Broslegar kreppuauglýsingar

  Núna þegar þrengir ört í búi hjá íslensku hryðjuverkaþjóðinni er gott að búa sig undir frekari þrengingar með því að skoða þessar auglýsingar frá fátæku fólki sem reynir að gera sér pening úr hverju sem er.  Vissulega broslegar auglýsingar í augum okkar á meðan við eigum ennþá til hnífs og skeiðar.  En þess verður ekki langt að bíða að við sjáum svona auglýsingar í íslenskum blöðum.

auglýsing3

Hér er notaður legsteinn til sölu.  Hann er sagður henta best fyrir þann sem heitir Homer Hendel Bergen Heinzel.  Aðeins eitt eintak.  til sölu.

auglýsing4

Sett af lítið notuðum gervigómum til sölu.  Aðeins 2 tennur vantar.

auglýsing5 

Rúmdýna í fullri stærð.  20 ára ábyrgð.  Eins og ný.  Örlar á hlandlykt.

auglýsing6

Kalkúni til sölu. Að hluta til snæddur.  Aðeins 8 daga gamall.  Báðir leggir ósnertir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kallinn Jens er á kúpunni,
í kreppu er naglasúpunni,
rassinn á enn af rjúpunni,
rakkrem í tappa á túpunni.

Þorsteinn Briem, 2.1.2009 kl. 02:53

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

HAHAHA! Elska þessa Tombstone auglýsingu!

Siggi Lee Lewis, 2.1.2009 kl. 07:05

3 identicon

Ég sé ekkert. Ég er blindur. Gæti einhver lesið þetta fyrir mig?

Þröstur Þristur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Snilld - gaman af svona hlutum - spurning um a taka að sér að senda svona auglýsingar inn í fréttablaðið með reglulegu millibili, svona til að gleðja landann

Gísli Foster Hjartarson, 2.1.2009 kl. 15:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn gamansamur

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Birna Steingrímsdóttir

Hahaha, frábærar auglýsingar.

Birna Steingrímsdóttir, 2.1.2009 kl. 18:24

7 Smámynd: Ómar Ingi

hehehehe

Ómar Ingi, 2.1.2009 kl. 19:47

8 identicon

Jens,þú ert broslega klikkaður.Bullið sem þú skrifar um.En annars ég er búinn að kaupa bókina um hana frænku þína hana Önnu á Hesteyri,hún er frábær hún frænka þín.Árið til þín.Gerðirðu áramótaheit::::::::::::::::::::::::MEGRUN,nei bara smá djók.

Númi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:38

9 Smámynd: Jens Guð

  Bestu þakkir þið öll fyrir "komment".

  Númi,  ég er allur í bullinu og klikkaður til samræmis við það.  Gaman að þú skulir skemmta þér við bókina um Önnu frænku.  Ég gerði áramótaheit um endurskoðun á blogginu mínu.  Ég ætla að gera rækilega endurskoðun á því.  Draga verulega úr bloggfærslum og hverfa aftur til upphafsreits.  Hverfa af listum yfir vinsæl blogg og taka því rólega.  Ég mun útskýra það betur um helgina.  Bestu óskir um gleðilegt nýár og kærar fyrir samskipti á liðnu ári.

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 00:40

10 Smámynd: Hannes

Skemmtilegt að lesa þessar auglýsingar. Ég mæli með að þú kaupir rúmið gamli.

Hannes, 3.1.2009 kl. 00:56

11 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Áhugavert áramótaheit hjá þér, hverfa af listum yfir vinsæl blogg, Ætlarðu að fara að skrifa um pólitík? (Manstu hvaða flokk þú styður) Verður samt ekki veitingar húsagagnrýnin á sama stað? Hvað með....Já ég veit ekki, sé þetta ekki fyrir mér.

S. Lúther Gestsson, 3.1.2009 kl. 01:49

12 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég á rúm.

  Sigurður Lúther,  ég er í Frjálslynda flokknum og bind miklar vonir við landsþing okkar í,  ja,  vonandi,  janúar.  Það er hörmung að fylgjast með gengi míns flokks miðað við skoðanakannanir.  Samt átta ég mig á vandamáli flokksins.  En samt...

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 02:26

13 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nýjasta vandamál ykkar eru þessi mótmæli öll. Þar finnst almenningi eins og Frjálsir séu upprunar. Sérstaklega finnst fólki ekki trúverðugt ef Frjálsir finnast Hótel Borg mótmælin í lagi og styðja þá mótmælendur sem þar voru. Reyndar voru nöfn þar sem hafa kvittað sig inn í hóp Frjálslynda.

Haldið ykkur utan við þetta. Enn það verður erfitt fyrir að hrista þetta af ykkur.

S. Lúther Gestsson, 3.1.2009 kl. 02:38

14 Smámynd: doddý

þú getur gengið í framsókn - allir velkomnir .

en svipaðar auglýsingar og úrklippur eru td það eina sem gerir þáttinn hans jay lenno, þær eru frábærar. kv d

doddý, 3.1.2009 kl. 02:54

15 identicon

21. júlí 2006 setti ég auglýsingu í Blaðið

"Sjáandi óskast, þú veist hvar þú átt að sækja um"

Það barst ekki ein einasta umsókn. Það var þá sem ég missti trúnna á þessu liði!

Halldór E. (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:04

16 Smámynd: Hannes

Jens breytu nafninu þínu í Homer Hendel Bergen Heinzel og keyptu legsteininn ég er alveg klár á því að þú átt ekki einn. Tekur ómakið af fjölskyldu þinni að þurfa að velja einn handa þér og getur notað hann sem rúmgafl á meðan þú ert enn á lífi. Ég er alveg handviss um að dömurnar sem þú kemur með heim verði mjög hrifnar af rúmgaflinum.

Það gæti líka verið ágætt að gervitennurnar aldrei að vita nema þú Þurfir á þeim að halda seinna meir.

Hannes, 3.1.2009 kl. 03:09

17 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  fólk er reitt og svekkt.  Sjálfur finn ég ekki fyrir bankahruninu,  verðbólgunni eða kreppunni.  Ég átti ekki verðbréf.  Ég skulda ekki.  Mín vinna,  sem skrautskriftarkennari,  virðist ekki haggast við breytta tíma.

  Allt í kringum mig er hinsvegar fólk sem finnur verulega fyrir Nýja Íslandi.  Systir besta vinar míns átti nokkrar milljónir í bréfum sem nú hafa verið núlluð.  Það er grandvör kona sem skipti yfir í minni íbúð og setti mismun í sjóð.  Sem nú hefur horfið.  Önnur kona sem ég þekki tapaði sinni íbúð um jólin.  Afborganir af myntkörfuláni hennar voru orðnar þrefaldar á við leiguverð á samskonar íbúð.  Þetta er kona sem hefur alltaf staðið við sitt og hélt að nú,  á miðjum aldri,  væri komin á lygnan sjó.

  Þetta fólk er reitt og svekkt.  Við í Frjálslynda flokknum finnum til með því.  Samsömum okkur með því.  Ég er stoltur af þeim félögum mínum í FF sem taka þátt í mótmælum.  Sjálfur hef ég verið of latur til að taka þátt í mótmælum. 

  Doddý,  ég geng aldrei í Framsóknarflokkinn;  tákn spillingar og alls hins versta í íslenskum stjórnmálum.  Ég á þá ósk heitasta - og hún rætist fljótlega - að Framsóknarflokkurinn hverfi af yfirborði íslenskra stjórnmála.

  Dóri,  ég man eftir þessari auglýsingu.  Svokallaðir sjáendur,  miðlar og allt slíkt er þvílíkt rugl að það er með ólíkindum að fólk sem er heilt heilsu skuli ætla því fólki annað en aðhlátur og vorkunn í bland. 

  Hannes,  takk fyrir góð ráð.

Jens Guð, 4.1.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband