Skúbb! Uppselt á Bubba

bubbi1

  Laugardaginn 31. janúar heldur Bubbi hljómleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum.  Norðurlandahúsið í Þórshöfn er einstaklega glæsilegt - aldeilis frábær arkítektúr -  og mun rúmbetra en Norræna húsið í Reykjavík.  Stærsti salurinn í Norðurlandahúsin í Þórshöfn tekur um 200 manns í sæti.  Það seldist upp á hljómleika Bubba "á no time".  Vegna eftirspurnar hefur öðrum hljómleikum með Bubba verið bætt við sunnudaginn 1.  febrúar. 

  Bubbi er stórt nafn í Færeyjum.  Það líður vart sá dagur að lög með Bubba séu ekki spiluð í færeyskum útvarpsstöðvum.  Sennilega er  Það er gott að elska  mest spilaða lagið með Bubba í Færeyjum.   Talað við gluggann  er einnig þekkt lag með Bubba í Færeyjum.  Það var "krákað" (coverað) á plötu,  Hinumegin ringveginn,   með einu hæst skrifaða söngvaskáldi Færeyja,  Kára P.,  1992.  Sú plata fæst í Pier í glerturninum við Smáratorg og á Korputorgi.  Margir aðrir Færeyingar hafa krákað lagið,  bæði á plötum og þó enn fremur á hljómleikum.  Þetta er "klassískur" pöbbaslagari í Færeyjum.  Það er sérstök upplifum að vera á pöbbahljómleikum í Færeyjum þegar allir syngja  Talað við gluggann.   

  1998 var ég með mitt fyrsta skrautskriftarnámskeið í Færeyjum og spurði hvort nemendur kynnu eitthvert íslenskt lag.  Með það sama brast á kröftugur söngur 24 nemenda í  Talað við gluggann.

  Á morgun,  laugardag,  klukkan 16:00 mun Bubbi frumflytja í Iðnó lag um fjöldamorð nasistanna í Ísraelsher á Palestínumönnum,  konum og börnum á Gaza.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég kann betur við kráku en ábreiðu.. 

Óskar Þorkelsson, 9.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  það hafa verið stöðug vandræði undanfarin ár við að þýða "cover".  Fyrirbærið hefur verið kallað ábreiður,  mottur,  tökulög og sitthvað fleira.  Ekki vond nafnorð út af fyrir sig en afleit sem sagnorð.  Steini Briem stakk upp á því að tala um krákur,  krákulög og að kráka.  Ég er alsæll með það.  Orðið hljómar svipað enska orðinu "cover" og lýsir fyrirbærinu vel (að kráka = að "covera").  Það er ekki alveg bundið við að hermikráka en vísar samt til þess að verið sé að endurtaka það sem aðrir hafa gert. 

Jens Guð, 9.1.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð útskýring og mun ég nota þetta orð héðan í frá.

Óskar Þorkelsson, 9.1.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Jens Guð

  Mér til ánægju hafa fleiri verið að taka upp "krákuna",  til að mynda Eyjólfur Ármannsson,  www.glamur.blog.is, og útvarpsmenn.

Jens Guð, 9.1.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég nefndi krákuna betri ...

200.000. bloggfærzlur en bara 1 api & gott kom af.

Steingrímur Helgason, 10.1.2009 kl. 00:03

6 identicon

Það sýnir hversu betur Færeyingar huga að samstarfi við Norðurlöndin að þeir hafi stærra hús en við. Stórglæsilegt hús http://www.nlh.fo/

Annars furða Færeyingar sig á því hve íslendingar tala illa norðurlandamál.

Ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:04

7 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  loksins fékk maður almennilega ljósmyd af þér,  elsku kallinn.

  Ari,  í Þórshöfn er Norðurlandahúsið "aðal".  Ekki útkjálkbatterí eins og í Reykjavík.  Í Norðurlandahúsinu í Færeyjum heldur Eivör sína stærstu hljómleika.  Þar fara fram færeysku tónlistarverðlaunin (Atlantic Music Awards) og bara allt það stærsta í færeyskri músík og myndlist. 

  Þegar Færeyingar vilja gera vel við aldurhniginn Íslending fara þeir með mann í Norðurlandahúsið til að hlusta á lifandi flutning blásarakvintetts,  kórsöng eða vísnasöng.   

Jens Guð, 10.1.2009 kl. 00:28

8 Smámynd: Ómar Ingi

Alveg búin að fá uppí kok af þessum skalla

Ómar Ingi, 10.1.2009 kl. 01:02

9 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Er norðurlandahúsið ekki full stórt til að fara að kynda það fyrir færeysku tónlistarverðlaunin?

S. Lúther Gestsson, 10.1.2009 kl. 22:02

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm, sýnir J'oi í Bónus að hann sinnir Akureyri betur en öðrum stöðum, því búðin þar er sú stærsta á landinu, eða var það allavega er hún opnaði!?

Eitthvað eru nú Ararökin skrýtin hérna, þó ég efist ekkert um vilja Færeyinga að gera vel með sitt Norðurlandahús!

Óttalegt væl svo í töffaratetrinu Ómari!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.1.2009 kl. 11:27

11 Smámynd: doddý

krákur eru fínar

kv d

doddý, 11.1.2009 kl. 17:46

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála Ómari Inga. Ég er alveg búin að fá upp í kok af þessum apa. Hann er að verða hlægilegur og mest þegar hann er ekki að reyna að vera það elli. Má ekki fara með hann bara í einhverja verbúð. Æ grey Kreppuþrællinn. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.