Madonna er forljót - og ég get sannað það!

  Madonna

  Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að skrifa um Madonnu.  Mér þykir músík hennar óþolandi leiðinleg.  En ég ætla svo sem ekki að tjá mig neitt um músíkina hennar.   Þess í stað ætla ég að setja spurningamerki við það lof sem hlaðið er á Madonnu fyrir meinta fegurð.  Sannleikurinn er sá að Madonna er ófríð,  svo sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan.  Sú mynd er ekki "fótósjoppuð",  öfugt við margar aðrar myndir af henni. 

  Raunveruleikinn er sá að áður en Madonna fer út á meðal fólks þá lætur hún heilan her af förðunarfræðingum breyta sér í þokkalega útlítandi manneskju.  Svona er skemmtiiðnaðurinn.  Tómt fals. 


mbl.is Madonna fimmtug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf sæt, & reyndar mikil hæfileikakona í tónlist Jenzi minn.

Steingrímur Helgason, 16.8.2008 kl. 23:34

2 identicon

og þú ert fallegur?

Borat (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hvar grófstu upp þessa mynd??? Ég held hún hljóti að vera skárri en þetta?

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.8.2008 kl. 23:50

4 identicon

Er hún ekki bara ósköp venjuleg?Mér finnst ekkert að þessari mynd.

Flest allt þetta kvikmynda og tónlistarfólk  er undir mikilli pressu um að líta vel út.Alltaf!

Þú ert einn af þeim sem gerir þær kröfur,greinilega! 

Bylgja (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 23:56

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  hún er fallega ljót.

  Steingrímur,  hún veit hvað hún er að gera í músíkinni.  En mikið óskaplega sem sú músík meiðir mín eyru.

 Borat,  reyndu að vanda þig á lyklaborðinu.  Þú hefur ýtt á spurningarmerki í stað upphrópunarmerkis.

  Rúna,  ég fékk þessa mynd senda ásamt fleiri myndum af frægu fólki óförðuðu.  Förðunarfræðingar eru margir hverjir töframenn.  Margt af þessu fræga fólki í útlöndum lítur þokkalega vel út einungis vegna mikillar vinnu förðunarfræðinga.  Paris Hilton er til að mynda verulega ófríð í raunveruleikanum og ólík því útliti sem hún er þekkt fyrir.  Hún er töluvert tileyg en það er lagað með bláum linsum.  Hennar rétti augnlitur er brúnn og hennar rétti hárlitur er dökkur. 

Jens Guð, 17.8.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Jens Guð

  Bylgja,  ég kann betur við að konur líti þokkalega út.  Mér er hinsvegar alveg sama um útlit karla. 

Jens Guð, 17.8.2008 kl. 00:02

7 Smámynd: ROBBINN

Madonna Louise Ciccone Ritchie er bráðhugguleg, sjoppuð eða ósjoppuð.  Á myndinni fyrir ofan er hún að koma beint úr ræktinni, þessi elska.

Og talandi um fótósjopp; Jens, lagaðu toppmyndina á þinni síðu... ;) 

ROBBINN, 17.8.2008 kl. 00:09

8 identicon

Fimmtug kelling, edlilegt.

Gunni (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 00:17

9 identicon

Humm hefur þú séð sjálfan þig í spegli án þess að fara í gegnum fótósjop er viss um að Madonna hefur vinningin fram yfir þig!!!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 00:23

10 Smámynd: Jens Guð

  Robbinn,  toppmyndin á síðunni er frá Götu í Færeyjum.  Þar er svo fallegt að ég sé enga þörf á "fótósjoppi".

  Gunni,  einmitt út af fimmtugsafmæli kellu var svo mikið talað í fjölmiðlum um að hún sé falleg.  Sagt að hún verði stöðugt fallegri með aldrinum og annað eftir því.   

  Jóhanna,  er ég allt í einu kominn í keppni við Madonnu?  Ég er töluvert eldri en hún.  Samt myndi ég vinna hana í sjómann.

Jens Guð, 17.8.2008 kl. 00:41

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hún er flott!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2008 kl. 00:53

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér hefur alltaf fundist Paris Hilton frekar ófríð, hún er með stórgert andlit og gerfilegt.  Madonna er náttúrulega kona sem varð fimmtug í gær og er ekki skrítið að hún sé ekki ekki eins og unglingur í framan  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2008 kl. 02:31

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Madonna er flott.....og þar fyrir utan veistu ekki rassgat um tónlist.....

Einar Bragi Bragason., 17.8.2008 kl. 03:06

14 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér finnst hún bara fín. Hvað þykist þú vera!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 03:09

15 Smámynd: Jens Guð

  Anna,  ertu að meina fyrir eða eftir förðun?

  Jóna,  fólk ber aldur misvel.  Sumt áttrætt fólk er myndarlegra en það var á unglingsárum.

  Enar,  það er alveg líklegt að ágiskun þín sé rétt.  Bæði um Madonnu og mig.  Líkurnar eru ekki minni en 50/50.  Hinsvegar er maður sem hefur verið í Stjórninni klárlega ófær um að meta hvort músík sé góð eða vond.  Eins og staðfest er líka með áróðri þínum fyrir því að skallapopp sé góð músík.

  Sólveig,  ég þykist vera gervigrasalæknir.  En er það ekki í alvörunni. 

  Ólafur,  sumir samkynhneigðir menn hafa góðan músíksmekk. 

Jens Guð, 17.8.2008 kl. 04:44

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jens minn mér leist ekkert á það sem blasti við mér í speglinum í morgun og þegar maður er komin á MINN aldur þá tekur sko tímana tvenna að spasla upp í misjöfnurnar skal ég segja þér.

Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2008 kl. 08:16

17 identicon

Fyndið hvað margir finna þörf hjá sér að verja hana með kjafti og klóm. Mér finnst Madonna vera venjuleg í útliti, eins og konan í næsta húsi, ef svo má að orði komast. 

Katrín (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 08:28

18 identicon

Sumrir eru "fótogeniskari" en aðrir. Fegurð er afstæð og alltaf hlýtur þetta að vera spurning um útgeislun. Madonna hefur mikla útgeislun.

Jakob Bragi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 08:42

19 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég myndi nú frekar segja að manneskjan á þessari mynd sé eitthvað hálf veik.  Allaveganna óvenjulega veik.

Brynjar Jóhannsson, 17.8.2008 kl. 09:15

20 identicon

Ég hlusta ekki á Madonnu en finnst þó margt flott með henni, sérstaklega eldra dótið og það hefur staðist tímans tönn.

Material girl, Like a Virgin, Vogue og fleiri. Held að örgustu rokkhundar dilli sér ósjálfrátt við taktinn úr þessum lögum.

Það verður líka ekki af kellu tekið að hún er búinn að vera í fremstu röð síðan 83-84 og því ná ekki listamenn nema hafa eitthvað bitastætt að bjóða. Einhversstaðar las ég að Madonna væri með 150-160 í greindarvísitölu, þ.e. afburðagreind. - Hún hefur a.m.k. lítið sem ekkert misstigið sig í tónlistinni.

Þetta er kannski svipað og með Wham og fleiri sem margir telja ekki fína músik að þetta hefur lifað og er melódískt og flott.

Berti (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:43

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf er verið að fókusera á útlit kvenna.  Madonna er bara venjuleg kona með sminkdollu upp á milljónir.

Er ekki hrifin af músíkinni hennar en hún er ljóngáfuð og klár í viðskiptum.

Hvaða máli skiptir það hvernig hún lítur út?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 09:57

22 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef það á nú að fara að dæma útlit fólks eftir einni mynd þá erum við öll ljót. En eins og Jenný segir...who gives a fuck...eða sama sem :)

Konan er snillingur

Heiða B. Heiðars, 17.8.2008 kl. 10:09

23 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef það á nú að fara að dæma útlit fólks eftir einni mynd þá erum við öll ljót. En eins og Jenný segir...who gives a fuck...eða sama sem :)

Konan er snillingur

Heiða B. Heiðars, 17.8.2008 kl. 10:09

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér finnst þú nú öllu krúttlegri en Madonna Jens....

Haraldur Davíðsson, 17.8.2008 kl. 10:22

25 Smámynd: Ester Júlía

Nei..það er ekki hægt að segja að Madonna sé ófríð. Mér finnst hún alls ekki ófríð á þessari mynd, bara ótilhöfð þessi elska. Hún er fimmtug ..og heldur sér ótrúlega vel.

Annars tók ég meira eftir handleggjunum á henni .....sú er "skorin"...mig langar að vita hvaða stöff hún tekur .. =o)

Ester Júlía, 17.8.2008 kl. 10:42

26 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hún er bara miðaldra kona á vondum degi á þessari mynd - mér finnst hún ekkert ljót, bara þreytuleg. Það erum við öll af og til. Þið ættuð bara að sjá mig að morgni dags.

Madonna er að vísu ein af þeim sem hefur stuðst mikið við útlitið og kynþokkann í sinni markaðssetningu - þannig að það er nú ekki beint hægt að gagnrýna menn (t.d. Jens) fyrir að tak mið af því  þegar verið er að róma fegurð konunnar.

