Jenný Anna kosin besti bloggarinn 2008

  Mig langar til að vekja athygli á úrslitum í skoðanakönnun um besta bloggarann.  Það var Karl Tómasson,  best þekktur sem trommari Gildrunnar og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar,  sem stóð fyrir könnuninni á bloggsíðu sinni.  Hann hafði þann hátt á að óska fyrst eftir tilnefningum og stilla síðan þeim nöfnum sem voru tilnefnd upp í formlega skoðanakönnun.

  Þegar kosningu lauk í gær höfðu rösklega 2500 atkvæði skilað sér í hús.  Það telst vera meira en gott úrtak. 

  Ég óska Jenný Önnu til hamingju með titilinn.  Hún er vel að honum komin.  Það er ekki tilviljun að bloggið hennar er ýmist í efstu eða efsta sæti yfir vinsælustu blogg hverju sinni.  Hún orðar hlutina oft skemmtilega,  stingur á kýlum í þjóðfélaginu og er óvenju hreinskilin um einkamál sín.

  Ef þið eruð ekki ennþá búin að uppgötva besta bloggarann 2008 þá er slóðin www.jenfo.blog.is.  Kalli hefur boðað að hann muni birta viðtal við Jenný á bloggsíðu sinni,  www.ktomm.blog.is,  á næstu dögum.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já er kella ekki bara vel að þessu komin , það held ég til hamingju Jenfo

Ómar Ingi, 2.9.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jens, ertu að reyna að fá mig til að flýja til fjalla?  Ég dey.

En takk Ómar og þú addna Jens.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 09:09

3 identicon

Flott, hún er vel að þessum titli komin!

alva (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var þetta farandbikar sem þú fékkst frá Kalla Tomm fyrir þetta atriði í fyrra, Jensinn minn?

Jenný er mikill kjarnorkukvenmaður og er vel að öllum bikurum komin, nema náttúrlega eiturbikurum, vínbikurum og álfabikurum. Og sjálfsagt mörgum fleirum bikurum.

Þorsteinn Briem, 2.9.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Gulli litli

Kjarnakvendi þessi Jenný addna...

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  þetta var ekki farandbikar heldur glæsilegt leirlistaverk.  Ég fæ að eiga það til frambúðar.  Vona ég. 

Jens Guð, 2.9.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband