaction hvar heyra má þegar kveikt er á effektum hjá gítaristunum. Árið 1965 var það samt talsvert hærra klikk en í effektafetlum í dag.

Effektafetillinn sem Richards notar í Satisfaction var Gibson Maestro Fuzzbox, sem var einn af fyrstu fuzz-fetlunum. Rokkgítarleikarar gerðu í sig af hrifningu og á fáum mánuðum seldist lagerinn upp hjá Gibson.

Ég prófaði eitt sinn svona græju. Að kveikja á fuzz-inu er álíka hávaðasamt og að starta gömlum Wartburg.

Ingvar Valgeirsson, 13.8.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Á annarri plötu Talking Heads, More songs about buildings and food, má heyra í lyklum í vasa David Byrne. Ég man því miður ekki hvaða lag þetta er en ég las þetta í viðtali við hann fyrir mörgum árum. Málið var að þegar hann var að syngja lagið var hann kominn í svo mikið stuð að hann fór að dansa þannig að hringlið í lyklunum lak inná míkrofóninn. En þetta er bara skemmtilegt percussion í lok lagsins, enda maðurinn með afbrigðum taktviss.

Jakob Smári Magnússon, 14.8.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrst þú minnist á Dr. Feelgood, sem ég hafði gaman af í gamla daga - félagi minn einn var við nám fyrir nokkrum árum í Bretlandi. Sá auglýsta tónleika með Dr. Feelgood og ákvað að skella sér. Þá var allt annar söngvari - Lee Brilleaux dauður fyrir nokkru síðan - og það sem meira var, ALLT ÖNNUR HLJÓMSVEIT! Enginn upprunalegur meðlimur, reyndar enginn sem nokkur maður kannaðist við. Þetta var samt ekki auglýst sem tribute-band, þetta var bandið - bara búið að skipta um haus og skepti nokkrum sinnum.

Ingvar Valgeirsson, 14.8.2008 kl. 16:58

9 identicon

Og í Billy The Mountain mætir maðurinn með peningaumslagið á Cadillac Eldorado en Billy hóstar upp hnullung sem eyðileggur Lincolninn

 Now, one day, and I believe it was on tuesday, a man in checkered double-knit suit drove up in large el dorado cadillac leased from bob spreene ( where the freeways meet in downey! )
He laid a huge bulging envelope right at the corner of billy the mountain, that was right where his foot was supposed to be. now billy the mountain, he couldnt believe it: all those postcards he
posed for, for all of those years, and finally, now at last, his royalties! royalties, royalties, royalties! the royalty check is in, honey! ... yes, billy the mountain was rich! yes,
His eyeball caves, they widened in amazement... and his jaw, which was a cliff, well it ... it dropped thirty feet! a bunch of dust puffed out ... rocks and boulders hacked up, hack! hack! ... crushing the lincoln ...

Svo bregðast krosstré, því það sem Zappa vildi aldrei sjá á sviðinu voru pappírar af neinu tagi nótur, textar, settlistar e.t.c.

Kveðja

Leifur

P.S.

Zappa var meistari og einn minn aðal gítarguð

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ef þú bara vissir hvað við pældum mikið í  Benedikt/Benjamín á sínum tíma.

Hvað táknaði þetta? Voru þeir tveir? Eða fleiri?

Aldrei datt mér í hug að hún hefði mismælt sig - þetta hlaut að merkja eitthvað djúpt og dularfullt....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 09:15

11 Smámynd: Gunnar Pálsson

"Tikkið sem heyrist í gegnum allt lagið " Blackbird " með Bítlunum er taktmælir sem var látinn vera því að upptakan á gítarnum tókst."

Raunar er tikkið Paul að stappa niður skónum.

Gunnar Pálsson, 15.8.2008 kl. 16:11

12 Smámynd: Heimir Tómasson

Ískrið í trommufetlinum hjá John Bonham í Since I've been loving you......

Heimir Tómasson, 15.8.2008 kl. 19:57

13 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það eru nú heldur ekki rétt með farið hjá þér að Gylfi hafi ort að Gölli Valda hafi drukkið brennivín úr sæ...

Rétt er erindið svona:

Nú ljóðið er á enda um þennan sómasvein,

sem að þráði brennivín og sæ.

Hann liggur nú á kistubotni og lúin hvílir bein,

í kirkjugarði í Vestmanneyjabæ.

Þeir félagar í Logum sungu reyndar: Í öskuhrúgu í Vestmanneyjabæ, en það gengur ekki vegna stuðlasetningar þar sem Gylfi notar það skáldaleyfi að láta kistuloki og hvílir sem stuðla. Ekki alveg kórrétt en gengur alveg í sungnum texta þar sem sunnlenski framburðurinn er lítt greinanlegur.

Ólafur Jóhannsson, 17.8.2008 kl. 14:15

14 Smámynd: Gúrúinn

Fyrst farið er að ræða misheyrnir í textum verður að minnast á vefinn http://www.kissthisguy.com sem ber nafn sitt af þekktri misheyrn þegar Hendrix syngur "scuse me while I kiss the sky" í Purple Haze.

Gúrúinn, 17.8.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.