3.1.2009 | 22:11
Breytingar á bloggi
Áramótin eru tíminn þegar fólk setur sér markmið. Ákveður að byrja að reykja á nýja árinu eða byrja að klæðast sokkaleistum. Áramót eru góður tími til að endurskoða og endurmeta hluti. Bloggið mitt fer ekki varhluta af því. Nú verður heldur betur breyting á því.
Ég byrjaði að blogga fyrir einu og hálfu ári. Þá hafði ég aldrei lesið blogg og vissi ekkert um blogg. Fram að þeim tíma höfðum við bræðurnir og systursynir skipst daglega á "reply to all" tölvupósti. Aðallega til að spjalla um músík. En einnig til að benda hver öðrum á sitthvað broslegt sem við rákumst á í fjölmiðlum, rifja upp sögur af afa eða Önnu frænku á Hesteyri, ræða um pólitík og bara sitthvað. Stundum var tölvupósturinn þess eðlis að hann var áframsendur til fleiri.
Bloggið átti að vera framhald á minni þátttöku í "reply to all" tölvupóstinum. Eitthvað fór úrskeiðis þegar frá leið. Í stað þess að bloggið mitt væri bundið við samskipti við ættingja og vini fór það að fá 1000 - 1500 innlit á dag. Ég á ekki svo marga ættingja og vini.
Þessu hefur fylgt vaxandi fjöldi óska um að ég veki athygli á einu og öðru á blogginu. Auglýsi þetta og fjalli hitt. Sumar vikur hafa allt upp í 8 af hverjum 10 bloggfærslum mínum komið til á þennan hátt. Þessu hafa fylgt heilmikil tölvupóstsskipti og ennþá fleiri símtöl. Ekki síður frá ókunnugum en fólki sem ég þekki. Pósturinn og símtölin hefjast alltaf á orðunum: "Af því að það eru svo margir sem lesa bloggið þitt..."
Ekki misskilja mig. Það er gaman að vera í aðstöðu til að hjálpa fólki. Það er líka gaman að vera í samskiptum við fólk. Á hinn bóginn hefur þetta leitt til þess að alltof mikill tími fer í bloggið. Sú er ástæðan fyrir því að ég ætla að fækka verulega innlitum á bloggið mitt. Það geri ég með því að láta fara minna fyrir mér og mínu bloggi. Einkum með því að blogga sjaldnar, hafa bloggfærslurnar "látlausari", tengja ekki við fréttir o.s.frv.
Annað: Munið að kjósa í skoðanakönnun um best jólalagið hér vínstra megin á síðunni.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Pepsi-deildin, Vinir og fjölskylda | Breytt 5.1.2009 kl. 21:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Hver ansko.... ég fæ einhverja höfnunartilfinningu
Rannveig H, 3.1.2009 kl. 22:18
Þú ert sem sé að sega okkur að þú sért haldinn félagsfælni, blessaður það er allt í lagi okkur er alveg sama.
Geturðu samt skellt inn tilkynningu um að það vanti uppvaskara og bakara á ársuppgjörfund hjá skautafélaginu sem dóttir mín æfir með.
Ég ætla samt sem áður að fylgjast með þér áfram. Þú ert skemmtilegur og það þarf þá bara að koma í ljós hvort þú verður leiðinlegur.
S. Lúther Gestsson, 3.1.2009 kl. 22:20
Svo er Mogginn farin að bloggstýra!!!!! Eins gott að tengja ekki við fréttirnar..
Vilborg Traustadóttir, 3.1.2009 kl. 22:24
Þú hefur verið minn uppáhalds bloggari. Ég verð að þakka fyrir það.
Þú reynir nú samt að koma með fréttir frá Færeyjum öðru hvoru ?
Jóhann (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:43
Þetta er góður tími til að breyta aðeins um áherslur.
Róbert Björnsson, 3.1.2009 kl. 23:32
Hentar mér vel þar sem ég hef minni tíma til að skoða allar færslurnar þínar líka ;) Það verður gaman að fylgjast með þér á nýju ári.
Ari (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:35
Rannveig mín kæra, þetta er ekkert sem snýr að þér. Það er alltaf gaman að heyra frá þér. Gaman að spjalla við þig í síma eða spjalla við þig heima hjá þér eða hvar sem er. Ég mun útskýra þetta betur fyrir þér í símtali.
Sigurður Lúther, ég er haldinn flestu öðru en félagsfælni. En bloggið mitt átti aldrei að verða eitthvað sem tæki meiri tíma frá mér en sem svarar 5 mínútum til að skrifa bloggfærslu. Þetta er afturhvarf til upprunans. Til bloggsins eins og ég upplifði það á fyrstu mánuðum bloggferils míns. Þá var gaman. Ókey, ég læt það bara flakka hér: Ég hef verið að fá tölvupóst og upphringingar frá fólki sem er ekki heilt heilsu andlega en þarf að "blása" (tala um bloggið og er niðri fyrir). Það er í góðu lagi ef þannig símtöl eru 1 eða 2 í mánuði. En tvö löng símtöl í þessa veru á einum degi eru eins og Skrámur segir í jólalaginu "too much". Ótrúlegt nokk þá vil ég ekki vera dónalegur í þannig kringumstæðum. Get alveg sýnt mikla þolinmæði. En Það er verra þegar þetta kemur í óhófi niður á vinnutíma mínum.
Ippa, alltaf gaman að heyra frá þér, kæra skólasystir. Ég hef einungis átt góð samskipti við ritstjórn Moggans. Skrifa undir nafni og hef aldrei sætt ritskoðun af hálfu Moggans. Ritstjórn Moggans hefur þó tvívegis beðið mig um að fjarlægja bloggfærslur. Í annað skiptið var ég beðinn um að fjarlægja mynd og nafn barnaníðings. Man ekki hvert hitt tilfellið var. Einnig hefur ritstjórn beðið mig um að fjarlægja "komment" frá öðrum á bloggi mínu og vísun á hlekk. Það hefur allt verið afgreitt á ljúfu nótunum.
Jóhann, ég held áfram að blogga um Færeyinga eins og annað sem ég hef verið að blogga um. Munurinn er sá að ég ætla að blogga sjaldnar og láta blogg mitt detta af öllum listum yfir vinsæl blogg, heitar umræður og þess háttar.
Jens Guð, 3.1.2009 kl. 23:56
Róbert, þetta er einmitt tími til að skipta um áherslur. Ég var ómeðvitað farinn að fjarlægjast upphaflegt markmið með bloggi mínu. Í stað þess að skiptast á skoðunum við ættingja og vini um músík, pólitík og annað var ég fallinn í far blaðamannsins sem ég var í 30 ár. Það var ekki það sem ég ætlaði að gera sem bloggari.
Ari, það verður rólegra á vígstöðvum. Rokk og rólegheit, eins og Rúnar Júlíusson orðaði það svo skemmtilega.
Jens Guð, 4.1.2009 kl. 00:05
Látlausari? Á nú eftir að sjá það!
En á tímum breytinga, legg til að þú skiptir um bjótegund!?
Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 00:46
Maggi, eða lauslátara blogg. Ég er reyndar þegar búinn að breyta um bjórtegund. Danski Slots-bjórinn kostaði 109 krónur fyrir örfáum vikum. Núna kostar hann 139 krónur. Ég skipti yfir í Budwiser.
Jens Guð, 4.1.2009 kl. 01:04
Hvar kaupir þú svona ódýran bjór? Hef ég misst af einhverjum tilboðum? Gleðilegt ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:07
Sæll Jens. Frekar undarlegt af þeim moggamönnum að biðja þig að fjarlægja færsluna þar sem þú nafngreindir barnaníðinginn. Ég er í forsvari fyrir félag ábyrgra foreldra á Akureyri og við erum að fara að setja af stað verkefni þar sem við nafngreinum alla dæmda barnaníðinga íslands, listann verður hægt að sjá á vefsvæði félagssins. Svo þar getur fólk séð hvaða fólk þetta er. Sem betur fer er sú síða algerlega laus við ritskoðun moggamanna..
Jóhann Kristjánsson, 4.1.2009 kl. 01:14
Þetta áramótaheit þitt á eftir að verða jafn árángursríkt og þú ætlir að hætta að drekka
Ómar Ingi, 4.1.2009 kl. 01:26
Notar Jens ekki Southern Comfort til að þrífa? Mér var sagt það einhverstaðar. Það sóthreinsar svo vel víst.
S. Lúther Gestsson, 4.1.2009 kl. 01:57
Jóna, Slots fæst í öllum vínbúðum. Hann er ekki alveg nógu bragðgóður fyrr en eftir fimmta bjór. Þá hættir bragðið að skipta máli.
Jóhann, án þess að ég hafi spurst fyrir um dæmið þá gekk ég út frá því sem vísu að verið væri að vernda börn háskólakennarans sem nýðst var á. Hver er netslóð ykkar? Ég hvet ykkur til að hafa samráð við www.aflid.muna.is.
Ómar, ég er hættur að drekka fyrir hádegi.
Sigurður Lúther, ég nota Jameson til að þrífa. Og Jack Daniels þegar ég er að þrífa virkilega vel.
Jens Guð, 4.1.2009 kl. 02:28
Jack Daniels getur örugglega dugað vel sem þvottalögur. Ég keypti þetta einhverju sinni til að nota sem Whisky og komst (af dapurri reynslu) að því að eins sem Jack Daniels á sameiginlegt með Whisky eru þessir 6 stafir og basta.
Gott hjá þér að vera hættur að drekka fyrir hádegi.........ef sólarhringurinn nær ekki saman að segja.
Bíð spenntur eftir bloggi með nýjum áherslum (verst að þá er ekkert hægt að "rífast" við þig......en eins og þú sagðir sjálfur og vitnaðir í Rúnna Júl........þá verða bara Rokk og rólegheit........til að byrja með.
Sverrir Einarsson, 4.1.2009 kl. 08:49
Sæll aftur Jens. Slóðin á síðuna er www.fafak.org ... ég ætla að tékka á aflinu:) listinn verður birtur 10 jan... þá verður hægt að sjá þetta.
Setjum reyndar einnig á listann nöfn foreldra sem á hafa verið lagðar dagssektir vegna umgengnistálmana. Okkur þykir rétt að setja nöfn þessa fólks einnig á listann því þetta er jú einnig brot gegn börnum. En við setjum aftan við hvern aðila hverskonar brot um er að ræða.
Jóhann Kristjánsson, 4.1.2009 kl. 09:03
Þú mátt alveg hææta að pólitíkast og vera í fréttaleik fyrir mér, ég vil hinsvegar ekki missa gamla pönkarann úr tónlistar umfjöllun.....
Gangi þér illa með þetta heit og persónulega finns mér þí eiga það skilið að opna einn bjór þegar þú vaknar.
En vaknaru nokkuð fyrir hádegi hvort sem er ?
Þórður Helgi Þórðarson, 4.1.2009 kl. 12:29
Jens, þetta er flottur tími til að breyta um áherslur á blogginu þínu. Þetta er ekki frétta eða fjölmiðlablogg síða. Hvað þá auglýsinga blogg. Þú ættir að blogga einungis um það sem þér finnst vanta inn í umræðuna hverju sinni. Thumbs up for you my friend!
Siggi Lee Lewis, 4.1.2009 kl. 13:15
Jens minn verður þetta ekki bara eins og öll in áramótaheitinn, gleymist í daglegri önn. Gleðilegt ár og takk fyrir góða viðkynningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 14:08
Hafðu það bara sem allra best hvað sem þú gerir.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:44
Þú ert að grínast?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2009 kl. 16:50
Ég skil þig mjög vel Jens að vilja fara af listunum. þetta blogg getur tekið mikinn tíma og það hlýtur að vera pirrandi að fá alltaf þessar beiðnir um ayglýsingar og símtöl frá ókunnugum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig það breytist.
Hannes, 4.1.2009 kl. 19:16
Jens Ég mun sakna Bloggsins þíns eins og það hefur verið. Skemmitlegt, hátíðlegt, yndislegt, stormasamt, skoðanaklárt og svo framvegis mjög fjölbreytt.
Leiðinlegt að það mun draga úr fjölbreytinni!
Ég vona þá bara að þú haldir áfram að auglýsa fyrir mig í framtíðinni!
Bestu Bloggkveðjur Guðni
Guðni Karl Harðarson, 4.1.2009 kl. 19:46
Þú pönkast allavega áfram. Það skiptir mestu.....
Ævar Rafn Kjartansson, 4.1.2009 kl. 19:51
Hér er fjörið!
Sveinn (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:32
Nei nei nei þá er bloggið ónýtt.
Halla Rut , 4.1.2009 kl. 23:43
jah, heimur versnandi fer, það er greinilegt.
kíkið samt á þessa grein
Diesel, 5.1.2009 kl. 01:38
Mér þykir eðlilegt að menn drekki ekki bjór fyrir hádegi, þegar þeir sofa út
Guðmundur A. (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:21
Ég ætla bara að verða harðari og grimmari... + að opna annað blogg erlendis.
:)
DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 12:42
DoctorE, breyttu nýju reglurnar á blogginu nokkru hjá þér? Þú varst ekki forsíðubloggari.
Þór (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:31
Þetta var kannski ástæðan fyrir því að ég veiktist um helgina.
Annars skil ég þig vel Jens. Það fer of mikinn tíma í þetta hjá mér líka og ætla ég nýta tímann betra.
Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 16:38
DoctorE fer í útrás.
Heidi Strand, 5.1.2009 kl. 16:40
Þessar reglur breyta svo sem ekki miklu per se... ég fæ náttúrulega ekki sama exposure.. ég næ mér á strik erlendis þar sem ég mun meðal annars segja frá ríkisguði "lýðræðisríkis" íslands og öllum peningunum sem þessi bláfátæka þjóð sóar í að friða ímyndaða fjöldamorðingjann í geimnum.
Ég lofa samt að sóa ekki öllum peningum íslands í eitthvað kjaftæði :)
DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:52
Alltaf vill það batna, í höfðinu á nafnlausa náunganum hér að ofann, er já TIL eitthvað sem hann kallar "ímyndaðan fjöldamorðingja"!?
En slakið á, tölvan hans Jens er í allsherjar endurnýjun!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 19:02
Allt er breytingum undirorpið. Er Doctor E annars ekki að tala um guð sem "ímyndaðan fjöldamorðingja"?
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:39
Guð er grýla.. uhhh eða kannski leppalúði, skapaður af fornmönnum til þess að stjórna fólki og græða peninga.
Fólk segir: Guð er kærleikur EN samkvæmt bókunum er hann skrímsli sem myrðir börn sér til skemmtunar.
Þar sem hann er ekki real þá er hann náttúrulega ímyndaður, og hann er samkvæmt meintri bók hans sjálfs mega fjöldamorðingi.
Face it or look like a fool
DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:30
Mikil er TRÚ DE!
Og hann segist vita að guð sé ekki til, en hefur þó í raun ekki minnstu hugmynd um það!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 16:53
Hugmyndin um bjór þegar þú vaknar er þrusu góð en ekki mjög ökuvæn fyrir þá sem reka sitt eigið lifibrauð - einn bjór dugar nefnilega sjaldnast og kallar fljótlega á annan, og annan og annan....... þú veist hvernig þetta er Jens minn kæri. Að fá sér bjór í morgunmat í fríum er annar handleggur og ber að stunda hvar þar sem það er hægt....
Að eyða minni tíma í blogg gefur hins vegar vísbendingu um að þú vakir ekki jafn lengi fram eftir nóttu, hugsir e.t.v. ogguponsu lítið meira um heilsuna og það sem þarf til að vera hress og halda heilsufarinu sæmilega góðu (svo maður hafi nú úthald til að þrífa og snurfussa með Jameson og mr. Daniels) og ekki má gleyma því að nú gefst meiri tími til að velta fyrir sér lambakjöti, bernaise-sósu og einhverju rauðu í glasi.
Það fer alveg að bresta á með því að þú fáir að sannreyna hvaða krydd er bezt á lambið....
Hjördís og Stefán (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:17
Það vantar eitt jólalag á þennan lista, Jólamávúrinn kjémur með Geir Ólafz og Jenz Guð...
Markús frá Djúpalæk, 6.1.2009 kl. 22:06
Magnús... jaaa... ef guð er til þá er hann aumingi... ef hann er ekki til þá sleppur hann við að verða stimplaður aumingi.
P.S. Cant prove a negative.... þúsundir ára af guðadýrkun og zero sannanir segja allt sem segja þarf.
DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 13:03
En sannanir um að guð sé EKKI til?
Þær eru ekki heldur til staðar.
Hvers vegna tilvera mannsins mótast svo mjög af guðlegri forsjá eða tilvist og hví svo hefur verið um aldir, er hug hans ennþá að minnsta kosti ofviða, sem og svo margar aðrar stórar spurningar eins og til dæmis, "Hvers vegna er ég ÉG"? "Hvað er sál"? og "Eru endamörk á óravíddum geimsins"?
Meðan svo er, hefur guðleysistrúboð sem nafnleysinginn hér og fleiri stunda í raun lítið upp á sig og hefur engan tilgang, nema kannski að þjóna hans þörf og annara að koma sínum skoðunum upp á aðra, slá sömuleiðis á vissa athyglisþörf. Aftur á móti er það gríðarlega mikilvægt fyrir vöxt og viðgang mannkynsins til framtíðar, að tempra áhrif trúarbragða almennt og móta meiri sátt þeirra á millum. Ákveðnar vísbendingar um slíkt, viss vakning, virðist að einhverju leiti vera hafin.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 21:54
Ég tek undir það að ástæða er til að tempra áhrif trúarbragða almennt. Þá er ég að tala um að tempra áhrif bókstafstrúar. hvort sem er kristniboði Gunnars í Krossinum og annarra af þeim kaliber, íslamista (sem einnig eru kristnir. Það er að segja taka mark á Nýja Testamentinu) eða þeirra gyðinga sem ganga nú fram á Gaza á sama hátt og nasistar í gettóinu í Warsjá.
Það er ekkert að því að fólk trúi á guð eða guði. En þegar bókstafurinn er notaður til að réttlæta óréttlæti er ástæða til að bregðast við á gagnrýninn hátt. Leyfum fólki að trúa því sem það vill en leyfum fólki ekki að beita aðra óréttlæti í nafni trúar fremur en neinum öðrum rökum.
Þór (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:18
Hvaða andskotans steypu eru kommentin hér komin út í? Eigum við að ræða dúfnarækt líka?
Ævar Rafn Kjartansson, 7.1.2009 kl. 22:25
Hvað áttu við, Ævar? Eru trúarbrögð eitthvað sem þú átt erfitt með að ræða? Hver eru þín viðhorf?
Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:00
Sverrir #16, ég hef aldrei vanið mig á að drekka á morgnana. Þá svef ég alltaf svefni hinna réttlátu. Það er ekki fyrr en á kvöldin sem bjórinn heilsar upp á.
Jóhann #17, flott hjá ykkur. Ég átta mig á vandamáli ykkar og á erfitt með að skilja þær mæður (í þessu tilfelli) sem gera feðrum erfitt með að umgangast sín börn. Þar er fyrst og fremst brotið á börnunum. Láttu mig endilega fylgjast með baráttu ykkar. Þetta snýst allt um velferð barnanna.
Doddi litli, ég vakna aldrei fyrir hádegi. Ég er í Frjálslynda flokknum og held áfram að berjast gegn kvótakerfinu. En ég hef ennþá meiri áhuga á að fylgjast með Shane MacGowen og annarra alvöru pönkara.
Jens Guð, 7.1.2009 kl. 23:22
Jón, trúarbrögð get ég rætt en hef engan áhuga á þeim. Konan mín skipti meira að segja núna rétt áðan yfir á Omega og ég er enn að jafna mig á öllu vanheila fólkinu sem jarmaði þar. En það er allt önnur Ella. Var bara að vekja athygli á spunanum hér.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.1.2009 kl. 23:29
Siggi Lee, minn kæri vinur. Ég deili ekki með þér aðdáun á Brúski stríðsglæpamanni. En við deilum áhuga á rokk og róli. Og þrefum í leiðinni um Brúsk og Rumsfield. Bara til gamans.
Ásthildur, mín kæra vinkona. Gleðilegt ár og allra bestu þakkir fyrir samskipti á liðnum árum. Við erum ekki alltaf 100% sammála en ég er 100% þakklátur fyrir öll okkar samskipti. Þú ert 100% frábær.
Ásdís, bestu þakkir fyrir öll samskipti á liðnu ári.
Jens Guð, 7.1.2009 kl. 23:34
Gunnar Helgi, ég er - aldrei þessu vant - ekki að grínast.
Hannes, þetta er allt undir "kontól".
Guðni Karl, minn kæri vinur. Þér er velkomið að vekja athygli á þínu áhugaverða bloggi í athugasemdakerfi bloggs míns eða gestabók. Bara eins og þú vilt.
Ævar Rafn, ég er pönkari og held áfram að pönkast.
Jens Guð, 7.1.2009 kl. 23:41
Hannes, það átti að standa "kontról".
Halla Rut, bloggið mitt breytist lítið. Það verður aðeins meiri rólegheit í kringum það.
Diesel, takk fyrir hlekkinn.
Guðmundur A, bjórinn er hlutlaus fyrir hádegi. Hann gerir ekki neitt á meðan maður sefur svefni hinn réttlátu.
Doctor E, alveg endilega. Trúarbrögð þurfa virkilega á gagnrýni að halda á öllum vígstöðvum.
Heidi, alltaf bestu þakkir fyrir samskiptin. Þú ert frábær.
Jens Guð, 7.1.2009 kl. 23:49
Maggi, þú ert búinn að hella þér út í umræðu um trúarbrögð. Sú umræða er ekki alveg mín bjórdós. Ég er sjálfur í Ásatrúarfélaginu en ekki mjög áhugsamur um kristni/islam/gyðingatrú. Þannig lagað.
Hjördís og Stefán, ég er farinn að hlakka til að smakka Best á lambið.
Markús, Jólamaðurinn kemur í kvöld er ekki íslenskt jólalag. Mér skilst að þetta sé gamall bandarískur slagari, söluhæstur í Bandaríkjunum í flutningi Brúsa Sprengjusteins. Ef við hinsvegar höldum okkur við færeyska framburðinn þá hljómar hann líkast því að við segjum "jólameávurinn". Og síðar í textanum þar sem sungið er "ikke" er á færeysku sagt "iddsje".
Jens Guð, 8.1.2009 kl. 00:06
Ævar, þú gefur upp áhugaverðan bolta: Konu sem fylgist af áhuga með Omega. Þú sjálfur: Er guð til? Þín persónulega skoðun.
Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:45
Jens, æjá, það er vízt rétt... amrískur slagari af beztu gerð. Og flutningurinn var auðvitað á heimsklassa. En mér finnst vont að þú ætlir að draga úr bloggafköstum.
Markús frá Djúpalæk, 8.1.2009 kl. 09:38
Neneinei elsku karlinn minn Jens, er ekkert að hella mér út í slíkt,þetta var bara lítil rökfræðiæfing og um leið upprifjun á að nota skynsemina í orðræðu við belgi á borð við þennan og fleiri sem þykjast vera svo snjallir og sniðugir og vita jafnvel svörin við stóru spurningunum um sannleikan og lífið!Það vildi bara svo til að umræðuefnið var þetta guðleysistrúboð enn einn gangin.
Reyndar hef ég aðeins verið að bræða með mér frekari pælingar af þessum toga, líka upprifjun fyrir sjálfan mig á sviði rökfræðinnar og þá varðandi orrahríðina kringum þig og færsluna um ungu Sadistana í Ukraníu.Var það sérstaklega orðastaður ykkar Sigurgeirs læknis sem vakti mig til umhugsunar og þá varðandi þætti er snerta fullyrðingar, rökstuðning og réttmæti. En hef ekki enn nennt að sinna þessu sökum leti!En hvað annars varðar þetta með að draga úr áhrifamætti trúarbragða, þá eru þetta skoðanir sem sístækkandi hópur málsmetandi fólks hefur fylkt sér á bakvið með það að leiðarljósi að bæta lífshorfur í heimi hér til einhverrar lengri og betri framtíðar.
Magnús Geir Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 18:28
hæ jens og gleðilegt ár
það er ekkert paunk í frjálslyndaflokknum.
kv d
doddý, 9.1.2009 kl. 04:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.