Ný stjórn kjördæmafélags Reykjavíkur norður

  Í kvöld voru aðalfundir kjördæmafélaga Frjálslynda flokksins í Reykjavík.  Fundirnir voru vel sóttir og umræður hinar fjörlegustu.  Hjá okkur í kjördæmafélagi Reykjavíkur norður var Tryggvi Agnarsson lögmaður endurkjörinn formaður.  Í hörðum kosningaslag enduðu eftirtalin í 8 manna stjórn ásamt mér:

Árni Gunnarsson (www.reykur.blog.is),  Sigurður Þórðarson (www.siggith.blog.is),  Alvar Óskarsson,  Sævar Þór Jónsson,  Gunnar Hólm Hjálmarsson,  Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Lúðvíksson. 

  Þau fjögur síðasttöldu eru ný í stjórn kjördæmafélagsins.  Við hinir voru endurkosnir með glæsibrag. 

  Ég hef ekki fréttir af því hvernig kosning fór í kjördæmafélagi Reykjavíkur suður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Þetta er góð stjórn fyrir Reykjavík norður það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður í Reykjavík suður.

Ég eins og margir aðrir hef ekki hugmynd um í hvoru kjördæminu ég bý í.

Bý í Breiðholti ef einhver skyldi muna í hvaða kjördæmi það er í.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég þekki Tryggva Agnars frá stjórnartíma mínum í nemendafélagi kjötiðnaðarnema.. hann var lögmaður iðnemasambandsins þá.. 

Óskar Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Jens Guð

  Skattaborgari,  ég tel næsta víst að Breiðholtið sé í Reykjavík suður.

  Óskar,  Tryggvi er mikill úrvalsmaður.  Enda var hann í sveit í Skagafirði sem barn.  Og menn voru einhuga um að hafa hann áfram sem formann Reykjavík norður.

Jens Guð, 22.10.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ..Þið eruð flottir -   vantar bara fleiri konur í þetta, annars fínn listi hjá ykkur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Skattborgari

Það er ágætt að vita það en Reykjavik á að vera eitt kjördæmi ekki 2 því að það flækir bara málin að vera með 2 kjördæmi í einu bæjarfélagi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Skattborgari

Jóhanna. Það á að banna konum að taka þátt í stjórnmálum af því að þær eru hættulegar þar. Það er alltaf gott að hafa nokkrar konur með á svona listum því að þið hugsið öðruvísi en karlmenn á mörgum sviðum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Harður kosningaslagur segir þú, hvað mættu margir, hvað tóku margir þátt í kosningunni, hvað skiluðu margir auðu, hvað voru margir í framboði (en komust ekki að).

Þetta hefur allt örugglega verið vel auglýst með tölvupósti til réttra aðila svo að "réttir aðilar" kæmust í stjórn er það ekki

Jens þú verður að vita hvar atkvæðin þín eiga heima, svo þú getir tekið þetta "maður á mann" fyrir kosnigar ekkert vit í að eyða púðri og kaffiþambi í fólk sem getur svo ekki kosið þig. (þó kaffisopi sé alltaf góður)

Sverrir Einarsson, 23.10.2008 kl. 00:02

8 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég tek undir með þér að það vantar fleiri konur í stjórnmál.  Ekki bara hjá FF heldur stjórnmálastarf almennt.  Og í stjórnunarstörf í atvinnulífinu,  listir,  menningu og svo framvegis. 

  Af því að ég er með músíkdellu þá er mér nærtækt að líta til þeirra músíkdeilda sem ég sýni mestan áhuga.  Þar sem gróskan í rokkinu er mest,  í Músíktilraunum,  eru stelpur jafnan langt undir 10% af þátttakendum.  Engu að síður er þeim vel tekið þar,  samanber sigurhljómsveitir á borð við Kolrössu,  Dúkkulísur og Mammút. 

  Í blús- og djassdeildinni eru konur yfirleitt aðeins í hlutverki söngkonunnar.  

  Ég veit ekki hvernig við getum bætt stöðu kvenna í FF.  Það voru tvær konur í fráfarandi stjórn Reykjavíkur norður.  Þær gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.  Tvær aðrar gáfu kost á sér til nýju stjórnarinnar.  Því miður náði aðeins önnur þeirra kjöri.