En Madonna er hörku bisnesskona og hæfileikarík - hún má eiga það. Og hún kann að skvera sig upp þegar því er að skipta. Svo sannarlega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.8.2008 kl. 11:01

27 identicon

Það væri líka hægt að ná vondri mynd af Anítu Briem, sem er gullfalleg. Það er til fullt af óheppilegum myndum af mér sem tel mig þó líta alveg þokkalega út.  Rauð og þrútin í andlilti í fjallgöngu, eða föl og sveitt að koma úr ræktinni. Með augun hálflokuð eins og ég hafi lent í slæmu slysi eða sé á lyfjum. Grett eins og nagdýr þar sem ég er að tala eða borða... Það þýðir þó ekki endilega að ég sé ófríð eða ljót!

 Það er svona tal sem gerir það að verkum að stjörnurnar láta yfirleitt ekki sjá sig nema farðaðar eins og best verður á kosið, ef einhver nær af þeim slæmri mynd eru þær dæmdar ljótar og að fegurð þeirra sé feik.

 Maddonna er FIMMTUG!! Á þessari mynd finnst mér nú koma greinilega fram að hún er óvenju glæsileg fummtug kona. Myndin nær andartaki þar sem augun eru misopin, hún er greinilega mjög þreytt eftir átök í ræktinni, þess vegna eru æðarnar svona þandar.

 Það eina sem hægt er að setja út á hana er að hún er í grennsta lagi, en á móti er hún í fáránlega góðu formi. Ef ég liti svona vel út fimmtug mundi ég telja mig hafa hlotnast mikla gæfu.

Inga (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 11:19

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Djúpa hún með drætti,
og dollurnar nota mætti,
með keytuseyti,
og koppafeiti,
að holdfögrum Jens Guðs hætti.

Þorsteinn Briem, 17.8.2008 kl. 11:21

29 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mér finnst hún sexý

Eva Benjamínsdóttir, 17.8.2008 kl. 11:30

30 Smámynd: Guðmundur Hall Ólafsson

Jens,hvaða hvaða,þetta er frænka mín og hún er ekki söngkona hvað þá Madonna,ertu með hana heima hjá þér,ég er búinn að leita að henni í tvo mánuði og svo ert þú bara með hana,farðu nú að skila henni og líttu svo í spegil í fyrramálið minn kæri. Þó ég sé sá langflottasti þá birti ég ekki mynd af mér á blogginu svo ég fái að vera með þá sýn á mig áfram. kv Gúndi Glans

Guðmundur Hall Ólafsson, 17.8.2008 kl. 11:48

31 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Eitthvað er hún illa fyrirkölluð á þessari mynd.... Ég tek undir með þeim sem segja að ekki sé öll fegurð í andliti fólgin

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 17.8.2008 kl. 11:49

32 identicon

það er hægt að ná svona mynd af hverjum sem er í réttri birtu og persónunni að övörum. Skrýtið að þú skulir gleypa við þessu Jens

sandkassi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 12:34

33 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

hjúkk, hún er sem sagt mannleg, eins og við allar, misjafnlega sætar bara spurning hvort það sé mánudagur eða laugardagur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.8.2008 kl. 12:54

34 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég kann betur við að karlar líti þokkalega út.  Mér er hinsvegar alveg sama um útlit kvenna. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.8.2008 kl. 13:01

35 Smámynd: Ómar Ingi

Dont judge the book by the cover dude

Ekki er verið að plammera verstu mynd sem tekin hefur verið af þér á netið !!!  ( Mana þig samt til að gera það það væri hressandi að sjá eina asnalega af þér hehe)

En þú ert í ruglinu Madonna er snillingur ekki margir sem hafa verið á toppnum í bransanum í þetta mörg ár selt jafn margar plöttur átt jafna marga hittara og selt jafn mikið af miðum á tónleika sína osfv.

Músikin hennar hefur verið upp og niður en fjöldin hefur fílað hana og hún hefur ávallt náð til yngri kynslóða líka og stækkað hópinn sinn af áðdáendum

Það er dæmi um SNILLD

En þér finnst múskin hennar ömurleg og það er allt í góðu enda er ég ekki að dæma það neitt þrátt fyrir að maður segi eitt og annað líkt og þú um einhvern tónlistarmannin eða konuna því jú það er svo gott ð vita til þess að smekkur manna er æði misjafn sem er bara af hinu góða fyrir mannfólkið.

Settu nú Madonnu á fónin og dansaðu fram eftir degi

PS: Lífið er fals

Ómar Ingi, 17.8.2008 kl. 13:07

36 identicon

Ég var að skoða myndina af þér og finnst hálf kaldhæðnislegt að þú skulir setja sjálfan þig í dómarasæti þegar kemur að fegurð.

Fegurð er huglæg. Mér finnst þú tildæmis forljótur, en ég er viss um að mömmu þinni finnst þú sætur. Mér finnst Madonna glæsileg, kannski svolítið of horuð, en flott. Þér finnst hún ljót. Sérðu hvernig þetta virkar?

Linda (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:10

37 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að lesa þetta allt saman..

Útlit og frægð fara saman.. það getur engin feministi neitað því með hreinni samvisku og sumar ykkar hafa meira að segja upplýst það á ykkar eigin bloggum að vera hrifin af hinum eða þessum "hunk"  ;) sem er ekkert annað en útlitsdýrkun...  hint hint Jenny og Heiða 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 13:33

38 identicon

Hvers á Patty Smith að gjalda? Gleymdist að falsa hana? Eða er hún ekkert merkileg?

sandkassi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:39

39 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég veit ekki um hvort Jens hafi einhverntíma verið giftur, enn manstu Jens þegar þær voru að fara framúr kl 07:00 á morgnanna?  Maður einhvernveginn var alveg sáttur að þær byrjuðu á að fara á klósettið að hafa sig til.

Enn þú kannski manst þetta ekki Jens. 

S. Lúther Gestsson, 17.8.2008 kl. 14:27

40 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Jens, stundum ertu allt of þröngsýnn, ef það heitir popp disko eða dans þá er það bara drasl í þínum eirum og augum.

Ég held að flest allir geti verið sammála um að það sé til góð og slæm tónlist í tegundum tónlistar.

Ykkur dettur ekkert í hug að Madonna hafi kannski verið fótosjoppuð í mínus á þessari mynd, það er líka hægt.

Farðu nú að opna hug þinn á gamals aldri Jens, það er til meira gott en bara þungarokk og Færeysk flipp tónlist!

Þórður Helgi Þórðarson, 17.8.2008 kl. 15:18

41 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jens þú verður að útskýra húmorinn þinn fyrir Þórði

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 15:21

42 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Við erum öll ljót. Bara misjafnlega mikið

Brynja Hjaltadóttir, 17.8.2008 kl. 15:39

43 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Enar, það er alveg líklegt að ágiskun þín sé rétt. Bæði um Madonnu og mig. Líkurnar eru ekki minni en 50/50. Hinsvegar er maður sem hefur verið í Stjórninni klárlega ófær um að meta hvort músík sé góð eða vond. Eins og staðfest er líka með áróðri þínum fyrir því að skallapopp sé góð músík.....

Stjórinin var Frábært band......betra band en flest það dót sem þú ert að lofsyngja........og 9000 manns í brekkunni á Akureyri um verslunarmannaghelgina syngjandi gömul lög með Pálma Gunnars og Villa Vill segja allt um skallapopp.....og hana nú

Einar Bragi Bragason., 17.8.2008 kl. 15:56

44 identicon

sammála síðasta ræðumanni. Og sammála þér Einar minn að maðurinn veit ekkert um músik.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:01

45 identicon

Sæll Jens,

Þú sem gervigrasalæknir, getur þú ekki bara mallað einhvern varanlegan bjútí seið úr grösunum þínum og sent henni.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:10

46 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þú segist geta sannað ljótleika Madonnu. Hvernig? Ekki með einni mynd, svo mikið er víst. Jafnvel þó að viðfangið sé svo óheppið að vera illa fyrir kallað og myndast illa á þessari einu mynd.

Svo væri ágætt að þú, (og fleiri) færuð að rífa ykkur upp úr hjólfari þröngsýni og fordóma, þegar kemur að tónlist. Það skiptir ekki máli hvað tónlistin heitir eða hver flytur hana. Ef hún hittir á einhvern streng í sálu hlustandans, þá er það góð tónlist í hans huga. Það er enginn þess umkominn að segja öðrum hvað á að vera góð eða vond tónlist. Tengsl lags og hlustanda eru algjölega einstaklingsbundin upplifun.

Ólafur Jóhannsson, 17.8.2008 kl. 16:50

47 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvernig vogið þið ykkur að segja að Jens sé ljótur. Maðurinn er með skorpulifur og á sextugs aldri. Svona segir maður ekki við eldri borgara.

Þröstur Unnar, 17.8.2008 kl. 17:03

48 identicon

Jens þér ferst að tala um aðra,sjálfur ertu ljótur og kannski leiðinlegur líka.

GF (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 17:05

49 Smámynd: Rebekka

Ég verð að vera sammála Jens, mér hefur ekki fundist Madonna vera falleg síðastliðin 20 ár.  Að vísu er hún í hörkuformi fyrir að vera fimmtug, en á nýjustu myndböndum hennar lítur hún út eins og plastdúkka.  Máluð eða ómáluð,  hún lítur ekki vel út greyið. 

En hvameþa, ekki er Mick Jagger neitt sérstakt augnayndi heldur!

Rebekka, 17.8.2008 kl. 17:12

50 identicon

Fegurð er afstæð svo og aldur. Aldurstengdir fordómar eru þreytandi og bera vott um andlega fátækt. 

Þetta brennur sérstaklega við gagnvart konum  ( er einhver hissa?) en körlum fyrirgefst að vera gamlir feitir ljótir og latir. 

Hvað með ellismellina í Rolling Stones.  Ég ætla þó ekki að lasta þá því þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

 Hefur fegurð eitthvað með tónlist að gera ég bara spyr?

Bryndís (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 17:47

51 Smámynd: halkatla

hún er ömurleg að mínu mati, en mér fannst tónlistin hennar skemmtileg þegar ég var 10-12 ára

halkatla, 17.8.2008 kl. 17:54

52 identicon

Mér finnst konur fallegar skepnur yfirleitt. En ég geri mér grein fyrir því að ekki allir hneigjast í þá áttina.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 17:56

53 Smámynd: Sverrir Einarsson

Einmitt Jens er gervi grasalæknir........þannig las ég þetta alla vega.

Eitt ljótasta band sem fyrir finnst samankomið á sviði er í hvað mestu uppáhaldi hjá mér.....Rolling Stones. Nú að ég tali ekki um hinn eina sanna Kim Larsen........með smáfríðari mönnum sem ég hef hitt.

Þröstur skammastu þín hann er ekki neitt orðið löggilt gamalmenni þó hann sé á sextugsaldri, þá fyrst verður hann eldriborgari.

Hvað varðar þess fullyrðingu í fyrirsögninni hjá Jens þá vantar mig enn sönnunina fyrir því að Madonna sé ljót.....eða falleg. 

Sverrir Einarsson, 17.8.2008 kl. 18:18

54 identicon

Hefur þú einhvern tíma hlustað á disk með henni ???

Res (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:10

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þá er nú nýi borgarstjórinn okkar eitthvað annað. Hann er svo kynþokkafullur að það kemur alltaf yfir mig kósí stemming, svona sumarbústaðastemming, þegar ég sé hann og ljósin í mælaborðinu byrja að blikka.

Þorsteinn Briem, 17.8.2008 kl. 21:02

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit nú ekki hvort ég gæti orðið hamingjusamur með nýja borgarstjóranum en í nótt dreymdi mig þetta atriði með honum:

"Ef þú gerir ekki það sem ég segi þér, Óskar, lem ég þig sona með svipunni minni!"

Og ég hrökk upp með andfælum þegar ég heyrði smella í svipunni.

En þetta var nú bara með honum Óskari.

Þorsteinn Briem, 17.8.2008 kl. 22:15

57 identicon

Fyrir mér er engin ljótur, aðeins afar mismunandi fallegur.

Hún er dálítið of grönn og mismunandi falleg, en kemst ekki með tærnar þar sem Dr. JG hefur hælana hvað fegurð varðar.

Bestu kveðjur

Halldóra S (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:31

58 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eins og þú ættir að vita, er lítið að marka myndir. ljósmynd fangar einungis lítið sekúndubrot. myndir blöffa.

Brjánn Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 22:37

59 identicon

KRAKKAR... RÓIÐ YKKUR AÐEINS.....  Madonna er FLOTT eldri dama.. og hefur átt sína hörku smelli, hvort sem okkur líkaði þeir smellir .. eða ekki!!!

Hún var og er flott líkamlega..  en andlega er hún kanski niðurbrotin í augnablikinu...  "kommon" hver er ánægður með að verða fimmtugur.. á sextugsaldri!!!    ????

Edda (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:38

60 identicon

Það sem honum Jens Guð tekst,að æsa fólk upp í bulli um Madonnu blessaða,heyr á endemi.Myndin sem á að vera af Madonnu hjá Jensanum,er ekki af Madonnu.Á þessari mynd er Svetlana Iganova Varineski,rússnenskur sleggju og kúluvarpari,    nei??    ó víst bara.

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:41

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt hjá Núma. Þessi dama er ekki Madonna. Hér eru nýlegar myndir af henni:

http://madonna-fanblog.blogspot.com/2008/04/german-magazines-gala.html

Þorsteinn Briem, 17.8.2008 kl. 22:54

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hins vegar kastar þessi dama hér á myndinni ekki sleggju eða kúlu lengra en fimm sentímetra, nema þá tyggjókúlu.

Þorsteinn Briem, 17.8.2008 kl. 23:04

63 identicon

Jens er besti þurs moggabloggsins.

Raufarhöfn (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:21

64 Smámynd: doddý

hvaða æsingur er í fólki? sér engin að konan er helsjúk? nema kannski brynjar og hinricus!? ofþjálfað og "skorið" og svelt fólk er hrikalega ljótt og það á við hana lille jómfrú á þessari mynd hvort sem hún er af maddonnu eða ekki. en þar sem konan gerir út á kroppinn á sér á hún að vera falleg í alla staði og alltaf, annars finnst mér hrikalega fyndið hvað þessi ljóta mynd vekur sterk viðbrögð. - mér finnst maddonna ömurleg hvort sem hún var 15 eða 50 nú. kv d

doddý, 18.8.2008 kl. 01:26

65 Smámynd: Jens Guð

  Elskurnar mínar,  bestu þakkir fyrir skemmtilega umræðu.  Því miður treysti ég mér ekki til að svara öllum þessu ágætu innleggjum hér í umræðuna.  Það myndi kosta frídag frá vinnu.  Ég vona að þið virðið að ég verð að sinna vinnunni til að eiga fyrir bjór.  Samt verð ég að svara örfáum spurningum sem hefur verið beint til mín.  Eða finn mig knúinn til að "kommenta" á.

   Berti,  ég get ekki svarið fyrir að Madonna sé með ofurgreind.  Hún er næm á markaðslögmál.  En blinduð á kabula-ruglið.  Allir með greindarvísitölu yfir 136 eru með skerta tilfinningagreind.  Madonna hefur mörgum sinnum misstigið sig.  Bæði sem músíkant og kvikmyndaleikari.  Wham! er viðbjóður. 

  Ólína,  á sínum tíma lærði ég auglýsingamarkaðsfræði.  Sem áhugamaður um músík og markaðsfræði las ég fyrir aldarfjórðungi bók um markaðssetninguna á Madonnu.  Þar var vissulega vel á spilum haldið og konan treystir ekki einvörðungu á ráðgjafa.  Hún hefur tilfinningu fyrir þessu sjálf.  Meðal annars hefur hún dreift áhættu gáfulega.  Á plötufyrirtækið Maverik sem gefur út Prodigy og fleiri stór nöfn og hefur reynt að gera sig gildandi í kvikmyndum.  Að vísu með döprum árangri.

  Ómar,  sölutölur eru ekki mælistika á bitastæða músík.  Þær eru mælistika á markaðssetningu. Það sannreyndi ég eftir að hafa í 13 ár ekki unnið við annað.

  Linda,  móðir mín næstum áttræð er ekki dómbær á útlit mitt.  Hún hélt því ranglega fram í haust að ég væri með annan fótinn styttri vegna þess að ég haltraði vegna stirðleika.  Samtalið var svona:

  -  Þú þarft að láta mæla fæturna.  Það eru svo margir með annan fótinn styttri.

  - Mamma,  það á ekki við um mig.

  - Jú,  þú skalt láta athuga það.  Þetta er svo algengt.

  -  Mamma,  ég er á sextugsaldri og ég hefði orðið var við ef fæturnari væru mislangir.

  - Láttu samt athuga það.  Það er hægt að fá innlegg og enginn þarf að vita það.

  - Mamma,  ég þarf þess ekki.

  - Það er engin skömm að því.  Þú ættir hiklaust að láta mæla það.

  Þannig hélt samtalið áfram í hálftíma.

  Gunnar,  ég reikna með að þú eigir við pönksöngkonuna Patti Smith.  Næstum því nafna hennar,  Patty Smith,  gerði út á sönglag hennar og Brúsa Springsteen  Because The Night.  En hin eina sanna Patti Smiht Íslandsvinur,  sem reyndar er áhugaljósmyndari,  er ekkert í því að "fótósjoppa" myndir.  Enda pönkari.

  Sigurður Lúther,  ég var giftur í næstum aldarfjórðung.  Konan var alltaf jafn falleg kvölds sem morgna.

  Doddi litli,  mikið sem ég er "húkt" á Litlu hafmeyjunni án þess að "fíla" músíkina.  Bullið í ykkur er hinsvegar svo meiriháttar skemmtilegt að ég hvíli eyrun á meðan tölvupoppið gengur yfir.  Ég fer ekki að skipta um músíksmekk kominn á efri ár.  Verst að það sé ekki til varðveitt upptaka með hljómsveitinni okkar Viðars Júlí,  Frostmarki.  Þá myndir þú átta þig á að fátt stenst samanburð.

  Sem fagmaður í auglýsingamyndavinnslu er ég búinn að ganga úr skugga um að myndin af Madonnu er ekki "fótósjoppuð".  Eftirvinnsla á ljósmynd er auðrakin.  Það hefur ekki verið hreyft við neinu á þessari mynd.

  Óskar,  Doddi litli þarf ekki nema kasta kveðju á Andra Frey eða Viðar pabba hans til að átta sig á hvað er í gangi.  Hann er bara að stríða mér,  blessaður kallinn.  Og ég honum.

  Enar,  takk fyrir brandara aldarinnar að Stjórnin hafi verið frábært band.  Þetta slær út öllum bröndurum um Leoncie og Lukku-Láka. 

  Samt.  Ekki reyna að fella Pálma Gunnars og Villa Vill undir hatt skallapopps.  Þeir hafa gert alltof margt flott undir öðrum formerkjum.

  No: 11,  það er alrangt að músík verði góð við það eitt að hún snerti við hlustandanum.  Kornabarn kolfellur fyrir spiladós af ómerkilegasta tagi.  Það gerir músíkina í spiladósinni ekki að hágæða tónverki.

  Þröstur,  þú hittir naglann á höfuðið.

  GF,  hér er ekkert kannski.  Hér er bara.

  Bryndís,  það er mikið rétt hjá þér að fegurð flytjenda músík hefur ekkert með músíkina að gera.  Rolling Stones er einmitt ágætt dæmi um ágæta hljómsveit flutta af ófríðum Bretum.

  Sverrir,  líttu aftur á myndina af kellu.

  Res,  ég hef blessunarlega sloppið við að hlusta á disk með Madonnu.  Ég hef heyrt um það bil 20 lög með henni.  Það jafngildir safnplötu.  Ertu að reyna að segja mér að eitthvað skárra leynist inn á milli á plötum hennar?

  Steini,  þegar ég heyri minnst á nýja borgarstjórann blikka einvörðungu aðvörunarljós sem gefa til kynna að hætta sé á ferðum.

  Doddý,  þetta er grín með að myndin sé af annarri manneskju.  Madonna er klárlega á fljótandi próteinfæði,  sem hindrar líkamann í að vinna prótein úr fæðu.  Hún er að ofgera líkamanum í heilsurækt án nægilegs vatns en þambar auðsjáanlega ávaxtasafa án trefja.  Hún er  með viðvarandi niðurgang.  Það leynir sér ekki.

Jens Guð, 18.8.2008 kl. 04:04

66 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég legg til að þú og Leoncie sameinist í skemmtilegan dúett.

Einar Bragi Bragason., 18.8.2008 kl. 10:06

67 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

  No: 11,  það er alrangt að músík verði góð við það eitt að hún snerti við hlustandanum.  Kornabarn kolfellur fyrir spiladós af ómerkilegasta tagi.  Það gerir músíkina í spiladósinni ekki að hágæða tónverki.

Jú, í eyrum barnsins getur þetta hljómað eins og hátimbraðasta sinfónía og fengið blessuðu barninu til að líða vel og þykja heimurinn fagur. Það eru síðan svona gapuxar eins og þú og fleiri sem fara að messa yfir blessuðu barninu og reyna að troða ykkar smekk uppá það. Þar með er ekki aðeins búið að eyðileggja góða minningu og hugrenningartengsl hjá barninu, heldur einnig að  fá það til að halda að tónlist geti verið mis-merkileg og mis-fín. Það er bara helv, bull og blaður að það sé til eitthvað sem heitir æðri eða betri tónlist og að halda slíku fram er bara upphafið, ímyndað snobb.

Ég geri mér reyndar ósköp vel ljóst að sum tónlist er framleidd eins og hver annar iðnvarningur og það fer ósaplega í taugarnar á sumum. En það er eins með þessa tónlist eins og IKEA vörur, það sem sumir myndu aldrei láta sjást heima hjá sér, hentar fjölda manns alveg prýðilega. Eiga þá sófasnobbararnir sem versla bara í Epal og Saltfélaginu, að fara að skrifa gagnrýni í blöð til að úthrópa hvað sófarnir í IKEA eru mikð húmbúkk og notendur þeirra miklir sveitavargar og plebbar.

Nei kommon, farðu nú að vakna. Þessi skrif þín um gæði tónlistar afhjúpa aðeins þína einstöku þröngsýni og heimóttarskap...

Ólafur Jóhannsson, 18.8.2008 kl. 11:33

68 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst Madonna merkilegur listamaður.

En með myndina... þá virkar eins og hún hafi lagt mikið af, eða misst fitu á skömmum tíma.   Er ekki verið að tala um að hún sé að leggja uppí risatónleikaferð ? 

Eg held að hér séu myndir frá 50. ára afmælinu:

http://popsugar.com/1872684

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 12:45

69 Smámynd: Heidi Strand


Når folk prøver å se yngere ut enn de er, ser de istedet ofte litt ut som herjede tenåringer som er blitt gamle før tiden.

Heidi Strand, 18.8.2008 kl. 15:28

70 identicon

Ég myndi halda að konan á þessari mynd ætti við anorexíu eða búlimíu að stríða á háu stigi, ef þetta er 50 kona þá lítur greyið herfilega út hvort sem hún er að koma úr ræktinni eða ekki, personulega hefur mér nú aldrey fundist Madonna nein skutla, en kroppur varhún  þegar hún var yngir en sorgleg í dag að viðurkenna ekki að hennar tími er liðinn, er að reyna að vera einhvað ungstirni sem maður fær hreinlega kjánahroll á að horfa á hana.

En það er satt pressan á þessu fólki fer út fyrir öll velsæmis mörk og þar eyga við allmúginn þátt í, en það virðist sem allri sem eru ríkir og frægir vera svo fallegir og flottir sama hversu venjulegt þetta fólk er ávalt fær það einhvern glæsistimpil á sig.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 17:32

71 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Hvaða Hvaða hún átti einn vondan dag.

En þú átt alltaf vondan dag hehehehe

Lilja Kjerúlf, 18.8.2008 kl. 17:55

72 Smámynd: Himmalingur

Hverjum þykir ekki sinn fugl fallegastur allra fugla? Annars kemur fegurðin innan frá!

Himmalingur, 18.8.2008 kl. 19:47

73 identicon

Hún er bara allt of horuð greyjið konan , það þarf að gefa henni að éta! En hún er frábær tónlistamaður það verður ekki frá henni tekið. Svo er hægt að taka hræðilegar myndir af okkur öllum alveg sama hversu fallegur maður er.Madonna er bara mannleg ekki dúkka.

Sigrún (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 19:53

74 Smámynd: Gulli litli

Mikið er ég heppinn að vera svona fríður...

Gulli litli, 18.8.2008 kl. 20:39

75 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Virkilega slæm mynd af konunni, lítur út þarna eins og langt genginn eyðnisjúklingur sem á skammt eftir ólifað, en sennilega bara slæmur dagur og herinn sem sér umk að halda henni þokalegri þegar hún þarf að fara út á meðal fólks sennilega ekki við hendina til að bjarga andlitinu. Mér hefur reyndar alldrei fundist hún neitt sérstaklega  og var svo leiðinleg eitthvað og virkaði illa á mig þegar hún var að koma inn í skemmtanabransann, sérstaklega tónlistin sem hefur eiithvað örlítið skánað með árunum hjá henni, en seint sóa ég fé í músíkina hennar.

 "ef það heitir popp disko eða dans þá er það bara drasl í þínum eirum og augum."

Mest allt popp diskó og önnur geld formúlutónlist er einfaldlega drasl!

Patti Smith dæmið er algerlega sprenghlægileg, Patti smith er kona sem kemur ávallt til dyranna eins og hún er klædd og gefur fótóshoppi og meikdollum aðeins hæðnishlátur. Enda pönkari/rokkari og hippi allt í senn sem er eðalblanda!

Georg P Sveinbjörnsson, 18.8.2008 kl. 22:04

76 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Hvaða tölvupopp ertu að tala um Jens, við vörum náttúrulega með gay þátt og þar er mest allt disko eða techno, náðum samt að finna homman í Judas P. og Van Halen.....

Svo var nú ekki mikið um tölvupoppið síðasta föstudag, eða soul og funk.

Þú ættir samt að halda þig frá þættinum næstu helgi..... sítt að attan spesjal...... ekki uppáhald guðsins!

Þórður Helgi Þórðarson, 19.8.2008 kl. 15:43

77 Smámynd: fellatio

jens er uppáhaldslagið þitt fúll á móti?

fellatio, 19.8.2008 kl. 18:03

78 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Madonna er flott.

Jens Sigurjónsson, 20.8.2008 kl. 14:09

79 Smámynd: Steini Thorst

En hvernig veistu það Jens að þessi mynd sé ekki photoshoppuð? Það er nefnilega líka hægt að photoshoppa í hina áttina,....Þú skilur, gera mann verr útlítandi. Það selur nefnilega líka.

Steini Thorst, 20.8.2008 kl. 22:51

80 Smámynd: Jens Guð

  Þorsteinn,  ég vann við að "fínesera" ljósmyndir í mörg ár.  Ég greini auðveldlega hvort átt hefur verið við myndir. 

Jens Guð, 20.8.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.