2.9.2008 | 23:18
Kvikmyndaumsögn
Titill: Sveitabrúðkaup
Helstu leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Árni Pétur Guðjónsson, Ólafur Darri, Ágústa Eva, Herdís Þorvaldsdóttir og margir fleiri
Leikstjóri og handritshöfundur: Valdís Óskarsdóttir
Einkunn: **** (af 5)
.
Fyrst eru það neikvæðu punktarnir. Nafnið Sveitabrúðkaup er fráhrindandi. Það laðar fram tilfinningu fyrir leiðindum en ekki skemmtun. Auglýsingin (sjá mynd) er álíka fráhrindandi. Teikningarnar eru góðar en uppsetningin á auglýsingunni gefur ekkert skemmtilegt til kynna. Auglýsingin þolir heldur ekki að vera smækkuð. Hún samanstendur af smáum atriðum sem breyta myndunum í þokukenndar klessur þegar auglýsingin er minnkuð í eins dálks dagblaðaauglýsingu. Það er grundvallarregla í grafískri hönnun að bíóauglýsing verði að þola eins dálks stærð.
Kynningarmyndbandið (trailer) gefur engan veginn til kynna hvað myndin er í raun skondin og skemmtileg.
Söguþráðurinn er lítilfjörlegur. Við fylgjumst með hópi fólks í tveimur rútum ferðast úr Reykjavík upp í Borgarfjörð. Burðarbiti myndarinnar eru samskipti og samtöl þessa fólks.
Framan af er myndin bragðdauf. Það er bara rétt á meðan helstu persónur eru kynntar til leiks. Eftir það taka við hnyttin samtöl og atvik. Myndin kemst á gott flug sem helst til enda. Brosið fer ekki af manni á milli hláturgusa sem brjótast reglulega fram.
Landsmenn eiga eftir að taka upp mörg spaugileg tilsvör úr myndinni og gera ódauðleg. Íslenska hópsálin er þannig. Þegar bíógestir nestuðu sig upp fyrir sýninguna og í hléi mátti heyra suma biðja um "stórasta popp í heimi" eða "stórasta kókglasið". Það brást ekki að viðstaddir veltust um af hlátri yfir brandaranum.
Myndin er farsi með dramtískum undirtóni. Sumar persónurnar eru ýktar án þess að tapa trúverðugleika. Það er engin ástæða til að velta fyrir sér örfáum gloppum í sögunni. Farsar þurfa ekki að standast rökhugsun. Það sem öllu máli skiptir er að þetta er smellin mynd. Ég mæli með henni sem hinni bestu kvöldskemmtun fyrir alla aldurshópa.
.
Leikararnir eru einvalalið þrautreyndra. Þeir standa sig hver öðrum betur. Herdís Þorvaldsdóttir sem amma brúðurinnar og Kristbjörg Kjeld sem mamman eru fremstar meðal jafningja.
Leikstjórinn, Valdís Óskarsdóttir, er klippari á heimsmælikvarða. Klippingin er markviss og ákveðin. Þó að sumsstaðar sé klippt bratt á milli samtala ólíks fólks þá rennur myndin svo lipurlega áfram að maður tekur ekki eftir klippingum nema veita þeim sérstaklega athygli.
.
Um tónlistina sér enska "pönk"-kabarett tríóið The Tiger Lillies. Fyrst var ég ósáttur við að heyra að músíkin er sungin á ensku. Ég hefði kosið rammíslenska músík. En The Tiger Lillies er svo flott hljómsveit að það er auðvelt að taka músíkina í sátt. The Tiger Lillies er undir sterkum áhrifum frá þýska tvíeykinu Kurt Weill & Brecht. Ein plata The Tiger Lillies heitir meira að segja 2 Penny Opera og vísar þar í vinsælustu óperettu Kurts Weills og Brechts, 3 Penny Opera.
.
Ég er vanur að sofna nokkrum sekúndum eftir að ég loka augunum. Í gærkvöldi hélt myndin fyrir mér vöku. Hvert broslega atriðið á fætur öðru úr henni rifjaðist upp og ég hló mig í svefn seint og síðarmeir.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 3.9.2008 kl. 02:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 4111588
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Sveitt Brúðkaup að þínu mati góð mynd gott gott
Ómar Ingi, 3.9.2008 kl. 00:04
þarf að sjá þessa mynd Sýnist hún alveg þess virði ef marka má dóma þína alltaf gott að hlægja fyrir svefnin
Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 00:13
Fyrst minnst er á brúðkaup finnst mér gott hjá Stefáni Friðrik, hestasveini Stjána bláa á Akureyri, að kvænast dóttur Söru Palin, fyrst hann gerði dótturina ólétta á annað borð, eða á öðru borði öllu heldur.
Heimildamyndin um þennan atburð á víst að heita Country Blue Style, sem er nú eitthvað annað en Sveitabrúðkaup.
Þorsteinn Briem, 3.9.2008 kl. 00:17
Hlakka til að sjá myndina við tækifæri. Já það vantar eitthvað á þetta auglýsingaplakat, sammála þér um það og Valdís er frábær klippari sem er löngu búin að sanna sig sem slík. Njóttu dagsins í dag.
Ía Jóhannsdóttir, 3.9.2008 kl. 06:53
Jamm ég er búinn að sjá þessa mynd og mér fannst hún heldur bragðdauf það er eins og þú segir Jens það eru orðatiltækin sem maður man eftir tveim dögum seinna og sammála um að leikararnir eru stórkostlegir vil ekki nefna neinn sérstaklega en þetta er fólk sem kann sitt
Gylfi Björgvinsson, 3.9.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.