19.8.2008 | 23:21
Frábær forréttur - einfaldur og hollur
Eftir hressandi umræðu um það hvað Madonna er hrikalega ljót - og músík hennar næstum því jafn leiðinleg og plötur Stjórnarinnar (róleg, róleg, ég sagði næstum því. Ekki jafn) - er upplagt að laga einfaldan og bráðhollan forrétt. Forrétturinn er fyrir 4 (eða þrjá mjög svanga og gráðuga). Það eina sem þarf í réttinn er:
5 kíló af rækju
2,3 lítrar af tómatsósa
1,5 lítrar hvítvín
Hálft kíló af smátt söxuðum súrum gúrkum
Flaska af sítrónusafa
5 matskeiðar af kaldri piparsósu
Salt eftir smekk
.
Fyrst þarf að kaupa 72 litlar skyrdollur. Skyrið er fjarlægt úr þeim og sett í þokkalega hreina skúringafötu og dósirnar þvegnar. Teljið rækjurnar samviskusamlega og skiptið þeim jafnt í skyrdollurnar. Ef verulegur stærðarmunur er á rækjunum skulu 2 smáar jafngilda einni stórri.
Bleytið rækjurnar lítillega með sítrónusafanum. Ekki til að framkalla skarpt sítrónubragð heldur til að koma í veg fyrir matareitrun því viðbúið er að rækjurnar séu skemmdar.
Hrærið öllu hinu saman og hellið yfir rækjurnar.
Það kemur vel út að fara með þetta á næstu umferðareyju, rífa þar eins og eina lúku af grasi, fínklippa það og strá í örlitlum mæli yfir skálarnar. Örlitlum. Það má alls ekki vera það mikið að bragð finnist af grasinu. Grasið er bara til skrauts.
Með þessu er nartað í ristað brauð og kælt hvítvín þambað af áfergju.
Heppilegt er að byrja snemma dags að snæða þennan forrétt. Hann er ótrúlega drjúgur og dugir fram að kvöldmat.
Sem aðalrétt er mælt með hrossabjúgum og kartöflumús. Hrossabjúgun skulu vera alvöru, það er að segja einungis úr hökkuðu hrossakjöti en ekki drýgð með kartöflumjöli, undarennudufti, sagi, hveiti eða öðru.
Í eftirrétt er upplagt að nota skyrið. Það er stemmning í því að moka skyrinu upp í sig með berum höndum og enda á skyrslag. Þá er best að reyna að hitta með skyrinu í andlit hvers annars og muna að klína því líka í hárið. Það virkar eins og góð hárnæring. Mýkir hárið og gerir það glansandi. Held ég.
.
Myndin sýnir mann sem var búinn að telja þrjú þúsund og eitthvað rækjur þegar hann fipaðist í talningunni og þurfti að byrja að telja upp á nýtt. Það kenndi honum að vera ekki með hugann við eitthvað annað.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 20.8.2008 kl. 00:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fjandakornið félagi Jens, þetta er ekkert "Bara", heldur, eins og við segjum gjarna hérna fyrir norðan, hellings andskoti!
Fyrir utan hvítvínið annars já BARA hættulega sultvekjandi!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2008 kl. 23:32
Jens þú átt ekki að ganga laus með uppskriftir villingurinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 23:34
Þetta er Ólafur F. að telja kjósendur F-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þeir voru 6.527.
Þorsteinn Briem, 19.8.2008 kl. 23:42
Er ekki bara málið að hreinsa skyrið úr eyrunum og gefa Madonnu og Stjórninni sjens, Jens ?
Frænka Madonnu. (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 23:46
U can Keep it
Ómar Ingi, 19.8.2008 kl. 23:53
Þetta hlaut auðvitað að vera of gott til að vera satt... að svona "skussi" eins og þú gætir gefið e-a frábæra uppskrift að einu eða neinu!!! Njóttu sjálfur
N.N. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:13
Ég var akkurat að velta fyrir mér hvað ég ætti að hafa þegar ég fæ dömu í mat sem ég er að reyna við takk fyrir þessa frábæru uppskrift.
Einhvern veginn held ég að stefnumótin verði ekki fleiri ef ég nota þessa uppskrift.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 20.8.2008 kl. 02:01
Þakka meðmælin....þetta er ekkert annað
Einar Bragi Bragason., 20.8.2008 kl. 02:08
Maggi, þetta er hellings andskoti með norðlenskum framburði!
Jenný, ég er að reyna að hemja mig með uppskriftirnar. Ég luma á svo mörgum en reyni að halda þeim í nettu lágmarki.
Steini, ég held að rækjurnar séu einmitt 6527 í uppskriftinni þegar best lætur.
Frænka Madonnu, ég vil frekar hafa skyr í eyrunum.
Ómar og N.N. , takk fyrir það. Ég slæ ekki hendi á móti svona góðum forrétt.
Skattborgari, ég get lofað þér því að daman kolfellur fyrir þessu. Það er jafnvel næsta víst að hún ber upp bónorð.
Enar, það er alltaf gaman að stríða þér smá. Ég veit að þú þolir það.
Jens Guð, 20.8.2008 kl. 02:25
Þennan rétt væri ekki galið að hafa til sölu á almenningssalernum.
Gunnar Pálsson, 20.8.2008 kl. 08:58
Ættrækinn hann er Órækja,
en ættin er samt tóm flækja,
hann tók feil,
hélt sig kokteil,
í raun fór í salat sú rækja.
Þorsteinn Briem, 20.8.2008 kl. 09:52
jamm það er rétt....þoli það vel.....
Einar Bragi Bragason., 20.8.2008 kl. 13:03
Ég borða ekki rækjur...þær minna mig á túnsnigla. Sem krakki fékk ég einu sinni upp í mig snigil sem hafði setið á hundasúrublaði. Þetta er mér í fersku minni og þ.a.l. læt ég rækjur vera og verð ég því að sleppa annars girnilegri uppskrift. Kannski líka fullstór fyrir mína fjölskyldu, væri þó hægt að hafa afganginn daginn eftir.
Hilsener.
Rúna Guðfinnsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:52
Ég stórefa að sítrónusafinn hjálpi mikið, ef átt er við alvarlega matareitranir.....Góð hugmynd annars, ef von er góðum gestum.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 20.8.2008 kl. 20:40
Ég gæti líka reddað þér hvalkjöti á 120 kr,kg ................................................................................................................................... í heilum skrokkum
Leifr
Þorleifur S Ásgeirsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:24
Leifr; verðið er fínt, tvö kílódúzín takk...
Steingrímur Helgason, 21.8.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.