11.1.2009 | 23:10
Jack Bruce hraunar yfir Led Zeppelin
Skoski söngvarinn, bassaleikarinn og lagahöfundurinn Jack Bruce er þekktur fyrir hroka, kjafthátt og frekju. Á árum áður átti hann til að veitast að meðspilurum sínum í hljómsveitum með barsmíðum. Hann hefur víst lagt af þann sið, tæplega sjötugur. Jack er þekktastur fyrir að hafa leitt blús-rokktríóið Cream 1966 - ´68. Meðal annarra sem hann hefur spilað með eru Manfred Mann, Frank Zappa, Michael Mantlier, Ringo Starr og John Mayall´s Bluesbreakers. Bara svo fáir séu nefndir.
Í nýjasta hefti breska rokkblaðsins Classic Rock getur kallinn ekki leynt afbrýði sinni út í Led Zeppelin:
"Allir eru að tala um Led Zeppelin - og þeir komu fram á einum fjandans hljómleikum. Einum lélegum hljómleikum. Á sama tíma túruðum við í Cream vikum saman og héldum hvarvetna góða hljómleika. Ekki lélega eins og Led Zeppelin, sem þurftu að lækka sig um tónhæð og hvaðeina. Við fluttum öll okkar lög í upphaflegri tónhæð.
Fjandinn hirði Led Zeppelin; þið eruð drasl. Þið hafið alltaf verið drasl og þið verðið aldrei neitt annað. Gallinn er sá að fólk gleypir við draslinu sem því er selt. Cream var tíu sinnum betri hljómsveit en Led Zeppelin.
Ætlar einhver að líkja vesalingnum Jimmy Page við Eric Clapton? Svoleiðis samanburður er út í hött. Eric er góður (gítarleikari) en Jimmy er lélegur. Eini frambærilegi náunginn, eini gaurinn sem gat eitthvað í Led Zeppelin er dauður."
Ljósmyndin hér að ofan er af Cream. Jack Bruce er lengst til vinstri. Á myndbandinu hér fyrir neðan flytja Cream eitt sitt þekktasta lag, Sunshine of your Love. Cream var frábær hljómsveit og hafði töluverð áhrif á þróun blúsrokksins yfir í þungarokk. Það breytir engu um að Led Zeppelin var besta hljómsveit rokksögunnar.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Pepsi-deildin, Ljóð, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Cream er gargandi snilld, en Led Zeppelin tekur þá samt og snýtir þeim. Þetta er ekki allt spurning um tæknilega getu, eins og Bruce virðist halda, þetta er spurning um að lögin hafi sál.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 11.1.2009 kl. 23:24
Gleðilegt ár Jens!
Ég fíla Cream og Zep, fínar grúbbur :)
Ég fíla líka Foringjana, gerðir þú koverið fyrir plötuna þeirra ,,Komdu í Partý´´?
Þráinn Árni Baldvinsson, 11.1.2009 kl. 23:38
Why don't they grow old gracefully? Það er bull að bera hljómsveitirnar saman en Bruce er líklega á höttunum eftir einhverri athygli? Ætli það sé að koma út DVD eða diskur? Ævisaga kannski?
Ár & síð, 11.1.2009 kl. 23:45
Kristinn, ég kvitta undir þitt viðhorf. Og bæti við að þó Cream hafi lagt sitt af mörkum í þeirri framþróun sem blúsrokkið var að taka ´66 - ´68 þá voru þeir þar í samfylgd með Jimi Hendrix, Yardbirds og fleirum. Nýsköpun Led Zeppelin var meira afgerandi og hafði djúpstæðari áhrif.
Þráinn, sömuleiðis. Jú, ég hannaði "lógó" og umslag Foringjanna. Svo skemmtilega vill til að ég hannaði líka umslag fyrir Ár & síð, hér í athugasemd #3. Ef ég er ekki að rugla neinu saman þá var hann í hljómsveitinni Hrím.
Ár & síð, Jack hefur alltaf verið hortugur. Ég veit ekki hvort hann er ennþá að djússa og dópa jafn mikið og hann gerði. En þetta hljómar eins og hann hafi ekki verið allsgáður.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 00:19
Blessaður Jenni, kallinn var smá í glasi þegar þetta var eftir honum haft. Hann var í þrusu partíi hjá Classic Rock tímaritinu, en þeir voru einmitt að halda uppá 10ára afmælið. Þar sem honum voru veitt verðlaun í flokknum Classic Album, fyrir hina frábæru skífu Disraeli Gears. (41 árs plata) Þar fyrir utan er ég honum sammála um John Bonham.
viðar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:43
Jack Bruce er auðvitað frægur fyrir að vera einn allra besti bassaleikari rokksins og fínn söngvar að auki, en hann er líka frægur fyrir að vera alki og það er sennilega rétt hjá Viðari að þarna hafi of mikið áfengi hleypt afbrýðisseminni út í öfgar og rökleysu. Og já, Disraeli Gears er frábær plata og toppurinn á ferli Cream, en væri meðalgóð á mælikvarða Led Zeppelin.
Stefán (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:11
Ég hef ekki séð þetta viðtal sem þú vitnar í en að segja að Jack Bruce sé þekktur fyrir frekju í garð meðspilara sé ekki rétt. Þegar Cream var stofnuð þá var vitað að Ginger Baker og Bruce áttu ekki skap saman og sauð oft upp úr, slógust jafnvel á sviðinu. En sem hjóðfæraleikarar gátu þeir ekki verið án hvers annars, algjörir snillingar. Á jóladag síðast liðnum var viðtal við Bruce á BBC Scotland og þar kallaði hann Jimmy Pace vin og fleiri mæta menn úr bransanum. Cream er sterkasta tónleika hljómsveit allra tíma skipuð þrem frábærum spilurum sem kepptust um athygli áhorfandans með leik sínum. Ekkert band hefur komið með flottarar "comeback" en þeir 2005 í Albert Hall, engar auka hækjur, engin lög tekin niður í tóni allt eins og þeir gerðu 37árum fyrr. Nú 28.02.09 er tækifæri að sjá Jack Bruce spila á tónleikum í Hollandi ásamt Robin Trower og Gary Husband.
Jón Ástráðsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:22
Gaman af öldruðum rokkurum sem ennþa getað rifið almennilega kjaft. Væri leiðinlegt ef þeir væru allir meyrir og væmnir.
Þorður Ingi (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:12
Jamm, jöfrar á borð við Bruce segja og hafa alltaf sagt, eitt í dag og annað á morgun, bara eftir því hvað hefur verið í glasinu..eða þannig! Og eins og þinn góði félagi Víðir bendir á segja menn líka eitthvað vel krassandi á góðri stund við þá sem bjóða manni í glasið og þá kannski hreinlega allt sem þeir vilja heyra og meira til!Annars eru þessar Cream Vs. Led Zep erjur asskoti lífsseigar og hafa staðið já eiginlega frá öndverðu! Gamli félagi minn hann Bubbi, bubbinn.bloggar.is rifjaði einmitt fyrir nokkru upp miklar ritdeilur fyrir meir en 30 árum hérlendis um sveitirnar og má sjá hlekk hjá honum inn á þessi skrif, mjög fróðleg.
Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 13:34
Viðar að sjálfsögðu, ekki Víðir!
Og svo má ég endilega bæta því við, að ég á þetta endurkomudæmi með Cream og finnst það ansi hreint gott!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 13:36
Death to those that insult Led Zeppelin
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:00
Ekki ma gleyma ad mesta barattan her i den tid var milli theirra sem adhylltust Bitlana og theirra sem fylgdu Rolling Stones. Thegar eg var knee high to a grass hopper var fyrsta spurningin thegar menn hittust i Skagafirdi (en svo sem hverjum odrum firdi a Froni), "Hverjir finnst ther betri, Rolling Stones eda Bitlarnir?" Ef thu varst toff gaei og farinn ad reykja og drekka bak vid samkomhusid i sveitinni varst to Stonesari. Ef thu stundadir thitt nam, varst hlydinn og duglegur var thin uppahalds plata "Help."
Annars vil eg benda a ad Jack Bruce eydilagdi Cream. Hann tok hofundarrett af flestum theirra logum og kom Ginger Baker illa ut ur theim malum, en Jack hagnadist mest a musik Cream. Einnig var standslaus slagur milli Ginger og Jack, en Jack spiladi gegnum stakk af Marshalls med allt i botni svo hatt ad Ginger gat ekki heyrt hvorki i ser ne Eric, og telur hann ad skert heyrn sin se ad miklum hluta Jack ad kenna. Thegar their spiludu aftur saman i New York tha var sett upp plexiglasskilrum milli bassagraejanna og trommanna. Thetta astand var otholandi fyrir Eric Clapton og leiddi til upplausnar bandsis. Annars finnst mer ad Cream var 90% Eric Clapton og thad sem gerdi tha ovidjafnalega var haefileiki Erics til ad soloa 5, 10 15 minutur and thess ad verda leidigjarn.