  Vonandi varð útkoman betri í Reykjavíkur suður.  Þar voru konur margar í fráfarandi stjórn.  En það er eins og konur séu fyrri til að gefast upp á þrefinu sem stjórnmálaþátttöku fylgir.  Vonandi finnum við einhverja lausn á þessu í uppstillingu á framboði til borgarstjórnar og alþingis.  En þá verða konurnar líka að gefa kost á sér.  Öðruvísi gengur það ekki.  Það er nóg af konum í FF en þær gefa ekki margar kost á sér þegar kemur að kosningu til embætta. 

  Skattborgari,  það er rétt að skiptingin í Reykjavík norður og suður er kjánaleg og ruglingsleg.  Svo ekki sé meira sagt. 

Jens Guð, 23.10.2008 kl. 00:13

9 Smámynd: Skattborgari

Ég heyrði það einhverstaðar að þessu hafi verið skipt svona upp til að það væri auðveldara að halda atkvæðamisréttinu uppi því að XB er sterkari út á landi en hér í borginni og þess vegna er gott að atkvæðin okkar séu minna virði.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 23.10.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Jens Guð

  Sverrir,  það voru um þrír tugir á aðalfundinum hjá okkur í Reykjavík norður.  11 voru í framboði.  Þar af reyndar bara um helmingur þeirra sem náði kjöri.  Ég veit ekki hvort eða hversu margir skiluðu auðu.  Né heldur hversu margir kusu færri en þá 8 sem mátti skrifa á kjörseðil.  Það var heimilt að kjósa frá 0 og upp í 8.  Einhverjir gerðu athugasemd við fundartímann,  klukkan hálf sex síðdegis. 

  Ég ætla að fundurinn hafi verið auglýstur á www.xf.is og í tölvupósti til allra með netfang. 

  Engir flokkadrættir voru í gangi,  né kosningabandalög eða annað í þá veru.  Að minnsta kosti varð ég ekki var við neitt slíkt.  Ég er í góðu sambandi við um helming þeirra sem náði kjöri.  Enginn viðraði við mig neinar hugmyndir um atkvæðagreiðsluna.  Ég vissi ekkert hverjir gæfu kost á sér - aðrir en þeir sem voru í fráfarandi stjórn - fyrr en á fundinum.  Ég get heldur ekki merkt af niðurstöðunni að um einsleitan hóp sé að ræða.  Ég hef heldur ekki merkt það af störfum fráfarandi stjórnar að þar hafi verið eitthvað sem við getum kallað flokkadrætti.  Þetta var blandaður hópur,  frekar samstæður um flest mál en ekki öll,  eins og gengur.  Formaðurinn,  Tryggvi,  var í Nýju afli.  Við hin vorum flest í flokknum frá því fyrir inngöngu Nýs afls.  Það hefur ekkert komið upp í okkar starfi sem hefur klofið hópinn eða aðgreint sérstaklega.

  Ég þekki ekki þrjú af þeim sem nú koma ný í stjórnina.  Veit ekkert um þeirra fortíð í flokknum.  Ég þekki bara Gunnar Hólm af þessum nýju í stjórninni.  Úrvals maður sem ég kynntist í borgarflokki F-listans.  Ég kaus hann.  Umhverfisverndarmann sem hefur fylgt Ólafi F.  að málum.

  Mér kemur ekkert við hverjir kusu mig.  Ég fékk fína kosningu og er hinn sáttasti með það. 

Jens Guð, 23.10.2008 kl. 00:41

11 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  Framsóknarflokkurinn var áhugasamur um að skipta Reykjavík upp í þessi tvö kjördæmi.  Ég þekki ekki rökin fyrir því.  Mér skilst að það hafi verið eitthvert málamiðlunardæmi þegar verið var að fækka kjördæmum. 

Jens Guð, 23.10.2008 kl. 00:46

12 Smámynd: Skattborgari

Reykjavík á að vera eitt kjördæmi því að annað er rugl því að Reykjavík er eitt svæði og hagsmunum reykvíkinga er best borgið þannig. Það er betra að reyna að ná í atkvæði úti á landi því að það er auðveldara að kaupa þau með skattpeningum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 23.10.2008 kl. 00:50

13 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  ég er þér sammála með að skipting kjördæma þvert í gegnum Reykjavík sé rugl.

  Jóhanna,  ég er ekki með á hreinu hvernig kjördæmastjórn Reykjavíkur er skipuð í dag en mér skilst að þar hafi náð endurkjöri að minnsta kosti fjórar konur:  Þóra Guðmundsdóttir,  Guðrún Þóra,  Halla Rut og Rannveig Höskuldsdóttir.  Nánari upplýsingar ættu að vera á www.xf.is en eru ekki þar að finna.

Jens Guð, 24.10.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband