Furðulegt myndband

  Einn kunningi minn var að fikta í tölvunni sinni.  Svo hnerraði hann og allt í einu var meðfylgjandi myndband komið inn á youtube.  Þetta er alveg furðulegt dæmi.  Næstu daga verð ég staddur í reiðuleysi í Austur-Evrópu.  Þar eru engar tölvur.  Bara fátækt og eymd.  Ekkert heyrist frá mér.  En ég kem alltaf aftur.  Aftur og aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sko eru ekki allir á Omega Fatlaðir ?

og nota þetta eðal Vískí sem ajax er bara hneyksli

Ómar Ingi, 9.2.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Hlédís

Skemmtilegt viðtal! Og alveg hreint fyrirtaks-ástæður til að nota hreinsi-meðalið !

Hlédís, 9.2.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  wiský er aldrei hneyksli.  Það er alhliða gott.

  Hlédís,  ég skil ekki enn upp né niður í þessu viðtali. 

Jens Guð, 10.2.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Hlédís

Varstu kannski kvefaður þegar viðtalið var tekið?  Er það ekki soldið klippt? - Mér þótti gaman að því og geymi slóðina.

Hlédís, 10.2.2009 kl. 00:09

5 Smámynd: Hannes

Skemmtilegt viðtal við þig Jens og gaman að horfa á það.

Ég er nú persónulega hrifnari af Viskí heldur en bjór.

Ps Ómar þetta sem sást á borðinu hjá honum Jens er ekki eðal viskí en er aftur á móti best af þessum ódýru.

Hannes, 10.2.2009 kl. 00:11

6 Smámynd: Hlédís

Eðalviskí er stórt orð - Vissulega gott ! - ef tjöru-mó stuðullinn er ekki hár!  Eðal-Laphproaig mega aðrir eiga ;)

Hlédís, 10.2.2009 kl. 00:29

7 Smámynd: Hannes

Hlédís það er rétt að eðalviskí sé stórt orð og ég á nokkrar flöskur af þannig viskí akkúrat núna.

Hannes, 10.2.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtilegt viðtal, ég nota Koníak bara þegar ég kvefast eða fæ hálsbólgu.  Sem er náttúrulega allt of sjaldan

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 01:01

9 identicon

Gaman að sjá þetta meistaralega viðtal aftur.

Þó værir þó enn meistaralegri ef þú myndir skera á tengsl þín við kjánalegaflokkinn ;)

og hvar eru þín svakalegu skúbb nýverið, ertu ekki með einkver skúbb Jens!

Ari (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:24

10 identicon

Þú ert mjög líkur John Mogensen, danska söngvaranum, þér þu ert svona skeggjaður. Veistu hver hann er/var.

Konráð J.Stefánsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:39

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta viðtal er snilld

Sigurður Þórðarson, 11.2.2009 kl. 00:38

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert alltaf fallegur maður, hvaða gráhærða gamalmenni varztu nú að taka viðtal við þarna?

Steingrímur Helgason, 11.2.2009 kl. 01:34

13 identicon

Hrein snilld!!!

Sveinn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:28

14 identicon

Leit bara aftur við til að segja:

GUÐ BLESSI HANA MÓÐUR ÞÍNA SEM ÓL ÞIG JENS!

 (eða hvern sem ól þig skyldi það ekki hafa verið móðir þín)

Ari (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:46

15 Smámynd: doddý

þú ert nú nokkuð unglegri á blogg-myndinni en í viðtalinu. skemmtilegt viðtal samt sem áður.

langar þér ekkert að blogga um heilbrigðiskerfið? það er svo gaman.

kv d

doddý, 13.2.2009 kl. 18:02

16 identicon

Þetta verður lengi í minnum haft!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:50

17 Smámynd: Halla Rut

Gott Ajax.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 22:51

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2009 kl. 08:12

19 identicon

Alger klassik. Mega flott.

Reynir S. (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 15:52

20 Smámynd: Jens Guð

  Bestu þakkir til ykkar allra fyrir yndisleg "comment".  Það var gaman að bregða sér af bæ - til Póllands - í 8 daga og sjá heimkominn í morgun (18.2.2009) þessar hlýju kveðjur.  Það er dálítið sérkennilegt að fara út úr þessum bloggheimi í röska viku.  Vera bara umkringdur pólskum texta og fylgjast hvorki með íslenskri umræðu né heimsmálum. 

Jens Guð, 19.2.2009 kl. 01:48

21 Smámynd: Jens Guð

  Hlédís,  viðtalið var dálítið klippt.  Það var sennilega tvöfalt lengra í rauntíma.  Það sem var klippt burt var bara eitthvað snakk sem skipti ekki máli.  Ég var ekki kvefaður.  Er eiginlega aldrei almennilega kvefaður.

  Hannes,  ég hef ekkert vit á whiský.  Þekki ekki mun á góðum eða vondum svoleiðis drykk.  Ég man ekki hvers vegna þessi flaska var þarna stödd.  Mér var hálf brugðið þegar hana bar á góma.  Hugsaði í skyndi:  "Ekki ætla ég að láta aldraða elskulega mömmu mína og harðlínu bindindismanneskju sjá í sjónvarpinu að ég sé að sulla í áfengi."  Þannig að ég brá á það ráð í fáti að kannast ekkert við drykkinn sem áfengi.  Enda hringdi mamma í mig daginn eftir viðtalið og benti mér á að það væri ódýrara að kaupa hreinsispíritus til þrifa en kaupa "bölvaða brennivínið".

Jens Guð, 19.2.2009 kl. 02:11

22 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  ég einmitt sakna þess stundum að hafa ekki nógu oft ástæðu til að slá á kvef eða flensu með kröftugum meðölum.

  Ari,  ég er þessa dagana að hugsa mig verulega um að skera á tengsl við "kjánaflokkinn".  Ég mun á blogginu gera á næstunni grein fyrir afstöðu minni til FF.  Ég hef harða afstöðu gegn kvótakerfinu en jafnframt líka harða afstöðu gegn ólýðræðislegum bolabrögðum forystu FF.  Ég er alvarlega að velta fyrir mér að taka ekki þátt í útför flokksins vestur á Snæfellsnesi um miðjan mars.

  Varðandi "skúbb" þá tók ég um áramótin þá afstöðu að blogga á lægri nótum.  Á síðasta ári mældist blogg mitt #5 yfir mest heimsóttu bloggsíður.  Því fylgdi gríðarlegt áreiti sem ég meðvitað hef skorið niður.  Ég ætla að halda blogginu mínu fjarri vinsældalistum á yfirstandandi ári.

   Konráð,  ég veit ekkert hver John Mogesen er.

Jens Guð, 19.2.2009 kl. 02:30

23 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  það er svo gaman að þegar ég vil fá yfirbragð virðulegs eldri manns þá læt ég skeggið vaxa.  Þegar ég hinsvegar vil vera með útlit miðaldra galgopa þá raka ég af mér skeggið.  Þetta eru skekkjumörk upp á 10 ár til eða frá.

Jens Guð, 19.2.2009 kl. 02:35

24 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  það var snillingurinn Helgi Seljan sem spjallaði við mig.  Frábær náungi sem sagði síðar í útvarpsviðtali á rás 2 að þetta viðtal hafi verið toppurinn á hans ferli.  Er þó af mörgu að taka.

Jens Guð, 19.2.2009 kl. 02:39

25 Smámynd: ThoR-E

Hlaut að vera Jens að þá værir erlendis, ... hef ekkert séð neinar færslur frá þér ;)

Velkominn heim.

ThoR-E, 19.2.2009 kl. 14:55

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyhey, kallin komin úr túrnum, væntanlega sæll og glaður, hlaðin varningi sem landin þráir og kannski eins og einu alvöru Prins póló líka!?

Ferðasögur í fjórtán þáttum eða svo munu eflaust koma næstu vikur, eflaust safaríkar og kannski pönkaðar!?

En seisei jens, Jón Magg bara skriðin undir teppið hjá D aftur og heldur því fram til réttlætingar að þar séu breytingar í vændum? J'a, alveg örugglega til dæmis á afstöðu til kvðotakerfisins eða hvað? N'u svo ætlar kallin ekki bara að kyngja því heldur öllu hinu sem á undan er gengið á sl. árum! Já segir maður bara, hann hlýtur að vera bæði kokhraustur og breiður blessaður!?

EF þú hættir svo líka í flokknum, þá ferðu nú varla sömu leið, legg til að þú látir alla flokka vera, en gangir bara í Hjálpræðisherin til að dunda eitthvað í staðin eða bara gangir í Karlakórin Heimi sem fulltrúi sunnan heiða og færir nú að brýna bassan þinn góða fyrir alvöru!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2009 kl. 17:02

27 identicon

Það var mátulegt á Sjálfstæðisflokkinn að fá Jón Magnússon aftur. Þar og hvergi annars staðar eiga þeir allra áttavilltustu og pólitískt rugluðustu heima. 

Stefán (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:43

28 Smámynd: Jens Guð

 Ace,  þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað að undanförnu;  að ég var í Póllandi.

  Maggi og Stefán,  það kom ekki á óvart að Jón Magnússon yfirgæfi Frjálslynda flokkinn.  Einhverjir tugir hafa verið að hrökklast úr flokknum eftir að ákveðið var að halda Landsþingið í felum vestur á Snæfellsnesi.  Enda margir orðnir langþreyttir á yfirgangi Kristins H.  Gunnarssonar og margskonar vandræðum,  svo sem skilnings- og ráðaleysi launaðra starfsmanna flokksins gagnvart illindunum í kringum KHG og fleira af því tagi.

  Ég skrifa kannski sér færslu um þá hrakfarasögu.  KHG sýndi Jóni Magnússyni leiðindi frá fyrsta degi.  Meðal annars hamraði hann á því með nokkrum árangri að Jón og fyrrum félagar hans í Nýju afli ætluðu að yfirtaka flokkinn.  Eftir því sem KHG lenti í útistöðum við fleiri í FF og einangraðist í flokknum þeim mun heiftúðugri varð framkoma hans í garð Jóns.  Meðal annars tók KHG upp á því að greiða á alþingi atkvæði öndvert við Jón í hverju máli á fætur öðru.

  Hræðsluáróður KHG fyrir meintri fjandsamlegri yfirtöku Jóns og Nýs afls á FF átti hljómgrunn á Vestfjörðum.  Þó Jón marglýsti því yfir að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns í FF eða annarra slíkra embætta var hinu gagnstæða stöðugt haldið fram af KHG og fleirum.  Það var skiljanlegt að Jón þreyttist á þessu bulli og öllu hinu ruglinu í FF.  Mörgum kom þó á óvart þegar Jón gekk aftur í Sjálfstæðisflokkinn.  Og það skömmu eftir að hann hafði þvertekið fyrir að slíkt væri á dagskrá.

  Er Jón yfirgaf FF var hann spurður út í þennan möguleika.  Hann benti réttilega á að fáir þingmenn hafi gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn meira á yfirstandandi kjörtímabili.  Hinsvegar er ættgarður Jóns í embættum hjá Sjálfstæðisflokknum,  svo sem Jónas Friðrik,  sonur hans og fráfarandi formaður Fjármálaeftirlitsins,  tengdadóttir hans o.fl.

  Ég hef einungis haft mjög góð kynni af Jóni.  Hinsvegar er alveg klárt að ég fylgi honum ekki yfir í Sjálfstæðisflokkinn.  Engu að síður er ég að tvístíga varðandi framhald á minni veru í FF. 

Jens Guð, 21.2.2009 kl. 00:03

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens, ég tek undir hvert orð í greiningu þinni

Sigurður Þórðarson, 21.2.2009 kl. 01:04

30 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  takk fyrir að staðfesta túlkun mína á brotthvarfi Jóns úr FF. 

Jens Guð, 21.2.2009 kl. 01:37

31 identicon

pappakassar

davið (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.