Peace, out!
Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:28
Ég efast ekki um að rétt er eftir Brúsa haft. Hann hefur alltaf haft kjaftinn fyrir neðan nefið og kringum allan hausinn. En þrátt fyrir það er ég sammála karlinum að vissu leyti þó hann taki að sjálfsögðu alltof sterkt á því. Ég er sammála mági mínum, hér fyrir ofan, að Bonzo var sá sem bar Zeppelin bandið uppi.
Annars var ég forfallinn Zeppelin aðdándi allt þar til þeir gáfu út sína 5. plötu, Houses Of The Holy. Á plötum númer 3 og 4 voru ágætir sprettir innan um hálfgert drasl en frá og með þeirri 5. gáfu þeir ekki út eina einustu plötu sem ég nenni að hlusta á í dag. Reyndar er það eiginlega bara Led Zeppelin ll sem er virkilega heildstæð og góð plata með þessari annars ágætu hljómsveit. Ef maður ber svo saman Zeppelin og Deep Purple plöturnar heyrir maður strax hvað Purple er miklu heilsteytari Rocksveit. Þeir eiga reyndar fá topplög en það eru líka afar fá lög á þeirra plötum sem eru hreinlega leiðinleg eins og er á Zeppelin plötunum burt séð frá tveimur fyrstu sem eru mögnuð verk.
Er sammála Ár og Síð að það er reyndar fáránlegt að bera Cream og Zeppelin saman. Hljómsveitirnar voru svo gjörólíkar En það er í góðu lagi að bera saman gítarleikara hljómsveitanna. Báðir hafa þeir reynt fyrir sér í blues og rokki. Ég held að sagan sýni það rækilega hvor kemur sterkari þar út. Eric Clapton er í allt öðrum gæðaflokki en Page. Þrátt fyrir að mér þyki plötur Claptons seinustu árin hundleiðinlegar fer ekkert á milli mála að hann er gítarsnillingur af gamla skólanum.
Annars er ég kominn út á hálan ís hérna. Mér hefur alltaf fundist að það sé vísasta leið til að gera sig að fífli að vera bera saman tvær góðar en gjörólíkar hljósmveitir. Því ætla ég að vitna í sjónvarpsþátt sem é sá í Nooregi fyrir tveimur árum þar sem fjallað var um bestu rokksveitir á 7. og 8. áratugi síðustu aldar. Þar spjölluðu spekingar frá NME, Q, og Melody Maker sáluga ásamt fleiri. Viðtöl voru tekin við nokkura þekkta gítarleikara. Þessir karlar voru reyndar nokkuð sammála um að það væru þeir Jimi Henderix, Ritchie Blacmore og Eric Clapton sem stæðu upp úr.
Svo sagði Blacmore einu sinni að Clapton kynni ekki að spila á gítar. Þeir segja því ýsmileg hver um annan þessir gaurar.
Dunni, 12.1.2009 kl. 15:32
topprúbbur báðar..
Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:38
grúbbur auðvitað.
Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:39
Flestir sem hlusta eitthvað á rokk þekkja 10 - 15 lög með Led Zeppelin þó þeir eigi ekki endilega plötur með þeim. Þeir sömu þekkja 2 - 3 lög með Cream.
Maður þarf ekki að fara oft í hljóðfæraverslanir eða hanga þar lengi áður en einhverjir sem eru að prófa rafmagnsgítara byrja að spila "Stairway to heaven" eða einhver gítarrif frá Led Zeppelin.
Sveinn (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:11
Er ekki mest spilaða gítarriff sögunar einmitt "Smoke On The Water"??
Dunni, 12.1.2009 kl. 16:14
Alveg er ég á sömu línu og Dunni varðandi Deep Purple, trúlega er Smoke on the Water mest spilaða gítarriffið og sennilega er mest samplaða trommubítið einmitt að finna í laginu Rock and Roll, þar sem Bonzo fer á kostum eins og alltaf.
viðar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:06
Rock & Roll er reyndar mitt uppáhaldslag með Led Zeppelin. Finnst það eitt allra besta rock&roll lag sögunnar. Það rennur svo ógeðslegaflott í gegnum loftið þegar trukkið er eins og það á að vera. Frábært
Dunni, 12.1.2009 kl. 17:35
Eg bid Jens forlats ad hijakka hans topikki en best thekkta riffid ur rokkinu er Johnnny B. Goode, eftir Chuck Berry.
Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:33
Blessaður Viðarog velkominn frá Spánarströndum. Mér varð hugsað til þín og hljómsveitarinnar Frostmarks þegar ég rifjaði upp myndbandið með Cream að flytja Sunshine of your Love. Jack Bruce væri ekki svona upplitsdjarfur ef hann hefði heyrt flutning Frostmarks á þessu lagi.
Trommubítið í Rock and Roll með Led Zeppelin er tekið beint úr laginu Keep a Knockin´ með Little Richard. Tilgangurinn með Rock and Roll var að heiðra frumkvöðla rokksins. Jimmy Page hefur spila þetta lag inn á plötu með Jerry Lee Lewis.
Dunni, ég deili með þér hrifningu af þessu lagi. Þegar ég er beðinn um að setja saman prógramm fyrir skemmtistaði er alltaf pottþétt að láta það byrja á Rock and Roll. Það stimplar rækilega inn meiriháttar stuð og fjör.
Stefán, Jack Bruce hefur það líka fram yfir marga rokkbassaleikara að vera jafnvígur í djassi. Þar fyrir utan spilar hann á mörg önnur hljóðfæri þegar þannig liggur á honum.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 20:06
Jón Ástráðsson, Jack Bruce var rekinn úr hljómsveit Grahams Bonds vegna samstarfserfiðleika og frekju. Ég held að ég muni það rétt að Graham hafi verið nóg boðið eftir að Jack og Ginger Baker slógust. Sem er broslegt með hliðsjón af því að þeir Jack og Ginger stofnuðu síðan Cream. Ginger hefur svo sem líka verið þekktur fyrir óstjórnlega frekju.
Cream hefur verið kölluð fyrsta "power tríóið" og sömuleiðis fyrsta "súper grúppan". Hvorugt er alveg rétt. Held ég. Hugtakið "power tríó" er notað yfir kröftugar 3ja manna þungarokkshljómsveitir án rythmagítars. Ég held að Jimi Hendrix Experience hafi verið fyrri til.
"Súper grúppur" eru þær kallaðar sem eru stofnaðar af einstaklingum sem allir hafa getið sér gott orð sem súperstjörnur áður en þeir sameinast í "súper grúppunni". Það er varla hægt að segja að allir liðsmenn Cream hafi verið orðnir súperstjörnur fyrir daga Cream - þó þeir hafi allir orðið súperstjörnur sem liðsmenn Cream.
Þórður Ingi, það er vissulega gaman að "attitjúd" hinnar kjaftforu rokkstjörnu fjari ekki út þó menn komist á eftirlaunaaldur. Hitt er annað mál hvort menn hafi efni á því og hafi á einhverjum tímapunkti ofmetnast á þann hátt að skilgreina megi yfirlýsingagleðina sem karlagrobb. Ég er ekki endilega að segja að það eigi við um Jack Bruce að öllu leyti. En hann er á gráu svæði.
Maggi, ég þarf að kíkja á þessa upprifjun hjá Bubbanum. Takk fyrir að benda á hana.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 20:38
Ekki má heldur gleyma því Jens að upphaflega stóð til að Graham Bond yrði einn af meðlimum Cream en Robert nokkur Sigwood, sá aumi þrjótur, umbinn þeirra, kom í veg fyrir það.
Ímyndaðu þér hvernig þeir hefðu sándað þá með "hljómborðsgúrúinn" sem allir stældu, innanborðs. Það hefði orðið skemmtileg samsuða. Sándið í "What a bringdown" hefði þá hljómað dálítið öðruvísi.
Kv. Jóhannes B.
JBI (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:53
DoctorE, ég geng ekki alveg eins langt og þú í að úthrópa dauða yfir þeim sem vanvirða Led Zeppelin. En eins og ég hef marg sagt þá tel ég Led Zeppelin vera bestu hljómsveit rokksögunnar og er ekki tilbúinn að kvitta undir annað.
Kristján Gunnars, það fór ekki alveg framhjá okkur í Skagafirðinum að menn tóku afstöðu með annað hvort Bítlum eða Stóns. Þó skilst mér að sá ágreiningur hafi verið mun meira afgerandi á höfuðborgarsvæðinu. Samt var það þannig hjá okkur bræðrum í útjaðri Hóla í Hjaltadal að við gerðum aldrei beinlínis upp á milli þessara hljómsveita. Kannski í og með vegna þess að við lásum mikið um þessar hljómsveitir og áttuðum okkur á að þarna var um útpælda markaðssetningu á þessum hljómsveitum að ræða af hálfu umboðsmanna þeirra. Raunveruleikinn var sá að Bítlarnir og Stóns störfuðu mjög náið saman. Það voru Bítlarnir sem tóku Stóns að sér: Komu þeim á plötusamning, sömdu fyrir þá lag, I´m Your Man til að komast á vinsældalista, aðstoðuðu þá með útsetningar og raddanir alveg fram til ársins 1967, kenndu liðsmönnum Stóns að semja lög og svo framvegis.
Liðsmenn Stóns komu einnig við sögu í Bítlalögum. Til að mynda í All You Need is Love. Mig minnir að bæði Keith og Mick Jagger hafi sungið í því lagi. Þar fyrir utan spiluðu bítillinn John Lennon og Stónsarinn Keith Richards saman í blúshljómsveitinni Dirty Mac (sjá www.aloevera.blog.is).
Það broslega er að í hugum almennings voru Stóns-drengirnir ruddarnir en Bítlarnir súkkulaðidrengir. Í raunveruleika var þessu öfugt farið. John Lennon var ruddalegur skapofsamaður, slagsmálahundur og kjaftfor en Mick Jagger prúður diplómat.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 21:26
Dunni, fyrstu tvær plötur Led Zeppelin bárust til Íslands um sama leyti. Fyrir bragðið hugsa ég alltaf um þær tvær plötur sem einskonar heild. Ótrúlega frábærar báðar. Svo kom Led Zeppelin III með Immigrant Song í kjölfar hljómleika Led Zeppelin á Íslandi. Það kitlaði ekki lítið þjóðerniskennd Íslendinga að lagið fjallaði um Ísland. Á þeim tíma vissu fáir útlendingar um Ísland. Síðan var það Led Zeppelin IV. Bara frábær plata. Það er rétt að eftir á að hyggja hafði toppnum verið náð. Eins og dæmið snýr að mér tók við meiri áhugi fyrir pönkbylgjunni.
Ég er þér sammála með að sumar af síðustu plötum Erics Claptons eru bölvað poppjukk. Ég á samt nokkrar góðar með honum, svo sem Me and Mr. Johnson, From the Cradle, Unplugged og platan sem hann gerði með BB King.
Mikið væri gaman að komast í þetta spjall "spekinganna" um rokkgítarleikara. Það er vitaskuld kjaftæði hjá Ritchie Blackmore að Clapton kunni ekki að spila á gítar. Clapton á klárlega heima á lista yfir, ja, 15 bestu gítarleikara rokksins. Og Ritchie Blackmore líka.
Blackmore á það reyndar sameiginlegt með Jack Bruce að vera einstaklega erfiður í umgengni. Það er svo önnur saga að Blackmore´s Rainbow er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En hann var aldeilis frábær með Deep Purple.
Gulli litli, ég er sammála.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 21:53
Sveinn, þarna er verið að bera saman hljómsveitina Cream sem starfaði í 2 ár og Led Zeppelin sem starfaði í 12 ár.
Kristján, þú þarft ekkert að afsaka neitt. Þetta er gott innlegg. Chuck Berry lagði grunn að því gítar rokk og róli sem öll heila rokksagan byggir á. Ekki aðeins sem gítarleikari heldur líka sem lagahöfundur.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 21:57
Rett athugad Jens, slaguinn milli bitlavina og stonsara var hatrammastur a molinni og voru thad einmitt baejarpjakkar sem slogust um agaeti thessara hljomsveita vid Vantsskardid og i nagrenni fordum. Heimamenn undu ser vid nikkuleik Grettis Bjornssonar og dilludu ser vid "Austfjardathokuna."
Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:20
Vinir mínir á mölinni hafa sagt mér frá alvöru slagsmálum á milli Stónsara og Bítlaaðdáendenna. Krakkar vopnuðust spýtum og tókust á. Þetta þekki ég ekki úr Skagafirðinum. Ég veit ekki hvað þú ert gamall. Hinsvegar þekki ég vel áflog á milli Skagfirðinga og Húnvetninga án ágreinings um músík. Ég var meira að segja einu sinni laminn í klessu af syni Björns á Löngumýri. Man að vísu ekki hvað hann heitir. Né heldur man ég hvert ágreinigsefnið var. Gott ef hann var ekki kallaður Kiddi. Þetta var bara fjör. Glóðuraugu og eitthvað slíkt.
Jens Guð, 12.1.2009 kl. 23:06
Af því að menn voru eitthvað að ræða um Deep Purple, þá verð ég bara að segja að "Child in Time" og "Soldier of Fortune" eru lang bestu lögin með þeim. Ég keypti einu sinni einhverja "best off" safnplötu með Deep Purple, og áttaði mig á því eftirá að "Child in Time" vantaði á þá plötu. Ég keypti því augljóslega gallaða "Best off" plötu.
Ég er enginn rosalegur Zeppelin aðdáandi, en tel þó að Stairway to Heaven er þó eitt af algjörum uppáhalds lögum hjá mér. Bestu lög Zeppelin eru flott í hvaða tóntegund sem er. Þessi Bruce hefur varla verið algáður þegar hann lét þessi ummæli falla.
Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 08:08
Jens: Ég meinti þetta ekki bókstaflega :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:42
Mjög skemmtileg umræða. Verð að segja að ég tek Led Zeppelin fram yfir Deep Purple í dag. Var aldrei neinn sérstakur aðdáandi Cream þó að þar færu frábærir tónlistarmenn. En Jens: Besta rokkhljómsveit allra tíma var að sjálfsögðu Pink Floyd ;-)
Björgvin R. Leifsson, 13.1.2009 kl. 21:24
Sindri, þú getur lært það af þessu að maður á aldrei að kaupa "Best of" þungarokksplötur. Það hafa verið gefnar út margar "Best of Deep Purple" plötur. Sennilega þykir Child in Time vera óþægilega langt lag fyrir safnplötu. Ef ég man rétt er það um 11 mínútur. Ég tel mig þó muna eftir að hafa séð þetta lag á "Best of" plötu með Deep Purple. Það er samt best að eiga þetta lag í réttu samhengi á plötunni In Rock.
Björgvin, ég var með mikið Pink Floyd æði árum saman. Átti allar plötur þeirra og stúderaði hljómsveitina. Hlustaði á fátt annað um tíma. Og vissulega var Pink Floyd merkilegt hljómsveit. En ef maður ber saman söngvara Led Zeppelin við söngvara Pink Floyd, trommara Led Zeppelin við trommara Pink Floyd og svo framvegis þá hallar á Pink Floyd. Einnig ef borin eru saman áhrif þessara hljómsveita á þróun rokksögunnar og hvernig þær hafa mótað aðrar hljómsveitir.
Jens Guð, 14.1.2009 kl. 02:25
DoctorE, ég þóttist nú viss um að þú ætlaðir ekki í alvöru að siga moðóðum himnadraugum á gagnrýnendur Led Zeppelin.
Jens Guð, 14.1.2009 kl. 02:28
Ég er sammála þér um trommarann og söngvarann en ég er að horfa á liðsheildina. Þar finnst mér PF bera af. Svo set ég töluverða fyrirvara við "og svo framvegis" hjá þér þegar kemur að gítarnum og hljómborðinu (LZ voru reyndar ekki með hljómborðsleikara).
Björgvin R. Leifsson, 14.1.2009 kl. 08:28
Reyndar Björgvin, þá voru Led Zeppelin með hljómborðleikara, sem var bassaleikarinn John Paul Jones. Hann hafði m.a. starfað sem kirkjuorgelleikari rétt eins og Gart Hudson hljómborðsleikari The Band. JPJ sá um allan hljómborðsleik fyrir LZ bæði á plötum og á hljómleikum þar sem hann spilaði bassann á bassapedala hljómborðsins. Jack Bruce var líka menntaður í klassískri tónlist, hafði lært á cello sem unglingur í Skotlandi. Rolling Stone velur Eric Clapton 4 besta rokk/blues gítarleikarann og Jimmy Page þann 9 besta. Annar stór vefur sem er með val öllum tegundum hljóðfæraleikara velur Clapton í 2 sæti og Page í 3 sætið.
Stefán (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.